Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 Miðstgórn ASÍ: Félagslegar áherslur í samningum EFTA og EB samþykktar MIÐSTJORN Alþýðusambands íslands hefur samþykkt greinargerð um félagslegar áherslur í samningaviðræðum EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið (EES). Bendir miðstjórn á að nú sé að koma að lokaá- tökunum í samningunum. Alþýðusambandið hafi fylgst náið með viðræð- unum enda geti niðurstaða þeirra skipt miklu fyrir íslenskt verkafólk. Hafa áherslur ASI verið sendar islcnskum stjórnvöldum sem eru í farar- broddi af Islands hálfu í samningaviðræðunum. Af hálfu Alþýðusambandsins er áhersla á hversu brýnt sé að tryggt hefur verið lögð mikil áhersla á að verði öryggi og velferð launafólks á félagsmál fái verðugan sess í EES- samningunum. Er lögð áhersla á í greinargerðinni að komið verði í veg fyrir að Evrópa verði að hreinu mark- aðskerfi. Þar eru ítrekuð helstu at- riði í sambandi við félagsmálin, þar sem skýrt er hvaða skilning ASÍ leggur í þessi mál. Er m.a. bent á hvemig gæta þarf að félagslegum áherslum í sambandi við meiri opnun markaðarins á sviðum vöruflutninga og fjármagns- og þjónustuviðskipta. Fjallað er um ftjáls atvinnu- og bú- seturéttindi og nauðsyn þess að auk- ið frelsi á þessu sviði verði ekki ein- ungis fyrirtækjum til hagsbóta. Lögð Ekki áform um heildarút- gáfu Durants BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs ætlar á næstu árum að Ijúka við að gefa út þýðingu Björns Jónssonar skóiastjóra á Siðaskiptum, sjötta bindi Sögu siðmenningarinnar sem sagnfræðingurinn Will Dur- ant samdi ásamt konu sinni Ariel á árunum 1927 til 1975. Fyrstu tvö bindi þess hluta verksins eru komin út og er ætlunin að gefa þau þrjú sem eftir eru út á næstu árum. Ekki eru uppi áform um að gefa Sögu siðmenningarinnar út í heild sinni, að sögn Ein- ars Laxness framkvæmda- stjóra Menningarsjóðs. Menningarsjóður hefur áðup gefið út þýðingar Jónasar Krist- jánssonar á þriðja og öðru bindi verks Durants, Rómaveldi sem út kom 163-1964 og Grikkland hið foma sem út kom 1967 og 1979. Varð þá hlé á útgáfunni. Einar sagði að Menningarsjóði hafi síðan boðist þýðing sjötta bindisins og ákveðið að gefa hana út, en engin áform væru uppi um að gefa verkið út í heild. Það væri áhugaverð útgáfa en Menningarsjóður treysti sér ekki til þess af fjárhagslegum ástæð- um. evrópskum vinnumarkaði framtíðar- innar. I greinargerðinni segir að til að ekki verði grafíð undan kjörum og réttindum launafólks verði að tryggja í samningunum um evrópska efna- hagssvæðið að samningar og hefðir á vinnumarkaði heimalands gildi sem lágmarksákvæði fyrir vinnu útlend- inga. Verði að setja fyrirvara þess efnis í samningnum þar sem hæpið sé að tryggja megi þetta hér á landi með íslenskri löggjöf eftir að EES- samningurinn tæki gildi. Þá er Qallað um svokölluð jaðar- mál í samningum EFTA og EB þar sem m.a. er átt við félagarétt, um- hverfismál, neytendamál, jafnréttis- mál- og vinnuverndarmál. Segir í greinargerð miðstjórnarinnar að brýnt sé að í þeim málum sem öðrum í samningnum sé skýrt samhengi á milli ólíkra krafna og tryggt verði að ísland standi ekki verr en EB-rík- in. Leggur ASÍ mikla áherslu á ábyrgð íslenskra stjórnvalda til að sjá til þess að félagsmálin fái það vægi sem þeim beri í EES-samningn- um. Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt forsvarsmönnum sýningarinnar talið frá vinstri, Einar Er- lendsson frá Skyggnu Myndverk hf., þá Sigurður Stefán Jónsson, Magnús Hjörleifsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Bragi Þór Jósefsson, Friðþjófur Helgason, Rafn Hafnfjörð, Pétur Pétursson, og Krislján Pétur Guðnason frá Skyggnu Myndverk hf. Islenska ljósmyndasýningin: Atta ljósmyndarar verðlaunaðir ÁTTA ljósmyndarar voru verðlaunaðir fyrir myndir á Islensku ljósmyndasýningunni 1991, sem lauk á Kjarvalsstöðum um helg- ina. Níu fyrirtæki veittu kr. 50 þús. hver í verðlaun í jafn marga sýnignarflokka. Auk þess voru veitt sérstök verðlaun kr. 100 þús. frá Skyggnu Myndverk hf., fyrir „mynd sýningarinnar“ að mati um 5.000 sýningargesta og komu þau í hlut Braga Þórs Jósefssonar. Bragi Þór Jósefsson hlaut einn- ig verðlaun í fijálsum flokki, sem Morgunblaðið gaf og Friðþjófur Helgason fékk verðlaun í flokki iðnaðar- og atvinnulífsmynda er Félag ísl. iðnrekenda gaf. Sigur- geir Siguijónsson hlaut verðlaun ítveimur flokkum eða fyrir barna- myndir, sem Ljósmyndafélag ís- lands gaf og í flokki auglýsinga- mynda, sem Davíð Pitt og Co. gaf. Pétur Pétursson hlaut viður- kenningu fyrir mynd í flokki um daglegt líf, sem Osta- og smjörsal- an veitti og Magnús Hjörleifsson fyrir tískumyndir, sem Módel 79 gaf. í flokki persónumynda hlaut Sigurður Stefán Jónsson viður- kenningu sem Hans Petersen hf. gaf, Grímur Bjarnason fékk viður- kenningu fyrir mynd í flokki upp- stillingar og listrænar ljósmyndir og Rafn Hafnfjörð fékk viður- kenningu í flokki landslags- og náttúrulífsmynda, sem Flugleiðir hf. gaf. Áætlun í húsnæðismálum aldraðra: 35% aldraðra búi í vernduðum þjónustuíbúðum eftir fimm ár Byggðar verði 2400 slíkar íbúðir á næstu 5 árum NEFND til að undirbúa framkvæmdaáætlun í húsnæðismálum aldr- aðra hefur skilað Jóhönnu Sigurðardóttur tillögum að fimm ára áætlún. Nefndin leggur til að byggðar verði rúmlega 2.400 þjónustu- íbúðir fyrir aldraða á næstu fimm árum, eða tæplega 500 íbúðir á ári. Heildarlánsfjárþörf er áætluð 4.548 milljónir kr. Lagt er til að 75% íbúðanna verði Nefndin var skipuð Ásgeiri Jó- eignaríbúðir sem fjármagnaðar hannessyni stjómarformanni verði með eigin framlagi íbúanna eða með milligöngu húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins, fjórð- ungur þeirra verði kaupleiguíbúðir og 250 leiguíbúðir með hlutareign. Sunnuhlíðarsamtakanna, Inga Val Jóhannssyni, deildarstjóra í Félags- málaráðuneytinu, Gunnari S. Bjömssyni, sem tilnefndur var af Húsnæðismálastjórn, Sigurði E. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Húsnæðistofnunar ríkisins og Magnúsi H. Magnússyni, fyrrver- andi ráðherra. Nefndin leggur til grundvallar tillögum sínum að í lok fímm ára tímabilsins verði allt að 35% fólks 65 ára og eldri gert kleift að iifa í vemduðu umhverfi íbúða eða dval- arstofnana í sínu héraði. Gert er ráð fyrir að fjármögnun leiguíbúðanna verði þannig að sveit- Bernhöftstorfan: Minjavernd skuldar 70 milljónir Fjármálaráðherra skoðar leignskilmála OLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur falið starfsmönnum ráðuneytisins athugun á leigugjaldi, sem sjálfseignarstofnunin Minja- vemd innheimtir vegna afnots af húsum í Bernhöftstorfunni. Segir ráðherra að útleiga húsanna eigi að tryggja að starfsemi fari fram í þeim en hún eigi ekki að vera sérstök tekjulind Minjaverndar. Sam- kvæmt ársreikningum fyrir árið 1989 námu skuldir Minjaverndar rúm- um 70 milljónum kr. sem einkum em tilkomnar vegna lántöku vegna nýbygginga á Bernhöftstorfunni. Minjavemd var stofnuð 1985 og í stjóm hennar eiga sæti fulltrúar Torf- usamtakanna, fjármálaráðuneytis og Þjóðminjasafns. Við stofnunina tók félagið við réttindum og skuldbind- ingum Torfusamtakanna, þar á með- al varðveislu og útleigu húsa í Bern- höftstorfunni, en samningurinn, sem gerður var af Alberti Guðmundssyni þáverandi fjármálaráðherra, gildir til ársins 2010. Samkvæmt skýrslu sem Stefán Ingólfsson verkfræðingur vann fyrir Borgarskipulag Reykjavíkur og birt var í febrúar sl. hefur markaðsverð viðskiptahúsnæðis í miðbæ Reykja- víkur á undanförnum áratug lækkað um 45% á föstu verðlagi og leiguverð lækkað umtalsvert á síðustu 3 árum í gamla bænum. Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjavemdar, námu leigutekjur á síðasta ári um 20 milljónum kr. Samkvæmt árs- reikningum Minjaverndar námu leig- utekjur 9,6 millj. kr. 1988 og 16 milh. kr. 1989. Olafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hefur látið gera athugun á leigugjaldi í Bernhöftstorfunni. „Ég er fylgjandi þeirri stefnu að tryggja eigi að starfsemi fari fram í þessum húsum og það eigi ekki að skoða leig- una sem sérstaka tekjulind heldur sem eðlilega endurgreiðslu fyrir afnot af húsunum. Aðalatriðið sé að tryggja mannlíf og menningarlíf í þessum gömlu húsum og hafa gjaldið einnig á þann veg að húsunum sé haldið eðlilega við. Ég mun beita mér fyrir því að leigan verði í samræmi við það sem tíðkast í gamla miðbænum og hins vegar á þann veg að eðlileg starf- semi geti farið frám. Þetta er mál sem ég hef látið skoða sérstaklega og hef áhuga á að greitt verði fyrir,“ sagði hann. Þorsteinn Bergsson sagði að 14 leigusamningar 11 fyrirtækja væru í gildi á Bernhöftstorfunni. Hann kvaðst ekki getað upplýst um leigu- verð hjá einstökum leigutökum. Bjóst hann við að leiga yrði lækkuð fljót- lega á einhveijum samningum. Þess má geta að fyrir skemmstu lækkaði leiga um 8% á fermetra hjá einum leigutaka í Bernhöftstorfunni. Þor- steinn sagði að ferðamannastraumur á sumrin svo og aðlaðandi umhverfi og staðsetning vægi upp á móti lækk- un húsaleigu sem kann að hafa orðið í gamla bænum. Aðspurður um hvort til stæði að lækka leigu í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á markaðsverði húseigna í gamla bænum sagði Höskuldur Jónsson, formaður stjómar Minja- vemdar, að leiga væri ekkert annað en niðurstaða samninga tveggja að- ila. „Það er engin neyð sem rekur menn inn á þetta svæði heldur hljóta þeir að meta sína eigin hagsmuni og hvað þeir em reiðubúnir að greiða í leigu. Aðalatriðið er að ríkissjóður verði ekki fyrir áföllum vegna þeirrar ábyrgðar sem vissulega hefur verið veitt af hálfu ríkisins af þeim lánum sem hafa farið til þessarar uppbygg- ingar. í sumum tilfellum höfum við hreinlega veðsett leigusamninginn þannig að hann er sú trygging sem lánveitandinn hefur í höndum og það væri heldur illa gert af okkur að breyta þeim leigusamningum til lækkunar," sagði Höskuldur. Samkvæmt ársreikningum 1989 námu heildarskuldir Minjaverndar rúmum 70 milljónum kr. og á sama ári greiddi stofnunin í vaxtagjöld og verðbætur um 17 milljónir kr. Árs- reikningar fyrir síðasta ár hafa ekki verið birtir. arfélög eða félagasamtök leggi fram 10% byggingakostnaðar en 90% með láni úr Byggingarsjóði verkamanna. Miðað er við að leigj- endur kaupi 30% eignarhluta í öðr- um leiguíbúðum og 70% byggingar- kostnaðar verði lánaður úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Eignar- íbúðirnar verða samkvæmt tillögun- um alfarið fjármagnaðar með eigin framlagi íbúðareigenda og með milligöngu húsbréfakerfísins. Með- alverð eignaríbúðar er metið 5 millj- ónir kr. Eignir 65 ára og eldri eru um 100 milljarðar kr., þar af 68 millj- arðar kr. í fasteignum og um 30 milljarðar í öðrum eignum. Fjórð- ungur þess er í eign aldraðra á landsbyggðinni en það sem eftir stendur í eign aldraðra í Reykjavík og á Reykjanesi. „Er ekki eðlilegra að aldraðir nýti arðinn af sínu lífs- starfi á þann hátt að bjóða þeim upp á valkost í húsnæðismálum, eins og td. verndaðar þjónustuíbúð- ir,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún sagði að talið væri að hægt yrði að leysa helming lánsfjárþarfar með hús- bréfum og að beinar lánveitingar frá ríkinu til kaupleiguíbúða yrði því tæpir 2,3 milljarðar kr. „Ég tel að hér sé ekki um stóra fjárhæð að ræða miðað við hvaða vanda við erum að leysa og þetta er ekki stór hluti af þeirri heildarfjárhæð sem fer til húsnæðismála sem er 12 milljarðar kr. Meginmarkmiðið í þessum tillögum er að koma öldruðu fólki til hjálpar sem oft býr í mjög stóru og óhentugu húsnæði sem kostar það mikið viðhald og skatta og skyldur. Þetta gæti gert öldruð- um kleift að fara í verndaðar þjón- ustuíbúðir, losa um fjármagn og geta sjálft ráðstafað sínum fjár- munum á efri árum,“ sagði Jó- hanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.