Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 20

Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 20
MORGUNBLAÐIÐI PÖSTlTDÁGUtííg;- WkmWM 20 Gorbatsjov á sovéska þinginu: Sakar þingmenn Rússlands um að ýta undir verkföll Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, gagnrýndi í gær, í ræðu sem hann flutti á sovéska þinginu, þingmenn lýðveldisins Rússlands harðlega fyrir að kinda undir óróleika á vinnu- markaðinum. Lét hann þessi orð falla í kjölfar þess að verkföll kolanámumanna, sem staðið hafa síðan fyrir helgi, héldu áfram að breiðast út. Þó að Gorbatsjov nefndi ekki nein nöfn í ræðu sinni er talið ljóst að hann hafi þarna átt við rót- tæka þingmenn, sem styðja Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Gorbatsjov sagði einnig á þing- inu að nýr samningur um sovéska ríkjasambandið, sem nú væri í undirbúningi, gæti orðið til þess að bjarga því frá upplausn. Emb- ættismenn gáfu hins vegar í skyn að hugsanlegt væri að ríkið myndi breyta um nafn. Borís Jeltsin vísaði í gær á bug þeirri fullyrðingu Gorbatsjovs að gagnrýni róttækra umbótasinna á hann gæti leitt til borgarastyrjald- ar í Sovétríkjunum. Hafði forseti Sovétríkjanna látið svo ummælt í ræðu sem hann hélt í Hvíta-Rúss- landi í síðustu viku. „Eg er þess fullviss að ekki sé hætta á borg- arastyijöld í landinu,“ sagði Jeltsín í útvarpsávarpi. Það sem ógnaði landinu væri ekki barátta umbóta- sinna fyrir meira lýðræði heldur skrifræðið er berðíst fyrir lífi sínu. Sovéska þingið kaus í gær tíu fulltrúa í nýtt ráð, Öryggisráðið. Flestir þeir sem kosnir voru í ráð- ið eru harðlínumenn úr Kommúni- staflokknum en einnig var kosinn í þáð Vadím Bakatín, fyrrum inn- anríkisráðherra, sem telst fijáls- lyndur í skoðunum. Nánum sam- starfsmanni Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, var hins vegar hafnað við kjörið. Bakatín var á lista frá Gor- batsjov yfir þá tíu menn sem hann vildi fá kjörna í Öryggisráðið og er það talið benda til þess að hann vilji ekki slíta með öllu tengslin við fijálslyndu öflin í Sovétríkjun- um þó að hann hafi að undanförnu hallað sér æ meir að harðlínu- mönnum. í ræðu sem Gorbatsjov flutti á þinginu kom fram að hið nýja ráð á að íjalla um öryggismál í víðustu merkingu þess orðs. Stofnun Öryggisráðsins er hluti af stjórnkerfisbreytingum sem gera það að verkum að Míkhaíl Gorbatsjov verður jafnt æðsti maður ríkisins sem æðsti maður ríkisstjórnarinnar. Reuter Bush Bandaríkjaforseti hylltur á þingi áður en hann hefur ræðu sína. Ræða George Bush Bandaríkjaforseta: Málamiðlim verði fundin í deilum Israela og araba Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti flutti ræðu á sameinuðum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Hann hyllti liðsmenn og stjórnendur herafla bandamanna við Persaflóa fyrir sigurinn í stríðinu gegn írökum, einkum Norman Schwarzkopf hershöfðingja. Forsetinn minnti síðan á að þátttaka Bandaríkjanna í friðarviðleitni í Mið-Austurlöndum gæti ekki verið á enda þótt búið væri að frelsa Kúveit. Treysta þyrfti öryggi á þess- um slóðum til frambúðar og hindra útbreiðslu gereyðingarvopna og eldflauga sem flutt geta slík vopn. Tími væri kominn til að ágreiningur Israels og arabaríkja yrði jafnaður með málamiðlun, einnig yrði að leysa deilu Palestínumanna og ísraela. ERLENT Bush minnti á nauðsyn þess að komið yrði á nýrri tilhögun öryggis- mála í Mið-Austurlöndum. Ekki væri til nein algild bandarísk lausn á vandanum. Bandamenn og vina- þjóðir Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum yrðu að skilja að þau yrðu sjálf að bera byrðarnar að mestu. Bandaríkin myndu aðstoða en ekki með því að hafa herlið að staðaldri á Arabíuskaganum. Á hinn bóginn myndu Bandaríkja- menn taka þátt í sameiginlegum 'ieræfingum jafnt landheija sem flugheija. Einnig myndu þeir sem fyrr hafa umtalsverðan flotastyrk á þessum slóðum. Bush sagðist vilja leggja áherslu á að það væri í þágu mikilvægra hagsmuna Bandaríkja- manna að pólitískt jafnvægi og ör- yggi ríktu við Persaflóa. „Öll vitum við hve djúpstæð beiskjan er sem hefur gert deilur ísraela við nágranna sína svo heift- arlegar og erfiðar viðfangs. En í átökunum sem nú er nýlokið hafa ísraelar og margar arabaþjóðir þurft að kljást við sama árásaraðil- ann. Öllum deiluaðilum ætti nú að vera orðið ljóst að eigi að takast að koma á friði í Mið-Austurlöndum verður að sættast á málamiðlun. Allir myndu jafnframt hagnast á friði. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að brúa bilið milli ísraels og arabaríkjanna — og milli ísraela og Palestínu- manna. Aðferðir hermdarverka- manna leystu engan vanda — eina færa íeiðin er samningaleiðin. Raunhæfir friðarsamningar verða að byggjast á ályktunum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242 og 338 og þeirri grundvallar- forsendu að landsvæðum verði skil- að gegn því að friður verði tryggð- ur. Á þessum grundvelli verður að tryggja Israel öryggi og viðurkenn- ingu og jafnframt að Palestínumenn fái að njóta lögmætra pólitískra réttinda. Lausnir á öðrum forsend- um myndu hvorki tryggja réttlæti né öryggi. Það er kominn tími til að binda enda á deilur araba og ísraela." Ályktanirnar sem Bush nefndi voru samþykktar eftir stríð ísraela og araba, hin fyrri 1967 en síðari 1973. í þeim er kveðið á um að ísraelar ’dragi heri sína frá land- svæðum sem þeir hernámu 1967 og jafnframt að arabaríki viður- kenni tilvistarrétt Ísraelsríkis. Landsvæðin eru vesturbakki árinn- ar Jórdan og Gaza-svæðið, bæði að mestu byggð Palestínpmönnum, einnig Golan-hæðir sem ísrael tóku af Sýrlendingum og eru afar mikil- vægar frá herfræðilegu sjónarmiði. Þingmenn tóku rúmlega hálftíma ræðu forsetans með kostum og kynjum og varð hann að stöðva mál sitt meira en tuttugu sinnum vegna fagnaðarláta. Bush er nú vinsælasti forseti Bandaríkjanna í meira en fjóra áratugi samkvæmt skoðanakönnunum. EB sakað um að útrýma fiskistofnum við Kanada Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KANADÍSK stjórnvöld hafa sakað Evrópubandalagið (EB) um stór- fellda ofveiði við Kanada sem stefni fiskstofnum þar í útrýmingar- hættu. Kanadamenn hafa áætlað að á síðasta ári hafi floti EB veitt rúmlega 70.000 tonn sem er fimmfaldur kvóti þeirra á þessum fiski- miðum. Undanfarin ár hafa staðið harðar deilur á milli Kanada og EB vegna Saddam felur grimmasta handbendi sínu að bæla niður uppreisn shíta: Var sinnepsgasi beitt gegn uppreisnarmönnum í Basra? Nikosíu. Kúveitborg. The Daily Telegraph. SADDAM Hussein, forseti Iraks, hefur falið grimmasta hand- bendi sínu að stjórna aðgerðum til að bæla niður uppreisn shíta og Kúrda í landinu. Á sama tíma og stjórnarherinn virtist hafa náð næststærstu borg landsins, Basra, á sitt vald aftur skipaði Saddam náfrænda sinn, Ali Hassan al-Mejid, í embætti innanríkis- ráðherra. Leyniþjónustumenn breska hersins telja að liðsmenn Lýðveldisvarðarins hafi skotið sinnepsgashylkjum úr skriðdrekum til að brjóta á bak aftur uppreisn shíta í Basra um helgina. Þess- ari grimmdarlegu aðferð beitti al-Mejid til að bijóta á bak aftur uppreisn Kúrda í norðurhluta landsins árið 1988. AI-Mejid stjórnaði herferðinni Persaflóa, hafa fengið smjörþef- gegn Kúrdum í lok Persaflóastr- íðsins árið 1988 þegar allt að 5.000 óbreyttir borgarar voru drepnir með eiturgasi í fjallabæn- um Halabja. Hann var skipaður landstjóri Kúveits skömmu eftir innrás íraka í landið. Er hann gegndi því embætti stóð hann fyrir grimmdarlegum aðgerðum gegn kúveiskum andspyrnumönn- um. íbúar Basra, sem voru um tvær milljónir fyrir stríðið fyrir botni inn af því hvernig stjórnin í Bagdad hyggst bregðast við upp- reisnartilraunum. Areiðanlegustu upplýsingarnar til þessa um upp- reisnina í suðurhluta íraks hafa komið frá ofursta í kúveiska hern- um, Matar Said al-Matar, sem uppreisnarmenn úr röðum shíta frelsuðu úr fangelsi í Basra. Hann sagði að uppreisnarmennirnir hefðu náð borginni algjörlega á sitt vald á laugardag, drepið borg- arstjórann og hemumið allar lög- reglustöðvar og -skrifstofur Ba- ’athflokksins, valdatækis Sadd- ams. „Þeir báðu mig að fara þess á leit að alþjóðlegar hersveitir kæmu þeim til hjálpar," sagði hann við fréttaritara Reuters er hann kom til Kúveits. „Þeir sögðu að annars myndi Lýðveldisvörður- inn koma og tortíma þeim.“ Al-Matar sagði að þetta hefði einmitt gerst í Basra á sunnudag er hann var á leið frá borginni. Lýðveldisvörðurinn hefði gert ár- ás á borgina á skriðdrekum fyrir dagrenningu. „Konur og börn voru drepin og skriðdrekar sprengdu hvert húsið á fætur öðru í loft upþ,“ sagði hann og bætti við að svipað hefði gerst í nálæg- um bæ, Zubayr, þegar hann átti þar leið um. Vinsælar tilskipanir Saddams Liðsmönnum Lýðveldisvarðar- ins og öðrum hermönnum var heitið háum aukaþóknunum á miðvikudag fyrir að sýna Saddam hollustu. Liðsmenn Lýðveldisvarð- arins fengju 100 dinara, um 16.000 ÍSK, aukalega á mánuði, aðrir hermenn helmingi minna. Sagt var að þetta væru laun þeirra fyrir „hetjulega framgöngu í móð- ur allra bardaga og fyrir að veija írak“. Saddam hyggst ekki aðeins bæla niður uppreisnartilraunir með hörku heldur reynir hann einnig að halda landsmönnum góðum með vinsælum tilskipun- um. Hann hefur aukið skammtinn af sykri, barnamat og sápu um fjórðung og lofað að auka hann frekar á næstunni. Hann hefur einnig fyrirskipað að hætt skuli að innheimta gjöld fyrir raforku, síma og vatn þar til annað verður ákveðið. veiða utan kanadískrar lögsögu á svæði sem stjórnað er af Norð- vestur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- inni. Á siðasta ári úthlutaði nefndin EB 15.377 tonnum en bandalagið ákvað sér einhliða kvóta upp á 27.400 tonn. Samkvæmt kanadísk- um áætlunum varð afli EB árið 1990 rúmlega 70.000 tonn sem er í engu samræmi við kvótana. Það hefur verið ásetningur fram- kvæmdastjómar EB að hlíta kvóta- ákvörðunum NAFO-nefndarinnar en ljóst er að fiskimennirnir, fyrst og fremst Spánveijar og Portúgal- ir, láta sér hann í léttu rúmi liggja. Kanadamenn vilja að nú þegar verði boðað til skyndifundar í nefnd- inni til að fjalla um þetta mál og aðgerðir til að tryggja eftirlit sem dugir. Kanadísk stjórnvöld hafa sent framkvæmdastjórn EB form- leg mótmæli auk þess sem sendi- herrar Spánar og Portúgals voru kallaðir fyrir og þeim gerð grein fyrir hversu alvarlegum augum Kanadamenn litu þessa ofveiði. Manuel Marin, framkvæmdastjóri fiskimála innan EB, hefur lagt mikla áherslu á bætt samskipti við Kanada jafnt sem aðrar þjóðir á sviði fiskveiðisamskipta. Ljóst er, séu þessar aflatölur Kanadamanna réttar, að stefna harts hefur beðið mikinn hnekki. Sjálfur hefur Marin hótað aðildarríkjunum að fram- kvæmdastjórnin skili aftur til þeirra umboðinu til að stjórna fiskveiðum bandalagsins þar sem aðildarríkin hafi til þessa daufheyrst við öllum tillögum um endurbætur á fiskveiði- stefnunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.