Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 7

Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 7
 ÍL'x'itiil. wwmATm n u' '}•'* ;•■•; r Níu eldsvoðar á síðustu þremur árum frá viðtækjum: Ráðlegt að hreinsa tæk- in á þriggja ára fresti r segir starfsmaður Rafmagnseftirlitsins NÍU eldsvoða í heimahúsum má rekja til bruna í sjónvarps-, myndbandstækjum eða mynd- lyklum á síðustu þremur árum og er tíðni eldsvoða af þessum völdum meiri hér á landi en á Norðurlöndunum. Haukur Ar- sælsson hjá Rafmagnseftirliti ríkisins segir að ekki nægi að slökkva á viðtækjum heldur verði að taka þau úr sambandi vilji menn hafa vaðið fyrir neðan sig. Haukur sagði að það væri alveg ljóst að eldsvoðinn á Laugarnesvegi aðfararnótt sl. miðvikudags hafi orsakast af bruna í sjónvarpstæki, myndlykli eða myndbandstæki. Skemmdir voru það miklar í íbúð- inni að ekki var hægt að greina hvert þessara tækja olli eldsvoðan- um, þó virtist mega útiloka mynd- lykilinn þar sem hann hafði ekki verið í notkun í nokkra mánuði. Sömuleiðis virtist mega útiloka myndbandstækið og tölvu sem einn- ig var við viðtækjasamstæðuna því hún hafði ekki brunnið að ráði. Hins vegar var sjónvarpið nánast brunnið upp til agna, að sögn Hauks. Að mati Rafmagnseftirlitisins eru það agnir úr andrúmsloftinu, þræðir úr teppum og annað slíkt sem setjast inn í viðtækin og hjá því verði vart komist að slíkt ger- ist. Þegar þeir þrír þættir sem valda bruna, súrefni, hiti og eldsneyti, eru til staðar inni í viðtækinu getur eld- ur orðið laus. Með því að taka einn þessara þátta út, t.a.m. að taka viðtækið úr sambandi, er hægt að koma í veg fyrir eldsvoða. Ef slökkt er á sjónvarpstæki með fjarstýringu er straumrásin aðeins rofin en spenna er ennþá í tækinu. Sama gildir um myndbandstæki og mynd- lykla. Myndlyklar eru hættulegri að því leyti að spennir í tækinu er alltaf virkur þrátt fyrir að straum- rásin sé rofin þannig að alltaf er spenna í tækjunum. í nokkrum tilfellum myndast hit- inn frá þéttum sem springa inni í viðtækjum og eða jafnvel of lítið bil á milli tveggja andstæðra póla sem orsaka skammhlaup. Haukur sagði að ráðlegt væri að láta hreinsa viðtæki á minnst þriggja ára fresti. Bilanatíðni Lnútímaviðtækjum væri það lítil að oft gætu liðið mörg ár, allt að tíu ár, áður en farið er með tæki í viðgerð, en það fyrsta sem rafeindavirki gerir áður en viðgerð hefst er að hreinsa ryk og ló úr tækinu. Haukur kvaðst merkja það af viðbrögðum hjá rafeindavirkjum að fleiri sjónvarpseigendur láta hreinsa tæki sín en áður og sérstaklega í kjölfar umfjöllunar í ijölmiðlum um eldsvoða um síðustu áramót sem talinn var stafa frá myndlykli og eldsvoða í Herkastalanum á síðasta ári út frá sjónvarpstæki. Hann sagði að það væri ekkert eitt vörumerki Ekki er nóg að slökkva á sjónvarpstækjnu með fjarstýringunni. öðrum fremur sem ylli slíkum elds- Upplýsingar Rafmagnseftirlits- ins um fjölda bruna frá viðtækjum hér á landi hafa verið kynntar fyrir fulltrúum sambærilegra stofnana á voðum, hann hefði fengið allar teg- undir inn á sitt borð, allt frá Bang og Olavsen-tækjum til kínverskra sjónvarpstækja. hinum Norðurlöndunum, og voru þeir sammála um að tíðni eldsvoða af þessum sökum væri meiri hér á landi, að sögn Hauks. Alvöru amerískur glæsivagn með 3.0 L V-B vél, fjögurra þrepa sjálf- skiptingu, framhjóladrifi og meira til, fyrir aðeins kr. 1.545.000,- Djass: Skúli Sverris- son og Full Circle koma HINGAÐ til lands er væntanleg djasssveitin Full Circle en sæti í henni á Skúli Sverrisson bassa- leikari. Hljómsveitin er á leið í tónleikaför til Norðurlanda en mun halda tvenna tónleika 21. og 22. mars í Púlsinum og kynna efni sem er á nýrri hljómplötu sem var tekin upp í Brasilíu og gefin er út af Sony-Music í Bandaríkjunum. Hljómsveitin var stofnuð fyrir fimm árum en Skúli gekk til liðs við hana í fyrra. Aðrir í sveitinni eru Karl Lundenberg hljómborðs- leikari, Anders Bostrom flautu- og hljómborðsleikari, Philip Hamilton , ásláttarleikari og raddari og Dan | Riser trommuleikari. Full Circle S hefur gefið út tvær plötur og sú | þriðja, Secret Stories, kemur út á = næstu dögum. Hún var tekin upp 5 í Brasilíu og naut sveitin liðsinnis þarlendra ásláttarleikara og söngv- ara, þar á meðal Gilberto Gil, sem er einn kunnasti söngvari og laga- smiður Brasilíumanna í jassbræð- ingstónlist. H R A.mcrískir bílar eru ekki settir í flokk með mörgum öðrum bílum. Þeir eru þekktir sem tákn um öryggi, gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bíla. Okkur er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga; bíll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til amerískra bíla. Fyrir 1.545.000,- erum við ekki að bjóða einfalda snauða útgáfu af bílnum, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft- Kynnstu veglegum glæsívagni á viðráðan SPARNEYTIN 3.0 L V - 6 V E L mikil enspameytin3.0LV-6vél,aflstýri,rafdrifnar rúður og útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting, samlæsing hurða, ffamhjóladrif, diskhemlar bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl. Bfllinn er auk þess sér- lega rúmgóður, fallega innréttaður, með stóru farangursrými og glæsilegur f útliti. JÖFUR HR NÝBÝLAVEGI2. SlMl 42600 legu verði - kynnstu Chrysler Saratoga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.