Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 16
íe
00 r
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.RIDAGDR 5. FEBRÚAR 1991
FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ
Keflavíkurflugvöllur:
Óveðrið jafnaðist á
við fellibylinn Hug’o
- segir Scott Wilson hjá Varnarliðinu
Ibúar við Baugholt
yfirgáfu heimili sín
Keflavík.
„VIÐ VITUM að viða varð eignatjón, en ég heid samt að menn
geti verið þokkalega sáttir við að tjónið skyldi ekki verða enn
meira en raun varð á miðað við veðurhæðina," sagði Ellert Eiríks-
son bæjarstjóri í Keflavík en hann er jafnframt formaður Almanna-
vamanefndar Suðumesja sem hafði yfimmsjón með aðgerðum á
Suðuraesjum.
Karl Karlsson, sem heldur á dótturinni Karen Helgu, og Margrét Jónasdóttir. Moreunblaðlð/Bj°rn Blondal
Klöpp við Sandgerði:
„Fyrst fór þakplata og síðan
sviptist þakið af í heilu lagi“
- sagði Margrét Jónasdóttir húsfreyja á Klöpp við Sandgerði
Keflavík.
„FYRST heyrðust brestir og
vatn fór að leka inn, þá hringdi
ég til Karls sem var veðurteppt-
ur í Reykjavík og var heima
hjá foreldrum mínum. Þá
dundu ósköpin yfir. Fyrst fór
þakplata og síðan sviptist þakið
af í heilu lagi. Það fyrsta sem
ég gerði var að finna föt til að
klæða okkur í og síðan forðaði
ég mér út úr húsinu,“ sagði
Margrét Jónasdóttir sem býr á
Klöpp við Sandgerði ásamt
unnusta sínum, Karli Karlssyni,
og 2 ára dóttur, Karen Helgu,
sem átti 2 ára afmæli í gær.
Margrét sagðist hafa verið ein
heima ásamt dóttur sinni, þær
hefðu báðar verið veikar og legið
í rúminu. „Ég flýtti mér út í bílinn
okkar sem stóð fyrir utan og beið
þar uns hjálp bárst. Þakið fór af
um 15 mínútum yfir 1 og ég hugsa
að ég hafí beðið í um hálftíma í
bflnum þar til aðstoð barst.“
Það sem eftir er af þakinu á
bænum Klöpp, sem var byggður
1936, liggur um 50-70 metra frá
bænum og er brak eitt. Aðkoman
Eldhúsið var eins og eftir loftárás og á borðinu var afmælisterta
Karenar Helgu ósnert.
inni var ekki fögur í gær, þar var
allt á rúi og stúi. „Sem betur fer
slasaðist enginn og það var lán í
óláni að rafínagnið hafði farið af
húsunum skömmu áður. Ljósa-
krónur slitnuðu' niður og glugga-
tjöldin soguðust út ásamt ýmsu
öðru. Við vorum með nýtt innbú
sem liggur undir skemmdum og
var það tryggt. En hvort við fáum
skaðann á húsinu bættan vitum
við ekki á þessari stundu en það
er ljóst að hann er verulegur. Við
erum samt staðráðin í búa hér
áfram,“ sagði Karl Karlsson unn-
usti Margrétar, en þau hafa búið
á Klöpp í 9 mánuði.
BB
Vatnsleysuströnd:
Fastur í fjárhúsi
Vogfum.
TJÓN varð á mörgnm stöðum í Vatnsleysustrandarhreppi í óveðr-
inu á sunnudaginn. Björgunarsveitin var á vakt frá sunnudags-
morgni og fram eftir degi og veitti aðstoð á 20-25 stöðum, en á
þriðja tug manna tók þátt í hjálparstarfinu.
ÓVEÐRIÐ á sunnudag jafnast á
við fellibylinn Hugo, sem olli
miklum skemmdum í Suður-
Carolinufylki í Bandaríkjunum
1989. Þetta er mat Scotts Wilsons
upplýsingafulltrúa Varnarliðsins
Garður:
Pottarn-
ir fuku
Garði.
SVO virðist sem Garðmenn
hafi sloppið nokkuð vel frá
óveðrinu sl. laugardag a.m.k.
miðað við þær fréttir sem
birzt hafa í fjölmiðlum um
helgina.
Þak mun hafa farið af einu
húsi auk þess sem eitthvað losn-
aði á nokkrum húsum. Stór
trilla sem stóð heim við hús
fauk á hliðina en er ekki talin
mikið skemmd. Þá fauk eitt-
hvað af skúrarusli og tveir pott-
ar sem menn nota til að baða
sig í á góðviðrisdögum fuku.
Tveir staurar brotnuðu og ýmis-
legt lauslegt eins og fískikör
og kassar fuku víða. Einhveijar
skemmdir urðu á bflum en það
mun vera óverulegt.
Björgunarsveitin Ægir hafði
í nógu að snúast og hjálpaði
bæjarbúum sem lentu í vand-
ræðum. Starf þessara manna
er ómetanlegt og mikill styrkur
fyrir bæjarbúa að vita af þess-
um mönnum sem alltaf má snúa
sértil jafnt að nóttu sem degi.
Raftnagn var á Garðinum
meðan óverðið gekk yfír en fór
um miðjan dag og kom svo aft-
ur síðdegis. Mun hafa verið
rafmagnslaust í 2-3 tíma.
Amór
Keflavík:
í Kefiavík varð ástandið alvar-
legastvið efri hluta Baugholts sem
snýr að iðnaðarhverfinu en þaðan
stóð skæðadrífa af þakjárni og
öðrum munum. Stórir stofu-
gluggar sem sneru að vindátt eru
á flestum húsanna og í ljósi þess
sagði Ellert að íbúamir hefðu ver-
ið beðnir að yfirgefa húsin þar til
mesta hættan var liðin hjá.
Ellert sagði að ekki væri ljóst
á þessari stundu hversu mikið tjón
hefði orðið en samt Ijóst að það
væri allnokkuð um öll Suðumes.
Aðallega væri um að ræða þak-
plötur sem hefðu fokið af húsum
og einnig hefði verið mikið um
rúðubrot sem hefðu orsakað vatns-
skemmdir. Talsvert af járni fauk
af Sparisjóðshúsinu við Suðurgötu
og af Félagsbíói. I Sandgerði urðu
skemmdir á að minnsta kosti 27
húsum. Þar varð rafmagns- og
vatnslaust og símakerfið varð
óvirkt og komst rafmagnið ekki á
á Keflavíkurflugvelli, en þar
urðu verulegar skemmdir á
byggingum, sem talið er að nemi
um 2 milljónum bandaríkjadala,
eða um 115 milljónum króna.
„Mér virðist að vindhraðinn hafi
verið svipaður í báðum þessum til-
fellum. En í Suður-Carolinu er lofts-
lagið frekar milt, þannig að fólk
byggir ekki eins rammgerð hús og
hér, og því varð eyðileggingin mun
meiri þar,“ sagði Wilson.
Hann sagði að venjulega væru
gerðar ráðstafanir í amerískum
herstöðvum, þegar von væri á
slíkum verðrum. Þannig hefðu flug-
vélar verið fluttar frá Puerto Rico
áður en fellibylurinn Hugo kom
þangað. „Það var ekki gert hér,
vegna þess að veðurspár gerðu ekki
ráð fyrir að veðrið yrði eins vont
og raun bar vitni,“ sagði Wilson.
Töluvert tjón varð á mannvirkj-
um á Keflavíkurflugvelli, og var þar
aðallega um að ræða skemmdir á
þökum, gluggum og rafkerfí. Þak-
plötur fuku af mörgum húsum og
lentu á öðrum húsum og bflum.
Gluggar á íbúðarhúsum og skrif-
stofuhúsum brotnuðu og þök og dyr
á flugskýlum skemmdust. Þá urðu
skemmdir á rafkerfí þegar háspenn-
ulínum sló saman og að skamm-
hlaup varð í spennistöðvum. Enginn
hlaut alvarleg meiðsl en nokkuð var
um að fólk fengi skrámur og mar,
að sögn Wilsons.
Wilson nefndi sem dæmi um
veðurofsann að P3 Orion kafbátale-
itarflugvél hefði verið bundin niður
með stálvírum sem kræktir voru
með krókum í lykkjur, sem steyptar
voru niður. Krókamir á vímum rétt-
ust, vélin losnaði og vindurinn snéri
henni við og feykti henni 30-40
metra. Vélin skemmdist þó lítið og
ekki er vitað til að skemmdir hafí
orðið á flugvélum eða tækjum.
fyrr en kl. 5 aðfaranótt mánu-
dags. Brunavamir Suðumesja
fóm með vararafstöð og komu
símakerfinu í gang. Tjón varð
einnig í Höfnum er jám fauk af
húsum og rúður brotnuðu. Raf-
magnsstaurar brotnuðu við Fitjar
og þar unnu menn langt fram á
nótt við lagfæringar.
Sjómenn á Suðumesjum voru
búnir að búa báta sína vel fyrir
illviðrið, en einhverjar skemmdir
urðu þó á nokkrum bátum sem
nudduðust saman og lítill bátur
sökk í Njarðvíkurhöfn. Björgunar-
sveitir í öllum byggðarlögum voru
með menn sína á þönum og sagði
Ellert að liðlega 200 manns hefðu
unnið við björgunarstörf á Suður-
nesjum á óveðursdaginn auk lög-
reglu, slökkviliðs og sjúkraflutn-
ingamanna og hefðu þessir aðilar
staðið sig frábærlega vel.
BB
Rafmagn fór af í öllum hreppn-
um um tíuleytið á sunnudagsmorg-
un. Raflínur slitnuðu við Efri-
Brunnastaði og rafmagnsstaurar
brotnuðu við Asláksstaði.
í Vogum fauk þak af bílskúr
og járn fauk af einu íbúðarhúsi og
tveimur fyrirtækjahúsum. A
Vatnsleysuströnd fauk trilla á hlið-
ina við Halakot. Trilla fauk og
skemmdist við Neðri-Brunnastaði,
þar fauk járn af þaki heyhlöðu og
ein hlið hússins lagðist inn. Á Efri-
Brunnastöðum fauk þak af útihúsi
og á Ásláksstöðum fauk ein hlið
úr fjárhúsi. í Breiðagerði losnaði
klæðning á sumarbústað.
Rúður brotnuðu í þremur húsum
á Vatnsleysuströnd, og lofttúður
sprungu undan veðrinu hjá Nesbúi.
Þorkell Kristmundsson á Efri-
Brunnastöðum sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins að
hann hefði farið í fjárhúsið í myrkri
um morguninn, en vegna veðursins
hefði hann þurft að halda sig þar
fram yfir hádegi.
Á Reykjanesbraut tókst yfir-
byggður flutningabíll á loft og brá
ökumaðurinn þá á það ráð að aka
út fyrir veg. Eftir að veðrið lægði
fóru björgungarsveitarmenn og
aðstoðuðu við að koma bílnum upp
á veg aftur.
- E.G.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Starfsmaður Nesbúsins með loft-
úðu sem sprakk í óveðrinu,
C