Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991
AF INNLENDUM
VETTVANGI
EFTIR STEINGRÍM SIGURGEIRSSON
Málefnagruridvöllur landsfundar Sjálfstæðisflokksins:
Fyrirkomulag fiskveiða o g
afstaðan til Evrópubanda-
lagsins verða mál málanna
LANDSFUNDUR er æðsta vald Sjálfstæðisflokksins í stefnumótun
sem öðrum málum og ályktanir hans vega þungt ekki síst á kosninga-
ári. Það hefur verið talið skipta miklu að flokkurinn markaði sér
skýra framtíðarstefnu í mikilvægum málaflokkum á borð við sjávar-
útvegsmál og Evrópumál en um þau mál hefur verið deilt hart inn-
an flokksins að nndanförnu. í þeim drögum að ályktunum sem lögð
hafa verið fyrir landsfundinn er lögð áhersla á að Sjálfstæðisflokkur-
inn fari með stjórn ráðuneytis sjávarútvegsmála í næstu ríkisstjórn.
Hugmyndum um sölu veiðileyfa er hafnað í drögunum en lagt til
að fijáls verslun með veiðiheimildir verði að hluta til takmörkuð
við almenningshlutafélög. í Evrópumálum er hugsanleg aðild að
Evrópubandalaginu ekki útilokuð. Hins vegar er lögð áhersla á að
úttekt á áhrifum fiskveiðistefnu EB á ísland utan og innan banda-
lagsins verði gerð. Þá er skilyrt í drögum að sjávarútvegsmálaálykt-
un að samskiptin við EB verði þannig að forræði yfir fiskimiðunum
haldist hjá íslendingum. Drögin að málefnaályktunum landsfundar
verða á næstu dögum rædd í málefnanefndum á fundinum.
Ganga má út frá því með nokk-
urri vissu að um fá önnur
málefni verði eins hart deilt á
landsfundinum og stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í sjávarútvegsmál-
um enda er sú málefnanefnd á
landsfundi sem um þau mál fjallar
ávallt með þeim allra fjölmennustu.
Innan flokksins hefur á undanförn-
um misserum átt sér stað mikil og
heit umræða um framtíðarskipulag
fiskveiða og menn að mestu skipst
í tvær fylkingar. Annars vegar
þeir sem í stórum dráttum eru sátt-
ir við núverandi kvótakerfi “og hins
vegar þeir sem telja að taka beri
upp annað kerfi. Hafa menn þá
oftast staðnæmst við kerfí er bygg-
ist á sölu veiðileyfa í einhveiju
formi.
Helstu röksemdir andstæðinga
kvótakerfísins eru að með því sé
verið að færa útgerðaraðilum
landsins, sem eru ekki ýkja hátt
hlutfall þjóðarinnar, helstu auðlind
íslands, fiskinn í sjónum, til eignar
um ókomna framtíð. Slík eignatil-
færsla, sú stærsta í íslandssög-
unni, sé óréttlætanleg og um hana
geti aldrei náðst sátt.
í þeim drögum að ályktun um
sjávarútvegsmál sem liggja fyrir
landsfundi er einmitt ítrekað að
Sjálfstæðisflokkurinn telji það
„mikla þjóðamauðsyn að sæmileg-
ur friður ríki um sjávarútvegsmál,
ekki aðeins innan sjávarútvegsins,
heldur með þjóðinni allri.“ Sjávar-
útvegsstefna sem taki tillit til allra
þátta hafí ekki verið mörkuð enn
og bíði þar næstu ríkisstjórnar
mikið verk. Segir síðan að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafí ekki farið
með stjórn sjávarútvegsmála sl.
tólf ár og það sé „eðlileg krafa að
stærsti stjómmálaflokkur landsins
fái þetta mikilvæga ráðuneyti í sinn
hlut í næstu ríkisstjórn.“
Lögð er til sú skipulagsbreyting
á stjórn sjávarútvegsmála að sjálf-
stæðri stofnun utan sjávarútvegs-
ráðuneytisins verði falin fram:
kvæmd laga um stjóm fískveiða. í
þeirri stofnun verði m.a. sameinað
og aukið hlutverk Fiskifélags ís-
lands varðandi hagskýrslugerð um
sjávarútveginn, eftirlit veiðieftirlits
sjávarútvegsins og ríkismat sjávar-
afurða. Stofnuninni verði einnig
falin umsjón með starfsemi til efl-
ingar tilraunaveiða og vinnslu sjáv-
arfangs. Kostnaðurinn af rekstri
hennar verði greiddur af aðilum
sjávarútvegsins og stjórn Sjávarút-
vegsstofnunar verði skipuð fulltrú-
um sjávarútvegsins og fulltrúum
kosnum af Alþingi.
Veiðileyfasölu hafnað
Meginhugsun ályktunardrag-
anna virðist vera sú að styðjast
beri áfram við núverandi kvóta-
kerfi en gera á því róttækar breyt-
ingar. Segirþarm.a.: „Frjáls versl-
un með veiðiheimildir verði tak-
mörkuð þannig, að einungis opin
hlutafélög geti aflað sér veiðiheim-
ilda umfram ákveðið hlutfall af
heildarafla landsmanna."
Er þarna tekið skref í átt til sjón-
armiða talsmanna veiðileyfasölu.
Veiðileyfasöluhugmyndinni
sjálfri er ekki beinlínis hafnað (á
hana er ekki minnst) í drögunum
að ályktun um sjávarútvegsmál.
Það er hins vegar afdráttarlaust
gert í drögum að ályktun um
skattamál. Þar segir í málsgrein
sem ber fyrirsögnina „Auðlinda-
skattur": „Hugmyndum um auð-
lindaskatt eða sölu veiðileyfa er
hafnað. Sérstaka gjaldtöku af út-
gerð (virðisauka hennar, veiðileyf-
um eða aflamagni) má hins vegar
ekki útiloka, sem leið til að tryggja
jafnræði milli útgerðar og annarra
atvinnugreina í landinu, en þá
þannig að annar atvinnurekstur
njóti þess sjálfkrafa í lægri skött-
um.“
Meðal annarra breytinga á fyrir-
komulagi sjávarútvegsmála sem
Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafði í nógu að snúast er lands-
fundarfulltrúar skráðu sig til þátttöku og fengu afhent kjörgögn
í gær.
lagðar eru til í ályktunardrögum
má nefna að mun strangari viður-
lögum verði beitt við hvers konar
misferli eða brotum á lögum og
reglum um fiskveiðar og að and-
virði ólöglegs afla og tekjum af
sölu upptækra veiðiheimilda verði
varið til aðgerða til að minnka fiski-
skipastólinn. Þá er lagt til að Hag-
ræðingarsjóður sjávarútvegsins
verði lagður niður og við hlutverki
Úreldingarsjóðs fiskiskipa taki Ald-
urslagatrygging, sem útvegsmenn
Ijármagni með iðgjöldum gegn
mótframlagi úr ríkissjóði og áður-
nefndum tekjustofnum. Loks má
nefna tillögu um að fiskiðnaðinum
verði heimilað að mynda eigin
sveiflujöfnunarsjóði til að mæta
rekstrartapi en Verðjöfnunarsjóður
sjávarútvegsins verði lagður niður.
EB-aðild ekki útilokuð
Afstaðan til þeirra breytinga
sem nú eiga sér stað í Evrópu og
hver eigi að vera framtíðartengsl
íslands og Evrópubandalagsins er
annað mál sem mjög skiptar skoð-
anir hafa verið um innan Sjálfstæð-
isflokksins.
í drögum að utanríkismálaálykt-
un segir að ljóst sé að stuðningur
við aðild að Evrópubandalaginu
vaxi jafnt og þétt í aðildarríkjum
Fríverslunarsamtaka Evrópu
(EFTA) og því hugsanlegt að
samningar um Evrópskt efnahags-
svæði (EES) „verði ekki annað en
aðlögunarsamningur EFTA-ríkj-
anna að EB. íslendingar verða að
marka sér stefnu um hve langt
þeir vilja ganga í þessum efnum.“
Síðan segir í ályktuninni: „Sjálf-
stæðismenn útiloka ekki hugsan-
lega aðild íslands að EB í fram-
tíðinni en leggja áherslu á að gerð
verði af háifu stjórnvalda úttekt á
áhrifum fískveiðistefnu EB á ísland
utan og innan bandalagsins. Aðeins
að slíkri athugun lokinni er unnt
að svara þeirri spumingu hvort
íslendingar eigi erindi í EB.“
Stefnan í landbúnaðarmálum
ítrekuð
í drögum að ályktun um land-
búnaðarmál segir að Sjálfstæðis-
flokkurinn vilji stuðla að gagn-
kvæmum skilningi milli bænda og
neytenda. Hann sé eina stjórnmála-
aflið í landinu sem hafi burði til
að sætta sjónarmið mismunandi
hagsmunaaðila. Minnt er á þá
stefnu sem mörkuð. var á síðasta
landsfundi flokksins. Var þá sam-
þykkt að stefna bæri að því að ná
fram lækkun á búvöruverði, jafn-
vægi í framleiðslu og sölu mikil-
vægustu landbúnaðarafurða og að
„lyfta af bændastéttinni fargi mið-
stýringar og ofstjómar". Færa
ætti niðurgreiðsiur af heildsölustigi
yfir í beinar greiðslur til bænda.
Skyldi landbúnaðurinn fá svigrúm
til að ná þessum markmiðum án
þess að mæta aukinni erlendri sam-
keppni.
í drögunum segir að stefna nú-
verandi ríkisstjórnar gangi þvert á
ofangreind markmið. Hún hafi á
alþjóðavettvangi lagt fram tilboð
um aukinn innflutning búvara án
þess að boða nokkrar þær ráðstaf-
anir sem bætt ‘gætu samkeppnis-
stöðu íslensks landbúnaðar.
Fyrri stefnumótun í landbúnað-
armálum er ítrekuð og síðan segir
í drögunum: „Aðild íslands að
væntanlegu GATT-samkomulagi
og nánara Evrópusamstarfí virðist
krefjast þess m.a. að opinberum
stuðningi við lándbúnaðinn og nið-
urgreiðslum verði breytt á þann
hátt að ekki tengist um of fram-
leiðslu eða markmiði. Á vegum
Sjálfstæðisflokksins er unnið að því
að móta nýtt kerfi fyrir sauðfjár-
framleiðsluna sem í senn nái þess-
um markmiðum, skapi bændum
eðlileg afkomuskilyrði og leiði til
lækkunar ríkisútgjalda. Samhliða
verði losað um framleiðslustjórn í
greininni."
Valið um menn, vinnu
brögð og viðhorf
eftirllluga
Gunnarsson
Næstkomandi sunnudag munum
við sjálfstæðismenn velja okkur
formann. Hingað til höfum við bor-
ið gæfu til að velja hæfa rpenn til
forystu og er engin ástæðk til að
ætla að annað verði uppi á teningn-
um í þetta sinn. Nú eru í framboði
tveir hæfir menn. Að mörgu leyti
eru þeir ólíkir og liggja hæfíleikar
þeirra á mismunandi sviðum. Er því
í sjálfu sér ekkert athugavert við
það að kosið sé á milli þessara
manna. En að mínu mati er ekki
einvörðungu verið að velja á milli
manna. Hér er einnig tekist á um
vinnubrögð og viðhorf innan Sjálf-
stæðisflokksins. Það er trú mín og
margra annarra, að þegar fylgi
hrynur af flokki, illvíg innan-
flokksátök geisa og formaður á í
miklum erfiðleikum beri honum að
víkja. Við slíkar aðstæður er það
beinlínis skylda annarra forystu-
manna flokk.sins að fara fram á
móti formanni og þarf þá engin að
efast um niðurstöðuna.
Eins er það að þegar flokkurinn
nýtur mikils fylgis, friður ríkir inn-
an hans og kosningar á næsta leiti,
er það skylda allra flokksmanna að
standa þétt að baki formanni sínum.
í þeirri stöðu er Sjálfstæðisflokkur-
inn núna. í ljósi þessa ber að harma
framboð núverandi varaformanns
gegn formanninum. Á landsfundin-
um verður því ekki einungis kosið
á milli Þorsteins og Davíðs, heldur
einnig á milli viðhorfa og vinnu-
bragða. Það hlýtur að vera mikil-
vægt að formenn Sjálfstæðisflokks-
ins geti í framtíðinni treyst því að
standi þeir sig vel í störfum sínum
í þágu flokksins muni þeir njóta
þess í traustu fylgi flokksmanna
sinna. Því er það lífsnauðsynlegt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að styðja
núverandi formann flokksins Þor-
stein Pálsson.
Hörundur er landsfundarfulltrúi
fyrir FUS, Vestur-ísafjardarsýslu.
,.En að mínu mati er
ekki einvörðungu verið
að velja á milli manna.
Hér er einnig tekist á
um vinnubrögð og við-
horf innan Sjálfstæðis-
flokksins.“
Tekjur og gjöld hins opinbera 1945-1989:
Ellefu hallaár - þijá-
tíu o g fjögur tekjuár
Opinber útgjöld hafa hækkað úr 21% af vergri landsframleiðslu
[VLF] árið 1945 í tæplega 40% árið 1989, að því er segir í riti Þjóð-
hagsstofnunar: „Búskapur hins opinbera 1980-1989“. Árlegur meðal-
vöxtur opinberra útgjalda hefur verið 6,3%, eða um 2% umfram
hagvöxt.
Opinber útgjöld voru 5% af lands-
framleiðslu um aldamótin en nálægt
40% árið 1989. Þau hafa sjö til
áttfaldast á framangreindu árabili
umfram vöxt landsframleiðslu. Op-
inber þjónusta hefur næstum 80-
faldast að raungildi á mann á öld-
inni.
„Sé dregin upp mynd af heildar-
tekjum, útgjöldum og tekjuafkomu
hins opinbera í hlutfalli af VLF á
árunum 1945 til 1989, sést, að
tekjuhalli á opinberum búskap hef-
ur aðeins verið í 11 ár af þessum
45. Hin árin var tekjuafgangur. Að
meðaltali hefur tekjuafgangurinn
verið um 1% af VLF á ári“ , segir
í fréttatilkynningu Þjóðhagsstofn-
unar. Tekjuafgangur var mestur á
árunum 1951-52, eða 4-5% afVLF.
Tekjuhallin var hins vegar mestur
á árunum 1974-75, eða um 3% af
VLF.
Eftímabilið 1980-1989 erskoðan
sérstaklega kemur fram, að umsvif
hins opinbera hafa aukizt um 21%
umfram hagvöxt, samkvæmt þess-
um mælikvarða. Opinber útgjöld
voru 31,6% af VLF í upphafi ára-
tugarins en 39,3% á árinu 1989.
Tekjuafkoma, sem tekur tillit til
útgjalda til fjárfestinga og fjár-
magnstilfærslna, sýnir, að aðeins
var um tekjuafgang að ræða á árun-
um 1980-82 og 1984, en tekjuhalla
öll hin árin. Mestur var tekjuhallinn
á árunum 1983, 1986 og 1989, eða
l, 8%, 3,9% og 2,9% af VLF. A þess-
um árum yfirtók ríkissjóður 735
m. kr. skuldir orkuveitna.