Morgunblaðið - 05.02.1991, Side 47

Morgunblaðið - 05.02.1991, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ l’RIÐJUDAÖUR'fe. LíIBRÚAR:W91 4T Björgunarmenn negla þakplötur á hús í nágrenni Hveragerðis. Fjárhús og hlaða á Syðri-Hömrum splundruðust í kurl. Gísli bóndi á Syðri-Hömrum smalar fé sínu eftir að fjárhúsið fauk. Tugmilljóna tjón í Vestmannaeyjum: Elstu menn muna ekki eftir öðrum eins veðurham A Stórhöf ða mældist mesti vindhraði frá upphafi mælinga. TUGMILLJÓNA tjón varð í Eyjum í á sunnudag er óveðrið gekk þar yfir. Veðurhæðin á Stórhöfða var sú mesta sem mælst hefur frá upp- hafi mælinga en 10 mínútna meðalvindur var 110 hnútar og sló upp j, 125 hnúta í hviðunum. Tvílyft timburhús stórskemmdist er gafl þess gekk út, þök sviftust af húsum, rúður brotnuðu, jarðvegur feyktist upp og miklar skemindir urðu á flugvellinum. Elstu menn segjast ekki muna veður neitt þessu líkt og sögðu viðmælendur Morgunblaðsins að bærinn væri hrikalegur a að lita Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, sagði að erfitt væri að segja til um hversu mikið tjón hefði orðið, en þó væri ljóst að það næmi tugum millj- óna króna. Talið væri að á 13 stöðum hafi orðið stórtjón, sem næmi hundr- uðum þúsunda eða milljónum króna. Mest hefði tjónið orðið á Vestmanna- eyjaflugvelli þar sem fiugbrautin, flugstöð og flugskýli skemmdust mikið. Einbýlishús í Goðahrauni sé stórskemmt eða jafnvel ónýtt og þök hafi að stórum hluta fokið af nokkr- um byggingum. Þá sé fjöldi bygginga stóskemmdar þar sem þakklæðning- ar sviftust af og rúður brotnuðu. „Stór hluti þaka á Þurrkhúsi Stakks, Saltsölunni og Heildverslun Karis Kristmanns fuku af. Þak- klæðningar sviftust alveg af tveimur einbýlishúsum og þakklæðning og burðarvirki löskuðust á Netagerð Ingólfs. Af minni tjónum má nefna að flest umferðarmerki í bænum lögðust niður, flaggstangir brotnuðu, girðingar gáfu sig og mikið af bílum varð fyrir skemmdum,“ sagði Guð- jón. Hann sagði að miklar gróður- skemmdir hefðu orðið í eyjunum og væri stór hluti gróðure á uppgrædd- um svæðum í hlíðum Eldfells horf- inn. Þá hafi hann heyrt að heil lunda- byggð í Stórhöfða hefði horfið. Sjór- inn hafi verið ægilegur á að líta og hafi sjórinn gengið yfir vesturbyggð- ina, enda hafi dauðar fiskar fundist í fjörum í gærmorgun. Engar skemmdir urðu á bátum í höfninni en gámar og fiskikör fuku um allar bryggjur og lágu fiskikörin eins og hráviði um allar hlíðar við Friðarhöfn er veðrinui slotaði. 7 tonna vöruflutningavagn frá Heqólfi hf. fauk á hliðina og skemmdist tals- vert. < ír ahlaupið. Grjótíð buldi á húsinu Ingibergur Einarsson, starfsmað- ur á flugvellinum, sagði að skemmd- irnar á flugvallarsvæðinu væru mikl- ar. „Allar rúður í flugstöðinni, 50 talsins, eru brotnar og er búið að byrgja hér fyrir alla glugga. Veðrið var alveg hrikalegt. Það var engan veginn stætt úti og gq'ótið buldi á húsinu. Nær öll brautarljós brotnuðu og nokkur hundruð fermetrar af klæðningu flettust af flugbrautinni. Þak rifnaði af flugskýli og er skýlið'"r nánast ónýtt en flugvél sem var þar inni slapp óskemmd,“ sagði Ingiberg- ur. Hann sagði að í flugstöðinni væri allt á tjá og tundri og húsið væri hreinlega eins og eftir árás enda hefðu gárungamir í Eyjum ver- ið fljótir að gefa henni nafn eftir að búið var að negla fyrir alla glugga og kölluðu hana nú Bagdad. Lögregla og hjálpareveitir í Eyjum fengu 100 beiðnir um aðstoð. Um 150 manns, hjálparsveitarmenn, iðn- aðarmenn og aðrir sjálfboðaliða^. unnu við björgunaretörf í Eyjum. Agnar Angantýsson, yfirlögreglu- þjónn sagði að þótt lögreglan hefði haft í nógu að snúast hefði gengið vel að veita aðstoð. Hann sagði að engin alvarleg slys hefðu orðið á fólki í veðurofsanum en tveir hjálpar- sveitarmenn hefðu þó slasast minni- háttar er þeir voru 'við björgunar- störf og ein kona hefði skorist og hlotið beinbrot, annars væri það mesta mildi að enginn skyldi hafa slasast alvarlega í þessum látum. Vereta veðrið gekk niður í Eyjum seinnipart sunnudagsins en þó var áfram hvasst. í gærmorgun voru 12 vindstig á Stórhöfða og sló vindur þá upp í 90 hnúta þar og upp í 110 hnúta á vindmælinum á Vestmann^^x eyjaflugvelli. Eins og spreng- ing yrði í húsinu - segir Kristín Kjartansdóttir, en gaflamir á húsi hennar gengu til Vestimannaeyjum. KKISTÍN Kjartansdóttir var í húsi sínu að Goðahrauni 24, er óveðrið stórskemmdi það, en húsið er tveggja hæða timburhús með háu ris&^ Sþrakk norðurgafl hússins út og suðurgaflinn gekk inn. Kristín treysti sér ekki út úr húsi og varð hún að bíða björgunarmanna, en hún hafði á tilfinningunni að húsið væri að hrynia yfir sig. Kristín sagði að um klukkan hálf tíu hefði orðið líkt og sprenging í húsinu, og þá hefði hún hringt í móður sína, sem ætlaði að hafa sam- band við lögregluna eða hjálparsveit- ina til að fá þá til aðstoðar. „Skömmu seinna skall mikil hviða á húsinu, og það hrikti og marraði í öllu. Ég fór þá fram og til að at- huga hvort ekki væri allt í iagi, en sá þá að norðurgafl hússins hafði gengið út og við það hreinlega sturl- aðist ég úr hræðslu. Ég þorði ekki út því veðrið var svo ofsafengið og ég sá fram á að fjúka bara eitthvað út í loftið ef ég færi úr húsinu. Ég hringdi því aftur á lögregluna, og komu þeir þá og náðu í mig og fóru með mig heim til mömmu.“ Oskar Þórarinsson, fósturfaðir Kristínar, sagðist hafa farið strax til að fylgjast með og reyna að að- stoða við björgunaretörfin við húsið. „Norðurgaflinn hífður að með spili á bíl hjálparsveitarinanr, en þegar búið var að því var állt sífað af eins og mögulegt var. Að því loknu var farið í að rýma húsið og var hreins- að út úr því á tíu mínútum. Það var erfitt að athafna sig þarna því veð- rið var óskaplegt, og einu sinni tók- ust tveir hjálpareveitarmenn á loft og flugu láréttir í loftinu, en náðu að grípa í snúrustaur og héngu,^*. honum.“ Kristín sagði að þeir sem hefðu skoðað húsið í gær teldu að það væri ekki ónýtt, en það væri geysi- lega mikið skemmt og myndi kosta mikið að lagfæra það. „Það er hrika- leg reynsla að lenda í þessu en mað- ur er afskaplega þakklátur fyrir alla þá hjálp sem manni var veitt,“ sagé^” hún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.