Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
■ /1.1 I ’I ■' •- 'IV .
FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
IÞRÓTTIR UNGLINGA / HANÐKNATTLEIKUR
Ótrúleg spenna
- þegar ÍR-stúlkur lögðu Gróttu
„ÉG vissi ekkert hvað ég var
að gera,“ sagði Sóley Gunn-
laugsdóttir, hornamaður ÍR eft-
ir að hafa tryggt liði sínu sigur
á Gróttu, 5:4, með marki í
bráðabana í hreint út sagt ótrú-
legum úrslitaleik.
Eftir venjulegan leiktíma var
staðan jöfn, 2:2 og því þurfti
að grípa til framlengingar. Svandís
Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í
framlengingunni
Frosti fyrir ÍR og sigur
Eiðsson Breiðhyltinga virtist
sknfar vís. En Gróttustúlk-
ur gáfust ekki upp
og náðu að jafna 4:4. Þá var gripið
til bráðabana, sem merkir að leikur-
inn er framlengdur þangað til ann-
að liðið skorar mark og það var
Sóley sem tryggði ÍR bikarinn eftir
að hafa laumað sér inn úr hægra
horninu.
Varnarleikurinn var aðalsmerki
liðanna í leiknum og markvörður
Gróttu hélt marki sínu hfeinu fram
í síðari hálfleik. Þá gat þjálfari ÍR
ekki setið á sér á spennandi augna-
blikum í framlengingunni, hann
mótmælti dómi og var fyrir það
rekinn upp á áhorfendapalla af
röggsömum dómui-um.
„Ég hef aldrei spilað annan eins
leik, - þvílík spenna,“ sagði Svandís
sem skoraði bæði mörk sín í úrslit-
unum með undirhandarskotum.
„Gróttustúlkurnar eru orðnar mun
betri en þær voru fyrr í vetur, en
við vorum ákveðnar í að gefast
ekki upp,“ sagði Svandís.
ÍR hefur verið sigursælt í þessum
flokki í vetur og mótið í síðustu
viku var þriðja mótið sem þær vinna
á þessum vetri. Það var hins vegar
ekki hægt annað en að hafa samúð
með Gróttustúlkunum sem börðust
Morgunblaðið/Frosti
„Þið eruðu mikið betri en þær,“ gæti þjálfari ÍR verið að segja á þessari mynd í leikhléi framlengingarinnar
gegn Gróttu.
Gróttustúlkurnar Björg Fenger og Margrét Guðjónsdóttir stóðu sig vel
gegn ÍR en það dugði ekki til.
vel allan tímann en uppskáru ekki
í samræmi við það. „Við vorum
mjög taugaóstyrkar fyrir leikinn og
það var leiðinlegt að við skyidum
tapa,“ sögðu þær Björg Fenjjer
línumaður og Margrét Guðjónsdótt-
ir langskytta.
840 keppendur
Fjölmennasta mót vetrarins
í handknattleik, - Spörtu-
mótið var þriggja daga mót
4. og 5. flokks kvenna og
5. og 6. flokks stráka. Leik-
ið var í mörgum íþróttasöl-
um á höfuðborgarsvæðinu
dagana fyrir páskahelgina
en alls kepptu 840 krakkar
á mótinu.
URSUT
Keppt var um sæti í 5. flokki kvenna og í
6. flokki karla. Færri lið voru skráð til leiks
í 6. flokki kvenna og 7. flokki karla og
kepptu öll liðin innbyrðis í þeim flokkum.
Þess má geta að í 7. flokki karla voru þijú
af sex liðum ólögleg, þar á meðal Víkingur
sem lenti í efsta sæti. Úrslitin í þeim flokki
voru kærð og eftir nokkra rekistefnu var
ákveðið að leikir þeirra liða sem tefldu fram
of gömlum leikmönnum skyldu ekki taldir
með.
Endanleg úrslit á Spörtumótinu urðu því
þessi:
5. flokkur kvenna A f. ’78—'79
1.-2. sæti ÍR — Grótta 5-4
3.-4. sæti KR — Stjarnan 8-7
5.-6. sæti Haukar - Fi-am 5-4
7.-8. sæti ÍBV — Fylkir 5-0
9.-10. sæti Valur — Víkingur 4-3
11.-12. sæti UMFN — Fjölnir 7-5
5. flokkur kvenna B f. ’78—’79
1.-2. sæti Fram b — ÍR b 10-4
3.-4. sæti KRb-ÍBVc 7-3
5.-8. sæti ÍBV b — Fylkir b
5.-8. sæti Valur b — Sijaman b
9.-10. sæti ÍR c — Grótt a b 3-2
11.-12. sæti Fylkir c — KR c 2-0
6. flokkur karla A f. ’80—’81
1.-2. sæti KR-HK 5-3
3.-4. sæti ÍR-Valur 10-4
5.-5. sæti Stjaman — Fylkit 10-0
7.-8. sæti Víkingur — Haukar 10-3
9.-10. sæti Grótta — Þór Ve. 7-2
11.-12. sæti ÍBK-UMFA 10-0
13.-14. sæti Fram — Fjölnir 10-0
6. flokkur karla B f. ’80—’81
1.-2. sæti Valurb —Stjamanb 7-4
3.-4. sæti Víkingurb —HKb 11-10
5.-8. sæti Haukarb —Fylkirb 7-6
5.-8. sæti KRb-ÍRb 10-0
9.-10. sæti Stjaman c — Grótta b 4-3
11.-12. sæti KRc-UMFAb 10-0
13.-14. sæti Fjölnir b — ÍR c 0-0
6. flokkur kvenna f. ’80—’81
stig
l.Gróttaa 6600 84 -14 12
2. Fylkira 6 5 0 1 41- -23 10
3. Haukar 6 4 0 2 65- -41 8
4.Gróttab 6 3 0 3 36- -24 6
5. Stjarnan 6 2 0 4 35 -51 4
6. Fylkir b 6 1 0 5 15- -58 2
7. Rjölnir 6 0 0 6 9- -74 2
'7. flokkur karla f. ’82 —
1. Haukara 2 2 0 0 17- 8 4
2. Haukarb 2 10 1 8-10 2
3. Gróttaþ..... 'á"b' Ö'' 2 '5-12' Ö
Morgunblaðið/Frosti
KR-liðið í 6. flokki hefur náð mjög góðum árangri í vetur.
Strákarnir úr KR
stóðu fyrir sínu
STRÁKARIMIR úr 6. flokki í KR
hafa verið mjög sigursælir í
vetur og engin breyting varð á
því á Spörtu-mótinu í hand-
knattleik.
eir sigruðu jafnaldra sína úr
HK í úrslitaleik 5:3 og unnu
þar með fjórða mót sitt í vetur.
Fyrr í mótinu höfðu þeir slegið út
Víkinga sem veitt hafa þeim harða
keppni í vetur.
KR tapaði óvænt fyrir Gróttu með
þriggja marka mun í einum af
fyrstu leikjum mótsins, en það kom
ekki að sök. KR komst áfram alla
leið i úrslitin.
Ásgrímur Sigurðsson skoraði tvö
marka KR í úrslitaleiknum en þeir
Eiríkur Lárusson, Guðmundur
Steindóreson og Alfreð Finnsson
skoruðu eitt mark hver.
„Við erum betri“
Þeir Hreiðar Guðmundsson
markvörður og Sigurður Benedikts-
son hægri skytta stóðu sig vel á
mótinu. „HK er með sterkt lið en
við erum einfaldlega betri og við
unnum þá líka á „Coca-Cola,“ mót-
inu, þá með sjö marka mun,“ sögðu
þeir. Þeir voni báðir sammála um
að framtíðarmarkmiðið hjá þeim
væri að komast í landsliðið.
„Anægðar með
árangurinn“
Fram tryggði sér sigurinfi í b-iiða keppni 5. flokks með því að vinna
b-lið ÍR ömgglega í úrelitaleik 10:4. „Við byrjuðum flestar að æfa
f vetur og erum ánægðar með árangurinn,” sagði fyrirliði fYam-b,
Heiður Margrét Björnsdóttir, 12 ára leikstjóniandi.
„KR-stúlkumar voru erfiðastar, við unnum þær ekki nema með einu
marki,” sagði Heiður sem lagði jazzballett og fimleika á hilluna til
að geta einbeitt sér að handboltanum.
Heiður Margrét Björnsdóttir. Morgunbiaðid/frosti
Þórhlrf hélt
markinu hreinu
Grótta sigi-aði í 6. flokki stúlkna en þær unnu alla sina leiki á
mótinu, þar á meðal stóreigur gegn Pjölni, 19:0. Skemmtilegasti
leikurinn var gegn Fjölni en sá mest spennandi gegn b-liði Gróttu,”
sagði fyrirliði a-liðs Gróttu, Þórhlíf Jónsdóttir, sem hafði það náðugt
í leiknum gegn Fjöini þar sem að hún leikur sem markvörður.
„Þetta er í annað skiptið sem að ég keppi á handboltamóti og ég
ætla að halda áfram að æfa mark, það er skemmtilegast,“ sagði Þórhlíf.
Morgunblaðið/Frosti
Þórhlif Jónsdóttir, fyi’irliði Gróttu hampar signriaununum í 6. flokki.
T -