Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 43
MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 3991.
43
bMhöii
SÍMI 78900 - ÁLFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI C
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ KR. 300,-
Á ALLAR MYNDIR NEMA:
ROCKYV
ROCKYV
AMERISKA
FLUGFÉLAGIÐ
MEL ROBtRT
GIBSON DOWNEY, JR.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Sjá einnig bíóauglýsingar i DV, Timinum og Þ jóðvil jnnum.
HÚN ER KOMIN HÉR IJOPPMYNDIN ROCKY V
EN HÚN ER LEIKSTÝRÐ AF JOHN G. AVILDSEN
EN ÞAÐ VAR HANN SEM KOM ÞESSU ÖLLU AE
STAÐ MEÐ ROCKY I.
ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ SYLVESTER STALLONE SÉ
HÉR f GÓÐU FORMI EINS OG SVO OFT ÁÐUR.
NÚ ÞEGAR HEFUR ROCKY V HALAÐ INN 40
MILLJ. DOLLARA í U.S.A. OG VÍÐA UM EVRÓPU
ER STALLONE AB GERA ÞAÐ GOTT EINA FERÐ
INA ENN.
TOPPMYNDIN ROCKY V
MEÐ STALLONE
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Talia Shire, Burt
Young, Richard Gant.
Framleiðandi: Irwin Winkler. Tónlist: Bill Conti.
Leikstjóri: John G. Avildsen.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð innan 14 ára.
STÓRKOSTLEG
STÚLKA
Sýnd 5,.
7.05 og 9.10
ÞRÍRMENN
Sýnd kl. 7,9og11.
SAGAÍ\I
EMDALAUSA2
Sýnd kl. 5.
Leiðrétting
í viðtali við Stefán Bald-
ursson í Morgunblaðinu sl.
laugardag, hafa orðið þau
mistök, að slegið hefur sam-
an tveimur setningum, þann-
ig að merkingin er óskiljan-
leg. Verið er að fjalla um
sjálfsgagnrýni innan leik-
hússins og í greininni stend-
ur: „Fólk þarf að hafa náð
góðu sambandi hvert við
annað til þess að vera fært
um að taka við gagnrýni.
Og margir leikarar eru
skemmdir af óvinveittri og
þekkingarsnauðri gagnrýni á
uppbyggilegan hátt.“(!) Hér
hefur í úrvinnslu blaðsins
slegið saman eftirfarandi
tveimur setningum, sem eiga
að hljóða þannig: „Og marg-
ir leikarar eru skemmdir af
óvinveittri og þekkingars-
nauðri umfjöllun. Það þarf
ótrúlega innsýn, væntum-
þykju og traust til þess að
gagnrýna á uppbyggilegan
hátt.“
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
MIÐAVERÐ í ALLA SALI KR. 300.
POPP OG KÓK Á TILBOÐSVERÐI
(^■LMMtnn^UNIVERSAl STUDIOS HÖÍlYW00D^^»'^>w; )
„ ★ ★ ★ - Hörkugóð vísindahrollvekja,
spennandi og skemmtileg með hverju
hasaratriðinu á fætur öðru. Vel leikin í
þokkabót. - AI MBL."
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.-Bönnuð innan 16 ára.
ÞRIÐJU DAGSTILBOD
CS3
19000
MIÐAVERÐ KR. 200 A ALLAR MYNDIR NEMA RYÐ
LOGGAN OG
DVERGURINN
Það er Anthony Michael
Hall sem gerði það gott í
myndum eins og „Break-
fast Club" og „Sixteen
Candles" sem hér er
kominn í nýrri
grínmynd sem fær þig til
að veltast um af hlátri.
„Upworld" f jallar um
Casey sem er lögga og
Gnorm sem er dvergur;
saman eru þeir langi og
stutti armur laganna.
„Upworld" er framleidd
af Robert W. Cort sem
gert hef ur myndir eins
og „Three men and a
little baby."
Aðalhlutv.: Anthony Mic-
hael Hall, Jerry Orbach
Claudia Christian.
Leikstjóri: Stan Winston.
Sýnd kl. 5,7,9og11.
SKÓLABYLGJAN
Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og
11.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 9.
| Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. -
Bönnuð innan 12 ára.
AFTÖKUHEIMILD
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. -
Bönnuð innan 16 ára.
ÚRÖSKUNNI
ÍELDINN
Sýnd kl.9og11.
ÆVINTÝRIHEIDU
Sýnd kl. 5 og 7.
SKÚRKAR
1 __ ___________
Frábær frönsk mynd.
Sýnd kl. 5,7,9
og11.
Hollustuvernd ríkisins:
Þorraréttir eru viðkvæmir
HOLLUSTUVERND
ríkisins hefur sent frá sér
eftirfarandi leiðbeining-
ar:
Nú þegar þorrinn er haf-
inn er þorramatur á borðum
margra landsmanna, bæði í
heimahúsum og á stærri
samkomum, eða þorrablót-
um. Þar sem framleiðsla og
framreiðsla á þorramat er
með nokkuð öðrum hætti
en tíðkast með daglega rétti
telur stofnunin þarft að
benda á vissa þætti, sem
geta komið í veg fyrir ranga
meðferð hans. Margir réttir
á þorrablótsmatseðlinum
teljast til viðkvæmra mat-
væla og verður því að fara
með þá samkvæmt því.
Grundvallaratriðin við með-
ferð á þorramat byggjast á
hreinlæti, kæligeymslu, hit-
un þeirra rétta þar sem það
á við og stuttum aðdrag-
anda að undirbúningi þorra-
matarins.
Ráðleggingar um með-
ferð þorramatar og við-
kvæmra matvæla almennt:
Hreinlæti
• Gætið ítrasta persónu-
legs hreinlætis við tilbúning
og framreiðslu, svo sem að
þvo hendur með sápu.
• Notið hreina hnífa og
skurðbretti við matseldina.
• Þvoið áhöld og skurð-
bretti oft með sápu og sko-
lið með heitu rennandi
vatni.
• Notið pappír í stað eld-
húsklúta og svampa.
Hitun matvæla
• Sjóðið kjöt, sérstaklega
léttsaltað og úrbeinað, og
svið þannig að það gegnum-
hitni upp í 70°C eða hærra.
• Kjötrétti; sem á að
halda heitum, sé haldið við
60°C eða hærra. Soðið kjöt
eða rétti úr þeim má ekki
geyma lengi við stofuhita.
Varast skal að hrúga heitu
og volgu kjöti saman í ílát,
því þá kólnar það of hægt.
• Kartöflu- og rófustöpp-
ur eru viðkvæmar því í þær
er bætt mjólk, sykri og
kryddi sem bæta skilyrði
fyrir gerlagróður.
• Eigi að endurhita kjöt-
rétti, t.d. pottrétti, skulu
þeir hitaðir í 70°C eða
hærra.
Sýrð matvæli
• Sýrðan (súrsaðan) mat
er best að setja í mysubl-
öndu (mysa blönduð ediki)
og geyma í kæliskáp þar til
hann er borinn fram. Af-
ganga á að láta aftur í
mysublöndu og geyma ' í
kæliskáp.
• Mat, sem súrsaður er í
heimahúsum, þarf fyrst að
sjóða vel og kæla áður en
hann er sýrður. Súrsun fari
fram á köldum stað, helst
í kæliskáp.
• Súrmatur, sem fluttur
er á milli staða, á að vera
í mysublöndu og flutningur
á að taka sem stystan tíma.
Ósýrður þorramatur
• Sérstaka aðgæslu þarf
að hafa við meðferð á ósýrð-
um þorramat svo sem slátri
og sviðasultu, því þessi
matur hefur mun skemmra
geymsluþol en súrmatur.
Kæling matvæla
• Geymið soðið kjöt og
kjötrétti í kæli frá fram-
leiðslu, eða matreiðslu þar
til réttirnir eru bornir fram.
• Geymið allan súrmat í
kæli þar til hann er borinn
fram.
• Sýnið sérstaka aðgæslu
við geymslu á ósýrðum mat
svo sem sviðasultu og gey-
mið sem mest í kæli.
• Geymið alla afganga í
kæli.
Látið viðkvæm matvæli
ekki standa lengur en 4—5
klukkustundir við stofuhita.
Munið að geyma við-
kvæm matvæli í kæli þar
til þeirra er neytt og setja
afganga í kæli.
Með því að fylgja þessum
ráðleggingum ætti að vera
hægt að minnka líkur á, að
okkar þjóðlegi þorramatur
valdi matareitunum eða
matarsýkingum þetta árið.
Hafnarfjörður:
Kristniboðssamkomur
ÞESSA dagana stendur yfir kristniboðsvika í húsi KFUM
og KFUK við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Almennar sam-
komur eru á hverju kvöldi og hefjast þær kl. 20.30. Flutt-
ir er þættir í máli og myndum um kristniboðsstarfið svo
og hugvekja. Einnig er mikið sungið.
í kvöld, þriðjudag, sýnir og sr. Olafur Jóhannsson.
Tvenn hjón eru nú á vegum
kristniboðssamtakanna í
Afríku, önnur í Vestur-Kenýa
og hin f Suður-Eþíópíu. Þá er
íslensk kennslukona að störf-
um í norska barnaskólanum í
Nairóbí í Kenýu.
Benedikt Arnkelsson myndi
frá Eþíópíu og Kenýu en
Gunnar J. Gunnarsson flytur
ræðu. Þrjár systur úr'
Reykjavík syngja. Meðal
ræðumanna kristniboðsvi-
kunnar eru sr. Gísli Jónasson,
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson