Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 27

Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 27 FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ Kaldalón: Allt fauk sem fokið gat Kirkjubæ, Skutulsfirði. I Isafjarðarfljúpi fauk allt sem fokið gat í þessu mesta mann- drápsveðri sem elstu menn muna eftir. Heilu gusurnar lagði hér úr firðinum og langt upp í hlíðar. Veðrið skall skyndilega á um 11 leytið á sunnudagsmorgun og stóð fárviðrið langt fram eftir degi. Rafmagnið fór af um svipað leyti og datt síðan út öðru hvoru yfir daginn. Sjónvarp og útvarp næst ekki nema með höppum og glöpp- um þannig að menn eru hér hálf- bjargarlausir. Hjálparsveitir voru á vakt á sunnu- dag og menn voru á ferð og flugi um bæinn til þess að hjálpa fólki og bjarga því sem bjargað varð. Það er erfitt að meta tjónið því veðrið hefur hamlað því að menn fari um bæinn og skoði það sem eyðilagst hefur. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 4. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 119,00 110,00 115,25 6,225 717.547 Smáþorskur 95,00 95,00 95,00 1,255 119.225 Ýsa 142,00 118,00 127,34 0,993 126.451 Steinbítur 91,00 91,00 91,00 0,023 2.093 Langa (ósl.) 74,00 74,00 74,00 0,021 1.554 Koli 66,00 66,00 66,00 0,004 264 Karfi 45,00 45,00 45,00 0,004 203 Steinbítur(ósL) 69,00 64,00 66,55 0,198 13.177 Lúða 340,00 150,00 274,80 0,306 84.090 Langa 74,00 74,00 74,00 0,094 6.956 Keila 46,00 40,00 41,55 0,718 29.830 Hrogn 240,00 210,00 224,57 0,092 20.660 Samtals / 112,95 9,934 1.122.050 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur (ósl.) 91,00 60,00 74,62 4,751 354.526 Ýsa (sl.) 90,00 90,00 90,00 0,990 89.100 Ýsa (ósl.) 80,00 70,00 73,74 0,091 6.710 Hlýri/Steinbítur 58,00 58,00 58,00 0,151 8.757 Skötuselur 370,00 370,00 370,00 0,012 4.440 Lúða 160,00 160,00 160,00 0,010 1.600 Koli 60,00 60,00 60,00 0,031 1.860 Grálúða 80,00 80,00 80,00 0,234 18.720 Blandað 42,00 42,00 42,00 0,045 1.890 Lýsa 50,00 ' 50,00 50,00 0,024 1.200 Langa 50,00 50,00 50,00 0,034 1.700 Ufsi 40,00 37,00 39,49 0,171 6.753 Skarkoli 74,00 74,00 74,00 0,109 8.066 Steinbítur 28,00 28,00 28,00 0,210 5.880 Karfi 53,00 49,00 52,76 8,825 465.643 Samtals 62,26 15,688 976.845 Selt var úr Sigurði Þorleifs, Sveini Jónssyni o.fl. ALMANNATRYGGIIMGAR, helstu bótaflokkar 1.janúar1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................. 11.497 'A hjónalífeyrir ...................................... 10.347 Full tekjutrygging ..................................... 21.154 Heimilisuppbót ......................................... 7.191 Sérstökheimilisuppbót ................................... 4.946 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.042 Meðlag v/1 barns ........................................ 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns ...........................4.412 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ...................... 11.562 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................. 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 14.406 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða .................... 10.802 Fullur ekkjulífeyrir ................................... 11.497 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 14.406 Fæðingarstyrkur ........................................ 23.398 Vasapeningarvistmanna ................................... 7.089 Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar .............................. 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings ......................... 620,80 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 133,15 Olíuverö á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 23. nóv. -1. feb., dollarar hvert tonn BENSÍN 450----------------- 425---------------:- 400----------------- 375----------------- 350----------Súper H—I—I—I—I—I—I—I—I—I—h 23.N 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. 18. 25. 1.F POTU ELDSN E YTI 500---—------------------ 475---------------------- 450---------------------- 425-----------------—— 225 1---1--1---1—I----1---1-1---1--1----H 23.N 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. 18. 25. 1.F Á Rauðamýri fauk þak af fjárhús- hlöðunni með sperrum og öllu saman og helmingur af fjárhúsþakinu. Á Hallsstöðum lagðist saman véla- geymsluhús og fauk. Hjá Páli Jó- hannessyni á Bæjum fuku nokkrar plötur af kúahlöðu, en hann náði að negla yfir það í gærmorgun. Það hefur heyrst að í Reykjafirði hafi fokið plötur af fjárhúsi, en ómögu- legt var að ná þangað í gær til að staðfesta þá frétt. I gær, mánudag, var alveg sambandslaust þangað. Seinnipart dags í gær var fyrst orðið mannstætt úti á þessum slóðum og menn tóku því til við að gera við það sem aflaga hafði farið í illveðr- inu. Jens í Kaldalóni Landbrot og Álftaver: Gömul hús fuku víða Kirkjubæjarklaustri. EKKI urðu miklar skemmdir á Kirkjubæjarklaustri í óveðrinu á sunnudag en þarí grennd fuku plötur af nokkrum gömlum hús- um. Ástandið var hins vegar verra í Landbroti og Álftaveri. Ástandið var ekki mjög slæmt á Kirkjubæjarklaustri í óveðrinu, en tjón varð nokkuð meira þar fyrir sunnan, í Landbroti og Álftaveri. Einkum varð tjón á gömlum bygg- ingum þegar járnplötur losnuðu og fuku. Rafmagn datt út um tíma þegar byggðalínan rofnaði en það ástand varaði ekki lengi. Hins vegar hafa samgöngur við Kirkjubæjarklaustur legið niðri og póstur ekki borist síðan fyrir helgi. HSH Barðaströnd: Skemmdir á Hagakirkju Innri-Múla. SUÐVESTAN fárviðri gekk yfir Barðaströnd á sunnudag og olli miklu tjóni. I Haga fuku tvö fjárhús, hlaða skemmdist svo og stór geymsla með tækjum. Hafa þökin ekki komið í leitirnar þrátt fyrir nokkra eftir- grennslan. í Hagakirkju brotnuðu bæði rúður og dyr. Skemmdir urðu víðar á Barðaströnd. Mitsubishi bif- reið sem stóð við íbúðarhúsið í Haga tókst á loft upp og kom niður um þrjú hunduð metrum neðar. S.J.Þ. Hellnar: Skemmdir á höfninni NOKKURT tjón varð á höfninni á Hellnum syðst á Snæfellsnesi í veðrinu á sunnudag. Um 6-8 metr- ar af hafnargarðinum eyddust í brimi en hann hafði nýlega orðið fyrir skemmdum. Aftur á móti urðu ekki miklar fokskemmdir á húsum í hreppnum. Á Gíslabæ fóru fjórar járnplötur af gamalli hlöðu. Á Felli á Árnar- stapa fóru um 12 plötur af gömlum fjárhúsum og hlöðu. Þá fauk skúr á Bjargi á Arnarstapa í heilu lagi. Á eyðibýlinu Breiðuvík fauk véla- geymsla og dráttarvél sem var inni valt á hliðina. Veðurhamurinn þar um slóðir er einn sá mesti í manna minnum. F.G.L. Vatnsnes: Fauk ofan af 180 kindum Hvammstanga. OFSAROK var í Vestur-Húna- vatnssýslu á sunnudaginn og olli skemmdum á mjög mörgum bæj- um í sveitinni, cinnig voru bátar í höfninni á Hvammstanga i hættu um tíma. Lítið varð þó um stór- fellda skaða, nema á Þorgríms- stöðum á Vatnsnesi, en þar fauk fjárhús ofan af 180 fjár. Félagar úr Slysavarnadeildinni Káraborg og Flugbjörgunarsveit voru á ferð um alla sýsluna til aðstoðar. Veðrið var verulega slæmt frá um kl. 11 fram yfir miðjan dag og stóð vindur af suðaustri framanaf, en sneyist síðar til suðvestanáttar. Á Gröf í Víðidal fauk vélageymsla í heilu lagi og á Enniskoti brotnuðu allar rúður mót suðri, vegna grjót- flugs. í Vesturhópi var einnig forðað verulegu tjóni, þó fór gafl úr ijárhús- um á Ægissíðu. Að sögn Kristínar Guðjónsdóttur á Þorgrímsstöðum kom ofsavind- hviða á bæinn um hádegi. Tættust þá upp fjárhús sem í voru 180 fjár, og fór brakið um 20 metra frá íbúðar- húsinu. Féð hrakti undan veðrinu í hóp og var brakið úr húsunum svífandi yfir því. Féð náðist aftur heim og virðist ekki hafa sakað. Það á að flytjast á annan bæ í sveitinni. Kristín segist ekki hafa munað annað eins, lofttitringur inni í bæ hafi verið nánast óbærilegur. Heyvinnuvélar og tæki hafi skoppað undan veðrinu og snúrustaurar kubbast eins og eld- spýtur. Milli kl. 15 og 16 snerist vindur til suðvesturs og stóð þá inn í höfn- ina á Hvammstanga. Litlu munaði að Hersir slitnaði upp en báturinn losnaði að framan og barðist utan í Sigurð Pálmason. Bátarnir eru báðir um 300 tonn. Frekara tjóni varð þó afstýrt með aðstoð veghefils og að- stoð margra manna. Raflínur í héraðinu fóru illa, 18 staurar brotnuðu og línur hlaðnar seitu. í Víðidal brotnuðu 14 staurar á ca 5 km, milli Sólbakka og Grafar. - Karl Eyjafjöll: Tjón á þriðja hverjum bæ Holti undir Eyjafjöllum. E YFELLIN G AR hafa þurft að búa við rafmagnsleysi frá því í óveðr- inu á sunnudag þegar rafmagns- staurar féllu niður. Mikið eigna- tjón varð undir Eyjafjöllum, eink- um á Rauðafellsbæjum, og má ætla að Ijón hafi orðið á um þriðja hverjum bæ. Rafmagnsleysið undir Eyjafjöllum stafar af því að rafmagnsstaurar féllu niður, meðal annars hjá Seljal- andi og undir Austurfjöllum. Eigna- tjón varð á um þriðja hverjum bæ, mest á Rauðafellsbæjum og Skála- bæjum. Einkum urðu eldri hús illa úti í veðrinu, járnplötur losnuðu og rúður fóru i húsum. Jafnvel fuku heilu þökin af húsum og í Selkoti bognaði inn veggur á nýju stál- grindahúsi. Eyfellingar eru sennilega betur undir tjón af þessu tagi búnir en flestir aðrir. Þar eru allir tryggðir gegn tjóni af völdum roks enda ger- ir veður í líkingu við þetta einu sinni og jafnvel tvisvar á ári undir Eyja- fjöllum. Fréttaritari. björgunarsveitin á Hellu hafi farið milli bæja, alla leið upp að Næfur- holti, og til að aðstoða bændur en það hafi hins vegar ekki mikið verið hægt að gera. Suðureyri: Þakið af íbúðar- húsi í heilu lagi Suðureyri. VIÐ Súgfirðingar fórum ekki var- hluta af veðurofsanum sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar frekar en aðrir landsmenn. Tjón varð hér töluvert á sveitabæjum og einnig á eyrinni. Þokkalegasta ve'ður var hér fram eftir degi á eyrinni en um hádegis- bil var veðurofsinn orðinn mikill í Botni á Súgandafirði, þar gekk gafl inn á einu útihúsanna og jámplötur af útihúsum tóku að fjúka af, bænd- urnir þar náðu þó að hefta fokið í tíma áður en stórtjón hlaust af. Upp- úr kl. 16 fór vindur ört vaxandi hér á eyrinni og í Staðardal. Járnplötur fóru að losna á einstaka húsi og ýmislegt lauslegt tók að fjúka ásamt lítilsháttar rúðubrotum. Síðan gerist það í einni rokunni að þak á einbýlishúsi í Túngötu flett- ist nánast í heilu lagi af og lendir á næsta húsi með þeim afleiðingum að þar brotna rúður ásamt öðm tjóni. Dreif fljótlega að hjálparlið og var mokað yfir brakið snjó svo að það tæki ekki að fjúka um bæinn og ylli meiru' tjóni. Þá skekktist gafl í ein- ingahúsi við Hjallaveg. Upp úr kl. 19 fór vind að lægja aftur. I Staðard- al fauk þak af gamalli tótt og þak- plötur fuku af eldri hlöðunni á Stað. Sjógangur hefur verið mikill í öllum þessum látum og er vegurinn bæði innan og utan við eyrina orðinn tölu- vert skemmdur eftir að sjór hefur gengið upp á veginn og brotið úr • klæðningunni, þá er vegurinn út í Staðardal undir Spilli nánast orðinn ónýtur eftir vestan sjógang. - Sturla Páll Stykkishólmur: Stórskemmdir á þaki Skipavíkur STÓRSKEMMDIR urðu á þaki skipasmíðastöðvarinnar Skipavík- ur í Stykkishólmi í óveðrinu á sunnudag, samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar. Þá fuku þak- plötur og klæðning af húsi við ’ Skúlagötu þar í bæ. í óveðrinu sprakk sólskýli af húsi við Ægisgötu. Þakplötur losnuðu víða í bænun en smiðir og björgunar- sveitarmenn reyndu að hamla frek- ara tjóni. Þá fuku umferðarmerki um koll og losnuðu. Á bænum Kársstöðum í Helga- fellssveit, eyðilagðist vélageymsla, gamalt íbúðarhús og sumarbússtað- ur. Þar urðu einnig þrír bílar fyrir skemmdum. Rangárvallahreppur: Allmikið tjón á flestum bæjum ALLMIKIÐ tjón varð á flestum bæjum i Rangárvallahreppi í óveðrinu á sunnudag. Einkum varð tjón þegar plötur fuku af útihúsum og dæmi eru um að hús hafa splundrast í veðurofsanum. Á Hellu varð nokkuð tjón þegar þakplötu fuku á bæði hús og bíla. Að sögn Guðmundar Inga Guð- laugssonar, sveitarstjóra Rangár- vallahrepps, varð tjón á allflestum bæjum í hreppnum og á sumum var það mjög mikið. Algengast var að plötur fykju af útihúsum og dæmi voru um að þau hreinlega splundruð- ust, að sögn Guðmundar. Guðmundur segir, að á flestum bæjum hafi orðið tjón á tækjum og bílum. Fjárhús hafi orðið illa úti í óveðrinu og tjón bænda sé mikið. Allir sem vettlingi hafi getað valdið hafi reynt að draga úr tjóninu, flug- Staðarsveit: Skemmdir á nokkrum bæjum Hlídarholti, Staðarsveit. Skemmdir urðu á nokkrum bæjum í Staðarsveit í óveðrinu á sunnu- dag. Á bænum Fossi í Staðarsveit fauk þak af hlöðu að hluta og nokkrar járnplötur fuku af íbúðarhúsinu. Á Furubrekku fóru nokkrar plötur af þaki heyhlöðu. í Görðum fauk jám af hlöðuþaki og íjárhúsum en þessi hús voru ekki í notkun. Á Lýsuhóli fóru nokkrar járnplötur af íbúðar- húsi. Á Bláfelli fór hluti af þaki gam- allar hlöðu. Á eyðibýlinu Slítanda- stöðum fauk gamall bílskúr í heilu lagi. Á Hólkoti fór þak af gömlum skúr þar sem gamall bátur var inni. Annarsstaðar í Staðarsveit er ekki vitað um teljandi skemmdir í þessu veðri sem mun þó vera það mesta sem menn minnast að komið hafi á síðari árum af suðvestri. Þ.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.