Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 5.'JANUAR 1991' 33 I VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS I I I 1 I Vettlingar Hvítir ullarvettlingar með doppum og mynsturbekk töpuðust fyrir sköm,mu við Laugaveg eða í einhverri verslun þar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 675711. Kettlingur Átta vikna kettlingur er í óskil- um. Hann hefur hvítar hosur á öllum fótum, er grár á baki og með gráa rófu. Hvítur á kvið með dökkt trýni. Fannst á Týsgötu á miðvikudag. Upplýsingar á Dýr- aspítalanum í síma 674020 eða 74549. Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 17701. Þessir hringdu ... Góð mynd J.S. hringdi: „Eg vil þakka Sjónvarpinu fyrir að sýna hina afbragðs góðu bíó- mynd Pelle Sigurvegara um jólin. Þessi mynd er Dönum til sóma því hún er á heimsmælikvarða. Sjónvarpið ætti að halda þeirri stefnu að sýna slíkar stórmyndir um hátíðar." Hringur Gullhringur með dökkbláum steini umkringdum litlum demönt- um tapaðist viku fyrir jól. Hring- urinn var í blárri öskju. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 672093. Fundarlaun. TENÓR OG BASSI SAMKÓR KÓPAVOGS Samkór Kópavogs vantar karlmenn í ofan- greindar raddir. Æfum í Digranesskóla á mánu- dagskvöldum kl. 20.30-23.00. Utanlandsferð fyrirhuguð með vorinu. Upplýsingar gefa Ósk í síma 34369 og Ágústa 31857. Svissneskur hótel- og ferðamálaskóli 1 árs nám í hótelrekstri. Lýkur með prófskírteini. 2 ára nám í hótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini. Námið er viðurkennt af HCIMA. Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum há- skólum. 1 árs nám í ferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini. Námskeið i almennum ferðaskrifstofustörfum. IATA réttindi. HOSTR 32árareynsla SEH réttindi. Skrifið til: HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D Leysin, Switzerland. Sími: 9041 -25-3426íl - Fax: 9041-25-341821. I 4 Til verndar lítilmagnanum Til Velvakanda. Eg hvet fólk til að lesa greinina „Hver getur hjálpað?" sem birtist í Velvakanda 28. des. sl. Hefst hún á þessum orðum: „Hvers konar þjóðfélag er þetta orðið?“ Greinina skrifar einstæð móðir þriggja ungra barna. Er hið elsta fimm ára og hefur átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. Hún er með skuldir upp á tæpa milljón og er meiri hlutinn [ögfræðikostnaður (hún er fráskil- in). Um þann kostnað skrifar hún: >» — þegar ég leita eftir niðurfell- ingu hjá lögfræðingum þá er ekki £ um mikinn skilning að ræða þar. Þeir vilja bara fá sína okurvexti. Meira að segja er gengið svo langt að taka af manni bíldrusluna sem er einskis virði en kemur manni þó á milli staða. Hvemig er þetta hægt og hver getur hjálpað?" Unga konan vill frekar vera heima með börnum sínum en vinna úti sem er afar eðlilegt. í meðlag og mæðralaun fær hún kr. 40.485 og í barnaörorkubætur kr, 8.386, samtals kr. 48.781. Hún spyr hvers vegna félagsmálakerfið hlaupi ekki undir bagga með fólki sem þurfi á því að halda. Vonandi gerir það það. Ber ekki löggjafanum að meta M heimaumönnun barna til fjár svo ™ fólk, sem er að vinna þjóðfélaginu annað eins gagn og gott foreldri æ gerir, þurfi ekki að ganga um með betlistaf? Alþingismenn hlupu upp til handa og fóta og flýttu sér að 4 samþykkja rýmkun fóstureyðinga- ™ laga 1975. Þeir voru ekki alveg jafnfljótir að meta það við fólk að það nenni áð eignast börn. Samt er framtíð þjóðarinnar undir því komin að börnin fái að fæðast. Sex mánaða fæðingarorlof og jafnvel þótt í níu mánuði væri, er of skammvinn hjálp fyrir félitla konu með þijú ung börn, ég tala ekki um sé eitt þeirra veikt. Uppeld- isstörf á heimilum verður að meta til fjár, Ef við viljum lifa áfram í landinu þá verðum við að krefjast þess. Kona, sem er heima hjá ung- um börnum sínum, er líklegri til að eignast 3-4 (eða fleiri) börn en ef hún neyðist til að starfa utan heimilis t.d. allan daginn, sem auk allrar óhamingjunnar sem það skapar, er hreinasti þrældómur. Það er líka miklu ódýrara fyrir þjóðfé- lagið að veita fé í einhverri mynd til ungra fjölskyldna en að vera sífellt að reisa rándýr dagvistar- heimili sem mikið kostar að reka. Er það eitthvert hámark ham- ingjunnar fyrir lítil börn að vera rifin upp úr rúmum sínum fyrir all- ar aldir á morgnana og þurfa að skipta á móðurfaðminum fyrir nær- veru „gervimömmu“, kannski einn- ar í dag og annarrar á morgun? Veitir slíkt öryggiskennd? Þökk fyrir skrifm, Björk, þú ert greinilega mikil mannkostakona og góð móðir. Guð blessi þig og börnin þín og gefi að fljótt og vel leysist úr málum ykkar. Þess sama óska ég öðrum sem í líkum sporum standa. Ég vildi ég hefði vald til að hjálpa ykkur. Rannveig Tryggvadóttir Tilraunastarfsemi i húsnæðismálum Til Velvakanda. Ég las í Morgunblaðinu miðviku- daginn 28. nóvember grein eftir tvo virðulega og framtakssama menn varðandi hið nýja húsbréfakerfi. Ég er sammála þeim um margt en ekki allt. Það er rétt að stöðva til- raunastarfsemi í húsnæðismálum íslendinga og þörf á að menn geri eins konar þjóðarsátt, svo notað sé vinsælt orð, um þetta mál. Þeir fé- lagar telja það orka tvímælis að opinbert húsnæðiskerfi taki þátt í endurfjármögnun á eldra húsnæði. Þessu er ég ósammála. Á meðan stór hluti húsnæðis í landinu er nánast skuldlaus eftir óðaverðbólgu undanfarinna ára verður að koma til endurfjármögnun frá hinu opin- bera. Heilræði 4 Endurskinsmerki stórauka öryggi í umferftinni. Um annað atriði er ég algjörlega ósammála og það er varðandi að- stoð við þá sem eiga í greiðsluerfið- leikum. Mig undrar það skilnings- leysi sem ríkir í þjóðfélaginu gagn- vart fólki í þessari stöðu. Það er staðreynd að neyðaraðstoð þarf að veita strax. Ég gæti trúað að í flest- um tilfellum sé um að ræða mjög auðleysan vanda, ef gripið er til nógu stórtækra aðgerða. Stór hluti þessa fólks skilst mér að skuldi um 3,5 miljónir króna, helming í lánum til 10-15 ára og 'restina í skamm- tímalánum til 2-4 ára. Ef þessu fólki væri gert kleift að breyta skuldum sinum yfir í húsbréf (það er greiða upp allar sínar skuldir með húsbréfum) lækkaði greiðslu- byrðin verulega. Það er einungis gálgafrestur að lána fólki 600.000 krónur þegar greiðslubyrði er jafn þung og raun ber vitni. Fólk í þess- ari stöðu þarf að fá tækifæri til að endurfjármagna kaup sín frá grunni. Ástæður fyrir ógöngum þess geta verið margar og ein gæti verið sífelldur hringlandaháttur i húsnæðismálum þjóðarinnar. Ef húsnæðisbréfakerfið er ekki opnað fyrir þessu fólki mun það snúa sér að því í stórum hópum að selja eign- ir sínar (það er að segja þeir sem eru svo heppnir að búa á svæðum þar sem húsnæði er seljanlegt), t.d. 4ra herb. íbúð til þess eins að kaupa sambærilega eign og komast þann- ig inn í húsbréfakerfið. Þá græða fasteignasalar en allir aðrir tapa. Ég skora á þingmenn íslands að styðja félagsmálaráðherra í þessu máli. Þetta er sanngirnismál. Örn HENTUDOS TIL HJÁLPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF LANDSSAMBAND BANDALAQ ISLENSKRA SKÁTA HJÁLPAnSVEITA SKÁTA Dósakúlur um allan bæ HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Skemmtilegt kolaport í dag Opidkl. 10-16 KOLA PORTIÐ M^RKa-ÐXíOR<r ... undir seðlabunkanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.