Morgunblaðið - 17.02.1991, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRUAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRUAR 1991
21
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Alver og orkuver
Umræður um hin mikilvæg-
ustu þjóðmál hafa tilhneig-
ingu til að þróast út í heldur
ómerkilegt karp um smáatriði
og pólitískt dægurþras, þar sem
stjómmálamenn sýnast leggja
meiri áherzlu á að koma höggi
hver á annan en ræða málefna-
lega um veigamestu þætti mál-
anna og upplýsa með slíkum
umræðum hinn almenna borgara
um stöðu mála.
Umræður um nýtt álver og
orkuver tengt því, hafa um nokk-
urt skeið fallið í þennan farveg.
Klögumálin ganga á víxl á milli
stjómar og stjómarandstöðu en
þó ekki sízt undanfarna daga
milli samstarfsmanna í ríkis-
stjóm, þar sem fulltrúar Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks
vega hart að iðnaðarráðherra
Alþýðuflokks, sem hefur forræði
málsins á sinni hendi. Þetta
pólitíska þras minnir óneitanlega
á þær umræður, sem fóru fram,
þegar samningar voru gerðir
fyrir aldarfjórðungi um bygg-
ingu álvers í Straumsvík og
ákvörðun var tekin um byggingu
Búrfellsvirkjunar. Það var t.d.
eitt helzta hugsjónamál Alþýðu-
bandalagsins á þeim tíma, að
Búrfellsvirkjun yrði ekki byggð
heldur smávirkjun í hennar stað!
Það var líka eitt helzta hugsjóna-
mál Alþýðubandalagsins þá, að
orka fallvatnanna yrði notuð til
húsahitunar og talsmenn flokks-
ins töldu því óþarft að leita eftir
markaði fyrir þessa orku með
byggingu stóriðjuvera!
Það skiptir höfuðmáli, að okk-
ur takist að ná viðunandi samn-
ingum um byggingu nýs álvers.
Menn þurfa ekki annað en lesa
nýlegt yfírlit frá Þjóðhagsstofn-
un um þróun efnahagsmála á
síðasta ári og horfur á þessu ári
til þess að sjá, að það er ekkert
að gerast í þessu landi. Hér er
allt í stöðnun. Framkvæmda-
menn halda að sér höndum eftir
bitra reynslu þeirra, sem á und-
anförnum árum hafa lagt út í
nýjar atvinnugreinar, hvort sem
er fiskeldi eða loðdýrarækt, sem
fjármagnaðar hafa verið með
verðtryggðum lánum með háum
raunvöxtum. Kjarkurinn er horf-
inn.
Það má endalaust deila um
það, hvort iðnaðarráðherra hefur
haldið rétt á þessu máli eða hvort
samskipti hans og stjórnar
Landsvirkjunar hafa verið eins
og bezt verður á kosið. En slíkar
deilur mega ekki yfirgnæfa aðal-
atriði þessa máls: Eru þeir samn-
ingar, sem kostur kann að vera
á, þegar á heildina er litið, viðun-
andi fyrir okkur íslendinga? Um
þetta þarf að ræða. Þeir, sem
halda því fram, að við kunnum
að tapa milljörðum á þessum
samningum hljóta að færa efnis-
leg rök fyrir sínu máli í stað
þess að slá fram alls kyns órök-
studdum staðhæfingum.
Hins vegar er ástæða til að
undirstrika þá staðreynd, að
þessir samningar eru alls ekki í
höfn. Nú er staðfest, að töluverð-
ar tafir verða á samningsgerð-
inni o g hugsanlegum fram-
kvæmdum frá því, sem áður var
áformað. Vart fer á milli mála,
að samdráttur í efnahagslífi
Bandaríkjanna og styijöldin við
Persaflóa eiga þar hlut að máli.
Þessi óvænta þróun mála sýnir
okkur hversu viðkvæm samn-
ingagerð af þessu tagi er.
Iðnaðarráðherra hefur lýst því
yfír, að hann muni leggja fram
frv. að heimildarlögum á þessu
þingi. Með hliðsjón af því
pólitíska karpi, sem gosið hefur
upp síðustu daga um málið er
ánægjulegt að sjá hver viðbrögð
Sjálfstæðisflokksins eru við
þeirri yfírlýsingu. I grein hér í
Morgunblaðinu í gær, sagði
Halldór Blöndal, varaformaður
þingflokks Sjálfstæðismanna:
„Sjálfsagt er fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að taka slíkum tillögu-
flutningi vel. Samningsgerðin
verður í höndum næstu ríkis-
stjómar. Það er vonandi, að
fmmvarp iðnaðarráðherra fái
efnislega meðferð á Alþingi.“
1 1 Q MER ER
JL A •Jtnær að
halda kvótakerfíð sé
einsog marxismi,
óréttlátt 1 eðli sínu,
þótt tilgangurinn sé
kannski ekki svo
slæmur. En hann er farinn að helga
meðalið. Kvótakerfíð blæs á grund-
vallarhugmynd sjálfstæðisstefn-
unnar um eign handa öllum. Og
mér er óskiljanlegt hvaðan svoköll-
uðum vinstrisinnum í öðrum flokk-
um kemur sá hugsjónahiti að
lífsnauðsynlegt sé að mynda eign
handa fáum, þvertoní landslög.
Þegar við fengum 200 mílna fisk-
veiðilögsögu 1976, með sameigin-
legu átaki allra íslendinga, var auk-
ið við eign hvers og eins, en ekki
fárra útvaldra. Eða hvað ætla ráða-
menn að gera þegar dýrir málmar
og aðrar takmarkaðar auðlindir
einsog olía fínnast á hafsbotni? Á
þá að búa til falskan eignarkvóta
handa Stálfélaginu, álmönnum og
olíufélögum? Fá þá allir að ráðskast
með eignina — nema eigendurnir?
Flokkar sem geta ekki svarað
slíkum spurningum nema með þjóð-
nýtingarhjali eða hörðum kapítal-
isma eru í vanda staddir á alda-
hvörfum hruns og nýsköpunar. Allt
er í deiglu nú um stundir, einnig
Sjálfstæðisflokkurinn.
Séu fískimiðin 400-500 milljarða
virði einsog sumir ætla væri hlutur
hvers og eins í auðlindinni ekki
undir tveim milljónum króna og
síhækkandi fiskverð eykur verðgildi
hennar stöðugt. Solzhenitsyn hefur
krafízt þess kommúnistar skili fyrri
eigendum aftur eignum sínum áður-
en talað sé við þá í alvöru. Eg þyk-
ist heyra vægt bergmál þessarar
kröfu fara íslenzkt þjóðlíf
áminnandi þunga og það mun yfír-
gnæfa annað skvaldur áðuren fiski-
mið okkar eru komin á örfárra
manna hendur þótt lög segi fyrir
HELGI
spjall
um þau séu eign allra
íslendinga.
120.'
ORYGG-
ismálin
gætu jafnvel orðið
erfíð viðureignar svo
örar breytingar sem orðið hafa í
kringum okkur. Sjálfstæðisflokkur-
inn þarf að hafa mildandi áhrif á
andstæðumar og laga öryggisstefn-
una að nýjum viðhorfum og breyt-
ingum sem verða munu á næstu
árum. Hann verður að hafa sann-
færandi forystu, ef styrkur hans á
að haldast og hún á að sætta, en
ekki sundra. Án forystu Sjálfstæð-
isflokksins verður engin sannfær-
andi breyting í þessum málaflokki.
Hann einn hefur fullan trúnað kjós-
enda, að ég hygg. En nú boðar
enginn úrsögu úr NATO og vamar-
mál eru ekki ásteytingarsteinn; nú
veifar enginn aronsvendi lengur.
En því má þá ekki heldur gleyma
sem Havel sagði hér heima, Evrópa
er á leið til nýs iíryggiskerfís. Við
getum að sjálfsögðu ekki annað en
fylgzt með þeirri þróun því hún
snertir okkur og við eigum aðild
að samtökum um öryggi í Evrópu.
í samtali við Björn Bjamason í
Mannlífi er drepið á öryggismál og
skynsamlega talað einsog Bjöms
er von og vísa. „Við eigum ekki að
kasta hinu góða öryggiskerfí fyrir
róða heldur viðhalda því í samræmi
við breyttar aðstæður,“ segir hann.
„Ég lít á hervarnir eins og trygg-
ingakerfi. Þótt ég verði ekki fyrir
slysi eða áföllum vil ég ekki að
tryggingafélög séu lögð niður, eða
hætti að greiða iðgjöld. Ég krefst
þess ekki heldur að lögreglan sé
lögð niður, þótt umferðarljósum
fjölgi, hins vegar spara ljósin mann-
afla og draga úr slysum.“
Nýr og breyttur heimur kallar á
önnur viðbrögð en verið hafa. Ör-
yggi þarf að treysta í samstarfi við
alla þá sem vinna að friði í lífs-
háskafullum heimi kjamorkunnar.
En við eigum ekki að nota hjálm-
inn til að sækja vatn handa Hrafni.
Á það emm við minnt, nær daglega.
1 01 FRJÁLSAR ÞJÓÐIR
Afcíi A »hafa tilhneigingu til að
stökkva í björgunarbátinn og yfír-
gefa farþega sökkvandi skips eins-
og Lord Jim í samnefndri skáldsögu
Conrads. í Kúveit er olía. Smáríki
á heimsmælikvarða einsog írak
gerir innrás í landið, henni er mætt
með stríði. Það er engin olía í Lit-
haugalandi, þótt það sé einskonar
forðabúr fyrir Sovétríkin. Landið
er lagt, nánast hljóðalaust, undir
jámhæl marxista sem kunna bezt
við sig í skriðdrekum og hafa ein-
ungis getað framkvæmt kenning-
una úr fallbyssuturni þeirra. Engu
er líkara en S.Þ. missi allan þrótt
andspænis þeim. Og það er stokkið
í bátinn. Mér fannst einsog ég væri
að svíkja hina dauðu, segir Jim í
skáldsögu Conrads. En hvernig
líður okkur? Líklega eitthvað svipað
og Jim. En enginn ætlast þó til
menn hefji heimsstyijöld að gamni
sínu. Þar skilur á milli sovézkra
skriðdreka og írakskra.
Þetta stökk kostaði Jim sjálfs-
virðinguna. Og hann leitaði hennar
alla ævi. Reyndi að snerta himininn
með hendinni, einsog segir í sög-
unni.
Sjálfsvirðingin skiptir öllu. Gagn-
vart Lithaugalandi virðist hún í lagi.
En gagnvart okkur sjálfum er hún
í skötu líki. Þáð sjáum við í sjón-
vörpunum sem eru mestmegnis er-
lent bergmál, einskonar sírenuseið-
ur sem jafnvel Odysseifur þurfti að
varast. En andspænis slíkri atlögu
er alþingi stikkfrí.
Það er svosem eftir öðru.
M.
(meira næsta sunnudag.)
AHINUM MIKLU BREYT-
ingatímum í alþjóða-
málum felst þverstæða
í að halda því fram, að
utanríkismál verði ekki
ágreiningsefni í þing-
kosningunum nú í vor.
Það skal hins vegar gert og rökstutt. í
fyrsta lagi er ekki lengur neinn ágreining-
ur sem máli skiptir um aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu eða vamarsamn-
inginn við Bandaríkin. Það hefðu einhvem
tíma þótt meiri tíðindi en nú, að ríkisstjórn
með ráðherra Alþýðubandalagsins innan
dyra sendi erindreka til Bandaríkjanna í
því skyni að fá stjórnvöld í Washington
til að falla frá niðurskurði á fjái’veitingum
til varnarliðsins. I öðru lagi leggur enginn
stjórnmálaflokkanna til aðild að Evrópu-
bandalaginu og víðtæk samstaða er um
að nauðsynlegt sé að gera samning um
evrópskt efnahagssvæði. í þriðja lagi gæt-
ir ekki lengur opinberlega sérviskulegra
sjónarmiða þeirra, sem sóttu línuna til
Moskvu.
Ályktun alþingis um stjómmálasam-
band við Litháen vekur ekki hefðbundnar
deilur um utanríkismál og ekki heldur fyr-
irhuguð samningsgerð um nýtt álver. Þessi
tvö mál hafa hins vegar dregið athygli að
ágreiningi innan ríkisstjómarinnar, þar
sem forssétisráðherra var fjarverandi þeg-
ar alþingi ályktaði um Litháen og fjármála-
ráðherra og iðnaðarráðherra rífast harka-
lega um álmálið.
Um leið og þessu er slegið föstu skal
hitt einnig fullyit, að á komandi þingi eigi
umræður eftir að snúast meira um utanrík-
ismál og þátttöku okkar í alþjóðlegu sam-
starfí en jafnvel nokkru sinni fyrr. Takist
samningamir um evrópska efnahagssvæð-
ið fylgir þeim að lögfesta hér lagabálk
Evrópubandalagsins, sem er talinn vera
rúmar 10.000 blaðsíður í prentuðu máli.
Er unnið að því að þýða þennan mikla
bálk á íslensku. Óljóst er hvemig staðið
verður að lögfestingunni, hins vegar er
líklegt að ekki verði langur tími til stefnu,
þar sem ætlunin er að evrópska efnahags-
svæðið komi til sögunnar um leið og innri
markaður Evrópubandalagsins, það er í
ársbyijun 1993.
í vor eða á næsta þingi verður fyrsti
afvopnunarsamningurinn sem ritað hefur
verið undir fyrir Islands hönd tekinn til
umræðu. Á að nota það tækifæri til hins
ýtrasta til að gera þing og þjóð sem ná-
kvæmasta grein fyrir þróun vamar- og
afvopnunarmála í Evrópu. Samningurinn
er um fækkun hefðbundinna vígvéla í
Evrópu, á svæðinu frá Atlantshafi til Úral-
fjalla, CFE-samkomulagið svonefnda. Það
var undirritað við hátíðlega athöfn í París
19. nóvember síðastliðinn en kemur ekki
til framkvæmda fyrr en ríkin 22 sem að
samkomulaginu standa hafa staðfest það
á lögformlegan hátt, það er með samþykki
þjóðþinga sinna.
Vegna hinna miklu breytinga sem orðið
hafa í stjómmálum Mið- og Austur-Evrópu
er ljóst, að Atlantshafsbandalagið (NATO)
breytir vamarstefnu sinni. Varnarlínan
sem dregin var við landamæri Austur- og
Vestur-Þýskalands er horfin með samein-
ingu Þýskalands í eitt ríki. Ríkin sem lutu
stjóm kommúnista em ekki lengur eins-
konar stuðpúði fyrir Sovétríkin gagnvart
Vesturlöndum heldur gegna nú þannig
hlutverki fyrir NATO. Unnið er að því að
endurskipuleggja varnarstefnu NATO með
hliðsjón af því að viðvörunartíminn vegna
hugsanlegrar árásar frá Sovétríkjunum er
mun lengri en áður. í höfuðstöðvum NATO
tala menn ekki lengur um threat eða ógn
þegar þeir skilgreina öryggishagsmuni
bandalagsþjóðanna heldur risk eða áhættu.
Enn veit enginn hvaða dilk hemaðar-
átökin við Persaflóa draga á eftir sér. Við
sjáum ekki enn hver verður skipan mála
við flóann eða almennt fyrir botni Miðjarð-
arhafs eftir að fjölþjóðaherinn sem berst
í umboði Sameinuðu þjóðanna hefur lokið
því ætlunarverki sínu að ná Kúveit frá
Saddam Hussein. Jafnmikil óvissa ríkir
um framtíð Sovétríkjanna. Tekst að leysa
úr ógnarvandanum þar á friðsaman hátt
eða kemur til borgarastyijaldar?
Viðhorf
NATO
INNAN ATLANTS-
hafsbandalagsins
er sú skoðun ráð-
andi að það þjóni
ekki hagsmunum
aðildarríkjanna að gera neitt, sem Sovét-
stjórnin geti talið ógna eða ögra sér. Nú
skipti mestu að fara sér hægt og fylgjast
náið með þróunina innan Sovétríkjanna
og ýta undir það sem stefnir í rétta átt
án þess að raska miðstjórnarvaldinu í
Moskvu. Þessi afstaða leiðir til þess, að á
vettvangi Atlantshafsbandalagsins er erf-
itt að fá menn til fylgis við þá skoðun að
Vesturlönd eigi að sýna stuðning sinn við
sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna í
verki og viðurkenna ríkin með formlegu
stjórnmálasambandi eins og íslensk stjórn-
völd hafa ákveðið að gera eftir mikinn
þrýsting heima fyrir og frá Litháen.
Á meðan menn voru sannfærðir um að
Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna,
væri á umbóta- og framfarabraut hafði
þessi stefna við nokkur rök að styðjast.
Þá var unnt að benda á, að stutt væri við
bakið á þeim manni, sem hefði sýnt að
hann væri reiðubúinn til að falla frá hefð-
bundinni valdbeitingarstefnu Kremlverja
og gefa fólkinu sjálfu leyfi til að láta i ljós
skoðanir sínar og vilja og virða hann. Eft-
ir atburðina sem hafa gerst í Vilnius og
Riga og mörg augljós merki um að Gorb-
atsjov veðji nú á Rauða herinn og öryggis-
lögregluna KGB til að halda völdum og
hrinda ákvörðunum sínum í framkvæmd
er hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að
það sæmi vestrænum ríkisstjórnum eða
varnarbandalagi Vesturlanda að fylgja
stefnu, sem er ætlað að skapa öryggis-
kennd hjá Kremlveijum. Með því kann
NATO að vera að leggja blessun sína yfir
valdbeitingu Rauða hersins sem þjónar
þeim tilgangi að knýja fólk til að virða
miðstjómarvald síðasta nýlenduveldisins í
Evrópu. Þegar þetta er sagt má þó ekki
gleyma því, að upplausn innan Sovétríkj-
anna fylgir mikil áhætta fyrir þjóðirnar í
Evrópu og þar með mörg aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins. Menn óttast til
dæmis að borgarastyijöld í Sovétríkjunum
kunni að hafa í för með sér að flóttamenn
streymi þaðan vestur á bóginn.
Margir stjórnmálamenn á Vesturlöndum
hafa lagt mikið undir með porbatsjov, ef
þannig má að orði komast. í kosningabar-
áttunni hér á landi fyrir fjórum árum taldi
Steingrímur Hermannsson sér það til
dæmis mjög til framdráttar að hann fór
og heimsótti Gorbatsjov i Moskvu í lok
febrúar, aðeins fáeinum vikum fyrir kosn-
ingar. Voru myndir af þeim félögum, þar
sem þeir voru að heilsast í skrifstofu Gorb-
atsjovs í Kreml, óspart notaðar í kosninga-
auglýsingum framsóknarmanna í sjónvarpi
og blöðum. Gat engum dulist aðdáun
Steingríms á Gorbatsjov. Nú lætur
Steingrímur á hinn bóginn í það skína,
að hann hafi snúið baki við Gorbatsjov,
harðstjóm hafí að nýju náð undirtökunum
í Sovétríkjunum. Við mat sitt á Gorbatsjov
og hlutverki hans studdist Steingrímur
vafalaust við álit Hans-Dietrichs Gensch-
ers, utanríkisráðherra Þýskalands og leið-
toga fijálslynda flokksins þar, sem er í
bræðraflokkasamstarfi við framsóknar-
menn. Genscher hefur verið utanríkisráð-
herra síðan 1974 og nýtur því mikils álits
vegna þekkingar og reynslu. Hann hefur
verið ákafur málsvari Gorbatsjovs og brást
til dæmis við blóðbaðinu í Vilnius með því
að segja, að ástæðulaust væri fyrir þýsku
stjómina að breyta um stefnu gagnvart
Sovétríkjunum eða fyrir þýskan almenning
að hætta að gefa mat til Sovétríkjanna.
Flóknir
samningar
SAMNINGARNIR
sem ritað var undir
í París, CFE-1-
samkomulagið, eru
gerðir milli 22 ríkja
í Atlantshafsbandalaginu og Varsjár-
bandalaginu. Þeir snúast um fækkun á
skriðdrekum, brynvörðum hervögnum,
stórskotavopnum, orrustuflugvélum og
árásarþyrlum. Samningarnir byggðust á
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 16. febrúar
því grundvallarsjónarmiði að nauðsynlegt
væri að stemma stigu við yfirburðum Sov-
étmanna í hefðbundnum herafla í miðhluta
Evrópu. Litið er á samkomulagið sem for-
sendu frekari samninga um samdrátt her-
afla í álfunni og næsta skref verður að
semja um fækkun hermanna. Eftirlits-
ákvæði CFE-samkomulagsins eru flókin
og við framkvæmd þeirra reynir á íslensk
stjórnvöld með öðrum hætti en áður; fer
varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytis-
ins með þessi mál.
Á vettvangi Atlantshafsbandalagsins
hafa Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra lagt til að umboð í samn-
ingaviðræðunum um takmörkun vígbúnað-
ar verði rýmkað þannig að það nái til af-
vopnunar á höfunum. Hefur þeim óskum
verið hafnað innan Atlantshafsbandalags-
ins. Sumir telja að ekki sé enn tímabært
að huga að vígbúnaði á höfunum. Aðrir,
einkum Bandaríkjamenn, eru þeirrar skoð-
unar, að ástæðulaust sé að gera nokkuð
sem takmarki umsvif herflota. Loks eru
þeir sem segja, að einhliða aðgerðir þjóða
og endurnýjun á tækjabúnaði leiði best til
þess að vígbúnaður minnki á höfunum.
Áhugi manna á slíkum aðgerðum er minni
en ætla mætti, til dæmis hefur ekki verið
um það rætt í fréttum hér, að Bandaríkja-
menn ætla að loka bækistöðinni fyrir
kjarnorkukafbáta, sem þeir hafa í Holy
Loch, skammt frá Glasgow í Skotlandi.
Þar sem Poseidon-kafbátar Bandaríkjanna
eru að hverfa úr sögunni er ekki lengur
þörf fyrir stöðina, en hún er sú kjamorku-
kafbátastöð Bandaríkjamanna sem er
næst okkur.
Eins og áður sagði er CFE-samkomu-
lagið á milli ríkja Atlantshafsbandalagsins
og Varsjárbandalagsins. Frá því að samn-
ingaviðræðumar hófust hefur sú mikil-
væga breyting orðið, að Varsjárbandalagið
hefur gufað upp, ef þannig má orða það,
og öflugasta ríki þess fyrir utan Sovétrík-
in, Austur-Þýskaland, er ekki til lengur.
Þess verður vart innan Sovétríkjanna, að
harðlínumennirnir svonefndu, sem Mikhaíl
Gorbatsjov forseti hallar sér æ meira að,
eru andvígir CFE-samkomulaginu. Innan
Rauða hersins era áhrifamiklir menn þeirr-
ar skoðunar, að Edúard Shevardnadze,
fyrram utanríkisráðherra, hafi samið af
sér í afvopnunarmálum. Þessi gagnrýni
ýtti undir ákvörðun Shevardnadze um að
segja af sér.
Sovétmenn hafa ekki staðið við CFE-
samkomulagið. Johan Jörgen Holst, vam-
armálaráðherra Noregs, hefur gagnrýnt
framgöngu Sovétmanna. Hann segir að
þeir efli vígbúnað sinn á Kóla-skaga við
landamæri Noregs. Þeir hafi farið með
skriðdreka austur fyrir Úralfjöll, sem þeir
hefðu átt að rífa. Verður þess víðar vart
innan NATO að menn era fullir tortryggni
í garð Sovétmanna. Þá efast sumir um
að sovéska þingið staðfesti CFE-sam-
komulagið og á það er bent, að óvissa
kunni að vera um framgang þess á þingum
ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu. Gæti
svo farið að samkomulagið yrði einskonar
fórnarlamb upplausnarinnar í fyrrum fylgi-
ríkjum Sovétríkjanna og innan Sovétríkj-
anna sjálfra. Talsmenn vestrænna ríkis-
stjórna segja, að æskilegast sé að flýta
staðfestingu á CFE-samkomulaginu, áður
en upplausnin verði enn meiri i austur-
hluta Evrópu, þannig að unnt verði að
vísa til þess til að hafa hemil á frekari
vígbúnaði þar.
Allt þetta verða menn að hafa í huga
hér, þegar tekin verður endanleg afstaða
til CFE-samkomulagsins. Ástæða er til að
minna á þá staðreynd að með aðild að
samkomulaginu og samningaviðræðunum
sem í kjölfar þess sigla skuldbindum við
okkur í raun til þess að hrófla ekki við
grundvelli stefnunnar í öryggis- og varnar-
málum nema með þeim hætti að samrým-
ist gangi þessara viðræðna. íslensk stjórn-
völd era þannig bundin af því umboði sem
samningamönnunum hefur verið sett og
nær ekki til vígbúnaðar á höfunum, ekki
enn að minnsta kosti.
Varsjár-
bandalagið
hverfur
A ÞRIÐJUDAG
skýrði Vítalíj ígnat-
enko, talsmaður
Gorbatsjovs, frá því
að aðildarríki Var-
sjárbandalagsins
hefðu samþykkt að leggja það niður sem
hernaðarbandalag fyrir 1. apríl. í máli
hans kom fram, að Sovétmenn vonuðust
til þess að aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins gripu til svipaðra aðgerða.
Engin áform eru uppi um að leggja
Atlantshafsbandalagið niður. í öllum
ályktunum sínum á síðasta ári lögðu leið-
togar aðildarríkja þess og utanríkisráð-
herrar áherslu á að NATO ætti að starfa
áfram, hvað sem liði þróuninni í Evrópu
eða frekari samvinnu á vettvangi Ráð-
stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evr-
ópu (RÖSE). Er litið þannig á að NATO
sé óhjákvæmilegur hlekkur í öryggiskeðj-
unni sem ríkin ætla að viðhalda í Evrópu
með tengslum yfir til ríkjanna í Norður-
Ameríku, Bandaríkjanna og Kanada.
Þeir sem þekkja söguna vita að uppruni
og eðli bandalaganna tveggja, Atlants-
hafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins,
er gjörólíkt. Með Atlantshafsbandalaginu
var stigið sögulegt skref til að binda enda
á bandaríska einangrunarhyggju. Bretar
börðust mest fyrir því meðal Evrópuþjóða
eins og rakið var í Reykjavíkurbréfi fyrir
skömmu. Enn í dag erum við minnt á
heimssögulegt gildi samstarfs Bandaríkja-
manna og Breta, sem hafa forystu um að
bijóta yfirgangssegginn í Bagdad á bak
aftur. Island hefur verið undir öryggis-
vernd Breta um aldir og í ár era 50 ár
liðin frá því að Bandaríkjamenn komu
hingað fyrst til varnar landinu, þá á grand-
velli samnings við íslensk og bresk stjórn-
völd.
Varsjárbandalagið var stofnað 1955,
fáeinum dögum eftir að Vestur-Þýskaland
varð aðili að Atlantshafsbandalaginu. Með
því að stofna bandalagið vildu Sovétmenn
sýna að þeir gætu einnig komið á fót hern-
aðarlegum „samstarfsvettvangi" með
„bandamönnum" sínum í austurhluta Evr-
ópu. Áður en Varsjárbandalagið varð til
höfðu Kremlveijar komið herafla sínum
fyrir í ríkjunum, þar sem kommúnistar
hrifsuðu til sín völdin eftir síðari heims-
styijöldina. Hefur jafnan verið litið á samn-
ingana um vera sovésku hermannanna í
þessum löndum sem miklu mikilvægari
grundvöll fyrir sovéska öryggiskerfinu í
löndunum en Varsjárbandalagið sem slíkt.
Nú er það sem sé að hverfa úr sögunni
og einnig er unnið að því að flytja sovésku
hermennina á brott frá löndunum í Mið-
og Austur-Evrópu. Fjöldi þeirra er mestur
í austurhluta Þýskalands og bíður hann
eftir því að þýska stjórnin reisi herbúðir í
Sovétrikjunum. Hefði einhver spáð því, að
það yrði undir smíði herbúða fyrir þýskt
fé komið, að Rauði herinn hyrfí frá
Austur-Þýskalandi, hefðu menn talið spá-
manninn hafa tapað glórunni.
Breytingarnar í austurhluta Evrópu
hafa verið með ólíkindum og gerst með
meiri hraða en nokkurn gat órað fyrir.
Brotthvarf Varsjárbandalagsins er aðeins
formleg staðfesting á áhrifum breyting-
anna. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, hefur sagt frá
þvi að hann fékk unga búlgarska þing-
menn í heimsókn til sín fyrir skömmu. í
fundarsal framkvæmdastjórans í höfuð-
stöðvum NATO í Brassel lýstu þingmenn-
imir yfir því, að þeir myndu strax við
heimkomuna leggja tillögu fyrir þingið í
Sofíu um að Búlgaría sækti tafarlaust um
aðild að NATO. Wörner bað þá endilega
að fara varlega, þótt hann mæti áhuga
þeirra á NATO mikils væri ástæðulaust
að gera nú nokkuð, sem Kremlveijar teldu
ögrun við sig; innganga Búlgaríu í NATO
yrði túlkuð á þann veg í Moskvu. Sama
hefur Wörner sagt við forystumenn fleiri
ríkja í Mið- og Austur-Evrópu að undan-
förnu. Þeir sem nú eru að yfirgefa Varsjár-
bandalagið, aðrir en Sovétmenn, líta alls
ekki þannig á, að brottför þeirra þaðan
eigi að leiða til þess að NATO hverfí úr
sögunni, þvert á móti vilja þeir að banda-
lagið starfi áfram og veiti þeim vernd
gagnvart Sovétrikjunum eða því ríki sem
tekur við af þeim.
Morgunblaðið/RAX
„Vegna hinna
miklu breytinga
sem orðið hafa í
stjórnmálum Mið-
og Austur-Evrópu
er ljóst, að Atl-
antshafsbanda-
lagið (NATO)
breytir varnar-
stefnu sinni.
Varnarlínan sem
dregin var við
landamæri Aust-
ur- og Vestur-
Þýskalands er
horfin með sam-
einingu Þýska-
lands í eitt ríki.
Ríkin sem lutu
stjórn kommún-
ista eru ekki leng-
ur einskonar stuð-
púði fyrir Sov-
étríkin gagnvart
Vesturlöndum
heldur gegna nú
þannig hlutverki
fyrir NATO.“