Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991 Hagnýt greinaskrif Læriö aö skrifa biaöa- og tímaritsgreinar, minningargreinar, fréttatilkynningar o.fl. Á námskeiöinu veröur lögö áhersla á aö kenna fólki undir- stööuatriöi greinaskrifa. Markmiöiö er aö gera þátttakendum fært aö tjá sig í fjölmiölum. Á námskeiöinu veröur stuöst viö nýútkomna bók um ritun eftir Ólaf M. Jóhannesson: Þaö er leikur aö skrifa. Nánari upplýsingar og skráning alla daga í síma 67 16 97 s □ KIPULAG RIKISINS vekur athygli á: Nýju póstnúmeri 150 REYKJAVÍK Grænu númeri 9 9 6 1 0 0 Símanúmeri 91-624100 Bréfasíma 91-624165 Grænt númer: 996100 --///II*'' SMIÐIR - HflSBYGGJEIXDUR Nýtt frá Húsasmiðjunni - ofnþurrkað milliveggjaefni Ofnþurrkað milliveggjaefni, (12-14% raki) í stærðunum 35x70 mm og 45x95 mm. Fagmenn okkar leiðbeina um efnisval og gefa góð róð varðandi uppsetningu. tm m HÚSASMIÐJAIM Súðarvogi 3 og 5 Sími 687799 Fax 688908 Gjaldþrot mannlegra lausna eftir Júlíus Guðmundsson Sönn og hnitmiðuð er eftirfar- andi lýsing Biblíunnar á kynslóð þessarar aldar: „Ég er ríkur og er orðinn auðugur og þarfnast einsk- is.“ Yfirborð nútímalífs og ytri kjör manna koma þeim til að draga slíka ályktun, en þegar dýpra er skyggnst í málin blasir við örbirgð, eymd og óhamingja. Hvert tímabil á sín sérstæðu vandamál sem reyna á manninn og útheimta að hann styðjist við mátt, sem er meiri en hans eigin. Það er hlutverk trúarinnar að gæða manninn yfirmannlegu afli. Fyrr á tímum áttu menn í höggi við önnur vandamál en nú, svo sem kulda, klæðleysi, fæðuskort og of- urmagn harðrar lífsbaráttu. Eng- um, sem nokkur skil kann á sögu íslensku þjóðarinnar, fær dulist hvílíkur máttur trúin var blás- nauðri þjóð, sem lifði við hin ömur- legustu kjör. Fyrir áhrif trúarinnar tókst þjóðinni að halda reisn sinni og sjálfsvirðingu. Vafasamt er að hún hefði haldið lífi án þess styrks. Nú er öldin önnur og það yfir- leitt annars eðlis, sem reynir á manndóm manna og þrek. En greinilegt er að því fer víðsfjarri að nútímamaðurinn eigi í sjálfum sér þrek til að takast farsællega á við sín eigin persónuiegu vanda- mál. Mikill sannleikur er fólginn í eftirfarandi orðum Ritningarinnar: Það er ekki á valdi mannsins að stjórna skrefum sínum. (Jer. 10.23.) En hvernig verður lífi mannsins stjórnað af æðri máttar- völdum? Ekki á vélrænan hátt því að okkur er gefinn frjáls vilji og réttur til að velja og hafna. Trúin er tengiliðurinn milli mannsins og Guðs. Vanti þann tengilið er mað- urinn ofurseldur eigin visku og eig- Júlíus Guðmundsson „Höfum við ekki fengið nóga reynslu af því að jafnvel allsnægtalífið er eymd og ördeyða sé trúarlífið í órækt?“ in dugnaði — og þá er voðinn vís. Fyrr á tímum tóku menn gildar hefðbundnar venjur og skoðanir án þess að rekja sundur frum- þræði þeirra til þess að prófa uppr- una þeirra og sannleiksgildi. Slík afstaða fullnægir ekki nútíma- manninum. Allar raunverulegar framfarir byggjast á þekkingu og því að menn hafi það heldur, sem sannara reynist. Hér er fólgin mikilvæg orsök að kyrrstöðu og hnignun trúarlífs þessarar aldar. Gagnstætt því sem tíðkast á öllum öðrum sviðum eru mönnum í nafni trúarinnar boðaðar mótsagnakenndar kenningar án þess að leitað sé hins rétta og sanna. Markmið hins sanna kristindöms er vissulega ekki það að menn trúi einhveiju, heldur að menn trúi á sannleikann. „Ef þér eruð stöðugir í orði mínu eruð þér sannir læri- sveinar mínir og þér munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ (Jh. 8.31, 32.) Sagt er að Biblían sé grundvöll- ur trúarinnar, en samt eru skoðan- ir manna og hefðbundnar venjur teknar fram yfir orð hennar. Hvernig má vænta góðs árangurs þar sem þannig er á málum haldið? Markmið trúarinnar hlýtur að vera það að stilla líf mannsins til samræmis við lög þess alheims, sem hann er hluti af. Trúin hlýtur því að^gera hann lotningarfullan gagnvart lögum tilverunnar, leit- andi að hugsun Guðs, hlustandi á rödd Guðs og hlýðinn við vilja Guðs. Hann mun skynja lög Guðs í umhverfi sínu, í sínum eigin lík- ama og í daglegu lífi, og honum mun verða það mikilvægt að fót- umtroða ekki þau lög Guðs, sem tryggja heilbrigt líf, líkamlegt og samfélagslegt. Hann mun og skilja nauðsyn þess að eiga hljóðar stundir undanskildar ysi og þysi daglegs lífs, helgaðar íhugun á ráði Guðs og markmiði tilverunnar. Höfum við ekki fengið nóga reynslu af því aðjafnvel allsnægta- lífið er eymd og ördeyða sé trúarlíf- ið í órækt? Þrátt fyrir alla yfir- burði þessarar aldar og öll þau gæði, sem hún hefur veitt mann- kyninu, stendur það óhaggað að það er ekki á valdi mannsins að stjórna skrefum sínum. Guðleg áhrif verða að ná tökum á sálarlífi hans og kalla fram blundandi öfl hins besta, sem í honum býr. Höfundur er fyrrverandi forstöðumaður aðventista á Islandi. Hann ernú búsetturí Danmörku. Tilvalid fyrir 80—200 manna hópa á fóstudagskvöldum Fordrykkur: Loftleidastjarnan Matseðill: Laxatvenna Logandi lambalæri med bernaisesósu Diplómatabúdingur íslandsmeistarar i Rock’n’roll 1990 skemmta. Hljómsveit Andra Bachmann leikur fyrir dansi. Verö kr. 2990,- á mann Upplýsingar veitir veitingastjóri í síma 690160 HÓTEL LOFTLEIÐIR R E Y K J A VÍKURFLUGVELLI. 101 R E Y KJ A V IK SIM1: 9 1 - 2 2 3 2 2 ..þegar matarilmurinn liggur í loftinu.. OÆ Utsalcm hefst í dag kl. 9.00 íToppskónum, Veltusundi Vörurfró:STEINAR WAAGE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.