Morgunblaðið - 17.02.1991, Side 39

Morgunblaðið - 17.02.1991, Side 39
4 teef HAfiaOTí. MöRGUNBLÁÐIÐ aiqAJa'/AJDHOM UTVARP/SJOíMVARP'sunnudaguk W. februar 1991 39 Sjónvarpið: Boðorðin ■■■■ í kvöld verður botninn sleginn í sýningar Sjónvarpsins á 99 00 hinni umfangsmiklu þáttasyrpu pólska kvikmyndaleikstjór- ~ ans Krzystofs Kieslowskis um boðorðin. Syrpan er með hinu merkasta er úr smiðju pólskrar kvikmyndalistar hefur komið og tóku gagnrýnendur svo til orða, að nú væri Pólland komið á blað alþjóðlegrar kvikmyndagerðar svo ekki væri um villst. Syrpa Kieslow- skis vár fjármögnuð af vestur-þýskum aðilum. Tíunda og síðasta boðorð Gamla testamentisins er til umfjöllunar að þessu sinni: Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á. Að vanda nálgast höfundurinn þetta viðfangsefni sitt eftir sínu eigin höfði og fer fijálslega með. Hér leiðir hann fram tvo bræður, næsta ólíka að eðli og innræti. Er faðir þeirra fellur frá, uppgötva þeir bræður að frímerkjasafn hans er mikið að vöxtum og dýrmætt. Hinn óvænti fjársjóður kveikir miður göfugar kenndir með þeim bræðrum og leiðir fram ýmsar öfgar í skapferli þeirra. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Kl. 13.30 Gluggað i síðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð- ið á leik i dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Topparnir takast á. Kl. 16.15 Heiðar, heils- an og hamingjan. (Endurtekið frá morgni). 16.30 Akademían. Kl. 16.30 Púlsinn tekinn i síma 626060. 18.30 Smásaga Aðalstöðvarinnar. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir kvöldtónar. 22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey- jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 (stónn. Ágúst Magnússon. 13.30 Alfa-fréttir. Fréttir af því sem Guð er að gera. Umsjón Kristbjörg Jónsdóttir. 16.00 „Svona er lifið" Ingibjörg Guðmundsdóttir. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón: Kol- beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lifs. Ólafur Ólafsson. 21.20 Kvöldsagan. Guðbjörg Karlsdóttir. 21.40 Á stund sem nú. Umræðuþáttur. Umsjön Gunnar Þorsteinsson. 23.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson. Starfsmaður dagsins val- inn. íþróttafréttir kl. 11. Valtýr Bjöm Valtýsson. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir á vaktinni. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturluson. Fróðleikur, létt spaug og óskalög. 17.00 Island í dag. Jón Ársæll Pórðarson og Bjarni Dagur Jónsson taka á málum liðandi stundar. 18.30 Þráinn Brjánsson á vaktinni. 22.00 Haraldur Gislasoni Tónlist., 23.00 Kvöldsögur. Símatimi ætlaður hlustendum. 24.00 Haraldur Gislason á vaktinni. 02.00 Heimir Jónasson á næturvakt. EFF EMM FM 95,7 7.30 Til í tuskið. 8.00 Morgunfréttir. Kl. 8.20 Textabrotið. Kl. 8.40 Frá hinu opinbera. Kl. 8.50 Stjörnuspá. Kl. 9.00 Frétayfirlit. 12.00 Hádegisfréttir. 19.00 Breski og bandariski listinn. Vilhjálmur Vil- hjálmsson kynnir 40 vinsælustu lögin í Bretlandi og Bandarikjunum. 22.00 Jóhann Jóhannsson á rólegu nótunum. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Stjörnutónlist, leigubílaleikur, getraunir. 9.00 Vinsældatónlist. Bjarni Haukur Þórsson. 11.00 Geðdeildin. Dóri-Mödder, Lilli og Baddi, Svenni sendill og allar figúrunar nvæta til leiks. Umsjón Bjami Haukur og Sigufður Hetgi 12.00 Sigurður Helgi Hlöðvetsson. Getraunir og orð dagsins. 14.00 Sigurður Ragnársson. Ráðgjafaþjónusta Gabriels Stefánssonar, kvikmyndagetraunir, leikir og tónlist. 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Vinsældapopp. Jóhannes 8. Skúlason. 22.00 Arnar Albertsson. 02.00 Næturtónlist. ÚTRÁS FM 104,8 9.00 Kristján H. Stefánsson. (F.G. 12.00 Hádegisspjall. (F.G.) 13.00 Davið Ólafsson. (F.G.) 16.00 Skapti og Daði (F.G.) 18.00 Framhaldsskólafréttir. .' 20.00 Jón G. Geirdal og Þór B. Ólafsson (F.G.) 24.00 Næturvakt (F.G.). HINNEINIOG SANNI FRÍTT KAFFI — VÍOEÓHORN FYRIR BÖRNIN - ÓTRÚLEGT VERB STEINAR Hljómplötur — kasettur KARNABÆR Tískufatnaður herra og dömu HUMMEL Sportvörur allskonar VINNUFATABÚÐIN Fatnaður PARTÝ Tískuvörur BOMBEY Barnafatnaður MIKLIGARÐUR Fatnaður og skór á alla fjölskylduna KJALLARINN/KÓKÓ Alhliða tískufatnaður STÚDÍÓ Fatnaður SAUMALIST Allskonar efni VERSLUNIN CARA Kventískufatnaður OG MARGIR FLEIRI Fjöldi fyrirtækja — gífurlegt vöruúrval Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtœkja hefur stórútsölumarkaðurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Lagt í vanda- málapúkkið Margt er kvenna bölið. Hvar fékkstu þessa húfu? spyrja konur þegar maður kemur inn úr vetrarrokinu með húfuna ofan í augum. Rífur hana af sér. Og sjá: Hárið er óbælt! Slík húfa þykir greinilega þvílíkt fágæti að hún kallar á sífellda upphróp- un á þessum síðustu og verstu óveðurstímum. Það kemur raun- ar ekki á óvart, svo oft sem leit- að hefur verið að slíkum gæða- grip undanfarinn áratug. Hvað vantar mig sem ekki fæst nógu gott heima á íslandi? spyr maður sig gjarnan í útlönd- um. Satt að segja er það að verða býsna fátt. Af sú tíð þegar kom- ið var heim með þefjandi osta úr utanlandsfei'ðum og vinum boðið til að smakka. Þá fékkst baraeinn- „ostur“ á landinu. Nú fæst hið ágætasta úrval af ost- um — æði bragðlitlir að vísu að íslenskum smekk, en úr því má bæta. Maður flytur semsagt ekki lengur með sér osta til Islands. Sama má segja um dönsku skinkuna eða tung- una, enda ér hún hætt að fást heil í dósum á flugvöllum. Und- anfarin ár hefur maður gjarnan komið við í einhverri delikates- sunni, eins og hjá Fourcet í Par- ís, og keypt „paté“ af gæsa-, anda- eða sveita-tagi eða kæfu hússins, tii að geta slegið um sig með bragði í forrétt eftir heim- komuna. Að sjálfsögðu í dós, því aðeins þannig má flytja hana inn í landið. Nú hefur „Franskt eld- hús“ tekið af það ómakið með gómsætu „paté“ og sérstöku lúx- uspaté fyrir jólahátíðina. Úr því þetta er orðin íslensk gæðafram- leiðsla getur hún með sóma borið íslenskt heiti — kæfa! Enn eru samt húfurnar eftir. Maður heldur áfram að leita að og flytja með sér heim brúklegar húfur fyrir íslenska veðráttu. í býsna mörg ár hefur svarið endurtekið sig á gangstéttum erlendra borga. Ferðalangurinn spyr sjálfan sig: Er það ekki eitt- hvað sem mig vantar? Jú, brúk- lega húfu! Og svo vindur maður sér inn á jarðhæðina í einhverri stórversluninni og fer að gramsa í húfunum. Gjóar augunum en reynir að forðast hattaborðin með þessum dýrlegu höfuðfótum. Vitandi að hattar eru óbrúklegir á íslandi, fjúka af eða þarf að ríghalda í þá, svo þeir sem fallið er fyrir liggja bara ónotaðir uppi í skáp. Vond fjárfesting að kaupa þá fyrir svo fáa möguleika á notkun. Skiljanlegt að íslenskar konur skarti lítt skrauthöttum á hátíðastundum — því miður. En húfurnar! Góð húfa er gulls ígildi á íslandi. Líklega helst þess- vegna svona illa eftir heimkom- una á þessum sem tekst að finna á útlendum verslunarborðum. Góð óveðurshúfa, hver á hana? Er það ekki skrýtið að sáralítið framboð skuli vera á nothæfum rokhúfum á íslandi? Og hvaða kostum þarf íslensk kvenhúfa að vera búin? Góð húfa verður að vera þeirr- ar náttúru að tolla á höfðinu hvernig sem Kári rífur í hana. Kanturinn að liggja fyrir neðan hársröndina. Og hún skal halda vatni. Góð húfa skal vera nægi- lega lipur til að stinga megi henni í vasann ef linnir veðri nægilega til þess að vegfarendur geti litið upp og á húfuberann. En umfram allt veröur góð íslensk kvenhúfa að vera þeim kostum húin að bæla ekki hárið. Vera nægilega belgmikil til þess að loftmikil hárgreiðsla komist fyrir innan í henni og efni nógu létt. I því síðastnefnda liggur hund- urinn .vei\julegá' grafinn í ís- lenskri húfuframleiðslu. Húfan klessir hárið. Og það varanlega þegar varla veröur komist út úr húsi í vetrarveðrunum án þess að troða henni á höfuðið á sér. Óskahúfan minnir eftir þessari lýsingu líklega mest á heimalok- aða sultukrukku, þ.e. þegar pappír er settur ofan á og bund- ið með streng utan um fyrir neð- an. Eða þá gamaldags nátthúfu frá Viktoríutímanum. Kynlegt er að ekki skuli allt mora í svona gæðagripum á voru landi. Kannski væri það ein óska- framleiðslan í smáiðnaði í dreif- býli sem koma skal í stað álfram- leiðslu, eins og Kvennalistakonur tala gjarnan um á ráðstefnum? Vill ekki einhver hugvitsmann- eskja reyna. Þá þyrfti maður ekki að flytja með sér heim frá útlöndum brúklegar húfur fyrir íslenskt veðurfar. ★ Es. Morgun einn í vikunni birt- ist mæddur maður hér hjá grein- arhöfundi i útihýsi Morgunblaðs- ins, sem er í leiguhúsnæði í Mið- bænum. Spuröi hvar væri heita- vatnsmælirinn, hann ætti að loka fyrir vatnið. Og af hverju hér hjá Gáruhöfundi? Jú, mælirinn sá væri skrifaður á nafn Reykjanes- fólkvangs. Muni einhveijir eftir raunarollu í gárupistli 2. desem- ber sl. um baráttuna við tölvu- myliurnar, þá er komin skýring- in. Opinberar tölvur hafa hundelt þennan skrifara, frá því hann fyrir 1-2 áratugum stóð að stofn- un Reykjanesfólkvangs og reynt að eigna þessa sameign margra sveitarfélaga á Reykjanesskaga Morgunblaðinu eða vesaling mín- um. Eftir kokhrausta yfirlýsingu í desember um að héreftir mundi á þessum bæ ekki veröa kannast við téðan fólkvang, hefur Hita- veitunni kannski hugkvæmst að lægja mætti í höfundi rostann með því að skrúfa fyrir vatnið sem rennur á ofna löngu horfms formanns í téðum fólkvangi — þó það sé í leighúsnæði vinnuveit- anda hans. Segið þið svo að tölv- urnar beiti ekki hugviti! Því auð- vitað eru það þær sem finna upp á slíku! Hver annar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.