Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 40
Týndur kettlingur Lítill grár kettlingur með hvítt hálsband villtist að heiman frá sér Seljahverfi laugardaginn 2. mars. Vinsamlegast hringið í síma 71853 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Dökkbrún kassalöguð taska tapaðist í sumar. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 18347. Góðir þættir Aðdáandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir þættina Á tali hjá Hemma Gunn. Þetta hafa verið ákaflega skemmtilegir þætt- ir í vetur og er vonandi að fram- hald verði á. Týnd læða Gulbröndótt læða, 10 mánaða gömul, týndist frá heimili sínu að Framnesvegi 56A fyrir viku. Hún er ómerkt. Vinsamlegast hringið síma 20834 er hún hefur ein- hvers staðar komið fram. Vík\erji skrifar HOGNI HREKKVISI „ HAUN. BLUNPAf?, EN ÉG SkrAL. M&D ‘AN/EGJO VEKXA HAMN." Frétt Stöðvar 2 sl. mánudags- kvöld um vopn sem lögreglan hafði tekið af fíkniefnaneytendum vakti óhug. Þarna mátti sjá byssur, hnífa og sveðjur m.a. Lögreglan upplýsir að ofbeldi færist stöðugt í vöxt meðal fíkniefnaneytenda. Hún segist vita dæmi þess að menn taki að sér að innheimta skuldir með hótunum um líkamsmeiðingar og ekki sé látið sitja við orðin tóm ef ekki er staðið í skilum. Ástand mála er orðið mjög alvar- legt í Reykjavík. Eftir hveija helgi berast fregnir um fólskulegar árás- ir og rán. Engu er líkara en ástand- ið í höfuðborginni sé að verða eins og í erlendum milljónaborgum. Ekki verður vart við neinar sérstakar aðgerðir af hálfu yfirvalda. Hvað veldur? Fréttin um kaup Búnaðarbanka íslands á Hótel íslandi hefur að vonum vakið mikla athygli. Ólaf- ur Laufdal réðst í byggingu þessa mikla húss í kjölfar leiðtogafundar- ins 1986 þegar menn spáðu stór- auknum straumi ferðamanna til landsins. Þá átti Ólafur veitinga- húsið Broadway skuldlaust. Nú hef- ur komið í ljós að ekki fengust pen- ingar til að klára húsið og hefur Ólafur því neyðst til að selja það langt undir matsvirði. Hann hefur tapað öllum þeim peningum sem hann lagði í húsið, líklega yfir 400 milljónum króna. Ef Ólafur hefði hins vegar valið þann kost 1986 að selja Broadway og keypt ríkis- ti-yggð skuldabréf fyrir peningana eða lagt þá í banka væri hann stór- ríkur maður í dag. Líklega ætti hann einar 300 milljónir. Þetta er vissulega umhugsunarefni. xxx Fyrir hverjar kosningar koma fram sérframboð um hitt og þetta. Eitt frumlegasta sérframboð- ið er í undirbúningi meðal Austur- Húnvetninga, ef marka má frétt blaðsins Feykis. Er það tilkomið vegna þess að peningar hafa ekki fengist til hafnargerðar á Blöndu- ósi! Samkvæmt fréttinni hafa áhrif- amenn úr öllum flokkum rætt þetta framboð en það kemur eflaust eng- um á óvart að það eru framsóknar- menn sem hafa átt frumkvæðið! Aári hveiju flytja til landsins tugir erlendra kvenna í at- vinnuleit eða til að giftast hérlend- um mönnum. Þeir sem til þekkja telja að á undanförnum árum hafi til dæmis verið reglulegur straumur kvenna frá Thailandi. Nær undan- tekningarlaust vita þær lítið sem ekkert um land, þjóð og siði né sjálf- sögð réttindi þegar stigið er á ís- lenzka grund. Eru til átakanleg dæmi þess að jafnvel eftir margra ára búsetu vita þær lítið um sinn rétt og hafa í raun búið hér í ein- angrun. Væri ekki ráð að stjórnvöld létu málið til sín taka og veittu þeim aðstoð sem hingað koma? Eins og sakir standa hafa konur einung- is átt kost á aðstoð hjá Kvennaat- hvarfinu þegar í óefni er komið. X Spámaður DV í knattspyrnuget- raunum, Eiríkur Jónsson, setti nýtt met um helgina, sem hann er eflaust ekki stoltur af. í annað skiptið hafði hann engan leik réttan þótt hann rökstyddi spána í löngu máli í blaði sínu. Sem sagt, allir 12 leikirnir voru rangir! Helgi Dan- íelsson, núverandi yfirlögreglu- þjónn RLR, var fyrstur getrauna- spekinga til þess að fá engan réttan þegar hann spáði fyrir Alþýðublaðið fyrir tæpum 20 árum. En Eiríkur er sá fyrsti sem afrekar þetta tvisv- ar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.