Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991
11
Ástir unglinga
Bókmenntir
Súsattna Svavarsdóttir
Vinir á vegamótum
Höfundur: Jan de Zanger
Þýðandi: Hilmar Hilmarsson
Útgefandi: Mál og menning -
UNG
Vinir á vegamótum segir frá
tveimur hollenskum vinum, Freek
og Bart. Þeir eru tæplega 17 ára
þegar sagan hefst og hafa verið
klessuvinir í fjögur ár. Síðasta
skólaárið þeirra er að hefjast, en
Bart er ekki mættur. Þeir vinirnir
höfðu farið í hjólreiðaferð um Dan-
mörku í sumarleyfinu - en þar
höfðu leiðir skilist, þegar Bart tjáði
Freek að hann væri hommi og
væri ástfanginn af Freek.
Freek sem er gagnkynhneigður
bregst ókvæða við - kallar Bart
„hommaógeð" - og daginn eftir fer
hvor sína leið. Freek hittir danska
stúlku, Ingu. Þau verða ástfangin
og eyða nokkrum dögum saman en
Freek þarf að fara til Hollands að
ljúka skólanum og þau ákveða að
skrifast á milli skólaleyfa en reyna
þá alltaf að hittast.
Þegar Bart mætir ekki aftur í
skólann, þykir öllum það nokkuð
grunsamlegt, því hann er mjög góð-
ur nemandi. Móðir Barts fær frá
honum póstkort, sent frá Póllandi,
þar sem hann segist vera á leið til
Wladivostok og er myndin á kortinu
frá Avernak.
Freek áttar sig strax á því að
Bart er ekki að tala um Sovétríkin
og þegar hann fer að skoða mynd-
irnar frá sumarleyfinu, sér hann
að ein myndin af honum og Ingu
er við lítinn flutningabát sem heitir
Wladivostok. Þarmeð er hann kom-
inn á sporið. Hann heldur, ásamt
föður sínum, til Danmerkur, því
þeir ætla að fínna Bart, en hafa
aðeins tvo daga til þess. Þeir fara
auðvitað strax til Ingu og móður
hennar og Inga hjálpar þeim við
leitina. En þegar þeir Freek og fað-
ir hans þurfa að fara aftur heim
til Hollands, komast þeir loks á slóð
Barts. Hann er um borð í Wladivost-
ok. Faðir Freeks stingur upp á því
að hann fái leyfi fyrir hann í skólan-
um fram að helgi og að Freek og
Inga fái lánaðan bát, til að leita
áfram. Það gera þau og eftir þrjá
daga finna þau skipið - og Bart.
Bart var semsagt kominn í felur.
Þegar hann sá hvernig Freek brást
við hneigðum hans, rann honum til
rifja tilhugsunin um hvernig móðir
hans mundi bregðast við - og skóla-
félagarnir. Hann ákvað því að láta
sig hverfa og dvelja þar sem enginn
þekkti hann og hann gæti byrjað
nýtt líf.
Þeir vinirnir sættast þó og Freek,
Inga og Bart eyða þremur dögum
saman á bátnum í besta veðri. Bart
sér líka að Inga og Freek eiga mjög
vel saman og er sáttur við að þeir
eru ólíkir að þessu leyti. Vináttan
er of rótgróin og sterk til að þeir
vinirnir hræðist umtalið.
Þetta er sæmilega skrifuð saga,
að mörgu leyti. Kannski ofurlítið
einfölduð og raunsæisleg þegar ver-
ið er að fjalla um fordóma og fórn-
arlömb þeirra. Samkynhneigðin í
sögunni verður of mikið aðalatriði,
til að leitin að Bart verði nokkurn
tímann spennandi og höfundi tekst
ekkert sérstaklega vel að lýsa til-
finningum sögupersónanna -
manni er bara sagt að þær gráti.
Og sögur eru alltaf frekar leiði-
gjarnar ef skilaboðin í þeim eru svo
veigamikill þáttur, að það gleymist
að gæða persónurnar dýpt og sögu-
þráðinn spennu. Það sem er þó
kostur við söguna er að hún er blátt
áfram og hispurslaus. Þýðingin
virðist ágæt; málfar er þjált og frá-
'gangur góður..
LottkæUar
dleselrafsföðvar
fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur,
björgunarsveitir og útgerðarmenn.
Eigum á lager margar stærðir frá
1.7KW til 5 KVA, 220 og 380 volt.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Á næstunni getum við einnig boðið
vatnskældar rafstöðvar 7.6 - 10.0 -17.0 og
36 KW á ótrúlega hagstæðu verði.
Sala - Ráðgjöf - Þjónusta.
LIFSVF.RND
LEFEYRIR FYRIR ÞIG
<n>
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566
KRINGLUNNI 8-12,103 REYKJAVÍK, S. (91) 689700
RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100
Með Lífsvemd slærð þú tvær flugur í einu höggi. Þú getur
hlíft ástvinum þínum við fjárhagslegum skakkafóllum, en
um leið ávaxtað þitt pund og safnað í varasjóð sem getur
komið að drjúgum notum síðar á lífsleiðinni. Því U'fsvemd
er hvort tveggja lfitrygging og hentug leið til spamaðar.
Þú kýst þér líftryggingu sem nemur þremur
milljónum króna, svo dæmi sé
tekið. Sú upphæð óskert
getur tryggt fjárhagsafkomu
ástvina þinna við fráfall þitt.
Jafnframt sparar þú ákveðna
fjárhæð í hverjum mánuði. Tíminn vinnur með þér og
líflryggingin lækkar með hverju ári en að sama skapi vex
sjóðurinn þinn og dainar.
Að endingu áttu auk verðbóta þrjár milljónir í
handraðanum, lífeyri sem þú getur sjálfur ráðstafað.að vild.
Framtíðin er í þínum höndum. Ávinningurinn er
öryggi, þitt eigið og þinna nánustu.
Sameinaða
líftryggingarfélagið hf
Kringlunni 5 • 103 Reykjavík
Sími 91-692500
Eignaraðilar Sameinaða líftryggingarfélagsins eru:
©
TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF
AÐALSTRÆTI 6 101 REYKJA\/lK SIMI 91-26466
SJQVi
Kringlunni 5, aimi 91-692500
l II
-.ílíííiiÍliliilLLi.Vx.i
t I .T-TT.T"-*- '. ". "■ I .*.»■ * . ;.T TI-V? V-r -