Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991
35
,Greinargerð um eignabreytingar"
i fyrstu síðu framtals í lið 4. Þegar
íifreiðin er færð til eignar á fram-
;al er kaupverðið lækkað um fjár-
:æð styrksins og þannig ákvarðað
stofnverð fært á framtal í lið 10.5
í bls. 4.
Yfirteknar skuldir við
íbúðarkaup
Valgerður Davíðsdóttir spyr:
1. Þegar afborgun af nafnverði yfir-
;ekins láns, sem er breytileg, er
æiknuð, hvaða vísitölu notar mað-
jr?
3var: Kvittanir fyrir afborgun láns-
ns bera með sér hvaða tegund vísi-
;ölu er um að ræða. Þegar um er
ið ræða yfirtöku verðti-yggðs láns
nyndar lánið, með áföllnum verð-
oótum miðað við þann dag sem
ý'firtakan fer fram, nýjan höfuðstól
hjá þeim sem við láninu tekur.
Grunnvísitalan er þá vísitalan eins
Dg hún er á þeim tíma þegar yfirtak-
an fer fram.
2. Hvaða upphæð er notuð þegar
ífallnir vextir eru reiknaðir á yfirte-
knu láni?
Svar: Ef reikna á áfallna vexti af
yfirteknu láni er miðað við höfustól-
inn eins og hann er skilgreindur
hér að framan og áfallnir vextir
reiknast frá yfirtökudegi til ársloka.
3. Hvar eiga að koma fram endur-
gr^iddir vextir vegna yfirtekinna
lána frá seljanda, við afsal? Ef lán-
in eru fleiri en eitt, þarf þá að sund-
urliða endurgreiddu vextina eða
má hafa eina samtals upphæð?
Svar: Sá sem yfirtekur lánið á rétt
á þeim vaxtagjöldum sem reiknast
eftir að yfirtakan fer fram og ein-
ungis þeir vextir eiga að færast á
greinargerð um vaxtagjöld. Ef um
endurgreidda vexti frá seljanda er
að ræða hlýtur það að vera vegna
vaxta sem féllu til fyrir yfirtöku
og eiga því ekki að hafa áhrif á
framtalin vaxtagjöld hjá þeim sem
yfirtekur lánið.
4. Má telja til vaxtagjalda, þinglýs-
ingakostnað og lántökugjald af láni
frá Byggingasjóði ríkisins, sem tek-
ið var í desember 1989 og hefur
ekki komið fram á vaxtablaði fyrr
en nú?
Svar: Lántökukostnað sem gjald-
féll á árinu 1989 er ekki heimilt
að færa sem vaxtagjöld á framtal
1991.
Hlutabréfakaup unglinga
Arnór Ragnarsson spyr:
Dóttir mín keypti hlutabréf fyrir
peningana sem hún fékk í ferming-
argjöf. Hún greiðir síðan 6% skatt
af því sem hún vann sér inn í sum-
ar. Fær hún þennan skatt endur-
greiddan vegna hlutabréfakau-
panna?
Svar: Frádráttur vegna hlutafjár-
kaupa er ekki heimilaður á barna-
framtali. Foreldrar hafa heldur ekki
heimild til frádráttar vegna hlutaf-
járkaupa barna yngri en 16 ára.
Launaskrifstofa ríkisins:
Flugximfer ðar stj órar
fengu ekki hækkun
umfram „þjóðarsátt“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Launaskrifstofu ríkisins:
í fyrirsögn að grein sem Halldór
Blöndal alþingismaður skrifaði í
Morgunblaðið 31. janúar er fullyrt
að flugumferðarstjórar hafi fengið
launahækkun umfram þjóðarsátt.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins er
þessari fullyrðingu hér með vísað á
bug, enda kemur það fram í grein-
inni sjálfri að laun flugumferðar-
stjóra hafa ekki hækkað umfram
það sem aðrir hafa fengið og lög
kveða á um.
Sá kjarasamningur sem gerður
var við Félag flugumferðarstjóra
13. júlí sl. var í engu frábrugðinn
þeim kjarasamningum sem gerðir
hafa verið við aðra hópa eða félög
undir formerkinu „þjóðarsátt“.
Það samkomulag sem gert var
við flugumferðarstjóra á sama tíma
byggði hins vegar á eldri ákvörðun
framkvæmdavaldsins, þ.e. setningu
reglugerðar nr. 240/1989, sem fól
það i sér að starfslok flugumferðar-
stjóra skyldu verða 7-10 árum fyrr
en verið hafði. Við breytingu reglu-
gerðarinnar voru öryggissjónarmið
höfð að leiðarljósi fyrst og fremst.
Flugumferðarstjórar brugðust
við þessari reglugerðarbreytingu
með því að knýja fram bókun með
kjarasamningi sínum frá 1989 þess
efnis að „vegna breytinga á starfs-
lokaskilyrðum flugumferðarstjóra,
sbr. reglugerð nr. 329/1986, sbr.
nr. 240/1989, um skírteini útgefin
af flugmálastjórn, eru aðilar sam-
mála um að endurskoða þau atriði
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
kjarasamningsins, sem þær hafa
áhrif á. Niðurstaða endúrskoðunar-
innar liggi fyrir við lok samnings-
tíma“.
Samkvæmt þessari bókun var
skipuð nefnd sem lauk störfum 23.
mars 1990. Það samkomulag sem
síðar var gert var í meginatriðum
byggt á niðurstöðum nefndarálits-
ins.
Nú kann það að vera álitamál
hveiju sinni hvort, og þá með hvaða
hætti tekið er á því þegar löggjaf-
inn eða framkvæmdavaldið breyta
starfsskilyrðum stétta eða hópa.
Þeir sem semja um kaup og kjör
af hálfu ríkisins sakna þess líka
einatt að slíkar breytingar eiga sér
stað án þess að fram komi að hugs-
að hafi verið fyrir aðstæðum þess
fólks sem fýrir verður og er þar
skemmst að minnast laga nr.
87/1989 um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga.
Þrátt fyrir vandkvæði af því tagi
hefur það samkomulag sem hér um
ræðir verið framkvæmt af Launa-
skrifstofu ríkisins þannig að ekki
brýtur í bága við nýstaðfest bráða-
birgðalög.
Kr. 1.995,-
Herrastærðir
21212
, \
r f
1
— •-
Ll ill'JlQ
Við bjóðum þig velkomin í 6, 7 eöa 8 daga hvíldar- og hressingardvöl í júní
og júlí. Þar veröa kynntar leiöir til að bæta heilsuna, öölast meiri lífsorku
og fyrirbyggja sjúkdóma.
Við bjóðum uppá:
¥ Makrobiotískt fæði (fullt fæði)
¥ Líkamsæfingar, yoga
¥ Hugkyrrð, slökun
¥ Fræðslu og uppskriftir úr Makrobiotik
¥ Sundlaug, nuddpott
¥ Rúmgóð 2ja manna herbergi
¥ (möguleiki á eins manns)
¥ Bátsferð um eyjarnar
¥ Gönguferðir
¥ Erlendan matreiðslumeistara
¥ Nudd
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug
Hannesdóttir í síma 35060 milli
kl. 9-10 alla virka daga.
Kær kveðja,
Sigrún Olsen
Þórir Barðdal
VIRÐISAUKASKATTUR
Gjalddagi
virðisaukaskatts er
5. febrúar
Athygli skal vakin á því að
uppgjörstímabil virðisauka-
skatts með gjalddaga 5. febrú-
ar var frá 16. nóvember til
31. desember.
Skýrslum til greiðslu, þ.e.
þegar útskattur er hærri en
innskattur, og núllskýrslum
má skila til banka, sparisjóða
eða pósthúsa. Einnig má
gera skil hjá innheimtumönn-
um ríkissjóðs en þeir eru
toilstjórinn í Reykjavík,
bæjarfógetar og sýslumenn
úti á landi og lögreglustjór-
inn á Keflavíkurflugvelli.
Bent skal á að bankar, spari-
sjóðir og pósthús taka aðeins
við skýrslum sem eru fyrir-
fram áritaðar af skattyfir-
völdum. Ef aðili áritar skýrsl-
una sjálfur eða breytir áritun
verður að gera skil hjá inn-
heimtumanni ríkissjóðs.
Inneignarskýrslum, þ.e.
þegar innskattur er hærri en
útskattur, skal skilað til við-
komandi skattstjóra.
Til að komast hjá álagi þarf
greiðsla að hafa borist á
gjalddaga. Athygli skal vakin
á því að ekki er nægilegt að
póstleggja greiðslu á gjald-
daga.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI