Morgunblaðið - 17.02.1991, Síða 1
96 SIÐUR B/C
40. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Jokko páfa-
gaukur í frí
Nú hefur frægt sakamál, þar sem páfa-
gaukurinn Jokko hefur verið í sviðsljós-
inu, loks verið til lykta Ieitt í Noregi.
Páfagaukurinn var leiddur fyrir rétt,
ákærður fyrir að hafa valdið nágrðnn-
um sínum ónæði með gargi og ólátum.
Fjölskyldan hafði engan frið í garði
sínum á sumrin fyrir hávaðanum í
Jokko. Niðurstaða réttarins var sú að
eiganda páfagauksins var gert að fara
með hann í sumarfrí í fjórar vikur i
júní til að nágrannafjölskyldan yrði
örugglega ekki fyrir neinu ónæði af
fuglinum á þeim tíma. Þá á að fara i
burtu með hann aðra hverja helgi yfir
sumartímann og hann má aldrei vera
í þeim hluta garðsins sem snýr að húsi
nágranlianna.
Æsifrétta-
blöðin upp-
götva Saddam
Æsifréttablöðin í Bandarikjunum hafa
loks uppgötvað Saddam Husscin íraks-
forseta, „slátrarann frá Bagdad". Blöðin
hafa birt umfjallanir um einkalíf hans,
aðbúnaðinn í neðanjarðarbyrgi hans í
Bagdad og ýmis vopn sem fréttaritarar,
sem flytja fréttir frá aðalstöðvum banda-
ríska hersins í Pentagon, hafa „gleymt"
að segja frá. Ótalmargt hefur verið af-
hjúpað og allt er haft eftir „áreiðanleg-
um heimildarmönnum" eða vitnað í
greinar sem þegar hafa verið birtar í
Bretlandi eða annars staðar í Evrópu.
Tímaritið Star sagði frá því að Saddam
hefði fengið konu sína til að lita hárið
á sér ljóst svo hún líktist leikkonunni
Diane Kcaton eins og hún var í kvik-
myndunum um „Guðföðurinn11. Þá upp-
lýsti National Enquirer að uppáhalds-
sjónvarpsþáttur Saddams væri „Húsið á
sléttunni". Blaðið hafði einnig eftir fyrr-
verandi lífverði Saddams, sem nú er I
felum í Frakklandi, að Saddam sinnti
allt að þremur konum á hverri nóttu og
að hann hefði látið drepa eina þeirra
aðeins vegna þess að hún sagði frá
reynslu sinni. Blöðin hafa sagt frá áður
óþekktum Ieynivopnum. Árásarhöfrung-
ar í þjónustu bandaríska sjóhersins hafa
t.d. það hlutverk að finna tundurdufl og
drepa íraska kafara, að sögn National
Examiner. The Sun greindi þó frá hræði-
legasta vopninu. Það er tímasprengja
sem bandariskum og breskum pípulagn-
ingamönnum tókst að koma fyrir I sal-
ernisskál Saddams í neðanjarðarbyrginu
í þeim tilgangi að klófesta hann „með
buxurnar á hælunum".
A
Irakar ljá máls á heimkvaðningn hermanna frá Kúveit að uppfylltum skilyrðum:
Morgunblaðið/KGA
KANKVÍSIR KRAKKAR
Sovétmenn eru ekki úrkula
vonar um frekari tílslakanir
Moskvu, Riyadh, Sameinuðu þjóðunum, Tókíó. Rei
SOVÉSK stjórnvöld gáfu til kynna í
gær, laugardag, að þau byndu vonir við
að Irakar myndu Ijá máls á því að falla
frá skilyrðum sem þeir hafa sett fyrir
heimkvaðningu hermanna sinna frá Kú-
veit. Patrick Hine, æðsti yfirmaður
breska heraflans við Persaflóa, sagði að
tilboð Iraka um að kalla hersveitir sínar
í Kúveit heim kynni að vera „fyrsta til-
raun“ þeirra til að finna leið út úr
stríðinu fyrir botni Persaflóa.
Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sovéska ut-
anríkisráðuneytisins, lét svo ummælt að í
yfirlýsingu Byltingarráðs íraka frá því á
föstudag, þar.sem sett voru skilyrði fyrir
heimkvaðningu hersveitanna, kæmu fram
„nokkrir varfærnislega orðaðir fyrirvarar".
„Við verðum að bíða og láta á það reyna
hvort einhverjar frekari tilslakanir koma
fram,“ sagði Tsjúrkín á blaðamannafundi í
Moskvu. Hann bætti þó við að líklegt væri
að skilyrði íraka gerðu tilboð þeirra um
heimkvaðningu hersveitanna „marklaust".
Jevgeníj Prímakov, sérlegur sendimaður
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta í Persa-
flóadeilunni, hvatti bandamenn til að hafna
ekki aigjörlega tilboði Iraka. Hann kvaðst
binda miklar vonir við fyrirhugaða ferð
Tareqs Aziz, utanríkisráðherra íraks, til
Moskvu. í ráði er að Aziz ræði við Gorb-
atsjov og Alexander Bessmertnykh, utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, á morgun, mánu-
dag.
Stjórnvöld í íran fögnuðu tilboði Iraka
um að láta Kúveit af hendi og sögðu það
fyrsta skrefið í átt til friðar. Hashemi Rafs-
anjani, forseti írans, hyggst senda nefnd
háttsettra embættismanna til Bagdad á
næstu dögum til að færa íröskum ráðamönn-
um „ítarlegt svar“ við tilboðinu.
Patrick Hine sagði í Riyadh að tilboð ír-
aka kynni að vera „fyrsta tilraun" þeirra
til að binda enda á stríðið og kvaðst vona
að það leiddi til skilyrðislausrar heimkvaðn-
ingar íraskra hermanna frá Kúveit. „Sadd-
am Hussein vill halda velli og stjórna araba-
heiminum,“-sagði hann. „Svo kann að fara
að hann fallist á vopnahlé á allt öðrum for-
sendum."
Hine sagði einnig litlar líkur á því að
Saddam Hussein yrði steypt af stóli nema
hershöfðingjar úrvalssveita íraka, lýðveldis-
varðarins, kæmust að þeirri niðurstöðu að
sigurlíkur íraka væru engar. Stríðið héldi
áfram þar til írösk stjórnvöld ákvæðu að
kalla hersveitir sínar í Kúveit heim án skil-
yrða.
HALENDISVEGIR
MILLILANDSHLUTA
SJUKLIHCARA
svmmuM
Deilur um notkun
svefnlyjja á sjúkra- /y/
stofnunum Jj ~r
10
TRAUSTID
ER
ÞORRIÐ
FRA HAMMURABI
TIL HUSSEINS
■j-
m
C