Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 27

Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 27
ieeí SHAM .8 HUOA(IUTSÖ'ii GlQAJaMUOaOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 as 27 - Morgunbladið/Rúnar I>ór Myndakeppni um Múlagöng Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti ungum Ólafsfirðingum verðlaun í teiknimyndasam- keppni sem efnt var til í tilefni af formlegri vígslu Múlaganga í síðustu viku. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar eldri barna og ungl- inga á aldrinum 11-15 ára og hins vegar 6-10 ára bama. Viðar Svansson hlaut 1. verðlaun í yngri flokknum, Anita Veigarsdóttir 2. verðlaun og Matt- hildur Kjartansdóttir hlaut 3. verðlaun. í eldri flokkn- um vann mynd Fjólu Jónsdóttur, Guðni Þrastarson varð í 2. sæti og Jóna G. Guðmundsdóttir í því 3. Á myndinni eru verðiaunahafar með forsetanum. Iðunn sýnir í Gamla Lundi IÐUNN Ágústsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 14. Sýn- ingin verður opin fram til sunnu- dagsins 17. mars næstkomandi. Á sýningunni eru á milli 40 og 50 myndverk, pastelmyndir, verk máluð á silki og einnig olíumálverk, einkum mannamyndir. Manna- myndir Iðunnar eru ekki til sölu, enda flestar í eigu einkaaðila, en um sölusýningu er að ræða að því er aðrar myndir varðar. Þetta er 10. einkasýningi Iðunn- ar, en hún hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Nú í vikunni var m.a. opnuð sýning í Tingvoll Kunsthall í Noregi þar sem verk eftir Iðunni eru sýnd ásamt verkum tveggja kvenna frá Akureyri, þeirra Ruthar Morgunhlaðið/Rúnar Þór Iöunn Ágústsdóttir við eitt verka sinna. Hanssen og Guðrúnar Lóu Leon- ards og ísfirðingsins Péturs Guð- mundssonar. Sýning Iðunnar í Gamla Lundi verður opin frá kl. 14 til 21 um helgar og frá 18 til 21 á virkum dögum. Ingimar í vesturför' HIN þrítuga hljómsveit, sem kennd er við Ingimar Eydal, heldur til Bandaríkjanna um helgina þar sem hún skemmtir á Islendingafagn- aði Islendingafélagsins í Washington. Þetta er fyrsta ferð Hljómsveitar Ingimars Eydal vestur um haf, en hljóðfæraleikararnir eru aftur á móti öllum hnútum kunnugir á norðlægari slóðum þar sem þessi sívinsæla hljómsveit hefur margoft skemmt landanum. Hljómsveitin er þannig nýkomin heim úr Danmerk- urferð þar sem hún skemmti á fjöl- mennu þorrablóti íslendingafélags- ins í Kaupmannahöfn. Það sem af er árinu hafa Ingimar og félagar leikið á þorrablótum og árshátíðum víðsvegar um land og er sveitin bókuð fram á sumar. Hljómsveit Ingimars Eydal á þrítugsafmæli á árinu og af því tilefni verða gefnir út geisladiskar með lögum hennar — frá því á 7. áratugnum og fram á þann 10. Lóö viö Undirhlíð: Hluti lóðar tekirni undir atvinnu- starfsemi á áður grænu svæði BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í vikunni að skipulag opins svæðis við Undirhlíð verði tekið til endurskoðunar með það fyrir augum að á hluta þess verði atvinnustarfsemi. Þrír af fjórum fulltrúum Framsóknarflokks voru á móti breytingunni. Nokkrar um- ræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar. í aðalskipulagi Akureyrar 1990— ast gegn framkomnum hugmyndum 2010 er gert ráð fyrir að lóðin við um breytingu á svæðinu, en tók fram Undirhlíð sé svokallað grænt svæði, að ekki væri búið að eymamerkja en síðasta haust barst erindi frá hvers konar starfsemi færi þarna Hjólbarðaþjónustunni við Hvanna- fram og myndu fulltrúar flokksins velli þar sem sótt er um lóð á svæð- taka afstöðu til þess eftir að lóðin inu, áhorniHörgárbrautarogUndir- hefði verið auglýst. hlíðar. Jón Kr. Sólnes, Sjálfstæðis- Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæð- flokki sem sæti á í skipulagsnefnd sagði að svæðið allt væm um 6.000 fermetrar að stærð, en með þeirri breytingu sem lögð væri til væri gert ráð fyrir að röskur helmingur þess, 3.500 fermetrar, yrði tekinn undir atvinnustarfsemi, einkum verslun og þjónustu. Þórarinn E. Sveinsson, Framsókn- arflokki sagði það ekki góða stefnu ef taka ætti græn svæði undir bygg- ingar í livert sinn sem einhverjum dytti í huga að byggja á umræddum svæðum. Hann sagði ekki farsælt að byggja á svæðinu við Undirhlíð. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, sagði að samþykkt aðalskipu- lag væri eklri heilög kýr sem ekki mætti hrófla við, þvert á móti ætti skipulagið að vera í sífelldri endur- skoðun. Bjöm Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, tók í sama streng og Gísli Bragi og sagði að engin rök mæltu gegn því að hluti svæðisins yrði tekinn undir atvinnustarfsemi. Hann sagði að vissulega yrðu menn að gæta þess að ganga ekki um of á grænu svæðin, en varpaði fram þeirri spurningu hvort skynsamlegt væri að hafa svo mikið af slíkum svæðum í bæjarlandinu að ekki væri unnt að hirða þau svo sómi væri að. Heimir Ingimarsson, Alþýðu- bandalagi, sagði flokkinn ekki leggj- isflokki, sagði að við gerð aðalskipu- lags væri það oft svo að er ekki fyndust lausnir á því hvers konar starfsemi ætti að vera á ákveðnum stöðum væru þau sýnd sem græn svæði. Nú hefði einstaklingur sýnt því áhuga að kóma á umræddum stað upp atvinnustarfsemi og við það væri ekkert að athuga. Hann sagði að ekki þyrfti að koma til breytinga á aðalskipulagi þó hluti svæðisins yrði tekin undir atvinnustarfsemi, nægði að sýna það á deiliskipulagi. Hljómsveit Ingimars Eydal, í efri röð frá vinstri: Snorri Guðvarðar- son, Grímur Sigurðsson, Inga Eydal og Þorleifur Jóhannsson, en í neðri röðinni eru þeir Brynleifur Hallsson og Ingimar Eydal. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - Þ AÐ ER GALDURINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.