Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. PEBRÚAR 1991 3S Hvenær ætla bænd- ur að svara fyrir sig? eftir Grím Gíslason í Morgunblaðinu hinn 9. þ.m. er grein sem ber yfirskriftina Land- eyðingarstefnan. Er höfundur hennar Þorbergur Hjalti Jónsson, sagður skógfræðingur. Það er vonandi að Þorbergur þessi hafi eitthvað sér til frægðar unnið í ræktun skóglendis, er sanni menntun hans og hæfileika, svo hann megi teljast þess umkominn að fella þann einhliða dóm yfir land- búnaði Islendinga að honum fylgi landeyðingarstefna. Landbúnaður- inn sé baggi á þjóðfélaginu og komi verst við þá sem minnst mega sín. Hann sé á góðri leið með að gera landið okkar örfoka. Tilnefnir grein- arhöfundar margskonar tölur máli sínu til stuðnings, sem hann gefur sér og reiknar dæmi sín og fær niðurstöður eftir því. Ein er sú aðferð, sem Þorbergur notar og reyndar fleiri skoðana- bræður hans um landbúnaðinn, að þeir vitna gjaman hver í annars skrif, sem orðið hafa til af lítilli þekkingu á málefninu, en augljós- um tilgangi. Þorbergur segir í niðurlagi grein- ar sinnar: „Landbúnaðarstefnan rýrir kjör almennings í landinu og fyrir til- stilli þeirra búskaparhátta, sem hún viðheldur eyðist gróður og jarðveg- ur landsins. Fyrir þá fjármuni sem farið hafa í landbúnaðinn síðastlið- inn aldarfjórðung mætti rækta skóg milli fjalls og fjöru á landinu öllu.“ Og út frá þessum og þvílíkum forsendum spyr hann í lok greinar- innar: „Er ekki landbúnaðarstefnan landeyðingarstefna?" Ég skal fúslega játa að ég varð fokreiður við lestur þessarar greinar skógfræðingsins og hugsaði, sem oft áður, er ég hefi lesið skrif slíkra manna, er þjóðfélagið hefir kostað til langskólanáms, að þeir launi það misjafnlega. Væri trúlega hægt að finna tölur því til staðfestingar, sem ekki væru lakari til reikningsfærslu og málatilbúnaðar en skógfræðing- urinn notar. Lærdómur er góður og nauðsyn- legur en hann getur orðið að blekk- ingu ef reynslu vantar um grund- vallaratriði þau sem beita á þekk- ingunni við. Fylgi svo ofmat á eigin hæfileika, er ekki von á góðu. Sú fullyrðing Þorbergs Hjalta að gróður og landeyðing á íslandi sé ofbeit að kenna, einvörðungu, er ein út af fyrir sig fjarstæða. Mis- notkun lands er auðvitað skaðvald- ur í þessu efni. Engir vita það bet- ur en bændumir sjálfir, sem hafa það að lífsstarfi að rækta landið ogjifa af því. Væri hægt að benda Þorbergi á staðreyndir í þessu efni, sem er enginn hugarburður. Afköst bændastéttarinnar eru stórkostleg í ræktun landsins á þeim áratugum er liðnir eru síðan hún fékk tækni- búnað nútímans í þjónustu sína. Offramleiðsla búvara er afleiðing mikillar ræktunar nytjagróðurs og byggist á henni en ekki á aukinni notkun óræktaðra beitilanda. Þetta mundi Þorbergur vita ef hann hefði svolítið meira á bak .við sig en skóla- lærdóminn. En svo virðist ekki vera. Skógfræðingurinn virðist ekki þekkja lögmál veðurfars á gróður- inn, a.m.k. nefnir hann það ekki. Leikmenn sem líta fram fyrir tærn- ar á sér kunna á því skil og vita að gróður þrífst ekki nema í tak- markaðri hæð yfir sjávarmál. Eða heldur lærdómsmaðurinn að hin nöktu fjöll á útkjálkum landsins séu það fyrir ofbeit? Hugsar hann held- ur ekki út í þá gróðureyðingu sem orðið hefir af eldgosum og hraun- flóðum í tímans rás og sögur herma? Eða heldur hann að gróður- leysi hæstu öræfa landsins sé fyrir ágang búfjár? Þeir sem farið hafa í fjárleitir um áratugaskeið inn í miðhálendi íslands, eins og margir bændur, vita að svo er ekki. Þeir menn þekkja öræfastormana betur en innisetumenn, jafnvel þó þeir séu lærðir. Þeir þekkja öræfastormana sem engu hlífa, hvorki gróðri eða jarðvegi. Það eru fyrst og fremst öræfastormamir sem svíða landið og gera það gróðurvana á stórum Kr. 995,- Svart ráskinn VELFUSUND11 21212 ■ KENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. FELAGSLIF I.O.O.F. Rb. 4= 140528 - 8'h 0 □ FJÖLNIR 599105027 = 7 □ EDDA 5991527 - 1 FRe. O SINDRI 5991527 - Fr. □ HELGAFELL 5991257 VI 2 SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvika Kristniboðssamkomur verða öll kvöld vikunnar í húsi KFLIM og K, Hverfisgötu 15, Hafnarfirði, og hefjast kl. 20.30. ^7 AD-KFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Börn á sjúkrahúsi. Fundur í umsjá Margrétar Bald- ursdóttur og Rósu Einarsdóttur. Hugleiöing; Halldóra L. Ásgeirs- dóttir. Gestur á fundinum verður Benita Johannson frá Finnlandi, en hún starfar nú fyrir heims- samband KFUK. Grímur Gíslasou „Skógrækt og búfjár- hald getur mætavel far- ið saman en krefst skipulags, þekkingar og þrautseigju ræktun- armanna.“ svæðum. Búpeningur bænda á þar smávægilega sök. Og Þorbergur finnur landbúnað- inum fleira til foráttu en gróðureyð- inguna og að hann sé baggi á sak- lausum almenningi. Eru það þó ærnar sakir, ef rétt væri. Hann snýr sér að bændastéttinni og hefir þetta að segja um samtök bænda í afurðasölu og verslunarmálum og á þásennilega við samvinnufélögin: „Þetta verslunarfyrirkomulalg er keimlíkt, ef ekki samskonar og tíðkaðist á íslandi á árunum 1602 til 1787 og kallaðist þá einokunar- verslun Dana. Verslunareinokun Dana er talin aðalástæða fyrir fá-. tækt og niðurlægingu þjóðarinnar á 17. og 18. öld. Ætli þessir verslun- arhættir séu betri á 20. öld?“ Já, ljótt er ef satt væri hjá skóg- fræðingnum, en ég held hann ætti að læra svolítið meira og kynna sér sögu þjóðar okkar svoiítið betur, áður en hann fer aftur fram á rit- völlinn til þess að kynna speki sína viðkomandi landbúnaðarmálum. Allavega má hann spara sér að reikna út hvað kosti að rækta skóg á öllu íslandi því það er, því miður, ekki hægt. Ég vil, að lokum, ráðleggja Þor- bergi Hjalta að halda sig við lær- dómssvið sitt, skógræktina. Þar er ærið verk að vinna og auðvelt á kjörsvæðum skógræktar í landinu. Skógrækt og búfjárhald getur mætavel farið saman en krefst skipulags, þekkingar og þrautseigju ræktunarmanna. Þeim málum vildi ég leggja lið með skógfræðingnum Þorbergi Hjalta Jónssyni. En hvenær ætla bændur og for- svarsmenn þeirra að svara fyrir sig þegar svo er að þeim vegið, sem í þessari umræddu blaðagrein? Varla trúi ég öðru en það séu fleiri en ég sem harma slík blaðaskrif, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eða eru þeim jafnvel reiðir. Minna má á að „þögn er sama og sam- þykki“. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Honda Accord Sedan 2,0 EX ’91 wammmmmmmBmmmBBm Verðfró 1.360 þúsund. GREIDSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA 0 VATNAGOR0UM 24 RVIK., SIMI 689900 V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Húðin verndar þig. Vemdar þú húðina? pH5-Eucerín tí/ verndar húðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.