Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
Þorsteinn Eiríksson
Njarðvík - Minning'
Fæddur 24. mars 1932
Dáinn 25. desember 1990
Þorsteinn Eiríksson, mágur
minn ljúfur og elskulegur, er horf-
inn samferðamönnum sínum. Veg-
ferð hans varaði aðeins tæp 58 ár.
Hann fæddist 24. mars 1932 og
dó á jóladag sl. eftir harða baráttu
við þann sjúkdóm sem er læknav-
ísindum enn illviðráðanlegur. Hann
var næstyngstur fjögurrasystkina,
sonur hjónanna Árnýjar Ólafsdótt-
ur og Eiríks Þorsteinssonar í Vík
í Ytri-Njarðvík. Faðir Þorsteins var
sjómaður og mikill hagleiksmaður,
einstaklega hjartahlýr og notaleg-
ur í allri umgengni. 011 börn löðuð-
ust að honum. Árný, móðir Þor-
steins, var umhyggjusöm og góð
móðir sem alla tíð hugsaði um
velferð fjölskyldu sinnar, eldaði og
bakaði og hélt heimilinu svo
fáguðu og hreinu að aðdáun vakti.
Þar var gestrisni svo góð og nota-
ieg að hvergi var betra að koma.
Þorsteinnólst upp á þessu góða
heimili í umhyggju og kærleika
foreldra og systkina. En það var
honum ekkert tilefni til þess að slá
slöku við. Sjórinn laðaði hann.
Leikir hans og athafnir allar beind-
ust að sjónum. Strax og hann fann
að hann gæti lagt starfskrafta sína
fram tók hann til hendinni og fór
á sjó. Honum var fljótlega fengin
vandasöm störf vegna þess hve
afburða laghentur hann var. Hann
var svo glöggur á vélar og tæki
að hann var lengst af vélamaður
á þeim bátum sem hann vann á.
Athafnaþráin var rík og iðjusemi
hans aðalsmerki. Ekki fannst hon-
um hann hafa tíma tjl að ganga í
framhaldsskóla til formlegs náms
en hann leitaði sér þekkingar í
þeim greinum sem honum fannst
sér og sínum koma að bestum
notum og aflaði sér upplýsinga
með viðræðum við menn sem áttu
þekkingu og reynslu af þeim vélum
og verkfærum sem hann fékkst
við og hann miðlaði einnig öðrum
af sinni þekkingu og reynslu; menn
sóttu til hans ráð og hjálp.
Þorsteini var af vinnuveitendum
sínum sýnt margháttað traust,
m.a. var hann sendur erlendis með
báta þegar þess þurfti við og einn-
ig var hann vélamaður þegar nýir
bátar voru sóttir fyrir útgerð hans.
6. apríl 1968 kvæntist Þorsteinn
eftirlifandi konu sinni, Hönnu R.
Hersveinsdóttur og eignaðist með
henni tvær dætur, Árnýju (f. ’69)
og Margréti (f. ’72) og varð um
leið stjúpfaðir Þóru Guðmunds-
dóttur (f. ’59). Um það leyti sem
þau hjón hófu búskap fór Þorsteinn
að vinna í landi en störfin voru enn
í þágu sjávarútvegsins. Hann helg-
aði sig undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
ar sinnar, vann hörðum höndum í
þeirri atvinnugrein sem lengst af
hefur fært okkur drýgstar tekjur
til þess að kaupa nauðsynjar aðrar
en land okkar og hafið í kringum
það miðlar okkur.
Vinnan og umhverfið mótar
manninn. Sannarlega mátti sjá á
Þorsteini Eiríkssyni svipmót hins
íslenska sjómanns. Hann var sterk-
byggður maður með styrkar og
þykkar sjómannshendur, herðar
miklar og stælta vöðva sem oft
höfðu tekist á við átakamikil verk-
efni við erfiðar aðstæður. Þrátt
fyrir hina stæltu voðva léku í hönd-
um hans fíngerðir hlutir sem lag-
færingar þurftu við. Hann kunni
skil á svo mörgum verklegum
greinum að hann þurfti lítið að
sæka til fagmanna þegar viðgerðar
þurfti við á heimili hans.
Þau hjón Þorsteinn og Hanna
höfðu mikið yndi af því um helgar
að vera í friðsælum reit upp í sveit
á sumrum. í mörg ár notuðu þau
hvert tækifæri sem gafst til þess
að komast í sumarbústað sinn, sem
fyrstu árin var færanlegur en nú
fyrir fáum árum eignuðust þau
veglegan og traustan bústað í
Þrastaskógi og undu þar við að
gróðursetja margar tegundir tijáa
sem munu sjálfsagt mörg hver
standa enn þótt nýjar kynslóðir
taki við að hlúa að þeim.
Fimm síðustu árin starfaði Þor-
steinn hjá Islenskum aðalverktök-
um og eins og endranær var litið
til hans í hópi vinnufélaga sem
hins trausta manns sem leggur sig
allan fram við að ljúka hveiju verki
með sóma.
Fjölskylda mín færir ástvinum
Þorsteins innilegustu samúðar-
kveðjur. Þau sakna nú hins besta
eiginmanns, föður, tengdaföður og
bróður. Fyrir réttum þremur mán-
uðum fylgdi Þorsteinn og ástvin-
irnir elstu systur hans, Erlu, til
grafar. Nú er aftur höggvið skarð
í ástvinahópinn. Sorg og söknuður
leggst að bijósti ástvinanna. Trúin
á þann, sem gaf fyrirheit um upp-
risu holdsins og eilíft líf, huggar
og styrkir þá sem eftir lifa. Góðar
minningarnar og traust á Drottni
gefa uppörvun og styrk til þess
að halda lífi og starfi áfram.
Sigursteinn Hersveinsson
í dag verður til moldar borinn
frá Njarðvíkurkirkju góðvinur
minn og mágur, Þorsteinn Eiríks-
son, Borgarvegi 11, Ytrí-Njarðvík.
Hann fæddist 24. mars 1932 í
Ytri-Njarðvík, sonur heiðurshjón-
anna Eiríks Þorsteinssonar og
Ámýjar Ólafsdóttur, og bjuggu
þau á Borgarvegi 9 sem heitir Vík,
en þau eru nú bæði látin. Þau eign-
uðust fjögur börn. Elst þeirra var
Erla sem lést 25. sept. síðastliðinn,
gift Guðmundi Kristjánssyni,
múrara; Gyða gift Meinart Nílsen,
hafnarverði við Njarðvíkurhöfn; þá
Þorsteinn sem lést 25. þ.m. og
Sigurður, starfsmaður á Keflavík-
ui-flugvelli, sem er í sambúð. Öll
eru þau búsett í Njarðvíkum. Hér
áður var Þorsteinn ævinlega
kenndur við æskuheimilið sitt Vík
og var vel þekktur undir nafninu
Doddi í Vík. Við Doddi kynntumst
um sama leyti og hann kynntist
konunni sinni 1967, en þá vorum
við í skemmtiferð með ms. Gull-
fossi til Kaupmannahafnar. Það
var alveg sama hvar og hvenær
maðus heyrði talað um Dodda eða
hans fólk, alltaf var sama viðkvæð-
ið, hann er öðlingsmaður og allt
hans fólk. Foreldrar hans voru
þekkt fyrir frábæra gestrisni. Því
kynntumst við hjónin og mínir for-
eldrar vel. Doddi og Hanna gengu
í hjónaband 6. apríl 1968. Fljótlega
eftir það festu þau kaup á íbúð
þeirri sem þau bjuggu í æ síðan
að Borgarvegi 11. Ævistarf Dodda
var, að aka stórum vörubílum, en
áður hafði hann verið til sjós á
fiskiskipum. Hann ók steypubíl hjá
Steypustöð Njarðvíkur á því tíma-
bili er við kynntumst. Síðar réðst
hann til útgerðarfélagsins Heimis
í Keflavík og ók hjá þeim vörubíl
þar til sú starfsemi lagðist niður.
Doddi var alls staðar vel liðinn og
hvar sem hann var kom hann sér
vel í vinnu. Hann var því í engum
vandræðum með vinnu, hann fékk
hana strax hjá Aðalverktökum á
Keflavíkurflugvelli við akstur og
þar starfaði hann þar til sjúkdóm-
urinn, sem lagði hann að velli,
náði undirtökunum. Sá sjúkdómur
er hinn stóri dómur sem ræður við
allt og alla og manni finnst að
mikið hafi þurft að leggja Dodda
að velli því hann var mjög sterkur
og mikið hraustmenni. Vinnuveit-
andi hans og verkstjóri hjá Aðal-
verktökum, vissu að Doddi tók
ekki út veikindadaga að ástæðu-
lausu og sýndu þeir honum mikinn
skilning og voru mjög tillitssamir
við hann og eiga þeir þakkir skilið
fyrir það. Það var mjög athyglis-
vert með Dodda, að það var alveg
sama hvenær maður heimsótti
hann hvort það var heim eða á
spítala, alltaf sagðist hann hafa
það gott, þetta er allt að lagast.
Þó vissi maður að hann fann oft
mikið til. Aldrei kvartaði hann og
aldrei heimtaði hann neitt af öðr-
um. Doddi var vel af guði gerður,
liðlegur og hjálpsamur þegar til
hans var leitað. Á heimili þeirra
hjóna ríkti góður andi. Og margar
góðar stundir áttum við hjónin
heima hjá þeim og í sumarhúsum
og ekki síst þegar telpurnar voru
yngri. Hanna og Doddi eignuðust
tvær dætur, Ámýju sem er fædd J
16. febrúar 1969. Hún er í sambúð
með Sigurði Sigurðssyni, raftækni-
virkja, og búa þau í Reykjavík og (
vinnur hún hjá Pósti og síma;
Margrét, sem er fædd 22. febrúar
1972 og er hún í foreldrahúsum.
Hún er við nám. Áður átti Hanna
eina dóttur, Þóru, sem var á 9. ári
þegar þau hjón kynntust. Þóra er
gift Ævari R. Kvaran yngri, og
eiga þau tvo syni, Ævar Órn 7 ára
og Kristófer Rúnar 3 ára. Margar
skemmtilegar ferðir áttum við
hjónin með Hönnu og Dodda og
dætrum í Munaðarnesi í Borgar-
firði til viku dvalar í senn. Síðar
eignuðust þau hjólhýsi sem þau
staðsettu í nokkur sumur á Þing-
völlum. Síðar festu þau kaup á litlu
landi í Þrastarskógi ásamt fernum
öðrum hjónum og flutti hver sitt
hjólhýsi þangað. Nú er búið að
reisa þar fjóra bústaði í Vinalundi, I
en svo nefnist staðurinn og em
um tvö ár síðan Hanna og Doddi
reistu sinn bústað. í Vinalundi ríkir (
jafnan góður andi, góð stemmning
því þarna er samvalið fólk og sam-
taka um að fegra lundinn og klæða
hann tijám og blómum. Nú hefur
frumbyggjum Vinalundar fækkað
um tvo. Þeir hafa verið kallaðir til
austursins eilífa og er það stórt
skarð fyrir skildi, munar um minna
í ekki stæmi vinahópi.
Að lokum vil ég svo fyrir hönd
okkar hjónanna þakka fyrir allar
þær ánægjustundir sem við höfum
átt saman fyrr og síðar meðan fjöl-
skyldan var öll. Ég bið guð að
blessa minningu þessa góða vinar
míns og mágs og vona að hann £
hafi fengið að halda það sem eftir
var af jólunum hjá honum.
Eiginkonu hans, dætrum og j
systkinum, vottum við hjónin okk-
ar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans. f
Þórir S. Hersveinsson
Minning:
Stefanía K. Haralds
dóttirfrá Ólafsfirði
Fædd 29. nóvember 1912
Dáin 24. desember 1990
Hálfum sólarhring áður en helgi
jólanna gekk í garð á íslenskum
heimilum, lést í Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri, Stefanía Har-
aldsdóttir frá Ólafsfirði. Hinsta
lega hennar var stutt en kom eng-
um á óvart sem til hennar þekktu.
Stefanía, eða Stella, eins og hún
var ætíð kölluð af ættingjum og
vinum, gekk eigi heil til skógar.
Hún fór ekki varhluta af þeim sjúk-
dómi sem hijáði íslensku þjóðina á
fyrri hluta aldarinnar, berklunum.
Hún hafði þá betur í baráttunni
við þann vágest en varð þó að
gjalda honum þann skatt sem aldr-
ei fékkst bættur.
Stefanía Kristín fæddist á Hær-
ingsstöðum í Svarfaðardal 29. nóv-
ember 1912. Foreldrar hennar voru
Haraldur Stefánsson og Anna Jó-
hannesdóttir sem bju'ggu í Ytra-
Garðshorni í sömu sveit. Haraldur
lést 21. júní 1958 en Anna 5. októ-
ber 1974. Stefanía ólst upp í föður-
húsum ásamt 6 systkinum sínum,
en hún var þeirra elst. Systkini
hennar eru: Friðrika Vigdís, gift
Ólafi Tryggvasyni frá Ytrahvarfi,
nú búsett á Dalvík; Jóhannes,
kvæntur Steinunni Pétursdóttur,
búsett á Dalvík; Hjalti, kvæntur
Önnu Sölvadóttur, búa í Ytra-
Garðshorni; Fríða Hrönn, gift Ein-
ari Magnússyni, búsett í Garðabæ.
Látnir eru bræðurnir Halldór
Kristinn og Lárus Blómkvist. Eftir-
lifandi kona Lárusar er Valborg
Jónsdóttir. Foreldrar Stefaníu
bjuggu fyrst á Þorleifsstöðum en
síðan í Ytra-Garðshorni. Eftir að
Stefanía fór úr foreldrahúsum lá
leið hennar að Hofi í Svarfaðardal
þar sem hún var í vinnumennsku,
og síðar til starfa á Dalvík og
Akureyri. Veturinn 1942—43 var
hún nemandi í hússtjórnarskólan-
um á Hallormsstað. Árið 1941
réðst hún að Hólum í Hjaltadal og
var þar að störfum í hálft annað
ár. Dvölin þar varð henni örlagarík
því að samtímis henni var þar ung-
ur nemandi frá Ólafsfirði, Stefán
Björn Ólafsson. Með þeim tókust
kynni sem leiddu síðar til hjúskap-
ar. Foreldrar Stefáns voru Ólafur
Guðmundsson, sjómaður í Ólafs-
firði og Sóley Stefánsdóttir. Ólafur
lést 1. mars 1977 en Sóley 8. jan-
úar 1973.
Að lokinni dvölinni á Hólum
settust þau að á Ólafsfirði. 12.
janúar 1945 fæddist þeim dóttir
sem hlaut nafn föðurömmu sinnar,
Sóleyjar. Árið 1946 réðust þau í
vinnumennsku með dótturina á
öðru ári, inn í Svarfaðardal til séra
Stefáns Snævarr á Völlum. Þar
voru þau í eitt ár. Stefanía minnist
oft á veru þeirra þar og rómaði
hana mjög. Bæði voru þau hjónin
hneigð fyrir skepnur og allt sem
laut að bústörfum og voru ákveðin
að hefja búskap í sveit og voru
farin að svipast um eftir jarðnæði.
En eigi má sköpum renna. Þeg-
ar framtíðin virtist blasa við dundi
reiðarslagið yfir. Stefanía veiktist
af berklum og var flutt inn á Krist-
neshæli í Eyjafirði. Þar barðist hún
við sjúkdóm sinn samfleytt í fjögur
ár og siðan með smáhléum eftir
það, ýmist á Kristnesi eða á Vífils-
stöðum. Hún náði að sigrast á
veikindunum en óhjákvæmilega
settu þau mark á allt hennar líf.
Það voru erfiðir tímar sem fóru í
hönd hjá eiginmanninum með dótt-
urina ungu, en með hjálp ættingja
og vina voru örðugleikarnir yfir-
stignir. Stefán reyndist konu sinni
þá hinn tryggi lífsförunautur sem
og síðar á lífsleiðinni.
Þegar svó var komið aðstæðum
gat draumurinn um búskap ekki
orðið að veruleika. Þá varð Sefán
að finna sér annað lífsstarf sem
hann gat stundað í heimabyggð-
inni. Fyrir valinu varð múraraiðn
og settist Stefán á skólabekk á
miðjum aldri með sér miklu yngri
nemendum og þar á meðal dóttur
sinni. Hann starfaði síðan sem
múrari þar til fyrir nokkrum árum
að hann breytti til og fór að vinna
við verslunarstörf en er nú að
mestu hættur störfum vegna ald-
urs.
Eftir hælisvistina kom Stefanía
heim til Ólafsíjarðar 1952. Þá
hafði Stefán keypt, ásamt foreld-
rum sínum og systkinum, húseign-
ina við Ólafsveg 2 sem alltaf hefur
gengið undir nafninu Tjörn. Þar á
efstu hæðinni bjuggu þau ætíð
síðan.
Stefanía var ósvikið náttúrubarn
og naut þess að dást að landslag-
inu í kringum sig og velti tiðum
fyrir sér margbreytileika þess. Hún
átti auðvelt með að lýsa og draga
upp myndir af stöðum og staðhátt-
um sem einu sinni höfðu borið fyr-
ir augu hennar. Henni var afar
hlýtt til bemskusveitar sinnar,
Svarfaðardalsins og var hugurinn
gjarnan bundinn þar og dalurinn
oft heimsóttur enda ekki langt að
fara eftir að akfært varð fyrir Ól-
afsfjarðarmúla. Hún var stálminn-
ug á atburði og sagði vel frá og
hafði unun af að lýsa viðburðum
sem hún hafði upplifað á sínum
yngri árum, t.d. frá dvöl sinni á
Hólum og þegar hún fór ásamt hóp
skólasveina yfir Heljardalsheiði um
hávetur, erfiðan fjallveg sem ligg-
ur á milli Kolbeinsdals í Skagafirði
og Svarfaðardals. Þó að hún væri
aldrei líkamlega heil, eftir hinn
illvíga sjúkdóm, hvarflaði aldrei að
henni að gefast upp, hún bar jafn-
an höfuðið hátt og sönn lífsgleði
var henni eiginleg. Allt vol var
henni fjarlægt og henni var einkar
lagið að sjá björtu hliðar tilverunn-
ar. Framkoma hennar einkenndist
öll af hispursleysi og hún kom til
dyranna eins og hún var klædd.
Hún hafði vakandi áhuga á öllu
sem fram fór í kringum hana,
fylgdist vel með hræringum
þjóðlífsins og hélt fram skoðunun-
um sínum af einurð og festu. Verk-
lagni og verkhyggni vora henni í
blóð borin og hún var ætíð fljót
að koma auga á hvemig hvert »
verk væri sem best af hendi leyst.
Einkadóttir hennar, Sóley, var
augasteinn foreldra sinna. Þar hef- |
ur sannast hið fornkveðna að eplið
fellur sjaldan langt frá eikinni, því
að hún ber í ríkum mæli svipmót (
þeirra beggja. Hún er gift Guð-
mundi Oddssyni, skólastjóra og
bæjarfulltrúa í Kópavogi. Dætur
þeirra eru: Stefanía, fædd 13. jan-
úar 1964, gift Þorsteini Geirssyni,
þeirra dóttir er íris Hrand, fædd
8. mars 1985; þá er Sigrún fædd
15. desember 1969 og yngst er
Sunna, fædd 7. febrúar 1977.
Ég hef alla tíð verið tengdur
þeim Stefáni frænda mínum og
Stellu nánum böndum. Þau reynd-
ust mér, er ég var að alast upp á
Vatnsenda í Ólafsfirði, hollvinir og j
síðar Qölskyldu minni. Bernsku-
minningar mínar eru sterklega
tengdar þeim og skyldfólki mínu á j
Tjörn. Mér fannst'ég ekki vera
kominn til Ólafsfjarðar fyrr en ég
var Buinn að fara upp á efri hæð- j
ina á Tjörn og heilsa upp á þau.
Með þessum orðum vil ég þakka
þá alúðarvináttu og tryggð sem
Stella og Stebbi hafa ætíð sýnt
mér.
Sveinbjörn Sigurðsson
frá Vatnsenda.