Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C/D 56. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Albanía: Stjórnvöld reyna að stemma stign við fjöldaflótta Vín. Reuter. STJÓRN kommúnista í Albaníu reyndi í gær að stemma stigu við straumi flóttamanna frá landinu til Italíu. Helsta hafnarborg lands- ins, Durres, var sett undir stjórn hersins og fjöldasamkomur voru bannaðar í nokkrum borgum og bæjum. Um 12.000 Albanir, marg- ir hverjir svangir og peningalausir, hafa komið til Ítalíu á undanf- örnum dögum og þarlend stjórnvöld ákváðu að senda flesta þeirra aftur til Albaníu. Flestir flóttamannanna höfðu komið frá Durres og í yfirlýsingu albönsku stjórnarinnar sagði að borgin væri undir stjórn hersins. Yfiriýsingin þótti minna mjög á þá tíma er stalínistinn Enver Hoxha var við völd í landinu. „Inn- lend og erlend öfl“ voru sögð hafa skipulagt flóttamannastrauminn í þeim tilgangi að útrýma albönsku þjóðinni, lama efnahag landsins og kveikja ófriðarbál á öllum Balk- anskaga. Stjórnin bannaði einnig „óeðli- legar fjöldasamkomur" í Tirana, höfuðborg landsins, Durres og strandbæjunum Vlore og Shengj- in. Daginn áður höfðu hundruð Albana reynt að ryðjast inn í vest- ræn sendiráð í Tirana eftir að orð- rómur komst á kreik um að hægt væri að fá þar vegabréfsáritanir til að hefja nýtt líf á Vesturlönd- Bandaríkjaforseti reifar hugmyndir um öryggiskerfi í Mið-Austurlöndum: ísraelssljórn segist ekki sjá neitt nýtt í ræðu Bush fallið útbyrðis vegna troðnings. Italska ríkisstjórnin efndi til skyndifundar um flóttamennina og ákvað að senda flesta þeirra aftur til Albaníu. Sjá „Uppþot á meðal þúsunda flóttamanna ...“ á bls. 21. Það var margt um manninn um borð í albanska bátnum Lirija þegar hann sigldi inn í höfnina í Brindisi í gær. Að minnsta kosti sjö albönsk skip hlaðin flóttafólki eru nú komin til Ítalíu eða á leið þangað. um. Jerúsalem. Damaskus. Reuter. Til uppþota kom í ítölsku hafn- arborginni Brindisi í gær er þús- undir albanskra flóttamanna börð- ust um matvæli eftir þriggja daga sjóferð frá Albaníu. Einnig þurfti ítölsk lögregla að bjarga nokkrum Albönum úr sjónum en þeir höfðu Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagðist telja að órói væri nú í tólf íröskum borgum sem væri helmingi meira en fyrir nokkrum dögum. Cheney sagði að svo virtist sem það sem eftir væri af íraska hernum, þ. á m. Lýðveldis- vörðurinn, stæði með Saddam. Hann spáði því að íraksstjórn myndi takast að bæla niður allan mótþróa. Fréttaritari breska dagblaðsins The Daily Telegraph í Bagdad seg- ist hafa sloppið undan gæslu upp- lýsingaráðuneytis Iraks og getað rætt við íbúa þar óhindrað. Þeir hafi sagt að tólf lögreglumenn og félagar í Ba’ath-flokknum hafi ver- ið felldir í óeirðum í Bagdad. Eins hafi „mjög rnargir" stuðningsmenn Saddams verið myrtir í borgBasra. STJÓRNVÖLD í ísrael vísuðu því á bug í gær að ræða George Bush Bandaríkjaforseta uni nauðsyn öryggiskerfis í Mið- Austurlöndum væri vísbending um breytta afstöðu til deilu Isra- ela og Palestínumanna. Hátt- Fréttaritarinn sagði að viðmælend- ur sínir byggjust við hinu versta eftir að vestrænir fréttamenn yfir- gæfu Bagdad samkyæmt skipun stjórnvalda og hefði einn hvíslað því að sér að hroðalegir atburðir væru í aðsigi, Iraksstjórn tilkynnti í gær að sleppt yrði tvö þúsund Kúveitum sem handteknir voru á meðan föð- urland þeirra var hernumið. Skömmu síðar komu hundruð Kúv- eita til heimalands síns. Einnig segj- ast írakar ætla að sleppa 21 vest- rænum blaðamanni en talið er að 35 slíkir hafi horfið í Suður-írak að undanförnu. Samkomulag varð í viðræðum bandamanna og íraka í Saudi-Arabíu í gær um skipti á stríðsföngum, settur fulltrúi Palestínumanna sagðist hins vegar sjá margt athyglisvert og jákvætt í ræðu Bandaríkjaforseta. I ræðu sinni í fyrrakvöld sagði Bush að nauðsynlegt væri að finna málamiðlun [ deilu ísraels og arabaríkja og Israela og Palestínu- manna. Framfyigjayrði ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þetta efni. Einnig ætti að virða þá grundvallarreglu að Iand yrði látið af hendi í skiptum fyrir friðar- samninga. „Eftir því sem ég kemst næst af lestri ræðunnar virðist ekki vera um neina breytingu á stefnu Bandaríkjastjórnar að ræða,“ sagði Avi Pazner, háttsett- ur ráðgjafi Yitzhaks Shamirs, for- sætisráðherra ísraels, í gær en vildi ekki tjá sig frekar um ræðuna. Faisal al-Husseini, háttsettur full- trúi Palestínumanna, sagði jákvætt að Bush legði áherslu á ályktanir öryggisráðsins og viðurkenndi borgaraleg réttindi Palestínu- manna. Núverandi ríkisstjórn ísraels hefur lagst gegn því að láta her- numdu svæðin af hendi í skiptum. fyrir frið við araba. David Levy, utanríkisráðherra Israels, sagði í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær að þarna skildi leiðir með honum og Bandaríkjaforseta. Dagblað hersins í Irak, AI- Qadissiyah, fagnaði ræðu Bush og sagði að hún væri merki um að Irakar hefðu unnið sigur í Persa- flóastríðinu. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, sagðist taka undir með Bush er hann segði að nauðsynlegt væri að setja niður deilur milli ísraela og araba. Hann sagðist styðja allar tillögur sem miðuðu að þessu marki en Frakkar teldu alþjóðlega ráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda vænleg- asta. Utanríkisráðherrar þriggja Evr- ópubandalagsríkj a, Lúxemborgar, Ítalíu og Hollands, eru nú í ísrael. Þeir segjast hafa hvatt stjórnvöld þar til að nota hið sögulega tæki- færi sem nú gefist til að semja frið við arabaríki. Þeir leggja til að slíkur samningur hafi Helsinki- sáttmálann frá 1975 að fyrirmynd. Hassan Habibi, varaforseti ír- ans, og Ali Akbar Velayati, ut- anríkisráðherra landsins, komu í gær til Sýrlands til viðræðna við þarlenda ráðamenn. íranir hafa lýst yfir áhyggjum af samkomulagi átta arabaríkja um að Sýrlendingar og Egyptar stofni friðargæslulið við Persaflóa. Stjórnmálaskýrend- ur segja að Iranir séu sárir vegna þess að þess var ekki óskað að þeir væru aðilar að samkomulag- inu. Sjá „Málamiðlun verði fund- in...“ á bls. 20. Reuter Fyrsta herfylkið heim Fyrstu bandarísku hermennirnir héldu heimleiðis í gær frá Saudi- Arabíu. Þj|ð var 24. herfylki fótgönguliðsins sem kvaddi vígstöðvarn- ar en áætlað er að 5.000 hermenn fari heim á dag að meðaltali. Samtals eru nú 540.000 bandarískir hermenn við Persaflóa. Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Óeirðir gegn stjórn Saddams breiðast út Washington. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að óeirðir sem beindust gegn stjórn Saddams Husseins Iraksforseta hefðu breiðst út undanfarna daga. Fulltrúar Kúrda segja landa sína hafa náð nokkrum borgum í Norður-írak á sitt vald og barist sé í einu af hverfum Bagdad.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.