Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1?91
f 82
Ulfar Ulfars-
son - Minning
Fæddur 5. janúar 1963
Dáinn 3. mars 1991
í dag kveðjum við góðan dreng
og mikinn vin, Úlfar Úlfarsson. Það
er mikill harmur þegar ungur mað-
ur fellur skyndilega frá í blóma lífs
síns. Þó vinur okkar sé ekki lengur
meðal vor þá er hann ljóslifandi í
hugum okkar og allar þær góðu
minningar sem Búffi skilur eftir sig
eru okkur mjög kærar.
’ Búffi hafði ákaflega hlýja og
ljúfa skapgerð og okkur leið vel í
návist hans. Ekki skorti hann kímn-
igáfu og gat verið fjörkálfur hinn
mesti. Við fáa var betra að ræða
sín hjartans mál en Búffa, menn
höfðu hans trúnað allan. Minnis-
stæðar eru allar þær samræðu-
stundir sem við áttum við hann og
gilti þar einu hvort umræðan sner-
ist um bókmenntirnar, stjórnmálin
eða tónlistina enda Búffi vel heima
í þessu sem öðru. Tónlistin var hans
helsta áhugamál, hann var trymbill
í hljómsveit. Mörgum stundum
eyddi hann við taktinn og undi vel.
Ef taka þurfti til hendinni innan
vinahópsins þá var Búffi ætíð fyrst-
ur á staðinn, klár í málninguna eða
flutninginn. Hann var maður mjög
vinrækinn, tryggur og orðheldinn.
Nú hefur stórt skarð verið höggvið
í okkar vinahóp, skarð sem ekki
verður fyllt. Við unnum öll Búffa
heitt og minningin um góðan dreng
mun lifa.
Við vottum foreldrum og systkin-
um Búffa, unnustu hans Sigrúnu
og Sigríði Vilmu, augasteininum
hans, okkar innilegustu samúð.
Asgeir Einarsson, Berglind
Hallgrímsdóttir, Bryndís
Hrafnkelsdóttir, Einar Örn
Jónsson, Guðný Magnúsdótt-
ir, Gunnar Gunnarsson,
Hanna Lára Steinsson, Jó-
hann Ólafur Ólason, Jóhanna
Jónsdóttir, Jón Hannes Stef-
ánsson, Karl Guðmundsson,
Karl Hjálmarsson, Katrín Lo-
vísa Ingvadóttir, Kristján Erl-
ingsson, Sigurður Sigurðsson,
Þorsteinn Kristmannsson, Þó-
runn Óskarsdóttir.
Af hverju endilega hann? Það er
sú spurning sem fyrst kemur upp
í hugann við andlátsfrétt náins vin-
ar og mágs. En maður verður að
sætta sig við staðreyndir þó það sé
erfitt á svona sórgarstundum. Búffi
var ekki gamall þegar kallið kom
óvænt, aðeins 28 ára.
Hann var mér eins og bróðir
enda ekki nema 9 ára þegar ég var
svo lánsöm að hitta hann fyrst,
fallegur og yndislegur drengur,
nýbúinn að eignast systur sína Ingi-
björgu.
Búffi var dulur og tilfinninga-
næmur, og hafði góðan mann að
geyma, það vissum við vel sem
þekktum hann náið, en hann var
sú manngerð sem fór ekki mikið
fyrir. Mér þótti afskapiega vænt
um þennan dreg. Við náðum oft vel
saman og gátum rætt málin þó svo
við værum ekki alltaf sammála. En
það var alltaf notalegt að hitta
hann og yfirleitt bráðnaði ég fljót-
lega þótt ég hafi verið ákveðin í
að segja mína meiningu um hin
ýmsu mál.
Hann var svo lánsamur að hefja
störf hjá Prentsmiðju Guðmundar
Benediktssonar og fjölskyldu í
Kópavogi og vissi ég hve vel honum
líkaði að starfa þar, enda um ein-
staklega gott fólk að ræða sem
studdi hann og hvatti allt til dauða-
dags.
Búffi lætur eftir sig yndislega
sjö ára dóttur, Sigríði Vilmu, sem
var augasteinninn hans. Megi góður
guð styrkja hana, elskulega tengda-
foreldra mína og okkur öll í þessari
miklu sorg. En við eigum alltaf eft-
ir minninguna um góðan og ljúfan
dreng.
Brynja Vermundsdóttir
Úlfar Úlfarsson var borinn Reyk-
víkingur, fæddur 5. janúar 1963.
Foreldrar hans eru Jónína Jóhanns-
dóttir og Úlfar Guðjónsson, áður
iðnrekandi. Úlfar var offsetljós-
myndari að mennt, hóf nám sitt
haustið 1982. Hann starfaði hjá
fyrirtækinu Myndamótum hf. til
vors 1986, en þá réðst hann til
prentstofu minnar og starfaði þar
til æviloka. Úlfar var listrænn og
því fagmaður góður og vandvirkur
svo eftir var tekið. Hann hafði fág-
aða framkomu, var frekar hlédræg-
ur, lagði öllum gott til og var í öllu
dagfari til fyrirmyndar. Úlfar hafði
varið starfsmaður fyrirtækisins í
nær 5 ár er hann fannst látinn að
morgni sl. sunnudags. Það voru mér
þung spor að þurfa að bera kennsl
á þennan góða starfsmann og vin.
Ungur hóf Úlfar sambúð með
Huldu Einarsdóttur og áttu þau
dótturina Sigríði Vilmu sem nú er
7 ára. Þau slitu samvistir.
I hugann kemur sú ógn að ein-
hver hefur framið þetta níðingsverk
og stöndum við mennirnir agndofa,
og spyrjum hvort þjóðfélagið þurfi
ekki að taka sér taki svo þessum
ógnvekjandi atburðum linni.
Á kveðjustund eru Úlfari færðar
þakkir fyrir samstarfið og góða við-
kynningu af eigendum prentstof-
unnar.
Foreldrum, systkinum og dóttur-
inni ungu flytjum við innilegar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll
sem eigið um sárt að binda við frá-
fall hans.
Guðmundur Benediktsson
Minningarnar hrannast upp,
margar ógleymanlegar stundir, sem
enginn vissi um en voru eign okkar
Búffa og mín, sem hér stýrir penna.
En við áttum það sameiginlegt að
eiga systur sem voru töluvert yngri
en við og þurftum að fá frí frá
þeim. Fríin voru oft notuð í bíóferð-
ir svokallaðar. Margt var brallað í
Grænuhlíðinni er. þar bjó Úlfar sín
unglingsár. Úlfar hafði sérstakt lag
á börnum og leit systir mín mjög
upp til hans, því'hann var mjög
viljugur að sinna systur sinni og
frænku.
Músíkin var hans hjartans mál
og var liann alltaf viðloðandi spila-
mennsku frá unglingsárum. Um
fermingu fékk hann trommusett og
þá var mikið spilað í bílskúrnum í
Grænó. (Maður vissi þá þegar hann
var heima, það leyndi sér ekki.) Ef
ekki var verið að spila var setið og
hlustað á plötur með ýmsum góðum
jassistum eða blúsurum.
Leiðir okkar skildu þegar ég flutti
austur og hóf búskap en hann flutti
með foreldrum sínum til Hafn-
arfjarðar. En alltaf hélst þetta ein-
staka samband okkar, þótt margir
mánuðir liðu án samfunda. Við átt-
um alltaf skjól hvert hjá öðru, hvort
sem við vorum að deila sorg eða
gleði.
Margar stundir áttum við mæðg-
urnar hjá Úlfarí þegar hann bjó í
Kvíholtinu með barnsmóður sinni,
Huldu. Það var gaman að heim-
sækja þau og ræða málin frá öllum
hliðum. Eftir að ég flutti á Ölduslóð-
ina jókst samgangurinn á milli okk-
ar, því stutt var á milli og vildum
við að börnin okkar kynntust.
Litlu_ systur þótti mjög vænt um
þegar Úlfar og Ingibjörg heimsóttu
hana á spítalann í sumar, en þar
er Úlfari rétt lýst því hann var allt-
af kominn ef eitthvað bjátaði á.
Hann var ákaflega róleg persóna
og lofaði ekki meiru en hann gat
staðið við.
Við vottum dóttur hans Vilmu,
foreldrum og systkinum okkar
dýpstu samúð. Megi hann hvíla í
friði.
Helga, Vilborg og Guðrún.
Kveðja frá samstarfsfólki í
G. Ben. prentstofu hf.
Með þessum fátæklegu línum
kveðjum við okkar kæra vinnufé-
laga, Úlfar Úlfarsson. Úlfar var
fagmaður hinn besti, öll hans vinna
einkenndist af yfirvegun, mikilli
snyrtimennsku og af virðingu gagn-
vart starfi sínu. Það var líka gott
og gaman að vinna með Úlfari,
hann hafði góðan húmor, hann var
eitthvað svo hlýr og sérstakur per-
sópuleiki, hann Úlfar.
Það er svo sárt þegar ungt fólk
er kallað brott í blóma lífsins, svo
margt ógert, svo margt framundan.
Þannig var það hjá Úlfari. Úlfar
var fullur bjartsýni á framtíð sína
þegar kallið kom. Hann var góður
drengur með gott hjartalag.
Um leið og við vottum dóttur
hans og ijölskyldu allri okkar
dýpstu samúð eigum við. þá einlægu
von að minningin um góðan og
hjartahlýjan dreng verði þeim
huggun harmi gegn.
Fari okkar kæri vinur í friði með
þökk fyrir allt.
Björn Jónsson,
Gili - Minning
Fæddur 15. nóvember 1904
Dáinn 18. febrúar 1991
Rannveig Gunnars
dóttir - Minning
Fædd 6. nóvember 1901
Dáin 29. janúar 1991
Nú hefur hann Björn afi minn
sagt skilið við sitt jarðneska líf.
Dvelur nú í hinum glæstu sölum
almættisins, þar sem ekki er skreytt
með demöntum heldur kostum þeim,
er hver sál hefur yfir að búa. Þar
er heldur ekki streð né togstreita
um hjóm eða gull í stöngum.
Björn Jónsson fæddist 15. nóv-
ember 1904 á Páfastöðum í Skaga-
firði. Var hann því 86 ára er hann
Iést á Héraðshæiinu á Blönduósi 18.
þessa mánaðar. Hafði hann legið
þar í ein 10 ár. Barðist þar við hrörn-
unarsjúkdóm er fylgir oft ellinni.
Foreldrar afa voru Jón Sigfússon
og Guðný Jónsdóttir. Er Björn afi
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaösins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birt.ast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
.mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort Ijóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
var sjö ára missti hann föður sinn.
Var heimilinu sundrað eins og þá
var siður. Lenti hann hjá vandalausu
fólki. Bar þess merki aila ævi bæði
andlega og líkamlega. Með krepptar
hendur og kaun á sál. Árið 1927
kvæntist afi ömmu, Sigþrúði Frið-
riksdóttur frá Valadal á Skörðum.
Hafði hann komið að Valadal til
vinnumennsku. Sigþrúður amma er
dóttir Friðriks Stefánssonar og Guð-
ríðar Pétursdóttur. Þau voru búhöld-
ar góðir á þeirra tíma mælikvarða.
Hef ég trú á því að það hafi mætt
einhveiju mótlæti sá ráðahagur
ömmu er hún gekk að eiga afa.
Búskap sinn hófu þau síðan á Vala-
björgum á Skörðum. Árið 1941
flytja þau vestur í Húnavatnssýslu
að Brún í Svartárdal. Síðan að Gili
og bjuggu þar á móti Stefáni Sig-
urðssyni og Elísabetu Guðmunds-
dóttur. En síðan keypti Friðrik son-
ur þeirra jörðina. Voru afi og amma
síðan áfram á Gili í skjóli hans. Afa
og ömmu varð tveggja barna auðið.
Þau eru Friðrik, fæddur 8. júní
1928, er kvæntur Erlu Hafsteins-
dóttur, eiga þau fimm börn og búa
á Gili, og Jóhanna, fædd 26. maí
1940, býr á Blönduósi, hennar mað-
ur er Sigfús Guðmundsson, eiga þau
fjögur börn.
Afi var maður lystisemdanna.
Hafði gaman að skemmtunum, söng
og öði-um mannamótum. Jafnframt
var hann bókhneigður og safnaði
bókum. Mikið yndi hafði hann af
söng. Var hljómfagur sjálfur, eins
og margir hans skagfirsku frændur.
Næi-veru hesta naut afi, átti jafnan
góða hesta. Var hann ákafamaður
á hesti eins og sjá mátti af ásetu
hans. Afi var ekki maður auðs eða
frama. Sjálfsagt hefur hans æska
átt þátt í því. Oft held ég að amma
hafi þurft að spara til að endar
! næðu saman._Yenð.hefur það henni.
erfítt þar sem hún ólst upp Við önn-
ur og betri kjör. Bjöm afí var sveif-
hugi, lifði frá degi til dags, æðrað-
ist ekki útaf smámunum. Hefur
kannski snemma gert sér grein fyr-
ir því hve litlu við ráðum um hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Hann var dulur um sína hagi en
hafði sínar skoðanir sem hann lét í
ljós ef svo bar undir. Oft var hann
neikvæður og setti sig á móti sjálf-
sögðum hlutum. Hið rétta sá hann
samt sem hann lét þá í ljós síðar.
Kannski var þetta hans húmor. Mik-
ið dálæti hafði afi á okkur barna-
börnum sínum, nafni hans Björn
Grétar naut þess þó mest. Lét hann
það í ljós með því að rétta honum
ýmislegt. Bæði gjafir í skepnum og
hlýju viðmóti.
Nú er þessu jarðneska lífi afa
lokið. Hann er genginn til móts við
almættið. Skaparann sem tekur
okkur hvert og eitt til sín. Með þeim
verkum sem við höfum unnið. Guð
veit að við mannanna börn erum
breysk. Tekur á yfirsjónum okkar
af skilningi. Eins og okkur ber að
gera við okkar börn.
Blessuð sé minning Björns afa
míns.
. Om Friðriksson
Rannveig Gunnarsdóttir frá
Skógum í Öxarfirði, sú mikilhæfa
merkiskona, kvaddi þennan heim
29. janúar síðastliðinn, eftir fjögurra
og hálfs árs erfíða sjúkdómslegu.
Mig langar með fáum orðum að
þakka henni allt það góða sem hún
kenndi mér, er ég um fermingarald-
ur kom á hennar stóra og um-
fangsmikla heimili.
Aldrei gleymi ég, hvað ég mætti
þar elskulegu viðmóti frá henni og
öllu hennar fólki, svo mér fannst frá
fyrsta degi ég vera ein af fjölskyld-
unni.
Útskálaheimilið var eitt af þess-
um gömlu, grónu menningarheimil-
um, þar sem hægt var að læra
margt og mikið, bæði til munns og
handa, heimili sem jafnaðist á við
góðan skóla.
Rannveig var ein sú duglegasta
kona, sem ég hefi kynnst. Hún var
bæði mikilvirk og vandvirk á allt
það sem hún lagði hönd að, enda
þurfti hún sannarlega á því að halda,
þar sem hún, aðeins 17 ára gömul,
tók við svo umsvifamiklu heimili,
sem heimili hennar og Bjöms Kristj-
ánssonar kaupfélagsstjóra var, því
þá mátti segja, að þangað væri stöð-
ugur straumur fólks, bæði innan
héraðs og utan, einkum áður en
gistihús var byggt á Kópaskeri.
Háir sem lágir þágu þar beina og
gistingu.
Fáar nætur man ég svo, að ein-
hveijir gestir hefðu þar ekki nætur-
dvöl. Óhjákvæmilega þurfti heima-
fólk oft að ganga úr rúmum fyrir
gestum, en það var gert með ljúfu
geði, því það var svo gaman að
geta gert þeim hjónum tii þægðar.
Eins var létt að vinna þeim, því inni-
legt þakklæti fékk maður ætíð ef
vel var gert.
L En Rajtnveig var, ekki bara mikil
húsmóðir, hún var líka mikil félags-
málakona og sparaði ekki krafta
sína þar frekar en annars staðar,
var um árabil í stjóm kvenfélagsins
Stjörnunnar á Kópaskeri, einnig
gjaldkeri í Kvenfélagasambandi N-
Þing.
I kirkjukór Snartarstaðakirkju
söng hún, svo lengi sem hún dvaldi
á Kópaskeri.
Ekki má gleyma öllum þeim
stundum sem hún dvaldi í garðinum
sínum við Útskála, þar sem hún
hlúði að ýmsu grænmeti og veik-
byggðum gróðri, en það voru henn-
ar einkenni, að hlúa að því sem
veikbyggt var.
Vefnaðarkona var hún með ágæt-
um og óf marga, bæði nytsama og
fagra muni.
Eftir að hún flutti til Reykjavík-
ur, gat hún í ríkara mæli gefið sig
að þessum áhugamálum sínum, þar
sem umsvif heimilisins minnkuðu
nokkuð, ætíð var þó margt í kring-
um hana, bæði ættingjar og vinir.
Og hún hafði engu gleymt frá Út-
skálum, það fékk ég að reyna, er
ég kom gestur til hennar í Reykja-
vík. Þar var eins og áður, nóg á
borðum og nóg af fögrum handunn-
um munum að skoða.
Skrýtið, mér finnst, að alltaf hafi
verið sólskin á Kópaskeri. Gleymi
ekki silungsveiði í „Víkinni" á kyrr-
um sumarkvöldum, með glaðværu
fjölskyldunni í Útskálum, þar sem
húsmóðirin var í broddi fylkingar.
Ekki gleymi ég heldur sumardeg-
inum fyrsta, þegar allt heimilisfólk-
ið, nema Rannveig og Gunnþórunn
lá í inflúensu, samt var tími til að
færa öllu fólkinu, 14 manns, smá
sumargjafir. Svona var Ranna.
Nú kveð ég þessa elskulegu konu,
með þakklæti fyrir allt, og sendi
börnum hennar og öðrum ættingjum
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
bið þeim blessunar Guðs.
llólinl'ríður I> riðgeirsdóttir I