Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 20
MO'RGUNBLÍÍÐEÐ. tlábjÚDAGUK 5' .bMíib'Jái ÍÍM1..
FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ
Hofsós:
17 tonna eikarbát
rak upp í fjörugijót
héldu. Báturinn er talinn ónýtur,
hann er svo mikið brotinn.“
Aðrar skemmdir á Hofsósi voru
mestar þegar þakplötur fuku af
þaki heilsugæslustöðvarinnar sem
er tveggja hæða steinhús.
Af bæjum í Skagafirði varð
Sandfell í Unadal verst úti. Þar
skemmdust öll hús mikið og eitt
er gjörónýtt. Á Óslandi í Sléttuhlíð
hurfu fjárhús og hlaða út í bu-
skann en féð sakaði þó ekki. Á
Sleitustöðum urðu björgunarsveit-
armenn að festa niður gamlar
húsarústir til að varna því að þær
fykju upp og skemmdu önnur hús.
Einar sagði að auk þessa hefðu
björgunarmenn þurft að snúast í
ýmsu fleiru. Gömul bílgrind sem
hafði staðið af sér öll veður í mörg
ár, tókst á loft og bátur sem stóð
á vagni, fór á hvolf. „Það er mesta
mildi að enginn slasaðist. Einu
meiðslin sem ég veit um er þegar
björgunarsveitarmaður skarst á
handlegg við að reyna að hemja
þakplötu. Við eigum enn mikla
vinnu eftir við að lagfæra og taka
til,“ sagði Einar Jóhannsson for-
maður björgunarsveitarinnar
Grettis.
Flugskýlið splundraðist og
fjórar flugvélar skemmdust
MIKLAR skemmdir urðu í
Skagafirði í ofsaveðrinu á
sunnudag. Einar Jóhannsson
formaður björgunarsveitarinn-
ar Grettis á Hofsósi sagði að
skemmdir hefðu verið Iitlar þar
í bænum, en þeim mun meiri í
sveitunum í kring. Enginn hér
hefði sloppið með öllu.
Einar sagði að mestu skemmd-
imar á Hofsósi hefðu orðið þegar
17 tonna eikarbátur, Berghildur,
slitnaði frá bryggju og rak upp í
fjörugijótið. „Menn sáu að bátur-
inn var að losna en vegna veðu-
rofsans fengum við ekki við neitt
ráðið,“ sagði hann. „Veðurhamur-
inn var svo mikill að festingar í
bátnum gáfu sig þó landfestar
Flugskýlið á Blönduósi vafðist utan um flugvélamar.
Tugmilljóna tjón varð á Blönduósi:
Morgunblaðið/Kjartan Aðalsteinsson
Tjón varð á flestum bæjiim í nágraimasveitum
VERULEGT eignatjón varð af völdum óveðursins á Blönduósi og í
nágrannasveitum, og að sögn Ófeigs Gestssonar, bæjarstjóra og form-
anns almannavarnanefndar, er ljóst að það skiptir tugum milljóna
króna. Mesta einstaka tjónið varð þegar flugskýlið á flugvellinum
splundraðist, en í því voru fjórar einkaflugvélar, sem allar skemmdust
tnikið. Tjón varð á flestum bæjum í nágrannasveitum Blönduóss þegar
klæðning fauk af útihúsum eða öðrum byggingum. Einn maður slasað-
ist þegar bíll sem hann var að færa til fór nokkrar veltur, en meiðsli
hans eru ekki talin hafa verið alvarleg.
Ófeigur sagði að flugskýlið hefði
allt saman splundrast og það væri
ónýtt alveg ofan í jörð, því festingar
hefðu meira og minna rifnað upp úr
grunninum. Fyrst eftir að flugskýlið
hrundi varð gríðarlegt fok af því
yfir byggðina vestast í bænum, og
skemmdust bflar af þeim sökum og
rúður brotnuðu í húsum, en net var
síðan strengt yfir rústimar til að
takmarka fokið.
„Annað mesta tjónrð- varð þegar
gríðarlega stór hurð á skoðunarað-
stöðu Bifreiðskoðunar íslands eyði-
lagðist, en loftið á húsinu inn af
henni tættist upp. Þá fauk þakhluti
á stafni grunnskólans, og í húsagöt-
unni syðst í bænum er eins og vél-
byssuskothríð hafi staðið nánast á
alla húsaröðina, en flestar ef ekki
allar rúður sem snéru að veðrinu eru
ónýtar. Þá eru margar rúður brotnar
í Essoskálanum og þakið tætt, og
svona er þetta víða í bænum. Bílar
hafa skemmst og rúður í þeim brotn-
að, sólhús hafa skemmst, skjólveggir
eru sundurtættir og ónýtir, og skúrar
af ýmsum stærðum og gerðum hafa
fokið hingað og þangað, ýmist beint
upp af grunninum og splundrast í
loftinu eða oltið og brotnað niður
fjarri grunni," sagði hann.
Ófeigur sagði að í sveitunum í
kringum Blönduós hefði orðið tjón á
flestym bæjum, og þar hefði ýmist
fokið af fjárhúsum eða öðrum bygg-
ingum. „Það er varla hægt að telja
þetta upp, það má segja að foktjón
hafi orðið víðast hvar í sveitunum
og hér í bænum. Við höfum ekki
handbærar neinar tölur yfir þetta
tjón, hvorki hér á Blönduósi eða í
héraðinu, en ég er þó sannfærður
um að þetta er tugmilljóna tjón. Ég
skal ekkert segja um hvort það eru
100 milljónir eða jafnvel meira, en
það liggur auðvitað ekki fyrir fyrr
en búið er að gera við.“
Vakt var hjá björgunarsveitinni
og síðan almannavamanefndinni frá
kl. 9.20 á sunnudagsmorguninn til
Ásgeir Jónsson stendur hér þar sem suðurveggur hlöðunnar var áður. Veggurinn hrundi þegar
þakið sviptist af hlöðunni.
Skagafjörður:
Eins og spílastokkur á lofti
segir Ásgeir á Óslandi
Skagafirði.
„ÞAÐ VAR eins og einhver
hefði kastað spilastokk á loft
þegar skæðadrífan af þakplöt-
um sveif fyrir gluggana," sagði
Ásgeir Jónsson á Óslandi í
Skagafirði.
Ásgeir var við eldhúsgluggann
á Óslandi þegar hann sá fjárhús-
þakið fara fyrir gluggann í mörg-
um hlutum. Húsið stóð sunnan
við bæinn og má telja mestu mildi
að þakið lenti ekki á honum eða
næsta bæ.
„Hlöðuloftið fór líka af. Fyrst
fuku nokkrar plötur, en svo_ svipt-
ist þakið allt af,“ sagði Ásgeir.
„Auk þess brotnaði suðurveggur
hlöðunnar og töluvert af heyi
hvarf út í buskann. Hlaðan og
fjárhúsið eru ónýt, en það er óvíst
hvort -við fáum þetta bætt úr
tiyggingunum."
kl. rúmlega 22 um kvöldið, en þá
kom síðasti hópurinn úr útkalli. Á
þessu tímabili voru skráð 80 útköll
eða einhverskonar tilkynningar um
tjón af völdum veðursins. „Fyrsta
útkallið kom kl. 9.20 og síðasta út-
kall vegna foks vartilkynnt kl. 17.05,
og var þá farið í síðustu nýju aðgerð-
ina, en mannskapurinn var úti í við-
gerðum vegna tjóna sem tilkynnt
höfðu verið fyrir þann tíma til kl.
22. Á milli 60 og 70 menn voru í
vinnu alveg samfellt frá hádegi, en
fyrir hádegi voru tæplega 30 björug-
unarsveitarmenn á vakt,“ sagði
Ófeigur.
Ekki er vitað til þess að um tjón
hafi orðið á skepnum af völdum óveð-
ursins, en björgunarsveitarmenn fóru
um morguninn og könnuðu meðal
annars hurðir á útihúsum og skálk-
uðu allt sem menn voru hræddir um
að gæti fokið upp. Sagði Ófeigur að
með þessum fyrirbyggjandi aðgerð-
um hefði áreiðanlega tekist að koma
í veg fyrir verulegt tjón í mörgum
tilfellum.
„Þetta er mjög víðtækt tjón, þó
kannski hafi ekki orðið neitt stórtjón
hjá einstaklingum, en það er hins
vegar ljóst að það fæst í sumum til-
fellum ekki bætt. Hvað bæjarfélagið
varðar þá eru eignir þess foktryggð-
ar, þannig að ég á ekki von á að
verulegt fjárhagslegt tjón verði fyrir
bæinn vegna þess sem skemmst hef-
ur hjá honum,“ sagði Ófeigur Gests-
son.
Vindurinn
tætti þakið
í smástykki
Skagaflrði.
AUÐUNN Hafsteinsson og Ólöf
Þórhallsdóttir á Narfastöðum í
Skagafirði urðu fyrir öðru áfall-
inu á skömmum tíma þegar
nýbyggt trégrindarhús á jörð
þeirra brotnaði í smátt í óveðr-
inu á sunnudag. I ofsaveðri í
janúar skemmdist jeppi þeirra
hjóna.
Húsið sem eyðilagðist núna var
300 fermetra trégrindarhús, klætt
stálplötum. Húsið átti að nota
undir kanínur en þau hjón hafa
ræktað kanínur í 5 ár. Húsið sem
dýrin eru í nú er orðið lélegt en
stóð þó af sér veðrið. Aðeins
nokkrar þakplötur fuku af því.
„í einni hviðunni fór hurðin úr
nýja húsinu og svo sviptist það í
sundur,“ sagði Auðunn. „Þakið fór
af í einu lagi en seinna um daginn
reif vindurinn það á loft aftur og
tætti það í smástykki."
Sauðárkrókur:
Engir stórskaðar urðu
af völdum óveðursins
Sauðárkróki.
NOKKUÐ tjón varð á Sauðárkróki af völdum óveðursins á sunnudag-
inn, en þó urðu þar engir stórskaðar. Einna mest varð tjónið á íbúðar-
húsi við Ránarstíg þar sem nánast öll klæðning flettist af þakinu.
Þá fuku þakplötur af fjölbýlishúsi við Víðigrund, og eins af hluta
af mjólkursamlagi kaupfélagsins. Þakplöturnar brutu og brömluðu
þar sem þær komu við, og meðal annars fór ein þeirra inn um stofu-
glugga á húsi í nágrenninu.
Oveðrið brast á um hádegisbilið og negldu niður þakplötur sem voru
að losna.
Að sögn Björns Mikaelssonar,
yfirlögregluþjóns, urðu smærri og
stærri skaðar á nánast hveijum bæ
í Skagafirði. Þar var að mestu leyti
um að ræða tjón á útihúsum.
Miklar rafmagnstruflanir urðu
hér í bænum í gærmorgun og af
þeim sökum var öllu skólahaldi af-
lýst. BB
Iveðrið brast á um hádegisbilið
hér í bænum, og er það með verstu
veðrum sem hér hafa komið, en þó
hafa komið hér veður sem valdið
hafa meira tjóni. Björgunarsveitar-
menn voru að frá hádegi til klukkan
átta um kvöldið og björguðu þeir
því sem bjargað varð. Tæplega 40
manns unnu að björgunarstörfum
og var mikið af iðnaðarmönnum þar
á meðal, sem fóru víða upp á þök