Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 B 19 Ásta Dóra Ingadóttir húsmóðir „Eg eignaðist barn á árinu, þann 19. júlí. Það er nú það helsta, ann- ars hefur allt gengið sinn vanagang. Persaflóinn og friðai-verðlaun Gorbatsjovs eru atburðir sem eru manni minnisstæðir. Mér fannst það gott fyrir heiminn að hann skuli hafa hiotið verðlaunin. Þjóðarsáttin er búin að vera góð, ég er mjög ánægð með hana. Mér finnst gott að komið sé stöðugt verð- lag og svo einhugurinn í fólki, það taka allir þátt í þjóðarsáttinni. Það væri best ef þetta héldi svona áfram. Ég er ánægð með þetta svona.“ Arnar Jónsson stj órnmálafræðingur „Bráðabirgðalögin eru mér minn- isstæðust á árinu, þessi fádæma hroki og valdníðsla. Að mönnum skuli hafa dottið þetta í hug! Það skiptir engu máli hvar menn standa í pólitík, setning bráðabirgðalaganna var röng og gegn öllu góðu siðferði. Þeim á eftir að hefnast fyrir þetta sem settu þau. Þá má nefna afdrif fiskeldisins. Það er merkilegt að menn skyldu æða af stað án þess að gera nokkr- ar ranrisóknir á mörkuðum eða að- stæðum á íslandi til að stunda hér eldi af þessu tagi. Varðandi næsta ár finnst mér óskandi að næstu ríkisstjórn verði ekki komið á með augljósum hrossa- kaupum og einnig vona ég að Fram- sóknarflokknum verði gefið frí.“ Sigurður Óli Koibeinsson • hreinsari „Það fyrsta sem manni dettur í hug er Kúvæt og átökin þar. Ég hef fylgst töluvert með þessum málum og vil að Hussein verði hrakinn frá Kúvæt með öllum tiltækum ráðum sem fyrst. Þá er ég orðinn þreyttur á ríkis- stjórninni og vona að verði breyting í þeim efnum í vor. Einnig má nefna að ég er tjúpna- veiðimaður og fór nokkrum sinnum í rjúpu í vetur án þess að fá eina einustu ijúpu og er ég svekktur yfir því. Annars hefur þetta verið mjög tilbreytingalítið ár sem leið mjög hratt og er á enda áður en maður veit af. Stefán Hlynur Steingrímsson mótorhjólaáhugamaður „Mér er minnisstætt að hafa keppt í mótorhjólakeppni á árinu. Ég tók þátt í svo kallaðri Enduro-keppni sem felst í því að keyra sem hraðast yfir torfært land. Svo keppti ég í sandspyrnu og lenti í öðru sæti af mótorhjólunum. Ég ætla að reyna að keppa meira á næsta ári og þá fæ ég líka nýtt hjól. A nýja árinu vona ég helst að það komi mótorhjólaþáttur í sjónvarpið og einnig mætti vera þar minna af alþingisrausi. Ég er ekkert spenntur fyrir kosningunum á næsta ári og ætla ekki einu sinni að kjósa.“ Siguijón Sigurðsson smiður „Helst er það ríkisstjórnin sem mér er ofarlega í huga og hvað hún hefur verið slöpp. Skattar og aðrar álögur á fjölskyldufólk standa upp úr. Vonandi mun sú næsta standa sig betur. Fólk hefur varla til hnífs og skeiðar. Maður finnur mikinn mun á laununum og endar ná varla saman. Utan úr heimi eru mér minnis- stæðastar fréttir af fólki og börnum sem ekki hafa í sig eða á. Það er átakanlegt. Með nýju ári vona ég að verði bjartara bæði yfir ríkisstjórn og þjóð. Það besta sem gæti gerst væri að menn stæðu við loforðin sem þeir gefa fyrir kosningar." VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN í', UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.