Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 21
20 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 Lausnir á jóla- skákþrautum Hvítur leikur og vinnur Lausnin er: 1. Bc6!! Hótar máti á g2, en fórnar drottningunni) 1. - Hbl+ 2. Ke2 - Hxhl (Nú verður svartur mát, en ef hann tekur ekki drottninguna, þá vinnur hvítur auðveldlega á liðsmuninum þar sem hann hefur náð að skorða svarta frípeðið á g3) 3. Bg2+! — Kxg2 4. Rf4+ - Kgl 5. Kel! (Svartur er í drepfyndinni leik- þröng) 5. — g2 6. Re2 mát 6. Höf. G.M. Kasparjan 1975 _________Skák______________ Margeir Pétursson Líklega hefur enginn verið í vandræðum með fyrstu þijár þrautirnar, sú fjórða tekur sinn tíma, a.m.k. ruglaði hún mig nokk- uð í ríminu þegar ég sá hana fyrst vegna þess hve margir menn eru á borðinu. Þtjár þær síðustu þarf enginn að skammast sín fyrir að hafa gefist upp á, þótt þær eigi ekki að verða þeim ofraun sem eru annaðhvort góðir skákmenn eða vanir því að leysa slíkar þraut- ir. Ég ieyfi mér þó að efast um að nokkur hafi náð að leysa loka- þrautina eftir Sam Loyd, án þess að hagnýta sér vísbendinguna. 1. Forn arabísk þraut Hvítur mátar í öðrum leik. Rétt eins og í dæminu á undan er svartur í skemmtilegri leikþröng eftir að rétti leikurinn er fundinn, en hann er 1. Dcl! Ef biskupinn færir sig kemur 2. Rb4 mát og 1. — Kd5 er svarað með 2. Dhl mát. 4. Höf. V. Popov 1990 Hvítur mátar í þriðja leik. Lausnin er 1. Rg4+! — Hxg4 2. Hf5+ - Kxf5 3. Hd5 mát. 2. Höf. Klara S. Hellwig 1862 Hvítur mátar í öðrum leik. Ég valdi þetta dæmi því ég var sjálfur einar 10-15 mínútur að leysa það. Það ruglaði mig í ríminu hvað hvítur á marga vænlega leiki. Sá rétti er 1. Dc8! , en mér kæmi ekki á óvart þó að einhver væri með ranga lausn. Sá leikur hefur það fram yfir 1. Dc4 og 1. Da2 að 1. — fxg4 má svara með 2. Rf8 tvískák og mát. 5. Höf. Troitzky 1879. Hvítur mátar í öðrum leik. Lausnarleikurinn er 1. He3! og svartur er í smellinni leikþröng og verður mát í næsta leik. 3. Höf. dr. Hermann Þórisson Þessi tafllok hafa ekki verið nefnd hin ódauðlegu að tilefnis- lausu. Þótt hvítur sé miklu liði yfir virðist hann eiga mjög í vök að veijast, því svartur hótar bæði 1. — Hbl+ og 1. — g2. Öllum þeim, sem giöddu mig meö heimsókn- um, skeytum og gjöfum á afmœlisdegi mínum þann 21. desember sl., fœri ég alúÖarþakkir. Guð blessi ykkur öll BjörgJónsiónir, Haga. Vinningsnúmer í happdrætli Styrktarfélags vangefinna 1. vinningur: Toyota Corolla 1600 GLi nr. 17341. 2. vinningur: Mitsubishi Lancer 1500 GLx nr. 39674 3.-12. vinningur: Bifreið að eigin vali, að upphæð kr. 620.000 nr. 7025, 11213, 17059, 17574, 37178, 47573, 70048, 72321, 80827, 98420. Þökkum veittan stuðning. Gleðilegt ár. Styrktarfélag vangefinna. Það var lús í stöðunni Hvítur leikur og vinnur. Þótt ótrúlegt megi virðast á hvítur þvingaða vinningsleið í stöðunni, vegna þess að svarta drottningin kemst ekki í vörnina: 1. h7 - Bd4 2. Bc6+ - Kf8 3. Hxd4 — Kg7 (Fyrstu leikirnir hafa verið nokkuð sjálfsagðir, en nú ríður hvítur laglegt mátnet:) 4. h8=D+! - Kxh8 5. Kf7 - f4 6. Hd8+ - Kh7 7. Be4+ - Kh6 8. Hh8+ — Kg5 9. Bf3 og svartur á ekkert svar við hótuninni 10. Hh5 mát. 7. Höf. Sam Loyd 1893 Hvítur mátar í þriðja leik Þessu fylgdi vísbending um fyrsta leikinn, sem er auðvitað langerfiðastur. Það er sá sem tap- ar mestu liði, 1. Hel! (Þetta er sá leikur sem kostar hvít mest lið, því hann leikur hrók beint í dauð- ann og leyfir svarti að vekja upp nýja drottningu) 1. — d2xel=D 2. Rd6+ og mátar í næsta leik. _________Skák____________ Margeir Pétursson Heimsmeistaraeinvígið er að renna sitt skeið á enda, en mörgum fannst Karpov fara illa með vænleg færi sín í 21. skákinni, sem lauk á fimmtu- daginn var og varð 84 leikir. Má segja að þar hafi síðasta raunverulega tækifæri áskor- andans farið forgörðum. Sérs- taklega var biðleikur Karpovs gagnrýndur sem fremur linku- legur og bent á annan hvass- ari leik í staðinn. En staðan var miklu hættulegri fyrir Karpov en talið hafði verið. Astæða þess að hann vann ekki 21. skákina var ekki hug- leysi eins og ýjað hafði verið að heldur það sem á máli skák- manna er nefnt „óheppni í stöðunni". Svart: Kasparov Öll sólarmerki bentu nefni- lega til þess að Karpov hefði alla þræði í hendi sér og peðs- fórn Kasparovs skömmu fyrir bið virtist vera afleiðing ör- væntingar. En í stöðunni leyndist mjög hættulegur möguleiki sem þýddi það að Karpov átti alls engan vinning þegar skákin fór í bið. Biðstað- an var þannig: 41. b5 í biðleik og fékk skömm í hattinn fyrir. í staðinn var mælt með 41. Re7 og m.a. gefið upp afbrigðið 41. — Hal+ 42. Kc2 og nú 42. — Da4 eða 42. — Rc5, sem leiða báðir til mjög er- fiðrar stöðu á svart, sbr. skák- þátt hér í Morgunblaðinu föstu- daginn 21. desember. En í stöð- unni leynist miklu sterkari leikur fyrir svart, 42. — Rcl!!, sem leið- ir til vinnings á svart, vegna hinn- ar öflugu hótunar 43. — Da4+ á hvítur ekki einu sinni jafntefli. T.d. 43. Rxg6+ - Kh7 44. Rf8+ — Kg8 og auk þess sem hótunin 45. — Da4+ er 'enn í fullu gildi þá standa tveir hvítir menn á kóngsvæng í uppnámi. Tveir skákmeistarar höfðu samband við undirritaðan með stuttu millibiii á föstudaginn var, en þeir höfðu báðir fundið leikinn 42. — Rcl eftir nokkra yfirlegu. Þetta voru þeir Gunnar Gunnars- son, fyrrv. íslandsmeistari og Lárus Jóhannesson. CHÍCA60 . ÚNS* roKK hAMBoRC, Ahsterdam hahnoveh. brussel \pm eldorf f srumngj-. FRANKEUKn mUnchen hjríN [milano, BAReeuoNA fíjo Þ£ JANEIRO MA ORiO sao USSABON, MONTEVÍœo] BUENOS A ÍMES SANTÍAAO DE MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 B 21 Rekstrarvandi Islensku óper- unnar o g „músarholusjónar- mið“ Leikfélags Reykjavíkur eftir Sigurð Karlsson í leiðara Morgunblaðsins 18. des. sl. var fjallað um þann fjár- hagsvanda sem íslenska óperan á við að stríða og var Leikfélág Reykjavíkur dregið inn í þá um- ræðuna með undarlegum hætti. Látið var að því liggja að Leikfé- lagið bæri ábyrgð á því að ekki hafði tekist að leysa fjárhagsvanda óperunnar með því að fallast ekki á að afþakka ríkisstyrk og þiggja eingöngu styrk frá Reykjavíkur- borg til starfsemi félagsins. „Mús- arholusjónarmið“ kallar leiðara- höfundur þessa afstöðu í heilagri vandlætingu. Ekki er hægt að sitja undir því að Leikfélag Reykjavíkur hafi komið í veg fyrir að Islenska óp- eran fái nauðsynlegt fjármagn til starfsemi sinnar og því vill undir- ritaður koma eftirfarandi á fram- færi: 1. Leikfélagsmenn áttu fundi með borgarstjóra, menntamálaráð- herra og fulltrúum Islensku óperunnar um þá hugmynd að Leikfélag Reykjavíkur afþakk- aði ríkisstyrk til starfsemi sinnar sem þá yrði látinn renna til óperunnar en Reykjavíkur- .borg hækkaði sitt framlag til Leikfélagsins um 15 milljónir. Auðvitað er það ekki á valdi Leikfélagsins að taka neinar ákvarðanir um þetta mál og því var eingöngu um það að ræða að fulltrúar Leikfélagsins gerðu hreinskilna grein fyrir því hvernig þeir teldu hag Leikfé- lags Reykjavíkur best borgið. Okkur grunaði ekki að Leikfé- lag Reykjavíkur gæti orðið leik- soppur í pólitískri togstreitu milli ríkis og borgar vegna þeirra sjónarmiða. 2. Þau sjónarmið sem réðu afstöðu Leikfélagsins hafa ekkert að gera með afstöðu Leikfélags Reykjavíkur til íslensku óper- unnar. Þar er fyrst og fremst um mennihgarpólitíska spurn- ingu að ræða: Hvort ríkið eigi að styrkja leiklistarstarfsemi í landinu eða ekki. Samkvæmt leiklistarlögum ber ríkinu að styrkja leiklistar- starfsemi í landinu ásamt sveit- arfélögunum og þar er sérstak- lega tekið fram að árlega skuli veitt fé á fjárlögum til Leikfé- lags Reykjavíkur. Um siðferði- lega skyldu ríkisins til að styrkja menningarstarfsemi ætti ekki að þurfa að fjölyrða hér. 3. Leikfélag Reykjavíkur hefur notið ríkisstyrks til starfsemi sinnar í hartnær hundrað ár auk framlags frá Reykjavíkurborg. Undanfarin ár hefur ríkisfram- lagið orðið sífellt lægra í hlut- falli við rekstrarkostnað en borgarframlagið aukist. Leikfélagsmenn hafa unnið að því lengi að fá ríkisframlag- ið hækkað í takt við aukna starfsemi. Ríkinu ber lagaleg „Nú þegar sú staðreynd liggur fyrír að Leikfé- lag Reykjavíkur fær ekki þá hækkun á ríkis- framlagi sem vonir stóðu til hljótum við að spyrja hvort búast megi við að Morgunblaðið taki upp baráttu fyrir því að Reykjavíkurborg bæti Leikfélaginu þann skaða sem þessi um- ræða augljóslega hefur valdið því.“ og siðferðileg skylda til að styrkja leiklistarstarfsemina í landinu og myndarleg framlög borgarinnar eiga ekki að vera nein afsökun fyrir ríkið til að draga úr framlögum sínum á þeim forsendum að Leikfélag Reykjavíkur sé bara leikhús Rey kj avíkurborgar. 4. Leikfélag Reykjavíkur þjónar ekki bara höfuðborgarbúum með starfsemi sinni heldur ekki síður nágrannasveitarfélögun- um auk þess mikla Ijölda lands- manna úr öðrum landshlutum sem á hveiju ári fjölmenna á sýningar þess. En það er ekki eins auðsótt mál og leiðarahöf- undurinn virðist halda að fá Sigurður Karlsson „sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu, önnur en Reykjavíkur- borg“ til að styrkja menningar- starfsemi í Reykjavík. Þetta höfum við talið rök fyrir því að ríkið legði fram fé til starfseminnar og í ljósi þess m.a. teljum við út í hött ef Leik- félag Reykjavíkur afþakkaði ríkisstyrk og yrði eina leikfélag landsins sem eingöngu væri styrkt af viðkomandi sveitarfé- lagi og ekki af ríkinu. Við þetta má svo bæta að þau rök fjármálaráðherra að Reykjavíkurborg eigi að styrkja óperustarfsemi í borginni af því að slíkt geri borgir í „flestum lönd- um í kring um okkur“, hljóma ekki mjög sannfærandi ef borin eru saman framlög ríkisins til starfseminnar í Borgarleikhúsi Reykjavíkur og ríkisframlög til borgarleikhúsa í þeim sömu lönd- um. Sama gildir um yfirlýsingar hans um menningaríjandskap MOSKVÁ; TA/pei HONé, KON&j 'ISTAN&UL. iAPBNA KAIRO Þétt áætlananet SAS minnir á stórkostlega flugeldasýningu Starfsfólk SAS á íslandi óskar landsmönnum öllum gleöilegs árs. Um leið og við þökkum viöskiptavinum okkar fyrir árið sem er að líða, viljum við minna á okkar ódýru sérfargjöld um allan heim sem njóta sífellt meiri vinsælda. Reykjavík - Kaupmannahöfn 34.320 Reykjavík - Oslo 32.930 Reykjavík - Bergen 32.930 Reykjavik - Stokkhólmur 40.300 Reykjavfk - Gautaborg 34.320 ' öll fargjöld miða við flug fram og til baka frá Reykjavik Með viðdvöl i Kaupmanna- höfn Án viðdvalar i Kaupmanna- höfn Amsterdam 31.690 Aþena 63.600 63.600 Barcelona 61.120 61.120 Belgrad 56.770 56.770 Berlln 40.540 Bruuel 42.330 41.740 Budapest 50.370 50.370 Duueldorf 40.800 39.570 Frankfurt 40.800 39.570 Genf 47.340 47.340 Hamborg 40.800 39.570 Hannover 40.800 39.570 Istanbul 63.600 63.600 Uasabon 63.600 63.600 Madríd 63.600 63.600 Malaga 63.600 63.600 Mllano 58.770 56.770 Moskva 56.770 56.770 Munchen 47.340 44.270 Nlce 56.770 56.770 París 43.820 32.650 Prag 52.070 52.070 Röm 61.120 61.120 Stuttgart 47.330 42.350 Varsjá 47.330 47.330 Vínarborg 47.330 47.330 Zagreb 56.770 56.770 Zurích 47.340 47.340 Tel Aviv 65.150 Bangkok 91.600 Slngapore 99.120 Tokyo 107.620 Hong Kong 118.230 Seoul 127.560 Talpei 136.170 Peklng 107.620 Rlo de Janeiro 110.750 Sao Paulo 110.750 Montevideo 132.930 Santiago de Chile 144.500 Buenos Aires 133.530 New York 61.890 Chlcago 61.890 Seattle 65.930 IjOS Angeles 76.370 /Í///S4S Laugavegi 3, sími 62 22 11 o e borgarstjóra í ljósi framlaga ríkis- ins til Leikfélags Reykjavíkur og annarrar sjálfstæðrar leiklistar- starfsemi í fjármálaráðherratíð hans. Má í því sambandi benda á að útlit er fyrir að heildarframlög ríkis % og borgar til starfsemi Leikfélags Reykjavíkur á næsta ári verði inn- an við helmingur af ríkisframlag- inu til Þjóðleikhússins þrátt fyrir að hvorki sé gert ráð fyrir minni starfsemi hjá Leikfélagi Reykjavík- ur né minni kröfur gerðar til þess en til Þjóðleikhússins. Um dálæti fjármálaráðherra á þeirri leið að íslenska óperan og önnur menningarstarfsemi eigi til- veru sína undir geðþótta „atvinnu- fyrirtækja" mætti skrifa langt mál en það verður að bíða betri tíma. . P.s. Það liggur nú fyrir, eftir að fjárlög ársins 1991 hafa verið afgreidd frá Alþingi, að ríkisfram- lag til Leikfélags Reykjavíkur á að vera óbreytt að krónutölu á næsta ári, 15 milljónir, það sama og tvö síðustu ár sem þýðir veru- lega lækkun að verðgildi. Ljóst er að fyrrnefnd hugmynd, þó að hún hafi ekki orðið að veru- leika, hefur komið í veg fyrir þá 10-15 milljóna hækkun á rikis- framlagi sem Leikfélagið fór fram á og vitað er að menntamálaráð- herra barðist fyrir. Má reyndar gott teljast að framlag til Leikfé- lagsins var ekki alveg strikað útúr , íjárlögunum. Þar með hefur rekstrai-vanda íslensku óperunnar að hluta til a.m.k. verið velt yfir á Leikfélag Reykjavíkur sem átti þó við nægan vanda að etja fyrir. Nú þegar sú staðreynd liggur fyrir að Leikfélag Reykjavíkur fær ekki þá hækkun á ríkisframlagi sem vonir stóðu til hljótum við að spyija hvort búast megi við að Morgunblaðið taki upp baráttu fyr- ir því að Reykjavíkurborg bæti Leikfélaginu þann skaða sem þessi . umræða augljóslega hefur valdið því. Höfundur er formaður Leikfélags Reykjavíkur. Póstur og sími: Nýtt fyrir- komulag við innheimtu símreikninga PÓSTUR og sími tekur upp nýtt fyrirkomulag við inn- heimtu símreikninga frá 1. janúar til að auðvelda fólki að greiða á réttum tíma og komast þannig hjá því að símanum verði lokað. Reikningar verða nú sendir út rétt fyrir mánaðamót. Greiði símnotendur ekki innan 15 daga verða lagðir dráttarvextir á skuld- ina en hafi greiðsla ekki borist mánuði síðar verður símanum lok- að. Þá verður símnotendum send viðvörun hafi þeir ekki greitt reikn- inginn mánuði eftir gjalddaga og stefnt er að því að símareikninga megi borga með greiðslukorti. Með þessu er símnotendum veitt aukið svigrúm til að standa í skil- um og komast hjá óþægilegum lokunum. Símareikningur sem gjaldfellur 1. janúar á að greiðast eigi síðar en á eindaga, 15. janúar og ef það er gert reiknast ekki dráttaivextir. Ef hann hins vegar er enn ógreiddur 1. febrúar er símnotanda sent bréf og hann - minntur á að greiða því annars verði að loka símanum. Ef greiðsla berst ekki er símanum lokað eftir 15. febrúar. Nú er að ljúka viðræðum við greiðslukortafyrirtækin og er stefnt að því að símnotendur eigi þess fljótlega kost að greiða síma- reikninginn með boðgreiðslum. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.