Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 21 Ítalía: Reuter Þúsundir albanskra flóttamanna um borð í flutningaskipinu Lirija stökkva í land í itölsku hafnarborginni Brindisi í gær. Brindisi. Reuter. FIMMTÁN manns urðu fyrir meiðslum þegar þúsundir svangra Albana.börðust um matvæli sem dreift var þegar þeir gengu í land í ítölsku hafnarborginni Brindisi í gær eftir nokkurra daga sjóferð frá Albaniu. Til uppþota kom við höfnina þegar flóttamennirnir flykktust að bráðabirgðaskýli þar sem mjólk og kexi var dreift. Starfsmenn hjálparstofnunarinnar, sem stóð fyrir dreifingunni, urðu felmtri slegnir og köstuðu mjólkurhyrnum og kexpökkum í hópinn til að halda fólkinu í burtu. Margir flótta- mannanna höfðu ekki fengið mat í þijá daga og þeir duttu hver um annan er þeir reyndu að ná mat- vælunum. Sjúkrabifreiðar fluttu nokkra á sjúkrahús en gert var að meiðslum annarra á bryggjunni. Margir flóttamannanna reyndu að forða sér og klifruðu aftur um borð í flutningaskipið Lirija, sem flutti þá frá Albaníu. 57 ára gamall flóttamaður og fímmtán ára gamall sonur hans sýndu fréttamönnum veraldlegar eigur þeirra - brúnt umslag fullt af myndum af fjölskyldunni. Hann sagði að flóttamennirnir hefðu náð skipinu á sitt vald í albönsku hafn- arborginni Durres á mánudag en ekki getað lagt af stað fyrr en á miðvikudag. Aður en skipið lagðist að bryggju var 21 árs ófrísk kona flutt í land á vélbáti er hún hafði fengið fæðingarhríðir. Um 12.000 Albanir reyndu að komast með skipum og bátum til Ítalíu í gær, samkvæmt áætlunum ítalskra embættismanna. Um 7.000 Albanir voru um borð í skip- um við bryggju í Brindisi og-um 5.000 í bátum í grennd við höfn- ina. „Margir þessara báta eru i hættu vegna þess að fólkið sem hefur tekið þá kann ekki að sigla þeim,“ sagði hafnai-vörður í ítölsku Þving’aðir til að hreinsa eigið blóð Jóhannesarborg. Reuter. EITT helsta vitnið í réttarhöldunum yfir Winnie Mandela í Suður- Afríku skýrði réttinum frá því í gær að hann og þrír aðrir blökku- menn, sem haldið var nauðugum á heimili hennar, hefðu verið neydd- ir til að hreinsa eigið blóð af veggjum herbergis þar sem hún hafði barið og húðstrýkt þá. Nelson Mandela, eiginmaður sak- borningsins og leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, fylgdi konu sinni til réttarins en hlýddi ekki á vitnis- burðinn. Vitnið, Kenneth Kgase, 31 árs, sagði að foringi lífvarða Wirinie Mandela, Jerry Richardson, hefði skipað honum og félögum hans að hreinsa eigið blóð af veggjum her- bergisins eftir að hún og lífverðirn- ir höfðu misþyrmt þeim. Hann hefði einnig þurft að hreinsa blóð félaga síns, Stompie Seipei, í öðru her- bergi eftir að hann hefði verið bar- inn til óbóta. Seipei var þá fjórtán ára gamall. Hann fannst látinn nokkru síðar, með svöðusár á háls- inum. Richardson var dæmdur til dauða í fyrra fyrir morðið. Læknir kvaðst hafa rannsakað Kgase, Seipei og þriðja fórnarlamb- ið, Barend Mono, eftir misþyrming- arnar. Hann sagði að rannsóknin hefði leitt í ljós að þeir hefðu verið barðir með hnefum, húðstrýktir og sparkað hefði verið í þá. Kgase sagði að Richardson hefði lokað fjórmenningana inni eftir barsmíðarnar. Hann hefði síðan kynnt þeim „heimilisreglur“ Winnie Mandela. Fyrsta reglan hefði verið að ekki mætti kalla hana annað en „mömmu“. Önnur var að þeir mættu ekki flýja, annars yrði þeim refsað. Kgase sagði að Richardson hefði sagt þeim að Stompie ætti ekki langt eftir ólifað þar sem hann hefði gert eitthvað af sér. „Stompie var illa útleikin," sagði hann. „Hann var með kúlu á höfðinu. Þegar hann reyndi að borða kastaði hann upp.“ Kgase sagði að hann, Mono og Mekgwe hefðu verið neyddir til að liðsinna Richardson við að ráðast með hníf á annað ungmenni, sem hefði neitað að ganga í lífvarða- sveit Mandela, sem kölluð hefur verið Mandela United Football Club. Réttarhöldin yfir Winnie Mandela: hafnarborginni Bari. Sjónvarpið í Albaníu sýndi myndir af þúsund- um manna til viðbótar, sem biðu við hafnir í suðurhluta landsins eftir báti til Ítalíu. Reuter Stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins í Suður-Afríku fagna Winnie Mandela, eiginkonu Nelsons Mandela, leiðtoga samtakanna, er hún gengur inn í dómshúsið í Jóhannesarborg. Hún hefur verið sökuð um að hafa misþyrmt fjórum ungum blökkumönnum, sem haldið hafi verið nauðugum á heimili hennar. Hernám Kúveits: Hundsuðu stjórnvöld viðvörun um innrás? Kúveit-borg. Reuter. Fyrrverandi hermálafulltrúi við ræðismannsskrifstofu Kú- veits í Basra, næststærstu borg íraks, segist hafa sent kúveisk- um stjórnvöldum nákvæmar upplýsingar um áform íraka nokkr- um dögum fyrir innrásina 2. ágúst en þau hafi kosið að hundsa upplýsingarnar. Hann segir að al-Sabah-ættin sem öllu ræður í Kúveit hafi fremur viljað trúa heitstrengingum Saddams Hus- seins sem sagði ráðamönnum Egyptalands og Saudi-Arabíu að liðsafnaðurinn við kúveisku landamærin merkti alls ekki að innrás væri í aðsigi. Hermálafulltrúinn, Matar Said al-Matar ofursti, skýrði frá þess- um atburðum á blaðamannafundi en hann slapp úr írösku fangelsi sl. sunnudag. Matar segist hafa aðstoðað andspyrnuhreyfinguna í Kúveit um hríð eftir innrásina en upp hafi komist um njósnastörf hans í október er írakar fundu skeyti frá honum í stöðvum kú- veiska hersins þar sem hann gat nokkurra íraskra heimildar- manna. Hann sagði yfirmann írösku leyniþjónustunnar hafa beitt sig pyntingum til að reyna að fá uppgefin fleiri nöfn á írösk- um uppljóstrurum. „Kúveiska stjórnin vissi um áætlunina og tímasetninguna,“ sagði Matar. Hann lýsti því hvern- ig hann hefði kannað vandlega áðurnefndar upplýsingar aðfara- nótt 25. júlí en þær sagðist hann hafa fengið hjá íröskum heimild- armönnum í Lýðveldisverðinum og síðan sent þær áleiðis til Kú- veit. Er hér var komið sögu stöðv- aði kúveiskur ráðherra, Suleiman Mutawa, blaðamannafundinn á þeirri forsendu að ekki hefði verið fengið leyfi fyrir honum hjá her- yfirvöldum. Áður höfðu æstir embættismenn hvatt Mutawa til að stöðva fundinn. Kúveitar höfðu til umráða geysifullkomið eftirlitskerfi sem hægt var að nota til að fylgjast með hreyfingum íraska hersins og nutu m.a. aðstoðar frá gervi- hnöttum í þessu sambandi. Stjórn Kúveits flúði land eftir innrásina og ljóst er að skipuleg andspyrna af hálfu hersins við ofurefli innr- ásarliðsins var lítil. Óbreyttir her- menn og lágt settir liðsforingjar börðust þó sums staðar af hörku við íraka fyrstu dagana auk þess sem andspyrnuhreyfingin gerði hernámsliðinu marga skráveif- una. FERMINGAR1991 STVLKUR DRENGIR Jakki Síðbuxur Bermúdabuxur Blússa kr. 9.980,- kr. 4.990,- kr. 3.980,- kr. 2.980,- Jakki kr. Buxur Skyrta Slaufa Bindi kr. 9.980,- kr. 4.490,- kr. 2.980,- kr. 1.090,- kr. 1.590,- Wh. Mittislindasett kr. 3.990,- (imKARNABÆR LAUGAVEGI 66 - SÍMI 22950 Uppþot á meðal þúsunda flóttamanna frá Albaníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.