Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 1
56 SIÐUR B
29. tbl. 79. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
MANNSKAÐALAUST
FÁRVWRIREW YFIR
Mesti vindhraði sem mælst hefur - Eignaljón talið nema á annan milljarð króna
Björgunarsveitarmenn berjast við fljúgandi þakplötur við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Morgunblaðið/Júiíus
A
Forseti Irans býðst til að miðla
niáluni í Persaflóastríðinu
ENGIN alvarleg slys urðu á fólki,
en gífurlegt eignatjón varð um
sunnan-, vestan- og norðanvert
land á sunnudag í einhveiju
mesta fárviðri sem gengið hefur
yfir í manna minnum. Guðjón
Petersen framkvæmdastjóri Al-
mannavarna rikisins sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi telja að eignatjón á
landinu geti numið á annan millj-
arð króna, en skýrsla Almanna-
varna verður rædd á ríkisstjórn-
arfundi í dag.
Nokkur hús til sjávar og sveita
eyðilögðust og mjög mörg skemmd-
ust meira eða minna. Þakplötur og
annað lauslegt fauk eins og
skæðadrífa um allt og tré rifnuðu
víða upp með rótum. Lögreglu- og
slökkviliðsmenn, björgunarsveitir
og aðrir sjálfboðaliðar lögðu sig
víða í mikla hættu við að bjarga
verðmætum.
Veðrið skall á sunnanverðu
landinu á tíunda tímanum og fór
norðureftir. Tíu mínútna meðal-
vindhraði á Stórhöfða í Vestmanna-
eyjum mældist 110 hnútar og hefur
Veðurstofan aldrei mælt meiri vind-
hraða hér á landi.
A flestum þéttbýlisstöðum og
nær öllum sveitabæjum á óveðurs-
'svæðinu urðu einhveijar skemmdir.
Víða horfði fólk til sveita á útihús
takast á loft og jafnvel springa í
tætlur undan veðurofsanum. Sauð-
fé drapst þegar það lenti undir
húsarústum. Gróðurhús eyðilögðust
víða á Suður- og Vesturlandi. Flug-
vélar og bátar eyðilögðust, eða urðu
fyrir skemmdum, fjórir byggingakr-
anar og tugir bíla eyðilögðust og
hundruð bíla skemmdust. I
Reykjavík hafa orðið mestu gróður-
skemmdir sem sögur fara af.
Lauslegt mat í gærkvöldí benti
til þess að allt að þriðjungur þeirra
einstaklinga, sem varð fyrir tjóni
af völdum fárviðrisins, hefði verið
ótryggður.
Sjá fréttir af fárviðrinu á bls.
2, 4, 16, 17, 18, 19, 20, 21,
miðopnu, 27, 28, 29, 30, 31, 46,
47 og baksíðu.
Nikósíu. London. Washingfton. Reuter.
ALI Akbar Rafsanjani, forseti
írans, bauðst í gær til að miðla
málum í Persaflóastríðinu.
Bandaríkjastjórn tók tilboði hans I
fálega og var þögn íraka túlkuð
á sama veg en Perez de Cuellar, I
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, fagnaði tillögunni. Út-
varpið í Bagdad sendi í gærkvöld
út torkennileg skilaboð um að
nú yrði látið til skarar skríða.
„Þetta er úrslitastundin .. þetta
er dagur ykkar allra .. fram-
kvæniið áætlun síðasta fundar,“
sagði þar og voru skilaboðin sögð
koma frá „sljórnstÖð“. Einnig
sagði í fréttaskýringu útvarpsins
að Iraksher biði eftir merki um
að hefja „myljandi árás“ á fjöl-
þjóðaherinn.
Rafsanjani kvaðst reiðubúinn að
hitta Saddam Hussein íraksforseta
til að ræða vopnahlé og eins sagð-
ist hann vilja ræða með óbeinum
hætti við Bandaríkjamenn. Dick
Cheney, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, dró í efa að hægt
væri að finna pólitíska lausn á
Persaflóastríðinu. „Við erum nú í
þeirri stöðu .. að við munum halda
áfram hernaðaraðgerðum uns
markmiðinu er náð.“ De Cuellar
sagðist í gær vera mjög áhyggju-
fullur vegna manntjóns og eyðilegg-
ingar í Persaflóastríðinu. Hann
sagðist telja að Iranir væru í að-
stöðu til að miðla málum. „Eitthvað
verður að gera til að stöðva stríðið,“
sagði hann.
Talsmenn ijölþjóðahersins sögðu
í gær að enn væru níu tíundu hlut-
ar búnaðar íraska landhersins
óskaddaðir þrátt fyrir gífurlegar
loftárásir. Engan bilbug væri heldur
á Lýðveldisverðinum, úrvalssveitum
íraksforseta, að finna.
Mikil óánægja hefur komið fram
hjá miðstjórn sovéska kommúnista-
flokksins með styijaldarreksturinn.
Miðstjórnin hefur skorað á Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseta að leita
leiða á alþjóðavettvangi, þ.á m. hjá
Sameinuðu þjóðunum, til að binda
enda á „blóðbaðið". Pravda, mál-
gagn flokksins, hafði það eftir Bor-
is Oleinik, þingmanni í Æðsta ráð-
inu, að „Eyðimerkurstormurinn
gæti breyst í þriðju heimsstyrjöld-
ina“.
Sjá fréttir á bls. 22.
Tekjuöflunarleið austur-þýskra stjórnvalda:
Tilraunir á sjúklingum
Berlín. The Daily Telegraph.
ARUM saman prófuðu austur-þýskir Iæknar ný lyf á sjúklingum
sínum að fyrirskipan stjórnvalda. Var þetta gert samkvæmt samn-
ingi við vestræn fyrirtæki og í staðinn fékk kommúnistastjórnin
gjaldeyri sem hana bráðvantaði. Sjúklingar á sjúkrahúsum máttu
þola hitasótt, skjálftaköst, höfuðverki, lágan blóðþrýsting og jafn-
vel minniháttar hjartaáföll vegna tilraunanna, að sögn þýska viku-
ritsins Der Spiegel.
Tilraunir þessar hófust árið
1983 og lauk ekki fyrr en komm-
únistastjórnin leið undir lok í
Austur-Þýskalandi síðla árs 1989.
Ýmist sögðu læknar sjúklingum
ekki frá því hvað væri á seyði eða
gerðu þeim ekki fulla grein fyrir
þeirri áhættu sem fylgdi lyfjatök-
unni. Skipti þá engu þótt um
öflug, hættuleg og óprófuð lyf
væri að ræða. Féð, sem þannig
aflaðist, rann einkum til austur-
þýska heilbrigðiskerfisins.
Þýska heilbrigðisráðuneytið
staðfesti í gær að tilraunir með
lyf hefðu farið fram í Austur-
Þýskalandi án samþykkis sjúkl-
inga en óljóst væri hvort vestrænu
fyrirtækin hefðu vitað að ekki var
leitað samþykkis sjúklinganna.
Meðal lyfjanna sem þannig
voru prófuð voru hormónalyf sem
ætlað var að vinna á krabba-
meinsfrumum, „betablokkarar"
og þunglyndislyf. Flest lyfjafyrir-
tækin voru vestur-þýsk en einnig
greiddu japönsk og austurrísk
fyrirtæki fyrir tilraunirnar.