Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 35
afa sínum. Bjöm fór ótal ferðir eft- ir þeim í skþla og leikskóla. Oft fór hann með þær heim, gaf þeim að borða s.s. sæta grauta að hætti Björns og oft fylgdi súkkulaðimoli eða eitthvað annað góðgæti að skilnaði. Ef börn hænast að ákveð- inni persónu er Jijartalag beggja aðila gott. Það hefur mikið uppeldis- iegt gildi fyrir börn að kynnast eldra fólki sem hefur eitthvað að gefa. Eldra fólk hefur aðra þekkingu og reynslu af lífínu en það yngra. Fjölskyldur Valgerðar og Magn- úsar fóru margar ferðir með þeim hjónum Birni og Guðrúnu og marg- ar ferðirnar fóru þeir saman feðg- ar, enda miklir vinir. í ferðum fjöl- skyldnanna gegndi tjaldvagn og margrasæta rússajeppi mikilvægu hiutverki í að styrkja fjölskyldu- tengslin. Ýmist var farið styttri eða lengri ferðir. Fljótsdalshérað hafði mikið aðdráttarafl, en þar vom átt- hagar Björns. Hann fór margar ferðir þangað einn bæði að vetri og sumri. Nokkrar ferðir fóru fjöl- skyldurnar saman þangað og eru margar ánægjulegar _ minningar tengdar þeim ferðum. í faðmi fjöl- skyldunnar leið Birni vel, og ef hægt var að sameina samveru- stundir og dvöl úti í náttúrunni, lék Bjöm á als oddi. í þessum ferðum fór Björn iðulega í fjallgöngu. Að fenginni reynslu spurðu þeir hann, sem eftir honum biðu, hversu lengi hann héldi að hann yrði í göngunni. Oft voru svörin dálítið loðin. Tak- markið sem hann setti sér var ekki tíminn heldur fjallið sem beið hans. Oft kom það fyrir að þeir sem biðu voi-u farnir að óttast um hann, en alltaf kom hann þó til baka, að vísu dauðþreyttur en alsæll. Ef Björn var ekki að etja kappi við fjöll, þá sat hann með barnabömin í fanginu eða fór með þau í gönguferðir, gaf þeim að borða eða brá á leik með þeim. Björn hafði skemmtilega frá- sagnargáfu og sagði oft sögur af skemmtilegum persónum sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Við höf- um oft dvalið einir saman við vinnu eða leik. Síðastliðin tvö sumur höf- um við farið saman nokkrar ferðir á trillu út á- Faxaflóa. Á siglingu eða þegar beðið var eftir að fiskur kæmi á færin, lét Björn gamminn geisa og sagði mér nokkrar skemmtilegar sögur. Birni fannst það heldur súrt ef við sigldum tómhentir til baka í land, hvorki fugl né fiskur, en hafði hamskipti þegar fiskurinn gaf sig og gleymdi stund og stað þegar mest var að gera. Þær eru margar fleiri minning- arnar sem rifjast upp á skilnaðar- stundu. Minningin um hjartahlýjan, hjálpsaman, heiðarlegan og hóg- væran mann stendur uppúr og mun lifa áfram í minningu þeirra sem eftir lifa. Um leið og ég og dætur mínar Guðrún Lára og Elín Birna kveðjum elskulegan tengdaföður og afa, þökkum við fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og kveðjum mann sem hafði. mikið að gefa. Skarphéðinn Oskarsson Haustið 1946 bættust fjórir piltar í þriðja bekk Kennaraskólans. Fyrir var samhentur og sjálfumglaður hópur sem leit með nokkurri tor- tryggni til hinna nýju félaga. Upp- teknir af eigin ágæti spurðu þeir sem fyrir voru hver annan hvort þessir nýkomnu myndu nú falla inn í hópinn, hvernig félagar þeir yrðu. Það leið þó ekki á löngu þar til í ljós kom að bekknum hafði bæst þarna hið mesta mannval, það gleymdist brátt að þeir höfðu ekki verið með frá upphafí og þeir skip- uðu sér fljótt í fremstu sveit í námi, söng og leik. Einn þessara félaga okkar, Björn Magnússon, er nú skyndilega og óvænt horfinn úr hópnum. Þetta er vissulega gangur lífsins en alltof snemma fínnst okkur hann hafa Heiisuval, Barónsstíg 20, s 626275 ofl 11275 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 35 verið kallaður frá fjölskyldunni og frá okkur. Við höfum nú um árabil hist á fimm ára fresti og dvalið langa helgi einhvers staðar utan bæja. Björn var hreint ómissandi þá sem fyrr. Glettnin og alvaran, söngurinn og samveran öll með honum, allt var skemmtilegt, allt var þannig að á betra varð ekki kosið. Það var sárt að frétta lát þessa' vinar okkar og standa frammi fyrir því að eiga aldrei eftir að njóta samvistanna með honum. Það er enn eitt skarð fyrir skildi sem ekki verður bætt, en við munum hittast og minnast. Mestur er missir Guð- rúnar, barnanna tveggja og fjöl- skyldna þeirra. Við sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur og minnumst góðs vinar með söknuði og þakklæti. Bekkjarsystkinin Björn Magnússon, stjórnarráðs- fulltrúi, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 24. mars sl. Okkur samstarfsfólki hans í menntamála- ráðuneytinu voru það óvænt og sorgleg tíðindi að Björn skyldi falla svo skyndilega frá og það er svo sannarlega skarð fyrir skildi að missa hann frá margvíslegum verk- efnum sem hann vann að því að leysa í íþrótta- og æskulýðsmála- deild ráðuneytisins. Eftir að hafa verið íþróttakenn- ari og skólastjóri að Eiðum hafði Björn unnið í menntamálaráðuneyt- inu í aldarfjórðung, einkum að málefnum íþróttasjóðs, félagsheim- ilasjóðs og sundkennslunnar í landinu. Var hann að allra dómi sérstaklega áhugasamur, nákvæm- ur og samviskusamur í vandasömu starfi sínu. Hann hafði mjög gott vald á íslensku máli og átti auðvelt með að skrifa hvort heldur voru bréf til einstakra aðila eða skýrslur um ákveðið máiefni. Birni var mjög umhugaið um land og þjóð og þó að Austfirðir væru honum hjartfólgnastir en í starfí sínu kynntist hann fólki, svo til í hvetjum hreppi og var sérstaklega fróður um landið og landshagi. Það var ekki að undra þó Björn væri mikill útivistarmaður, enda góður íþróttamaður á yngri árum. Hann fór ekki alltaf troðnar slóðir á ferðum sínum. Hann hafði mikið yndi af því að ganga á skíðum og ferðast um óbyggðir ýmist gang- andi eða akandi. Björn var einnig listhneigður og sérstaklega var þó söngur og tónlist sem hann hneigð- ist að. Hann var góður söngmaður og söng oft í kórum. Það fór ekki fram hjá okkur sam- starfsfólki hans að hann var fjöl- skyldu sinni stoð og stytta í stóru- sem smáu og var alltaf við þegar á þurfti að halda. Hann var greini- lega mikill barnavinur og átti auð- velt með að fá börn til að tjá sig, hvort sem um var að ræða barna- börn hans sem sóttu mjög til afa síns, eða önnur sem aðeins voru gestir á heimili hans eða vinnustað. Það er því með djúpum söknuði sem ættingjar Björns kveðja nú elskulegan eiginmann, föður og afa. Við samstarfsfólk Björns í menntamálaráðuneytinu vottum frú Guðrúnu, Valgerði og Magnúsi, tengdabörnum og barnabörnum og öllum ættingjum þeirra okkar inni- legustu hluttekningu og samúð í sorg þeirra og biðjum þeim guðs blessunar. Við kveðjum góðan samstarfs- mann með djúpum söknuði en þakk- læti í huga fyrir trausta samfylgd í starfi. Frá samstarfsfólki í menntamálaráðuneytinu. Fleiri greinar um Björn Magnús- son biða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hornafjarðar Jón Skeggi Ragnarsson og Bald- ur Kristjánsson sigruðu í sýslutví- menningnum sem lokið er. 24 pör spiluðu og var spilaður barometer. Lokastaðan: Jón Skeggi Raparsson - Baldur Kristjánsson 99 JónNíelsson-JónGuðmundsson 74 IngvarÞórðarson-GísliGunnarsson 65 Sigurður Skúlason—Skúli ísleifsson 63 GísliJóhannsson-ÖmRagnarsson 36 GesturHalldórsson-MagnúsJónasson 32 Ámi Stefánsson - Jón Gunnar Gunnarsson 2S Björn Gíslason — Geir Björnsson 27 Séra Baldur hafði sigur ásamt Jóni Skeggja, en fermingarbam Baldurs, Sigurður Skúlason, veitti honum harða keppni. Aldursforseti var Ragnar Snjólfsson, 88 ára gam- all, og sýnir þetta okkur að ekkert kynslóðabil er í bridsinum í Höfn. JGG Æfinga- og úrtökumót fyrir landslið Auglýst er eftir 8 pörum til þátt- töku eða keppni um sæti í liði sem sent verður á alþjóðlegt mót landsliða og sterkra sveita sem spilað verður í Hollandi 8.-9. júní í sumar. Lið íslands gengur undir heitinu Landslið 2. Spilað verður í sveitum dagana 18.-20. maí og 1.-2. júní. Pörin verða dregin saman í sveitir af handahófi. Fyrri helgina keppa með þessum sveit- um Landslið 1 (tvö lið), kvennalands- lið og unglingalandslið en seinni helg- ina einungis Landslið 1 (tvö lið). Árangur einstakra para verður reiknaður eftir fjölsveitaútreikningi og tvö efstu pörin’ af þeim 8 sem keppa um Landslið 2, báðar helgar meðtald- ar, verða Landslið 2. Keppnisstjóri og útreikningsmeist- ari verður Kristján Hauksson. Þau pör sem hafa áhuga á þátttöku í þessu móti eru vinsamlegast beðin að tilkynna það til skrifstofu Brids- sambands íslands fyrir 11. apríi nk. Þátttökugjald er ekkert, en stefnt er að því að spilastaður verði í ná- grenni Reykjavíkur, stutt að keyra en svefnaðstaða og matur fyrir þá sem vilja á lágmarksverði. Nánar auglýst síðar. Bridsfélag kvenna Nú er parakeppninni lokið með sigri Nönnu og Sigurðar. Úrslit urðu þessi: Nanna Ágústsdóttir - Sigurður Ámundason 560 Guðrún Jörgensen - Þorsteinn Kristjánsson 555 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 548 Ólafía Jónsdóttir - Baldur Ásgeirsson 536 Ingunn Bemburg - Sigurður Steingrímsson 533 Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur Valdemarsson 532 Efstu skor í riðlunum: A-riðill: Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 182 Nanna Ágústsdóttir - Sigurður Ámundason 179 Guðrún Jörgensen - Þorsteinn Kristjánsson 175 B-riðill: Júlíanaísebam-Ömísebam 198 Véný Viðarsdóttir—Jónas Elíasson 196 Ingunn Bemburg - Sigurður Steingrímsson 185 C-riðill: Aðalheiður Torfadóttir - Magnús Eymundsson 204 Ólafía Þórðardóttir—Jón Sigurðsson 193 KristínJonsdóttir-ValdemarJóhannsson 189 Næsta keppni félágsins og jafn- framt sú síðasta á þessu tímabili verð- ur 4-5 kvölda hraðsveitakeppni sem er öllum opin (körlum) og hefst 8. apríl. Sveitir geta skráð sig í síma 32968 (Ólína). Frá Hjónaklúbbnum Nú er fjórum umferðum lokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þannig: DröfnGuðmundsdóttir 90 Sigrún Steinsdóttir 77 Dóra FViðleifsdóttir 69 Kristín Guðbjömsdóttir 62 matsölu- og skemmtistadur, Kringlunni 4, síttti 689686 ELITE KEPPIMIN í KVÖLD HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20.00 Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á því, að við erum einkaum- boðsmenn á íslandi fyrir hið frábæra súkkulaðikex: VILT ÞU KYNNAST STARFSEMI RAUÐA KROSSINS? Langar þig til að starfa fyrir Rauða krossinn, innanlands eða á alþjóðavettvangi? Kynningarnámskeið (Grunnnámskeið 1) fyrir ungt og áhugasamt fólk verður haldið dagana 5., 9., 11., 13. og 14. apríl nk. Dagskrá: 1. Ungmennastarf Rauða kross íslands. 2. Starfsemi Rauða kross íslands, innanlands og á alþjóðavettvangi. 3. Málefni flóttamanna. 4. Framtíðarverkefni. Námskeiðið hefst kl. 20.00 fyrstu þrjú kvöldin og endar með helgardvöl fyrir utan borgina, frá laugardegi og fram á sunnudag. Námskeiðsstaður: Þingholtsstræti 3, Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Rauða kross íslands í síma 26722 (Ólafur). Ekkert þátttökugjald. Allt áhugafólk velkomið. Ungmennahreyfing Rauða kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.