Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 37
MOKGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 B 37 sunnan er sá að hér hef ég frið heima hjá mér, hér er ég ekki eftir- lýst. Allur okkar tími fyrir sunnan fór í þetta stríð, það var ekki einu- sinni tími til að hlusta á upptökurn- ar.“ Agústa kennir m.a. á vegum tón- listarskóla Ísafjarðar. „Það hefur gengið vel í vetur, aðeins þurft að aflýsa tvisvar vegna ófærðar.“ Agústa hefur líka fengist við að kenna söng heima í Holti og Gunn- ar hefur einnig fengist við kennslu. A haustdögum stóð Ágústa fyrir vestfirskum söngdögum, þ.e. söngnámskeiði í Holti. Kennari var prófessor Hanne-Lore Kuhse frá Berlín. „Þetta tókst mjög vel, mik- ill fjöldi fyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum styrkti námskeiðið og eiga allir þessir aðilar þakkir skildar. Þetta voru nemendur nán- , ast úr öllum landshornum, en ég var að vísu óheppin með tíma, skól- arnir voru nýbyijaðir og nokkrir sem áhuga höfðu komust ekki. Síðan voru haldnir þrennir tónleik- I ar, á Þingeyri, Flateyri og í Bolung- ' arvík.“ „Ef einhveija vantar heyrist bara meira í hinum“ Ég spurði Ágústu um kórstarf i sem fór af stað í haust. „Já, Aðventukórinn,“ segir Ágústa og hlær, „hann hét það alla- vega fram yfir jól, meðan við vorum með aðventukvöldin, þau eru nokk- ur í kirkjunum hér í kring. Gunnar er stjómandi kórsins, ég sé meira um leiðbeiningar og stjórna svo Gunnari, ekki satt Gunnar?“ Honum hefur brugðið fyrir öðru hvoru með hamar í hendinni, átti víst eitthvað í vandræðum með skrifstofuhurðina sína. Gunnar ját- aði spurningu Ágústu. Þegar hér var komið sögu færði Gunnar okkur kaffi og ylvolga ástarpunga og tók þátt í umræðunni. í kómum starfa á milli 40 og 50 manns frá Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Ingjaldssandi og sveit- unum í Önundarfirði og Dýrafirði. „Hér eru alveg stórkostlegar' raddir, það heyrast hrein ósköp í þessu fólki,“ segir Ágústa. Ég get hugsað mér að sumum stjórnendum þætti það fátæklegt að hafa ekki nema úr 1500 manns að moða til þess að ná saman 40-50 manna kór. í Vestur-ísafjarðarsýslu er þessi fjöldi og hér virðast nánast allir syngja. Þau halda því fram að hér hafi hreinlega ræktast upp söngraddir. Gunnar segir að fólk hér sé skapmeira á einhvernveginn svo heilbrigðan hátt. „Ef einhveija vantar á æfingar, þá heyrist bara meira í hinurn." „Gunnar komst í ham þegar hann heyrði í einum söngvara," segir Ágústa, „honum Björgvin Þórðar- syni á Flateyri. Hann tók fram hveijar nóturnar á fætur öðrum, það var alveg sama hvað hann lagði fyrir hann, lög sem ég hef ekki heyrt sungin lengi, lög sem Stefán íslandi, Pétur Jónsson og þessir gömlu tóku, þetta rann upp úr hon- um eins og ekkert væri.“ „I kórnum höfum við ekkert undirspil," segir Gunnar, „bara tónlist til að gefa tóninn og þau syngja allt þannig, það er bæði fallegra og miklu holl- ara.“ Þau hjónin hafa nú verið í Holti í rúmlega eitt ár, séra Gunnar var kosinn 5. september 1989 og skip- aður í embætti frá 1. október 1990. Aðspurð segjast þau vera mjög ánægð í Holti og líður vel. „Hér er friður og ró og ég verð að viður- kenna að mér hundleiddist í Reykjavík, ég var í huganum löngu komin vestur,“ sagði Ágústa að lok- um. Með magafylli ástarpunga gékk fréttaritari út í kyrrðina og myrkr- ið, „þar sem þögnin var svo alger“, eins og segir í lokakafla bókarinnar. Magnea STYÐJUM SÁÁ Til Velvakanda. Flest viljum við leggja góðum málefnum lið og mér er sérlega umhugað um einn málstað sem nú er sérstök þörf á að styrkja, en það er fjáröflunarhappdrætti SAÁ. Þessu happdrætti er ætlað að styðja við það mikla starf sem SÁÁ vinn- ur í þágu allra landsmanna, nú með 'byggingu nýrrar endurhæfingar- stöðvar. Ár hvert liðsinnir SÁÁ þúsundum með fjölbreyttri starf- semi sinni, jafnt áfengissjúklingum, fíkniefnaneytendum og fjölskyldum þeirra. Þetta starf verður aldrei metið til fjár, því þarna snýst málið um lífshamingju, sameiningu fjöl- skyldna í stað sundrungar, heil- brigði í stað líkamlegs og tilfinn- ingalegs sjúkleika. Við íslendingar höfum ekki efni á að styðja ekki við bakið á þessari starfsemi; við höfum ekki efni á öllu því vinnu- tapi, sjúkrakostnaði, slysum og fjöl- skylduharmleikjum sem áfengis- sýkin veldur. Vissulega væri æski- legast að þessi sjúkdómur, áfengis- fíknin, væri ekki til og vissujega væri best að þurfa alls ekki að kosta neinum fjármunum til þessa mála- flokks. En slíku er því miður ekki að heilsa. Og dæmin hafa sýnt svo ekki verður um villst, að þegar kem- ur að meðhöndlun vegna áfengis- sýki og fylgikvilla hennar, sem ljósta alla ástvini sjúklinganna, þá hefur SÁÁ unnið þrekvirki sem enginn hefði trúað fyrir nokkrum árum að unnið yrði. Við höfum ekki efni á að SÁÁ dragi úr starf- semi, hætti að vera það skjól, sá klettur sem við getum reitt okkur á í baráttunni við þennan vágest. Þvi vil ég skora á landsmenn að taka á með SÁÁ, svo starfið megið áfram blómstra öllum til góðs, ekki síst börnunum, sem saklaus þurfa oft að líða stórlega fyrir áfengisfíkn hinna fullorðnu. Látum SÁÁ njóta stuðnings okk- ar, stöndum öll sem einn gegn þeim hræðilega vágesti sem fíknimynd- unin er, hvaða nafni sem hún nefn- ist. Sigurlaug Frábær bók Til Velvakanda. Fyrir fáum dögum fékk ég síðbúna afmælisgjöf, bókina „Það hálfa væri nóg“, frásögn Þór- arins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ, af lífi sínu og starfi, skrifaða af Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaða- manni. Ég opnaði bókina með hálf- um huga, hreint ekki viss hvort ég nénnti að lesa einhveijar brennivínssögur og um starfsemi SÁÁ. En fyrr en varði var ég kom- in á bólakaf í frásagnir Þórarins. Hann iýsir þarna á lifandi, hispurs- lausan og persónulegan hátt jafnt mönnum sem málefnum; alls staðar virðist mér heiðarleiki vera hafður að leiðarljósi og hvergi er reynt að draga úr né fegra þegar að honum sjálfum kemur. Þá lýsir Þórarinn einnig á opinn og væmnislausan hátt hvernig áfengið fór með hann og hvernig hann loks viðurkennir fyrir sjálfum sér að hafa misst vald á lífi sínu vegna áfengisins og fer í meðferð. Ekkert er dregið undán og hreinskilnin þegar að honum sjálfum kemur er ótrúleg, raunsæið blákalt. En það var ekki aðeins persónulega frásögnin sem hreif mig heldur einnig sagan af SÁÁ, starfi, missætti, sigrum og ósigrum og þeirri hugsjón sem hefur lengst- an part verið aðall samtakanna. Ég verð að segja að ég lagði „Það hálfa væri nóg“, frá mér bæði undrandi og hrifin. Eftir lestur þess- arar bókar er ég sannfærð um að hún á erindi inn á flest ef ekki öll íslensk heimili og margir geta mik- ið af henni lært. Það þarf ekki áfengisvandamál til, því bókin er svo gefandi og lífleg, en jafnframt er yfir allri frásögn Þórarins mann- eskjulegt, heilbrigt stolt án þess að neins staðar sé verið að upphefja sig. Hans mat á atburðum, hans viðhorf eru sett fram án undan- bragða og án þess að bðjast afsök- unar. Enda virðist lítil ástæða til, þarna sýnist mér fara maður með báða fætur á jörðinni og hjartað á réttum stað. Bækur eins og „Það hálfa væri nóg“ eru sjaldséðar í því fári af ævisögum sem yfirleitt geng- ur yfir okkur á þessum árstíma; hressileg, hreinskilin og lipur frá- sögn sem veitti mér alveg nýja og lærdómsríka innsýn í líf, starf og baráttu þeirra sem hafa snúist gegn Bakkusi konungi vegna eigin neyslu. Kærar þakkir! Þórdís Heilræði Um áramótin er að jafnaði kveikt í miklu af margskonar flugeldum, stjörnuljósum og blysum. Slíkt getur verið stór- hættulegt ef ekki er rétt að staðið og margir hafa slasast alvarlega þess vegna. Kynnið ykkur því vel allar leiðbeining- ar um meðferð og notkun þessara skrautljósa. Farið í einu og öllu samkvæmt þeim ráðum, sem þar eru gefin. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. Röng skotstaða bogrið ekki yfir flueldinn Rétt skotstaða iilASA umboðið auglýsir Næsta íbúða- og húsaskoðunarferð til Spánar á vegum MASA á íslandi verður farin föstudaginn 11. jan. nk. Flogið beint til Alicante. Dvalið á eigin hóteli MASA, m/fullu fæði. Komið aftur fimmtudaginn 17. jan. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 44365 sem fyrst. MASA umboðið á íslandi. Blaðbei’ar óskast Morgunblaðið óskareftir blað- berum íeftirtalin hverfi: Oddagötu og Aragötu. Ægisíðu. Ennfremur vaniar blaðbera í Skerjafjörð, norðan flugvallar. Austurbær Austurgerði og Byggðarenda. Breiðholt Stekki Kópavogur Kársnesbraut Hressandi morguntrimm sem borgarsig. Upplýsingar eru gefnar i síma 691253. HÓTEL FLÚÐIR HRUNAMANNAHREPPI 801 SELFOSSI - SÍMI 98-66630 FAX 354-8-66530 Það er ekki spurning, nú er komið aðþér að njóta hvíldar Hótel Flúðir og sjúkranuddstofan Heilsuparadís, Flúðum, Hrunamannahreppi, bjóða uppá stórkost- lega heilsudvöl. Tilboð þetta gildir fyrir tímabilin 6. jan. til föstud. 11. jan. 13. jan. til föstud. 18. jan. 20. jan. til þriöjud. 29. jan. Verð í Fimm daga kr. 12.500 per mann og verð í tíu daga kr. 21.250 per mann. Innifalinn í verði er morgun- og kvöldverður frá mánudegi til brott- farardags. í hverju herbergi er ísskápur. Herbergið er með baði og heitri útisetlaug. Meðferðir á sjúkranuddstofunni greiðist aukalega. Sjúkranuddari er Wolfgang Roling. Rútuferðir eru alla sunnudaga frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 21.00 og frá Flúðum brott- farardaga kl. 9.30. Kreditkortaþjónusta. Tekið er á móti pöntunum og upplýsingar veittar í síma 98-6 66 30. k HÓTEL FLÚÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.