Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 16
16______________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991_ Island og Evrópubandalagið eftir Rögn vald Hannesson Aðild íslands að Evrópubanda- laginu er á dagskrá, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Við- ræður EFTA-Iandanna um sam- vinnu við Evrópubandalagið sjá fyr- ir því, ekki sízt vegna þess, að þær gætu hæglega farið út um þúfur. EFTA-löndin munu þá hvert um sig leitast eftir þeirri samvinnu við Evrópubandalagið, sem þeim hent- ar. Sum þeirra munu sækja um aðild að Evrópubandalaginu, á hveiju sem veltur. Hveijir eru þá kostir íslendinga? Aður en lengra er farið, er rétt að geta þess, að hér verður einungis rætt um aðild að Evrópubandalag- inu út frá efnahagslegum forsend- um. Evrópubandalagið er hins veg- ar stjórnmálalegt bandalag ekki síður en efnahagslegt. Heildarmat á aðild íslands að bandaiaginu verð- ur að sjálfsögðu að taka til hinna stjórnmálalegu þátta. Sjávarútvegurinn er svo þýðing- armikill þáttur í efnahagslífi Islend- inga, að efnahagslegur ávinningur af aðild að Evrópubandafaginu ræðst að verulegu leyti af því, hvernig sjávarútveginum reiðir af. Sjávarútvegurinn gegnir nokkurri sérstöðu meðal atvinnuvega í þessu sambandi. Fyrir sjávarútveginn er aðild að Evrópubandalaginu ekki einungis spurning um greiðari að- gang að mörkuðum og flutning á vinnuafli og fjármagni milli landa, heldur snýst hún einnig um aðgang að fiskimiðum og stjórnun fisk- veiða. Greiðari aðgangur að mörkuðum Ávinningur af greiðari aðgangi að mörkuðum er augljós. Slíkur IÚr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. aðgangur skilar sér í auknum út- flutningi og betri viðskiptakjörum. Skuggahliðin á því máli er, að starf- semi, sem þrifizt hefur í skjóli verzl- unarhafta, hverfur úr sögunni. Þetta er þó einungis tímabundið vandamál og tekjuskiptavandamál; aukin verzlun og sérhæfing eykur þjóðartekjurnar og getur orðið öll- um til hagsbóta, ef vel er á málum haldið. Hvaða þýðingu hefur svo aðild að Evrópubandalaginu fyrir útflutn- ing á fiskafurðum frá íslandi? Að öllum líkindum mjög litla. Til þessa eru tvær ástæður. I fyrsta lagi er útflutningur íslendinga á fiski og fiskafurðum til Evrópubandalagsins tiltölulega fijáls nú þegar. í öðru lagi er það allsendis óvíst, hvort bætt viðskiptakjör fyrir unnar fisk- afurðir hafi mikla þýðingu fyrir íslenzkan þjóðarbúskap. Þetta kann að láta undarlega í eyrum, en ástæðan er sú, að arðsemi í fiskiðn- aði byggist einkum á ódýru vinnu- afli og ht'áefni. Ef niðursuða á fiski, framleiðsla á tilbúnum fiskréttum o.s.frv. á að vera arðbær starfsemi á íslandi, þýðir það, að ekki er grundvöllur fyrir annarri útflutn- ings- eða innflutningssparandi starfsemi, sem gæti greitt hærri laun. Aðgangur að fiskimiðum Það er kunnara en frá þurfi að segja, að 200 mílna landhelgin skerti verulega aðgang Evrópu- bandalagslandanna að fiskimiðum. Enda þótt úthafsveiðifloti Breta og Þjóðveija sé nú úr sögunni, er tals- mönnum Evrópubandalagsins mikið í mun að fá aðgang að Ijarlægum fiskimiðum. Ástæðan er einkum sú, að fiskveiðifloti bandalagsþjóðanna er langtum stærri en þörf er á með tilliti til þess afla, sem bandalags- þjóðirnar geta tekið á heimaslóðum. Það er einkum floti Spánveija, sem hér á í hlut. Að einhverju leyti má rekja þennan umframflota til styrkja, sem bandalagið sjálft og hinar einstöku aðildarþjóðir hafa veitt til nýbygginga á fiskiskipum. Eins og sakir standa gildir ekki hinn fijálsi markaður Evrópu- bandalagsins óskorað fyrir fiskveið- ar. Fiskveiðistefna Evrópubanda- lagsins er reist á heildaraflakvótum, sem úthlutað er til hinna einstöku aðildarríkja. Spænsk útgerðarfyrir- tæki hafa reynt að komast í kvóta Breta með því að skrá skip sín í Bretlandi. Þetta hefur mætt and- spyrnu, og málinu hefur verið skot- ið til dómstóls Evrópubandalagsins. Því hefur verið hreyft, að hægt væri að koma til móts við kröfu Evrópubandalagsins um aðgang að fiskimiðum við ísland með því að selja aðgang að miðunum á fijálsum markaði. Slík stefna væri í fullu samræmi við regluna um fijálsan aðgang að mörkuðum og jafnan rétt allra bandalagsþjóða. Ekki er óhugsandi, að floti Spánveija reyndist betur samkeppnisfær en sá íslenzki, ef til kastanna kæmi. Kemur hér tvennt til. í fyrsta lagi eru laun mun lægri á Spáni en á Islandi. í öðru lagi hefur spænski flotinn að nokkru leyti verið byggð- ur fyrir Ijárstyrki frá Evrópubanda- laginu. Áð sjálfsögðu yrði að krefj- ast þess, að samkeppni við flota Rögnvaldur Hannesson Spánveija færi fram á eðlilegum forsendum, þannig að háar greiðsl- ur fyrir veiðileyfi, sem eiga rætur sínar að rekja til fjárstyrkja, yrðu meðhöndlaðar á sama hátt og und- irboð í alþjóðlegri verzlun. Fiskveiðistefnan Samkvæmt Rómarsáttmálanum eru landbúnaðarmál meðal hinna sameiginlegu mála Evrópubanda- lagsins, þannig að landbúnaðar- stefnan er mótuð í Brussel og henni miðstýrt þaðan. Úti í hinum stóra heimi eru fiskveiðar yfirleitt undir- flokkur landbúnaðarmála. Það tók Evrópubandalagið mörg ár að móta sameiginlega fiskveiðistefnu, ekki sízt vegna byltingarinnar í hafrétt- armálum á áttunda áratugnum. Fiskveiðistefna bandalagsins nú byggist á heildaraflakvótum, sem úthlutað er til aðildarríkjanna. Þessa stefnu á að endurskoða eftir nokkur ár, og ekki er hægt að ganga að því vísu, að hún verði framlengd. Ekki er vafi á, að öfl innan bandalagsins vilja afnema þetta kvótakerfi og rýmka um að- gangsheimildir, t.d. heimila spænskum fiskiskipum aðgang að fiskveiðum í Norðursió. Það, sem er vafasamast fyrir Islendinga, er að fiskveiðistefnan, og þá einkum stjórnun fiskveiða í aðildarríkjum Evrópubandalagsins, skuli vera sameiginlegt málefni. íslendingar geta ekkert lært af Evrópubanda- laginu um stjórnun fiskveiða, nema það helst hvernig hún á ekki að vera. Á hinn bóginn vekur fiskveiði- stjórnun íslendinga verðskuldaða athygli allstaðar í heiminum, þar sem menn sýna slíkum málum ein- hvern áhuga, enda þótt hún sé ekki fullkomin fremur en önnur mann- anna verk. Aðild íslands að Evrópubanda- laginu væri mun athyglisverðari kostur, ef það hefði borið gæfu til að skilgreina eignarrétt strand- svæða að fiskimiðum. Það, sem úrskeiðis hefur farið hjá Norðmönn- um og mörum öðrum í fiskveiði- stjórn, á að mínu viti oft rætur sínar að rekja til þess, að fiskveiðar eru lítill og stundum lítt sýnilegur hluti af stærra hagkerfi. Reynt hefur verið að friða sjómenn og launþega í héruðum, þar sem fiskveiðar skipta verulegu máli, með ríkis- styrkjum, sem ekki hafa leyst nein vandamál til lengdar og í ofanálag eyðilagt arðsemi fiskveiðanna. ís- lendingar hafa ekki haft efni á slíkri stefnu og því nýtt fiskistofna sína betur en flestar aðrar þjóðir. Niðurstöður Eiga þá íslendingar nokkurt er- indi í Evrópubandalagið? Kannski ekki, og alls ekki nema þeir haldi óskoruðum eignar- og yfirráðarétti yfír fiskimiðunum umhverfís landið. I því felst hins vegar ekki, að íslend- ingar eigi endilega að veiða allan þann fisk sjálfir, sem ráðlegt er að veiða. Það gæti vel orðið íslending- um til hagsbóta að frá greiðari að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.