Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991 35 HANDKNATTLEIKUR HSI tilkynnti AKreð ekki í heimsliðið „Við viljum vera A-þjóð, en starfshættir eru eins og við séum C-þjóð,“ segir Alfreð Gíslason, sem leikurekki með heimsliðinu gegn Norðurlandaúrvalinu ALFREÐ Gíslason mun ekki leika með héimsliðinu í hand- knattleik gegn Norðurlanda- úrvalinu i Stokkhólmi 8. jan- úar og í Osló 9. janúar eins og hann var valinn til. „Þegar ég hafði samband við skrif- stofu alþjóða handknattleiks- sambandsins til að spyrjast fyrir hvernig ég ætti að kom- ast frá Spáni t leikina, var mér sagt að ég væri ekki leng- ur í liðinu vegna þess að Handknattleikssamband ís- land hafi ekki svarað útnefn- ingunni og t ilkynnt mig í leik- ina,“ sagði Alfreð í viðtali við Morgunblaðið ígær. Það var mikill heiður fyrir mig að vera valinn til að keppa með heimsliðinu, en aftur á móti er það sárt að geta ekki leikið með heimsliðinu vegna trassa- skaps hjá HSÍ. Við viljum vera A-þjóð, en starfshættir eru eins og við- séum C-þjóð. Ég hugsa ekki hlítt til HSÍ og forráðamenn sambandsins geta sleppt þvi að hringja í mig,“ sagði Alfreð. Alfreð beið rólegur eftir kaliinu frá IHF og sænska handknatt- leikssambandinu, en þegar það kom ekki hringdi hann til alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) og fékk þá það svar að bóið væri að kalia á varamann í hans stað. HSÍ átti að staðfesta að Alfreð kæmi í leikina fyrir 26. október. Þess má geta að Þorgils Óttar Mathiesen var útnefndur til að leika með Norðurlandaúrvaiinu, en hann kemst ekki tll að ieika. Það verður því enginn leikmaður frá íslandi í sviðsljósinu þegar heimsliðið og Norðurlandaúrvaiið ieika'í Stokkhólmi og Osló. „Það er sárt að geta ekki leikið með heimsliðinu vegna trassaskaps hjá HSÍ,“ segir Aifreð Gíslason. íþróttir helgarinnar Körfuknattleikur Úrvalsdeild Sunnudagur: Ak. Þór-UMFG...........20:00 Hlíðarendi Valur-UMFT.20:00 Höllin KR-Haukar......20:00 Sejjask. ÍR-UMFN.......20:00 1. deild karla Laugardagur: Borgames Skallagr. - Víkv.kl. 14:00 Handknattleikur 1. deild kvenna Laugardagur: Höllin Fram-ÍBV........... 2. deild karla Laugardagur: Ak. Þór-UBK............... Höllin ÍS-ÍH.............. Varmá UMFA-UMFN........... Sunnudagur: Húsavík Völsungur - UBK... Keflavík ÍBK-HK........... 2. deild kvenna Laugardagur: Strandgata Haukar - KR.... ....kl. 14:00 ..kl. 14:00 ..kl. 15:15 ..kl. 15.30 ..kl. 14:00 ..kl. 14:00 ...kl. 15:15 íþróttir fatlaðra Nýársmót fatlaðra barna og unglinga fer fram á morgun, sunnudag, kl. 15:00 í Sund- höll Reykjavíkur. Keppt er í flokkum hreyfí- hamlaðra, þroskaheftra, blindra/sjón- skertra og heymarlausra og em þátttakend- ur böm og unglingar fædd 1974 og síðar. Ýmsar úppákomur verða í tengslum við mótið, m.a. mun blindur og einhentur harm- ónikkuleikari sjá um tónlist, sýnt verður dýfingaratriði og skátar minna keppendur og gesti á þrettándann. Heiðursgestur á mótinu verður Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Borðtennis Borðtennisdeiid KR og Lýsi h.f. halda hið árlega Lýsismót, sem er punktamót i karla og kvennaflokki í dag iaugardag kl. 11:00. Mótið fer fram í Héðinshúsinu við Seljasveg og íþróttahúsi KR. Blak 1 dag, laugardag, fara fram tveir leikur í 1. deild karla og einn leikur í 1. deild kvenna í blaki. I karlaflokki leika Völsung- ur og KA ki. 14:00 á Húsavík og á sama tíma leika IS og HK í Hagaskóla. í 1. deild kvenna leika IS og HK i Hagaskóla kl. 15:15. Félagslíf Knattspymufélagið Valur er 80 ára á þessu ári og f tilefni þess munu félagar Vals ganga blysför frá Háteigskirlqu að þrettánda- brennu á Valsvelli á morgun, sunnudag. Safnast verður saman við Háteigskirkju kl. 17:00. í fararbroddi verður Lúðrasveit Verkalýðsins og fyrirliðar allra flokka í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Hjálparsveit skáta heldur stórbrotna flug- eldasýningu á Valssvæðinu. Badminton Unglingameistaramót TBR í badminton fer fram í TBR-húsinu. Keppnin fer fram á laugardag og sunnudag. SUND / HM I ASTRALIU ^ Reuler Fu Mingzia frá_ Kína vann fyrstu gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu sem hófst í Perth í Ástralíu í gær. Hér er hún í einu af stökkum sínum af 10 metra palli. Tólf ára kínversk stúlka vann fyrstu gullverðlaunin FU Mingzia frá Kína, sem er aðeins 12 ára gömul, vann fyrstu gullverðlaunin á heims- meistaramötinu t sundi sem hófst í Perth í Ástralíu í gær er hún sigraði í dýfingum kvenna. Hun er yngsti gullverð- launahafinn í 18 ára sögu heimsmeistarakeppninnar. Elen Míroshína frá Sovétríkjun- um varð önnur og Wendy Will- iams, Bandarikjunum, þriðja. Fu Mingxia, sem vann einnig gull- verðlaun ,á Friðarleikunum í Se- attle í ágúst, átti erfitt uppdráttar í undankeppninni í stökkunum af 10. metra pallinum en í 12-manna úrslit- um í gær voru æfinga hennar nánast fullkomnar, hlaut yfir 60 stig í fjórum af átta stökkum. Ólympíumeistarinn, Xu Yanmei frá Kína, hafði foiystu í undankeppninni en náði sér ekki á strik í úrslitunum og hafnaði í 4. sæti. Elena Míroshína frá Sovétríkjunum, sem er Evrópumeistari, náði hæstu einkunn fyrir einstakt stökk í gær 72,00 stig. Hún hafnaði í öðru sæti eftir að hafa verið í fimmta sæti lengst af. Bandaríska stúlkan Wendy Willi- iams, sem vann brohsverðlaun á Ólympíuleikunum í Seoul, varð í þirðja sæti. Fu Mingxia, sem er aðéins 144 sm hæð og vegur aðeins 35 kg, sýndi og sannaði að sigurinn á Friðarleikunum var engin tilviljun. Hún hlaut samtals 426,51 stig og var 24,36 stigum á undan Míroshínii. „Þetta er besti ár- angur minn í keppni. Ég hugsaði ekki um guHverðlaunin fyrir keppnina, heldur aðeins að gera mitt besta. Eg bjóst ekki við að geta unnið Xu Yan- mei,“ sagði Fu. Fu ákvað að snúa sér að dýfíngum fyrir fjórum árum, þá átta ára, er henni var sagt að hún væri orðin of gömul til að ná langt í fimleikum. „Draumurinn er að verað Ólympíu- meistari," sagði Fu, sem verður 14 ára’er Ólympíuleikarnir í Bareelona fara fram 1992. FOLK ■ ALFREÐ Gíslason skoraði sjö mörk þegar Bidasoa vann Valla- dolid, 23:20, í æfingamóti á Spáni á miðvikudagskvöld. ■ WA YNE Gretzky skoraði 700. mark sitt í bandarísku NHL-deild- inni í íshokkí í fyrrakvöld. Hann gerði markið í leik Los Angeles Kings gegn New York Islander í fyrsta leikhluta. Þetta var jafnframt 23. mark hans á tímabilinu. Gorie Howe á metið í deildinni, en hann gerði alls 801 mark. Aðeins tveir aðrir leikmenn, Marcel Dionne og Phil Esposito, hafa gert meira en 700 mörk í deildinni. IÞROTTIR íþróttamaður ársins 1990 * útnefndur á þriðjudag ar Iþróttamaður ársins 1990 verður útnefndur á vegum Samtaka íþróttafréttamanna við hátíðlega athöfn að á Hótel Loftleiðum á þriðjudag, 8. janúar kl. 20:00. Samtök íþróttafréttamanna hafa^ staðið að útnefningu íþróttamanns ársins undanfarin 34 ár. Vegsemd- inni fyigir glæsilegur verðlauna- gripur til varðveislu í eitt ár. Gripur- inn verður til sýnis í innanlandsaf- greiðslu Flugleiða á Reykjavíkur- flugvelli fram að kjörinu ásamt nánari upplýsmgum um kjörið. Iþróttamaður ársins var fyrst út- nefndur fyrir árið 1956. Alfreð Gíslason, handknattleiksmaður var íþróttamaður ársins 1989. Eftirtaldir hafa hlotið viðurkenn- inguna Iþróttamaður ársins: 1956 - Vilhjálmur Einarsson 1957 - Vilhjálmur Einarsson 1958 - Vilhjálmur Einarsson 1959 - Valbjörn Þorláksson 1960 - Vilhjálmur Einarsson 1961 - Vilhjálmur Einarsson 1962 - Guðmundur Gíslason 1963 - Jón Þ. Óiafsson 1964 - Sigríður Sigurðardóttir 1965 - Valbjörn Þorláksson 1966 - Kolbeinn Pálsson 1967 - Guðmundur Hermannsson 1968 - Geir Hallsteinsson 1969 - Guðmundur Gíslason 1970 - Erlendur Valdimarsson 1971 - Hjalti Einarsson 1972 - Guðjón Guðmundsson 1973 - Guðni Kjartansson 1974 - Ásgeir Sigurvinsson 1975 - Jóhannes Eðvaldsson 1976 - Hreinn Halldórsson 1977 - Hreinn Halldórsson 1978 - Skúli Óskarsson 1979 - Hreinn Halldórsson 1980 - Skúli Óskarsson 1981 - Jón Páll Sigmarsson 1982 - Óskar Jakobsson 1983 - Einar Vilhjálmsson 1984 - Ásgeir Sigurvinsson 1985 - Einar Vilhjálmsson 1986 - Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 - Arnór Guðjohnsen 1988 - Einar Vilhjálmsson 1989 - Alfreð Gíslason 1990 - ??????????? KORFUKNATTLEIKUR Dan Kennard aftur með Þór: Evans er ekki kom- inn úrjólafríi DAN Kennard, sem lék með Þór sl. keppnistfmabil, er kominn aftur til Akureyrar og verður hann löglegur þegar Þórsarar fá Grindvíkinga í heimsökn annað kvöld kl. 20. Þórsarar kölluðu í Kennard eftir að Cedric Evens, sem ték með Þór fyrir áramót, hefur ekki iátið sjá sig og þá hafa Þórsarar ekki náð sambandi við hann. Urvalsdeildin hefst á ný annað kvöld og verða þá fjórir leik- ir. KR-ingar fá Hauka í heimsókn í Laugardalshöliina og leikur nýr Bandaríkjamaður með Hafnar- fjarðarliðinu. Það er Damon Van- ce,_ sem er 2,06 m risi. ÍR-ingar hafa einnig fengið nýjan leikmann frá Bandaríkjun- um. Það er Frank Brooker, sem er 1,83 m á hæð. Hann tekur stöðu Douglas Shouse, sem var Dan Kennard leikur á nv með Þór. látinn fara vegna _þess hvað hann var leiðinlegur. IR leikur gegn Njarðvík. Fjórði leikurinn verður viðureign Vals og Tindastóls að Hlíðarenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.