Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 32
' 32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991 © 1990 Universal Press Syndicate . Ég get e/dci foreyft hö-fuáié.'' 3< Þetta tókst. Það var ekki svo sárt. Með morgimkafiinu Hvenær var það í fyrsta skiptið sem þér fannst þú vera orðin húsfluga? Fáum við gæsluvöll? Til Velvakanda. Fyrir um það bil ári var lagður niður 20 ára gamall gæsluvöllur ofarlega við Rofabæ á þeim for- Til Velvakanda. Mottó: Láttu berast með straumnum, þá þarftu enga leiðsögn, og breiði vegurinn er ofan brekku. Þann 25. desember síðastliðinn var Öld liðin frá hryðjuverkunum við Undað hné, sem talin eru enda- punktur raunmenningar, sem ekki var sjúkdómur móður jarðar. Þjóð inúka kallaði menina „lýs jarðar", og er það ekki fjarri lagi. Deyði sníkill hýsil sinn (til dæmis lífríki jarðar), tortímir hann sjálfum sér um leið. Menntun og uppeldi hefur víðast verið innræting aukaatriða til þessa. Meiri hluti mannkyns veit ékki hvað líf í samræmi við náunga og náttúru er (þessi fyrirbæri eru óaðskiljanleg), hvað þá að örli á raunhæfum úrræðum. Rétt er að benda á fáein raunhæf úrræði, en vara um leið við gagnslít- Góð skemmtun Til Velvakanda. Þeir sem hafa tækifæri til þess að ferðast norður fyrir heiðar, ættu ekki að sleppa því að sjá leiksýn- ingu Leikfélags Akureyrar á „Ætt- armótinu“ eftir Böðvar Guðmunds- son undir leikstjórn Þráins Karls- sonar. Að mínum dómi er þetta mjög góð skémmtun og allir. þeir sem unnið hafa að sýningunni eiga heiður skilið. Árni Tryggvason, leikari sendum að nýr völlur í barnmörgu Seláshverfi tæki við. Fljótlega varð ljóst að Selásvöllurinn þjónaði ekki Arbæjarhlutanum, til dæmis vegna illi sýndarmennsku sem nú færist í aukana. Spara verður orku í heiminum um áttatíu til níutíu prósent, til að hlífa lífríkjum (t.d. skógum og þör- ungum hafsins) við geislun, brenni- steini og koltvíildi. Leggja verður af alla blý- og kvikasilfursmengun. Náttúra hvers svæðis verður að fæða og klæða íbúa þess að mestu, þ.e. stórborgir verða að leggjast af (aðeins framkvæmanlegt í áföng- um). Lífríki jarðar þola ekki taumlausa græðgi manna í veraldleg gæði, erum við þá komin inn á boðskap Jesú Krists í sinni tærustu mynd. Mjög mörg lönd eru ofsetin mannfólki nú og landeyðingin er geigvænleg. Astæða mannfjölgunar var þörf harðstjóra fyrir þræla, hermenn og kvaðabændur, til að fullnægja útþenslumetnaði sínum og standa undir bílífi yfirstétta. Af því voru allar takmarkanir á fólks- fjölgun afnumdar, og bann við fóstureyðingum og sjálfsvígum sett inn í trúarbrögðin. Ættbálkar fyrri tíðar héldu fólksfjölgun innan þeirra takmarka sem lífríkin þoldu (Che- eropkear áttu þijú börn á par í góðærum). Jafnvægi milli manns og annarra lífríkja var lengst við lýði í Ameríku og Eyjaálfu. Setji menn helstu þætti nútíma lífshátta í tölvu, er niðurstaðan allt- af sú sama, dæmið gengur ekki upp. Aðeins mismunandi stutt í endalokin, því engir tveir sjálfstætt starfandi vísindamenn meta ein- staka þætti jafn mikið. . Líttmenntað lágstéttafólk er ekki spurt ráða við minni vanda en þess- um. Abyrgðin, heimurinn er í hönd- um stétta auðs-, valda- og mennt- unarréttinda. Hvernig væri að fara að koma sér að verki? Bjarni Valdimarsson fjarlægðar. Hafin var undirskrifta- söfnun þar sem óskað var eftir því að Árbæjarvöllur yrði starfræktur áfram, enda öll leiktæki og önnur aðstaða til staðar. Heyrst hefur að nota eigi svæðið undir bílastæði fyrir nærliggjandi verslun. Oþarft hefði verið að loka gæsluvellinum, enda hægur v?mdi að færa völlinn aðeins til hliðar á ónotað svæði. Með því hefði mátt leysa bílastæða- vandann án þess að skerða þjónustu við íbúa hverfisins. Það er alkunna að börn í borginni fá ekki leikskóla- rými fyrr en þriggja til fjögurra ára, þrátt fyrir yfirlýsingar borgar- stjóra um nægt leikskólarými fyrir öll börn. Við spyijum borgaryfii-völd og forráðamenn dagvistarmála: Fáum við gæsluvöll í efri hluta Árbæjar- hverfis? Jólianna og Svanhildur Til Velvakanda. Ég má til með að senda Pétri Péturssyni þul og sagnaþul ekki síst, kveðjur og þakkir fyrir laugar- dagsmorgnana í útvarpinu. Þessir morgnar hefðu þurft að vera fleiri og að hann fengi að vera með þá í friði, án þess að dagskráin tæki hálfan tíma og vel það af honum. Fyrir utan hvað þessi þættir og lög eru skemmtileg og segja sína sögu, þá eru það ótrúlegustu minningar sem Pétur vekur upp í huga manns og segir þær frábærlega vel. Þeir sem heyrðu hann sem þul í útvarp- inu þekkja alltaf rödd hans. Og þeir sem kynnast honum græða. Og ekki eru ellimörkin. Hann þyrfti að halda áfram, það er alveg nógur tími til að hætta alveg að koma í útvarpið. Dagskráin er ekki svikin af Pétri. Ég þakka honum skemmtilega og uppörvandi sam- fylgd, og þeim hjóitum allrar far- sældar. Árni í Hólminum Raunhæf úrræði Góðir þættir Víkveiji skrifar HÖGNI IIREKKVÍSI Fróðlegt er að fylgjast með því hvernig íslenski fjármagns- markaðurinn þróast. Það virðist ætla að taka ótrúlega stuttan tíma fyrir hann að þroskast og vérða sambærilegur við aðra slíka mark- aði í útlöndum. Æ fleiri fyrirtæki leita eftir fjármagni með hlutafjár- útboði og þar hefur almenningur tekið vel við sér, enda ávöxtunarvon þar mikil, auk þess sem skattaaf- sláttur er í kaupbæti. Á meðan hlutafjármarkaður er að þroskast er ávöxtun yfirleitt mjög mikil og því má búast við því að fljótlega fari að hægja þarna á; þroskaskeið- ið er brátt á enda runnið og jafn- vægi fer að myndast. Sömuleiðis má reikna með því að skattaafslátt- urinn sé ekki til frambúðar. Ávöxtun hlutabréfa er meiri en annarra verðbréfa, en áhættan er jafnframt meiri, en það virðist oft gleymast í hita leiksins. Það gæti komið að því að kaupendur hluta- fjár töpuðu einhveiju fé á þessum markaði. Kaupendur hlutafjár munu því ugglaust gera meiri kröf- ur til upplýsingaskyldu ráðamanna þeirra fyrirtækja, sem þeir kaupa hlut í, en núna eru aðeins tvö fyrir- tæki skráð á Verðbréfaþingi og undirseld ákveðinni upplýsinga- skyldu. Flest ^þau fyrirtæki sem selja hlutabréf á íslandi um þessar mundir gangast ekki undir þær kröfur sem þar eru gerðar og hlýt- ur það að vekja ákveðnar spurning- ar. xxx Aukið mikilvægi fjármagns- markaðar segir til sín á mörg- um sviðum. Stjórnun fyrirtækja víða um heim færist æ meir í hend- ur manna sem hafa fjármála- eða lögfræðimenntun. Áður var lang algengast að stjórnendur fyrirtækja hefðu einhvers konar verklega menntun að baki; verkfræði, tækni- fræði eða iðnmenntun. Þessi breyt- ing endurspeglar þörf fyrirtækj- anna fyrir þekkingu á sviði fjár- mála- og viðskipta og er að gerast hér á landi eins og í nágrannalönd- unum. XXX Samfara auknum kaupum ál- mennings á hlutabréfum breytist hugarfar til reksturs fyrir- tækja. Þegar hagnaður fyrirtækj- anna skilar sér beint til almennings í aukinni ávöxtun sparifjár verður það ekki lengur saknæmt að græða, heldur eftirsóknarvert og mæli- kvarði á getu stjórnenda í starfi. Hagnaður fyrirtækja kemur samfé- laginu öllu einnig til góða. Auk þess sem ríkið fær auknar skatt- tekjur með betur reknum fyrirtækj- um, þá skilar það sér einnig í nýjum störfum, tækniþróun og betri vörum og þjónustu. Um þetta er varla leng- ur deilt, en það segir mikið um breytt viðhorf, að fyrir aðeins nokkrum árum voru gróðapungarn- ir nánast álitnir landráðamenn og alið á sundrungu atvinnurekenda og launþega á þessum forsendum. Fijáls markaður hefur sannað gildi sitt um allan heim og í kjölfarið fylgir m.a. breytt hlutverk stéttar- félaga. Skilningur forystumanna þeirra á nauðsyn og mikilvægi hagnaðar hefur vaxið, enda beinist starfsemi verkalýðsfélaga æ meir að uppbyggingu menntunar og hæfni starfsmanna, ásamt ýmsum öðrum framleiðniaukandi aðgerðum sem skila starfsmönnum í raun meiru en gamla stéttabaráttan sem byggðist á þeirri marxísku skoðun, að í eðli fyrirtækjareksturs fælist arðrán atvinnurekandans á laun- þegum. 1, \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.