Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 31
B 31 urssonar, sem hafði verið fluttur suður sjúkur og dáið þar. Fyrsta mynd mín af vinkonu minni var með litla Ijóshærða telpu í fanginu þar sem ég mætti þeim niðri í Nesi. Hún rétti mér höndina og sagði: Þú veist kannski að eigin- menn okkar eru systkinasynir, komdu með mér heim í kaffi. Þann- ig var Jóhanna, gekk alltaf hreint til verks, það var engin tæpitunga. Hún átti hlýtt og gott hjarta og hreinlynd var hún. Sagði sína mein- ingu án þess að særa aðra, þoldi illa baktal eða róg um náungann. Hún gekk á braut er hún varð vör við slíkt. Hún átti stórt skap, en kunni að fara með það, en hélt samt sínum hlut. Jóhanna var vinur í raun og mátti aldrei aumt sjá. Ég kynntist því sjálf er ég naut hjálpar hennar, er börnin mín áttu athvarf hjá þeim hjónum í veikindum mínum, og ekki aðeins þá því þau áttu sitt annað heimili hjá þeim öll sín uppvaxtarár sem og hennar böm á mínu heimili enda var oft haft að gamni milli okkar að við ættum ellefu börn saman. Börnin okkar uxu upp saman og urðu dugandi menn og konur og enn er vinátta þeirra í milli slík sem á barnsaldri var. Leiðir fjölskyldna okkar lágu einnig saman í atvinnulífinu er eig- inmenn okkar voru saman í útgerð um árabil. Jóhanna vann einnig í fiskvinnslu með heimilisstörfum þó svo mikið væri að gera þar sem hún þurfti að sjá um uppeldi og skóla- göngu barna sinna þar sem Guð- mundur stundaði sjó og var oft stutt stopp í landi, en þegar stundir gáf- ust frá sjónum unnu þau saman og hlúðu að heímili sínu og unnu að heill þess og barna sinna. Jóhanna var vel liðin af vinnufé- lögum sínum því hún var kát og glettin og vann vel þegar hún var við vinnu. Jóhanna var myndarleg í höndum við saum og hannyrðir. Hjónaband Jóhönnu og Guð- mundar einkenndist af innilegri ást MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 30., DESEMBER 1990 og trausti hvors til annars og bar umhyggja Guðmundar til konu sinnar þvf best vitni er hún lá síðustu legu á Borgarspítalanum,. en Jóhanna kenndi fyrst síðastliðið haust, meins þess er varð banamein hennar. Guðmundur vakti yfir konu sinni dag og nótt síðustu vikuna þar til yfir lauk með aðstoð dótturinnar, Skúlínu, og góðri umönnun starfs- fólks deildarinnar þar sem hún lá. Þær fáu stundir sem ég var við sjúkrabeð Jóhönnu sá ég að af ást og alúð var hlúð að henni af eigin- manni og fann þá gagnkvæmu ást er var til staðar hjá þeim, að ég fann til hamingju og gleði á sorgar- stund. Þannig hefur samleið þeirra verið gegn um árin. Ég vil þakka Jóhönnu allar ánægju- og gamanstundir sem við áttum saman við tvær, en þær stundir eru svo ótal margar og geymi ég þær í hjarta mínu, og þær sem við áttum með fjölskyldum okkar, allar hátíðastundir barna okkar, öll gamlárskvöldin, allt og allt. Ég vil líka færa þakkir barna minna fyrir alla hlýjuna frá henni og heimili hennar og Guðmundar. Ég bið Guð að blessa og gefa styrk eiginmanni, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Guð blessi sálu Jóhönnu vinkonu minnar. Ásdís Valdimars Þeim fækkar óðum nágrönnun- um sem bjuggu í Grundarfirði þeg- ar ég og mínir jafnaldrar vorum að alast upp. Ein af þeim var Jó- hanna Pálmadóttir, en hún var fædd 16. febrúar 1935 í Vestmannaeyj- um, dóttir hjónanna Sveinfríðar Guðmundsdóttur og Pálma Ingi- mundarsonar, en þau fluttu að Bú- landshöfða í Eyrarsveit 1953, en síðan flutti fjölskyldan til Grundar- fjarðar 1955, og þar hefur Jóhanna átt heima síðan. 1. júní kvæntist hún eiginmanni sínum, Guðmundi Jóhannssyni frá Krossnesi í Eyrar- sveit, og eignuðust þau fjögur börn: Sveinfríði, gift Gunnari Hansen, búa þau í Danmörku; Ólafur Jón, býr í foreldrahúsum; Guðmundur Skúli, giftur Hanne Guðmundsson, býr í Danmörku; Skúlína Hlíf, gift Birni Guðmundssyni, býr á Akra- nesi. Einnig ólst upp hjá þeim dótt- ursonurinn Pálmi Marel. Það var mannmargt á Höfðaheimilinu eins og það var kallað áður en götur voru skírðar hér, oft lá leiðin þar inn fyrir þröskuldinn til að fá köku og mjólkursopa, eða til að taka einn og einn marías við Pálma föður Jóhönnu. Þannig myndaðist kunn- ingsskapur sem hefur vaxið og dafnað með árunum, því ég held að Jóhanna hafi tekið okkur strák- unum sem þarna vorum eins og sínum eigin börnum. Ógleymanlegar verða líka ferðir nú í seinni tíð með þeim hjónum til Englands, Þýskalands og síðast nú á nýliðnu sumri er við fórum sam- an, skipshöfnin á Runólfi, til Portú- gals. Þo Jóhanna væri með þeim eldri í hópnum þá var- hún eins og þeir yngstu. Þá er ekki síður að minnast þess hve mikla umhyggju hún bar fyrir tengdaforeldrum sínum síðustu tvo áratugina, en þar var hún ávallt boðin og búin að sækja þau út í Krossanes sem er hér fyrir utan þorpið eða létta und- ir með þeim með útréttingar fyrir þau. Sama má segja um hversu barngóð Jóhanna var. Þess varð ég sjálfur aðnjótandi jafnt og annað smáfólk. Það var gaman að koma í heimsókn á Borgarbrautina og eiga skoðanaskipti við hana um jafnt landsmál sem heimsmál því skoðanaföst var hún. Þeim heim- sóknum er nú lokið í bili, kaffísop- inn góði og konfektmolinn eru stundir sem geymast í minning- unni, með öðrum góðum minning- um. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd ferðafélaga og vina á Runólfi SH kveðja Jóhönnu og þakka henni samfylgdina. Guð- mundi og börnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Runólfur Guðmundsson t Hjartans þakkir f\'rir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HUGBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Álfaskeiði 35, Hafnarfirði. Kjartan Guðmundsson, Guðrún Kjartansdóttir, Gústav Sófusson, Ómar Önfjörð Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, amma og langamma, LÁRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Köldukinn 24, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, aðfaranótt jóladags. Jarðarförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. janúar kl. 15.00. Kamma Rósa Karlsson, Atli Guðlaugsson, Halldóra Jóna Bjarnadóttir, Rósa Lára Guðlaugsdóttir, Eirfkur Sturla Jóhannesson, Hulda Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Ólafur Stefán Sigurjónsson, Svala Guðlaugsdóttir, Ari Hjörleifsson, Guðlaug Berglind Guðlaugsdóttir, Árni Rafn Gíslason og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR MAGNÚSSON, Böðvarsgötu 4, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Helga Jónsdóttir, Jón Björnsson, Maria Alexandersdóttir, Magnús Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Munda K. Aagestad, Hörður Þórðarson, Anna María Kristjánsdóttir, Þórður Þórðarson, Inga Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Guðjón Kristjánsson og barnabörn. Elín Guðmundsdótt- iríBæ — Minnmg' Fædd 13. janúar 1899 Dáin 20. desember 1990 Rétt áður en hátíð ljóssins gekk í garð kvaddi Ella amma þennan heim í St. Fransiskuspítalanum í Stykkis- hólmi. Þar dvaldist hún síðasta árið við gott atlæti, í góðri vist, eins og hún sjálf orðaði það. Amma, Elín Guðmundsdóttir, gift- ist afa, Friðfinni Sigurðssyni, árið 1929. Bjuggu þau allan sinn búskap í Bæ í Miðdölum í Dal. Þeim varð þriggja sona auðið. Þeir eru Baldur bóndi í Bæ II, Bragi rafvirkjameist- ari í Reykjavík og Hreinn myndlistar- maður búsettur í Amsterdam. Afi lést árið 1970 og bjó amma áfram í Bæ, þar til heilsan fór að bila. Flutti hún þá í þjónustuíbúð aldraðra í Búðardal, þar sem hún undi hag sínum vel. Ella amma var sterkur persónu- leiki, ákveðin og fylgin sér. Hun var vinamörg og naut þess að hafa fólk í kringum sig og vorum við barna- börnin engin undantekning. Hún sýndi okkur mikið ástríki og gaf okkur mikinn tíma. Amma var einn af föstu punktun- um í tilverunni. Til hennar var gott að leita með vandamál hversdagsins, þar sem hún hafði ráð undir rifi hverju og réttlætið að leiðarljósi. Bernskuminningin geymir mynd af ömmu í smáblómstruðum kjól innan um reynitré, rammfang og rabbabara í endalausu sólskini úti í garði. Á klettum brýtur. Kvöldi fer að halla og kulið blæs úr loftsins opnu gátt. Nú leggur rökkurreyk um tinda alla frá rauðum sólarkyndli í vesturátt. Á öðrum ströndum, handan hafs og fjalla, í heiði sólin skín um loftið blátt. (Jakob Jóh. Smári) Blessuð sé minning elsku ömmu okkar. Bára, Binna, Birgir, Ásdís, Smári, Ella og Erla. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Laugateigi 14, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.30. Helga Gunnarsdóttir, Birna Eybjörg Gunnarsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Jóhannes Reykdal, Steingrímur Sigurgeirsson, Helga Margrét Reykdal, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Sigríður María Réykdal, Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir, Jóhannes Reykdal, Embla Sigurgeirsdóttir, Gunnar Þór Reykdal, Iðunn Arna Björgvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.