Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
B 17
Kannski deildu tveir veiðimenn um
konuna. Kannski gerði konan sig
sek um siðferðilegan glæp og refs-
aði sjálfri sér með því að skera
annan handlegginn af. Annað eins
á nú að hafa gerst. Ödipus konung-
ur stakk úr sér augun, hér í „den“
þegar stórættaðir Grikkir slógu
hver aðra út í harmsögulegum ör-
lögum. Svo segir sagan allavega.
En kannski er Hvítárneskonan
ekki einhent. Og kannski ekki einu
sinni döpur. Mér vitanlega er ekki
til nema ein skrifleg heimild um
draugaganginn í Hvítárnesi. Og þó
skömm sé fráað segja, var það
ekki einu sinni íslendingur sem þar
segir frá. Heldur Breti. Og hermað-
ur í hersetnu landi stríðsáranna í
þokkabót.
Saga úr stríðinu
í bókinni Ofan jarðar og neðan,
eftir Theódór Friðriksson, segir
höfundur frá því þegar hann var
umsjónarmaður við sæluhúsið í
Hvítárnesi sumarið 1942. Theódór
hélt til í skúr sem var rétt hjá sælu-
húsinu. Dvaldist hann þarna sumar-
langt í fámenninu og þurfti að
þreyja ófáar nætur án nokkurs fé-
lagsskapar. Ekki var Theódór var
við neina drauga, enda vel varinn
af Biblíunni, Vídalínspostillu og
Passíusálmunum. Vopn sem virðast
alltaf jafn nútímaleg gegn verum
sem ekki eru af þessum heimi. Eins
og við mátti búast, vöktu tóftirnar
mikla athygli þeirra sem gistu
Hvítámes þetta sumar. Þótti það
sjálfsagt mál að fyrrverandi íbúar
staðarins færu á kreik þegar kvöld-
ið mætti með sínu myrkri, og eng-
inn trúði Theódóri þegar hann þótt-
ist ekki verða var við neitt. En til
að friða draugaþyrsta ferðalangana
sagði hann þeim söguna af breskum
liðsforingja sem átti að hafa gist
þarna sumarið 1941. Og hefst nú
sagan.
I björtu sumarveðri lagði
stríðsmaður bretaveldis á Kjöl og
var á suðurleið. Þegar hann kom
að Hvítárnesi ákvað hann að láta
fyrírberast þar um nóttina. Að því
best er vitað, var hann alls ókunn-
ugur þijóskum íslenskum draugum
sem hoka í fornum rústum fjarri
öllum mannabyggðum. Bretinn bjó
um sig í einu herbergjanna og lagð-
ist til svefns. Skyndilega birtist
kona um fertugt, fögur og svipmik-
il. Klædd var hún í svart pils, úr
grófu efni, bol með víðum ermum
og silfurmillu framan á brjóstinu.
Bretinn reis upp við dogg og heils-
aði konunni kurteislega á máli sínu.
Skipti þá engum togum að konan
hvarf á braut. Strunsaði út úr stof-
unni. Soldátinn snaraði sér fram
úr fletinu og á eftir konunni. Þegar
út kom var konan horfin en eftir
stóð Bretinn, klóraði sérí höfðinu
og tuldraði geðvonskulega um
skrýtna íslendinga. Ekki hvarflaði
að honum að hann hefði hugsanlega
nýbarið augum þjóðlegan draug.
Það er við hæfi að benda væntan-
legum næturgestum í Hvítárnesi á
að eitt er það flet sem talið er
draugsetnara en önnur. Það hvarfl-
ar ekki að mér að láta uppi hvert
það er. Yfirleitt eru gæslumenn í
sæluhúsinu á sumrin. Þeir inn-
heimta gistigjald og sjá um viðhald.
Einnig er ekki ólíklegt að þeir setj-
ist niður með gestunum þegar
skyggja tekur og segi sögur af
kdhu sem kannski er einhent. Og
eflaust minnast þeir á þá trú manna
að ein ákveðin koja færi mönnum
órólegar draumfarir. En hvort þeir
bendi á þá réttu er önnur saga.
Segir nú af sjálfum mér
Himinninn var ennþá ekkert
nema sól. Hvað eftir annað tókum
við framúr gangandi eða hjólandi
útlendingum; með 50 kílóa farangur
á bakinu eða hangandi utan á hjól-
unum. Og hafa gaman að þessu.
Megas, þriðji maðurinn í förinni,
var nú lokaður inni í kassettutæk-
inu: Kyrrð há.lendanna lék ævaforna
hljómkviðu. Öðru hveiju var stopp-
að og stigið út úr farartækinu. Alit
í kring íslensk fjöll, þessi fjöll sem
hafa fært skáldum innblástur. Og
færa enn. Náttúran. Handhægt að
hafa þessa náttúru hérna. Ég, borg-
arbarnið, get lagt ys og eril borgar-
innar frá mér og stigið inn í heim
fjalla. Þetta er eins og að eiga aldar-
gamalt koníak inni í skáp; maður
læðist að næturlagi, þegar allir eru
í fastasvefni, opnar skápinn, sýpur
á og sjá; fjallasýn og menn án stein-
steypu með íslenskan vetur í andlit-
inu allt í kringum mig.
Hvítárnes. Eftir að hafa komið
matföngum og svefnpokum fyrir á
loftinu var spásserað um svæðið.
Og þarna eru þessar dularfullu tóft-
ir. Ötrúlega heillegar miðað við að
bærinn fór í eyði fyrir næstum 900
árum. Hafa örugglega engin sel
verið reist hér, einhveijir kofar,
ofan á þessum rústum? Varla er
íslenska náttúran svona mild héma
uppfrá. Maður hefði haldið að
tíminn hefði sópað þessum minjum
burt á níu öldum. Én hvað veit ég
svo sem. Og nóttin nálgast. Ég sit
við borð í einni stofunni og tek til
matar míns. Maður er alltaf svang-
ur uppi á þessum fjöllum. Úti í hinni
algeru kyrrð er þessi sígildi útikam-
ar sem þarf annaðhvort mikið hug-
rekki eða slæman smekk til að fara
á. Og þarna úti er Hvítárvatn og
yfír því drottnar Langjökull. Á þess-
um stað hefur jökullinn stungið
tánum oní vatnið og vatninu er
kalt. Tær sem eru tugir metra á
hæð og milljónir ístonna á þyngd.
Og stundum fyllist ioftið brestum
og urgi. Þá eru þetta ekki lengur
tær, heldur blóð úr jöklinum og
hann stynur. Og þarna úti er Blá-
fell sem breiðir úr sér eins og risa-
ég hef lesið. En loksins. Loksins
sofna ég, lítill og þreyttur maður.
Svaf vært. Og enga einhenta konu
rakst ég á í draumum mínum.
Arnór Karlsson bóndi og
kennari í Biskupstungum:
Haustið 1989 gistu hjón í skálan-
um. Einhverntímann nætur verða
þau var við að fólk kemur inn í
húsið. Þar sem þau sváfu í herberg-
inu sem bílljós lýsa upp þegar ein-
hver ekur í hlað, þá draga þau þá
ályktun að þetta hljóti að vera
hestamenn. Nema hvað, upp hefst
skarkali í eldhúsáhöldum og síðan
heyrist að gengið er upp á loftið,
last til svefns og allt hljóðnar. Hjón-
in rífa sig snemma upp, en þá er
enginn í húsinu nema þau og engin
ummerki um að einhver hafi komið,
engin hófför eða slíkt. Hjónin voru
undrandi yfir þessu og þegar ég
kom þarna að, ásamt fleirum, fáein-
um tímum síðar, sögðu þau þessa
sögu eins og það hlyti að vera eðli-
leg skýring á henni. Sagan er
reyndar ótrúlega lík þeirri sem
grenjaleitarmenn sögðu fyrir einum
þremur, fjórum áratugum. Og hjón-
in vissu ekkert af henni.
Flestar frásagnir sem ég kannast
við eru svipaðar og ofangreind
saga; húsið fyllist af fólki sem aldr-
ei sést og stundum heyrist riðið í
hlað, en aldrei sjást hestarnir. Ég
man ekki eftir neinni glöggri frá-
sögn af konu einni og sér, nema þá
í draumi; þá virðist sem einhver
Gægst inn í herbergið þar sem mest á að bera á reimleika. Er kona
í draumnum?
stór kvikmyndaskermur. Og svo
afar blátt. Og þarna úti heggur ljós-
myndavél í kyrrðina, gerir sekúnd-
una ómerka með því að lengja hana
um eilífð. Og hér inni er ég. Einn.
Einn inni í þessu litla húsi. f litlu
húsi búa stórar hugsanir, flýti ég
mér að bæta inn í eintalið. Vil ekki
styggja neinn sem hugsanlega
tengist húsinu tilfínningaböndum.
Bíðið; fyrir utan er stigið þunglega
til jarðar. Hjartað annaðhvort
stoppar eða slær hraðar. Ég er
ekki viss. Sé skyndilega eftir að
hafa ekki keypt mér kross og reyni
í örvæntingu minni að muna eftir
einhveijum Passíusálmi. En eini
sem kemur upp í hugann er þessi
númer 51, og hann dugar varla á
drauga. Dyrnar opnast með marri
og hestamenn frá Akranesi stíga
inn. Mér léttir svo að munnurinn á
mér fyllist af orðum. Ég spyr hvort
þeir haldi með ÍBV.
Og síðán er lagst til svefns. Ég
er dauðþreyttur eftir strangan dag.
Svo er um aðra í húsinu og menn
sofna, hver á eftir öðrum. Allir
nema ég sem ligg andvaka. Af ein-
hveijum orsökum fer ég að hugsa
um allar þær hrollvekjur sem ég
hef séð. Og allar draugasögur sem
kona birtist mönnum milli svefns
og vöku.
Ég hef oft gist í skálanum í
Hvítárnesi en get ekki fullyrt að
ég hafi orðið var við draugagang.
Karvel Karvelsson,
pípulagningamaður og
hestamaður í frístundum. Svaf
í meintu draugafleti:
Ég hafði ekkert heyrt af þessum
draujgagangi áður en ég kom hing-
að. I gærkvöldi sagði skálavörður-
inn okkur undan og ofan af reim-
leikunum og benti á kojuna sem
konan á að sækja í. Þá kom í ljós
að það var einmitt kojan sem ég
hafði valið, en þar sem ég er ekki
myrkfælinn maður fannst mér
óþarfi að skipta um. Ég var mjög
þreyttur eftir langa reið, hafði ekki
sofið í sólahring, þannig að ég datt
út af um leið og ég lagði höfuðið
á koddann. Svefninn var draumlaus
og ég rumskaði ekki. Hefði eflaust
ekki vaknað þó einhver hefði skrið-
ið upp í til mín. En hún hefði verið
velkomin.
Ég hef aldrei orðið var við neitt
sem flokkast má undir draugagang,
en neita því ekki að slíkt getur
verið til.
STÓRHflPPDRffiTTI
FLUGBJQRGUNARSVEITANNA
Vinningaskrá 1990:
Nissan Patrol GR:
19947-31874-51194
Heimilispakkar:
SEM INNIHALDA: MACINTOSH CLASSIC 2/40 TÖLVU,
NORDMENDE SV-500 SJÓNVARPSMYNDAVEL,
BANG & OLUFSEN BEOSYSTEM 6500
ASAMT PENTALAB HÁTÖLURUM,
NORDMENDE PRESTIGE 29" SJÓNVARP,
MITSUBISHI FZ-129 FARSÍMA
OG NORDMENDE V-8005 MYNDBANDSTÆKI
23010-51059-158585
Artic Cat Panthera vélsleðar:
91946-146942
v EchoStar gervihnattadiskar:
28411 - 36881 - 44826 - 54138
54537 - 64938 - 76519 - 89061
111478-120728
Nordmende SV-500
sjónvarpsmyndavélar:
8152-19583-40994-48822
61983 - 62164 - 76808 - 81079
85123 - 97200 -102557 -123314
129222-137209-152226
Macintosh Classic 2/40
einkatölvur:
2366-3511 -24664-26153
34061 - 40375 - 50719 - 64035
65690 - 66521 - 66878 - 67179
73700 - 78033 - 78968 - 80722
91927-107386-121563
145282-150222-151632
153660 -154788 -158426
Nordmende Galaxy 36
14 sjónvarpstæki:
727 - 7808 -10729 -16248 -19568
20978 - 21301 - 32278 - 33592
40143 - 43760 - 47526 - 72210
82320 - 88721 - 89122 - 93751
95769 -105883 -108548
135265 -142255 -149482
(Birt án ábyrgðar)
Gleðilegt nýtt ár,
þökkum veittan stuðning
á liðnum árum!
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Flugbjörgunarsveitin á Hellu
Flugbjörgunarsveitin á Skógum
Flugbjörgunarsveitin á Akureyri
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð
Flugbjörgunarsveitin í Vestur-Húnavatnssýslu