Morgunblaðið - 17.02.1991, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐH) SUN7ÍUDAGUR' 37. FEBRÖAR l&W
ERLENT
INNLENT
Hálft ár
þarf til að
ljúka fjár-
mögnun
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra og forsvarsmenn Atlant-
sálsfyrirtækjanna ræddust við í
New York á miðvikudag. Jón
sagði að ætla mætti að það þyrfti
hálft ár eða rúmlega það til þess
að ljúka fjármögnunarþættinum í
álmálinu. Hins vegar er stefnt að
því að Ijúka samningagerðinni
sjálfri, með fyrirvara um fjár-
mögnun, innan þriggja mánaða.
Heimilt að
veiða 175
þúsund tonn af loðnu
Sjávarútvegsráðherra heimilaði
veiðar á 175 þúsund tonnum af
loðnu, eftir að fiskifræðingar
höfðu mælt sam-
tals 525 þúsund
tonn. Veiðamar
hófust á mið-
vikudag. Út-
flutningsverð-
mætið er allt að
1,8 milljarðar
króna en þá er
miðað við að um
150 þúsund tonn
af loðnunni verði brædd, 2 þúsund
tonn heilfryst og að 5 þúsund
tonn af hrognum fáist úr loðn-
unni. Mokveiði hefur verið á loð-
numiðunum undan Suðurlandi
síðan veiðar hófust.
Sendherra Sovétríkjanna
kallaður heim
Sendiherra Sovétnkjanna á ís-
landi, Igor N. Krasavín, var kall-
aður til Moskvu til skrafs og ráða-
gerða vegna samþykktar Alþingis
um að taka upp stjórnmálasam-
band við Litháen. Sovétmenn
sögðust ekki senda sendiherrann
tii Reykjavíkur fyrr en skýring
hafí borist frá íslenskum stjóm-
völdum. Viðbrögð Sovétmanna
hafa vakið talsverða athygli er-
lendis.
Afurðaverð lækki um 20%
Gert er ráð fyrir því að sauð-
fjárafurðir lækki um 20% á næstu
5-6 ámm, samkvæmt tillögum
sem ræddar hafa verið í sjö-
mannanefnd um hagræðingu í
sauðfjárrækt.
Bankaríharðnandi
samkeppni
Ríkissjóður er orðinn helsti
keppinautur bankakerfísins um
sparifé landsmanna. Útistandandi
spariskírteini og ríkisvíxlar voru
í árslok 1990 um 45,6 milljarðar
króna en innlán í bönkum og
sparisjóðum vom á sama tíma um
126 milljarðar króna. Hlutur ríkis-
ins er því um 36% af innlánum
meðan sama hlutfall var um 16%
árið 1985.
Eistlendingar vilja síjórn-
málasamband við Island
Edgar Savisaar, forsætisráð-
herra Eistlands, og Lennart Meri,
utanríkisráðherra Eistlands, eru
væntanlegir til íslands í vikunni.
Þeir ræða við íslensk stjórnvöld
um stjómmálasamskipti^ Eistlands
og íslands og þá tillögu íslendinga
að miðla málum milli Eystrasalts-
.rjkjanna og Sovétríkjanna.
Morgunblaðið/Rafn
ERLENT
Skýlið sem bandamenn vörp-
uðu sprengjum á.
Pjöldi borg-
ara fellur
í loftárás
á Bagdad
Hundmð manna biðu bana og
særðust er tvær sprengjur frá
bandarískum herþotum spmngu í
loftvamabyrgi í Bagdad á mið-
vikudag. Bandarísk stjórnvöld
sögðu að íraksher hefði notað
byrgið sem fjarskipta- og stjóm-
stöð og sökuðu Saddam Hussein
íraksforseta um að hafa látið
flytja þangað óbreytta borgara.
írakar vísuðu því á bug og sögðu
að engin hernaðarmannvirki væru
í grennd við byrgið. Þetta er
mannskæðasta loftárás banda-
manna á Irak til þessa. Mikil reiði
greip um sig í nokkmm araba-
löndum ' vegna loftárásarinnar.
Spánveijar og Italir hvöttu einnig
til þess að loftárásum á íraskar
borgir yrði hætt. Um miðjan dag
á fímmtudag sögðu írakar að 64
hefðu farist í árásinni á byrgið
en á fimmtudagskvöld hækkaði
sú tala í 288. Bandarískir embætt-
ismenn gáfu til kynna á fímmtu-
dag að manntjónið kynni að hafa
þau áhrif að skotmörk banda-
manna yrðu endurskoðuð. Marlin
Fitzwater, talsmaður Banda-
ríkjastjómar, sagði síðar að ekki
kæmi til greina að hvika frá þeirri
stefnu bandamanna að gera loft-
árásir á stjómstöðvar Irakshers.
Byltingarráðið íraska birti á föstu-
dag tilkynningu sem í fyrstu virt-
ist kveða á um að írakar væm
reiðubúnir til að kalla heim innrás-
arliðið frá Kúveit en síðar kom í
ljós að hugsanleg heimkvaðning
liiðsaflans var bundin sömu skil-
yrðum og áður.
Litháar vilja sjálfstæði
Samkvæmt opinberum niður-
stöðum úr atkvæðagreiðslu í Lit-
háen á laugardag vom 90,47%
kjósenda fylgjandi því að landið
yrði sjálfstætt lýðveldi með lýð-
ræðisstjórnskipulagi. Þing Lithá-
ens samþykkti á mánudag sam-
hljóða ályktun þar sem segir að
kosningin feli í sér „raunverulega
ákvörðun þjóðarinnar um að
stofna lýðræðislegt, borgarlegt
þjóðfélag" og hún sýni eindreginn
vilja til að veija og styrkja sjálf-
stæðið. Jafnframt er skorað á
önnur ríki heims að taka upp
stjórnmálasamband við Litháea
Fara líklega að dæmi
Islendinga
Mörg ríki em Iíkleg til að fara
að dæmi íslendinga og taka upp
stjórnmálasamband við Litháen
að teknu tilliti til viðbragða og
þeirra áhrifa sem ákvörðun ís-
lendinga hefur. Þetta er-mat hátt-
setts embættismanns í bandaríska
utanríkisráðuneytinu. Embættis-
ifiaðurinn, sem óskaði nafnleynd-
ar, taldi að Sovétmenn myndu
ekki slíta stjórnmálasambandi við
íslendinga heldur láta mótmæli
duga. Karen Karagesjan, að-
stoðarmaður Vítalíjs Ignaten-
kos, blaðafulltrúa Míkhaíls Gor-
batjovs Sovétforseta, sagði á
fímmtudag að í Moskvu hefðu
menn ekki hugleitt þann mögu-
leika að slíta stjórnmálasamband-
ið við íslendinga.
Fargjaldastríðið á Atlantshafsleiðinni harðnar:
American Airlines lækk-
ar fargjöld um 60%
Dallas. Reuter.
BANDARÍSKA flugfélagið American Airlines lækkaði fargjöld sín
innanlands í Bandaríkjunum og til útlanda um allt að 60% á föstu-
dag. Var fargjald fram og til baka á flugleiðinni milli Chicago
og Parísar t.a.m. lækkað úr 618 dollurum í 318 dollara, jafnvirði
17.200 ISK.
Nýju fargjöldin tóku gildi þegar
á föstudag og miðast við það að
farmiði sé keyptur fyrir 1. mars
þó ferðin hefjist síðar. Er ákvörðun
American liður í fargjaldastríði á
flugleiðinni yfír Norður-Atlants-
haf sem hófst sl. sunnudag er
breska flugfélagið British Airways
(BA) tilkynnti 33% lækkun far-
gjalda milli London og New York.
Bandarísku flugfélögin Pan Amer-
ica (Pan AM) og Trans World Air-
ways (TWA) ákváðu að lækka sín
fargjöld til jafns við BA en
bandarísk yfirvöld höfnuðu lækk-
unarbeiðni breska félagsins og er
því óvíst hvort til lækkunarinnar
þess eða annarra flugfélaga kem-
ur. Er talið að með þessu hafi
Bandaríkjastjóm verið að knýja á
bresk yfirvöld um að heimila
bandarískum flugfélögum aukin
afnot af Heathrow-flugvellinum í
London. 'Ákvörðunin kann að
koma sér mjög vel fyrir Pan Am
og TWA vegna gífurlegra fjár-
hagsörðugleika þeirra beggja.
Af hálfu TWA var þó tilkynnt
á föstudag að félagið væri í þann
mund að bjóða lækkuð fargjöld til
annarra áfangastaða í Evrópu en
London. American Airlines sagðist
ekki myndu lækka fargjöld til
Bretlands.
Pan Am hóf nýja söluherferð
innan Bandaríkjanna með því að
bjóða ferðir milli stranda landsins
og jafnvel alla leið til Evrópu fyrir
svo lítið sem 119 dollara, jafnvirði
6.400 ÍSK, hvora leið. Til þess að
geta notið þessa fargjalds verða
menn að hafa áður flogið með
félaginu og framvísa svuntu af
flugmiða úr slíkri flugferð.
ERLENT
Breskir menntamenn
og Persaflóastríðið
PERSAFLÓASTRÍÐIÐ hefur komið illa við margan. Sá hópur
manna, sem leiðir og mótar skoðanir um málefni Iiðandi stundar
og kalla má menntamenn, hefur skipst í afstöðu sinni. Sú skipt-
ing er öðruvísi en vegna Falklandseyjastyijaldarinnar og, að því
er virðist, Víetnamstríðsins.
IBfetlandi er að finna hópa, sem það, sem þáú telja andleg örlög
eru harðir andstæðingar i sín: „Ég er Guð; komdu andskota
stríðsins. Uppistaðan í þeim er
Baráttan fyrir kjamorkuafvopnun
(CND), sem hefur beitt sér gegn
stríðsátökum sl. þijátíu ár. En
það, sem er markvert nú, er að
þessi andstaða á sér minni hljóm-
grunn meðal menntamanna en
oftast áður.
Það er sjálfsagt að geta tveggja
staðreynda, sem
skipta máli f
þessu sambandi.
I fyrsta lagi hafa
báðir stóru
stjómmálaflokk-
arnir, Verka-
mannaflokkurinn og íhaldsflokk-
urinn, verið sammála um stefnuna
í Persaflóastríðinu fram til þessa,
þótt áherslur séu ekki alveg þær
sömu. í öðm lagi hefur John
Major, forsætisráðherra, allt ann-
an stíl en fyrirrennari hans, Marg-
aret Thatcher. Það er allt eins lík-
legt, að andstaða menntamanna
væri meiri en hún er, ef Thatcher
væri enn við stjómvölinn.
Andstöðunni gegn Persaflóa-
stríðinu virðist í megindráttum
mega skipta í þrennt. I fyrsta lagi
era eindregnir friðarsinnar, sem
trúa því að allur vígbúnaður og
vopnaátök séu siðlaus og þess
vegna sé alltaf rangt að veijast
ofbeldi. Þetta er nokkur hópur,
en ekki ber mikið á honum vegna
þess, að það er ákaflega erfítt að
taka hann aivarlega. Ef skoðun
hans væri rétt, hefðu öll átökin
gegn Hitler á sínum tíma verið
samfellt sigurverk siðleysisins.
Þessu trúir ekki nokkur maður<
með fullu viti, enda er skoðunin
siðiaus en ekki allt ofbeldi.
I öðru lagi eru þeir, sem hafa
fyrirlitningu á Bandaríkjunum og
öllum tiltektum þeirra. í þennan
hóp verður að flokka Tony Benn,
þingmann Verkamannaflokksins,
sem hefur beitt sér hart gegn
stefnu flokks síns. Sömuleiðis er
leikskáldið Harold Pinter í þessum
hópi. Hann sagði nýlega um stríð-
ið: „Bandaríkin eru að gera ein-
faldan hlut. Þau eru að staðfesta
þínum úr vegi mínum. Fnykurinn
flyst með okkur að eilífu."
í þriðja lagj era þeir, sem halda
því fram, að þetta stríð standi um
olíu og ekkert annað. Það sé því
ný mynd gamallar heimsvalda-
stefnu, sem er fyrir löngu siðiega
gjaldþrota. Sá, sem hefur haldið
þessu fram af mestum krafti, er
Paul Foot, blað-
amaður.
Stærstur hluti
þess hóps, sem
kallaðir era
menntamenn, er
þó fylgjandi
stríðinu, þótt sumir geri ágreining
um tímasetninguna og vilja, að
viðskiptabannið hefði fengið meiri
tíma. En meginástæðan fyrir því,
að þeir telja stríðið réttlátt eða
a.m.k. réttlætanlegt er sú, að þeir
sjá ekki aðra leið til að stöðva
Saddam Hussein. Þetta segja há-
skólamenn eins og sagnfræðing-
urinn Conrad Russell, sonur Betr-
ands Russells,-heimspekings, eins
af stofnendum Baráttunnar fyrir
kjamorkuafvopnun, og Bemard
Crick, sem einnig er sagnfræðing-
ur, en hvorugur þessara manna
hefur verið sakaður um hægri-
stefnu. Stjómmálamaðurinn
David Owen bætir því svo við, að
næst á eftir Kúveit hefði Saddam
Hussein lagt til atlögu við Jórdan-
íu og þá hefði stríð við ísrael ver-
ið óumflýjanlegt. Það stríð hefði
verið miklu erfiðara og kostnaðar-
meira en núverandi styijöld.
En hveiju svara menn því, að
þessi styijöld snúist um olíu og
allt talið um nýja skipan heims-
mála sé hreint yfirskin og Samein-
uðu þjóðirnar einungis leiksoppur
Bandaríkjanna? Svarið virðist
einkum vera í tvennu lagi. Annars
vegar þá séu ástæður til stríðs
ævinlega margbrotnar og auðvit-
að sé það mikilvægur þáttur, að
stærstu olíubirgðir heimsins eru á
þessu svæði. Það þýði hins vegar
ekki, að olían sé eina ástæðan og
sjálfsagt sé að taka mark á þeim
vilja, að styrkja Sameinuðu þjóð-
Reuter
John Major forsætisráðherra.
Það er allt eins líklegt, að and-
staða menntamanna væri meiri
en hún er, ef hann væri ekki
við stjórnvölinn.
irnar til að vinna gegn ofbeldis-
hneigðum einræðisherra eins og
Saddam Hussein.
Hins vegar er sagt, að þótt
Bandaríkin, Bretar og aðrir meðal
bandamanna þeirra séu ekki full-
komnir og hafí gert ýmislegt, sem
ekki verði réttlætt, þá þýði það
ekki, að þetta stríð sé ranglátt.
Heimurinn og mennirnir í honum
séu ófullkomnir og þótt þeir hafi
breytt illa áður, séu þeir nú að
gera rétt. Og það eigi að styðja.
Skoðanir af þessu tæi má sjá hjá
dálkahöfundum eins og Neil As-
cherson á The Independent on
Sunday, sem telur sig vera rót-
tækan byltingarmann.
Það er rétt að taka fram, að
þessar skoðanir taka fullt tillit til
þess, að óbreyttir borgarar í írak
era raunverulegt fólk og geta
hæglega týnt lífinu í þessum átök-
um. Hernaðaraðgerðir andstæð-
inga Saddams Husseins hafa mið-
að að því að halda dauðsföllum
óbreyttra borgara í lágmarki,
enda er það skilyrði þess, að stríð
geti talist réttlátt. A þessu varð
mikilvægur misbrestur sl. mið-
vikudag er óbreyttir borgarar
féllu í loftárás á Bagdad af hvaða
ástæðum, sem hann stafar.
Baksvió
eftir Guömund Heibar Frímanns-
son