Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 “I EFST í HUGA UMÁRAMÓT Morgunblaðið hitti fólk á förnum vegi og spurði hvað því væri efst í huga um þessi áramót. Sigurður Þórhallsson ráðgjafi „Það er fyrst og fremst ástandið við Persaflóa sem stendur upp úr í öllum fréttum ársins í mínum huga. Þetta er mál sem gæti skipt sköpum um ástandið í heiminum. Annars verð ég að segja að mér finnst þetta hafa ver-ið gott ár fyrir okkur íslendinga. Ég sjáum, ekki síst í ljósi atburðanna við Persaflóa, hvað við erum hamingjusöm og hve gott við höfum það. Við ættum að líta björtum augum til framtíðarinn- ár.“ Sigurður Þórhallsson Anna Hlín Þórsdóttir Hulda Pálsdóttir Anna Hlín Þórsdóttir þroskaþjálfi „Af erlendum vettvangi er það innrásin í Kúvæt sem er mér efst í huga. Hér innanlands er það svo náttúrlega þjóðarsáttin. Mér finnst hún ekki hafa skilað sér nógu vel til fólksins í landinu. Hún kemur niður á þeim sem síst eiga það skil- ið. Fólk sem á ekki fyrir mat græð- ir ekki á vaxtalækkun í bönkunum. Svo eru það auðvitað lögin á BHMR en þau eru að mínu mati mannréttindabrot. Það er von mín að næsta ríkisstjórn verði fólkinu til meiri gæfu en þessi sem nú situr.“ Hulda Páisdóttir húsmóðir „Ég vona að þeir geti samið frið í Mið-Austurlöndum en málum þar hef ég reynt að fylgjast vel með í útvarpi og blöðum á árinu. Mér fínnst ástandið þar vera óskaplega ískyggilegt. Eg er úr Húnavatnssýslu og það er áberandi hvað fólki er að fækka í sveitunum. Jarðirnar eru að fara í eyði í hrönnum. Það er líka eðlilegt þar sem bændur hafa verið nánast ofsóttir að undanförnu. Við framjeiðum hér ómengaða matvöru en íslendingar virðast vera svo æstir í að að fá ódýrari útiendan mat inn í landið. En ég er hrædd um að hann verði ekki mikið ódýr- ari þegar búið er að leggja tollana á.“ Ragnar A. Ragnarsson skattaéndurskoðandi „Minnkandi kaupmáttur er mál númer eitt í mínum huga. Það liggur við að venjulegt fólk geti ekki lifað af laununum sínum. Ég hlakka til kosninganna á næsta ári svo hægt verði að launa þeim mönnum sem eru við stjórnvöl- inn, sýna þeim fram á að þeir séu ekki eins vinsælir og þeir halda. Vona ég að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem allra mest fylgi og er það minn draumur að hann komist einn í stjórn. Því miður held ég þó að það sé draumur sem ekki muni rætast. Svo eru auðvitað þær breytingar sem orðið hafa í heiminum. Maður er mjög undrandi á því hvað skipu- lagið í austantjaldsríkjunum hefur breyst mikið á skömmum tíma. Einnig hugsar maður til Persaflóa og trúir því varla að menn ætli þar að efna til styijaldar. Ég tel það heldur ekki vera hlutverk Sameinuðu þjóðanna að heíj'a stríðsátök. Loks vonar maður auðvitað að þjóðartekjurnar fari batnandi og að loðnan finnast, svo við missum ekki af þeim tekjum." Ásta Dóra Ingadóttir Stefán Hlynur Steingrímsson Sigurjón Sigurðsson Arnar Jónsson Sigurður Óli Kolbeinsson Sólrún Einarsdóttir og Kolbrún Björnsdóttir í tiunda bekk í Snælandsskóla í Kópavogi „Við ætlum að gera betur á árinu sem er að koma og skemmta okkur vel. Það er markmiðið að ljúka skól- anum sem best og nota sumarið vel og helst ferðast eitthvað líka ef við eigum peninga. Við erum báðar að klára tíunda bekk og ætlum helst að gera það með glans og fara svo í einhvern góðan menntaskóla. Mað- ur verður að mennta sig, það er nauðsynlegt. Við vonum að þetta verði meiriháttar ár. Það er ekki neitt sérstakt sem manni er minnisstætt á árinu sem er að líða en samt fylgjumst við ágætlega með fréttum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.