Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 41

Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 41 SAKAMÁL Sleppur Christian Brando við lífstíðardóm? að styttist í lokasprett réttar- haldanna yfir Christian Brando sem skaut Dag Drollet, ástmann systur sinnar Cheyanne, til bana á heimili Brando-fjölskyl- dunnar á dögunum. Er eftirvænt- ingin slík fyrir vestan haf að fleygt er að engin Hollywoodkvikmynd hafi vakið annað eins umtal. Réttar- höldunum verður fram haldið 26. febrúar og er mikill viðbúnaður. Christian hefur nú viðurkennt verknaðinn en gengst ekki við morði að yfirlögðu ráði heldur manndrápi af gáleysi og ólöglegum vopna- burði. Hann gæti hlotið 8 til 16 ára dóm í hæsta lagi. Saksóknarinn vill skella á Christian alvarlegustu útgáfu af morðákæru, fyrstu gráðu, en á erfitt um vik þar sem vitnis- burðurinn er tætingslegur, stað- hæfingar standa gegn staðhæfing- um og ekki næst í mikilvægasta vitnið, Cheyanne sjálfa, sem hefur lengst af dvalið á geðdeild á Tahiti síðan voðaverknaðurinn var fram- inn, en er nú komin til Frakklands í meðferð. Hún hefur átt við geðræn vandamál að stríða síðan Drollet var skotinn til bana og hefur að minnsta kosti tvívegis reynt að svipta sig lífi. Litlu skiptir þótt barn þeirra, Tuki, hafi fæðst fáum vikum eftir atburðinn. Er hún flutti sig um set í fylgd Taritu móður sinnar og vini að nafni Albert, forðaðist hún að lenda á bandarískri grundu og lagði á sig mun lengra og strang- ara ferðalag til þess. Samkvæmt framanskráðu reikn- ar enginn með því að Christian hljóti lífstíðardóm og þá er spurningin hversu mjög veijendur hins unga Brando geta mildað dómarann og kviðdóminn. Faðir Christians, Marl- on Brando, hefur í hyggju að kveðja til ýmsa vini og kunningja og láta þá lýsa mannkostum sonar síns í vitnastúkunni. Meðal þeirra verður leikarinn Jack Nicholson. Þá er vit- að að Drollet-fjölskyldan ætlar að láta sjá sig og til sín taka. Faðir Dags hefur í bígerð að sanna að Tuki sé ekki barn Dags. Þá hefur faðirinn unnið að því hörðum hönd- um eftir krókaleiðum að fá Chey- anne til að snúa heim og bera vitni, hann sé sannfærður um að hér hafí verið um morð að ræða en ekki manndráp af gáleysi og Chey- anne viti allt um gang mála. Hann byggir það á því að fyrstu tilsvör Cheyanne við lögreglu eftir atburð- Christian Brando t.v. ásamt verj- anda sínum. inn voru að Christian hefði myrt ástmann sinn með köldu blóði. Síð- an hvarf Cheyanne úr landi, en lög- reglan telur nú að umræddur vitnis- burður sé ekki öruggur þar sem Cheyanne hafi verið frá sér af ang- ist. COSPER - Viltu ekki kenna mér að synda? ŒJ -ekkibaraheppni 5. leikvika - 2. feb. 1991 Röðin : 111-222-1X1-1X1 HVER VANN ? 3.022.432- kr. 12 réttir: 2 raðir komu fram og fær hver: 1.025.459 - kr. 11 réttir: 26 raðir komu fram og fær hver : 18.682 - kr. 10 réttir: 224 raöir komu fram og fær hver: 2.168 - kr. Liverpool - Everton á laugardag hjá RÚV. VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0000 8391 4507 4500 0005 3774 4543 3700 0000 2678 4929 541 675 316 4548 9000 0021 2540 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND DAGSKRÁ Helsinkidagar í Reykjavík 4. -9. febrúar 1991 í tengslum við sýninguna „Helsinki-Mannlíf og saga" að Kjarvalsstöðum 5.-24. febrúar. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR: Kl. 17.00 Formleg opnun sýningarinnar Helsinki - Mannlíf og saga- að Kjarvalsstöðum ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR: KI. 11.00 - 18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 - 14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR: Kl. 11.00 -18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur Kl. 20.00 Tónleikar í Háskólabíói Jazzhljómsveitin UMO Big Band FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR: Kl. 11.00 -18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur ' Kl. 20.00 KI. 20.00 Kl. 21.15 Kl. 22.00 HELSINKIDAGAR Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum Tríó Saludo leikur Finnskur matur Eero Manninen, klippilistamaður Tískusýning Handbolti í Seljaskóla: Helsinki - Víkingur ÍR - KR Tónleikar í Púlsinum: Jazzhljómsveitin UMO Big Band FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR: Kl. 11.00 -18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur Kl. 20.00 HELSINKI DAGAR Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum Tríó Saludo leikur Finnskur matur Eero Manninen, klippilistamaður Tískusýning Kl. 20.00 Tónleikar í FIH salnum: Jazzhljómsveitin UMO Big Band Kl. 20.00 Handbolti í Seljaskóla: Helsinki - KR Kl. 21.15 ÍR - Víkingur Kl. 22.00 Tónleikar á Púlsinum: Tríó Saludo ll.AUGARDAGUR 9. FEBRÚAR: Kl. 09.45 Handbolti í Seljaskóla: KR - Víkingur Kl. 11.00 Helsinki - IR Kl. 11.00-18.00 Sýning að Kjarvalsstöðum Kl. 12.00 -14.30 Helsinki dagar á Hótel Loftleiðum Finnskur matur Kl. 17.30 -18.00 Tríó Saludo leikur að Kjarvalsstöðum Kl. 20.00 HELSINKI DAGAR Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum Tríó Saludo leikur Finnskur matur Eero Manninen, klippilistamaður Tískusýning HELSINKISÝNING AÐ KJARVALSSTÖÐUM. Sýningin „Helsinki - mannlíf og saga" að Kjarvalsstöðum stendur frá 5.-24. febrúar. OPIÐ FRÁ KL. 11.00 - 18.00 ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.