Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991 37 Minning: Bjarni Sveinsson m úrarameistari Fæddur 25. maí 1915 Dáinn 22. mars 1991 í dag verður tengdafaðir minn Bjarni Sveinsson jarðsunginn frá Hafnarijarðarkirkju. Bjarni fæddist á Reykjavíkurvegi 13 í Hafnarfirði þann 25. maí 1915. Hann var sonur hjónanna Guðlaug- ar Bjarnadóttur og Sveins Jónsson- ar. Guðlaug og Sveinn eignuðust 3 börn. Þau voru Guðrún_ Halldóra sem var elst, Bjarni og Ólafur. Guðlaug móðir þeirra lést frá þeim á unga aldri og var það mik- ill missir fyrir fjölskylduna eins og nærri má geta. Ólafi var komið í fóstur hjá góðum hjónum hér í Hafnarfirði og hafði hann alltaf gott samband við föður sinn og systkini. Bjarni og Guðrún ólust upp í föðurhúsum. Bjarni var í sveit á sumrin eins og algengt var á þeim tíma. Eftir móðurmissinn voru allt- af ráðskonur á heimilinu allt þar til að Guðrún Halldóra var orðin stálpuð og gat tekið að sér heimilið. Nú eru öll þessi mætu systkini farin í sína hinstu för héðan af jörðu. Bjarni hóf ungur nám í múrara- iðn hjá Ingólfi Stefánssyni sem reyndist honum góður lærifaðir og hafði Bjarni ætíð miklar mætur á honum. Bjarni vann alla tíð í iðn sinni, en ef svo brá við að lítið var að gera í múrverkinu fór hann á sjóinn og var háseti og matsveinn á minni bátum og togurum. Bjarni kvæntist Þórdísi Matthías- dóttur frá Patreksfirði þann 11. janúar 1941. Þau eignuðust sex börn, þeirra elstur var Guðlaugur sem fæddist 2. desember 1940 en hann lést í Kanada þann 18. febrú- ar 1988. Guðlaugur eignaðist dótt- urina Heiðrúnu Hlín sem búsett er í Kópavogi. Heiðrún er gift Hann- esi Siggasyni og eiga þau einn son. Hin börnin eru Steinunn, gift undir- rituðum, og eiga þau 3 börn og eitt barnabarn, Matthías, giftur Sonju Einarsdóttur og eiga þau 2 dætur, Ólafur Sveinn, giftur Láru Öfjörð, og eiga þau 2 dætur og yngst er Rut Sigurðardóttir sem gift er Ólafi Sigurjónssyni og eiga þau 3 syni. Þórdís og Bjarni slitu samvistir. Bjarni tók virkan þátt í félags- málum á sínum yngri árum. Hann var einn af stofnendum Knatt- spyrnufélagsins Hauka og lék hand- bolta með félögum sínum í Haukum um árabil og náðu þeir góðum ár- angri í íþrótt sinni og urðu m.a. Islandsmeistarar. Bjarni fylgdist grannt með þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá Haukum og það má segja að þeir stofnendúr Hauka Birting afniælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er þirt- ur. hafi getað glaðst yfir góðum árangri Haukanna og nú heldur yngri kynslóð uppi merki frumheij- anna og stefnt er að enn frekari árangri og uppbyggingu á nýju svæði Hauka við Ásvelli. Þann 12. apríl nk. eru 60 ár frá stofnun Haukanna. Kynni mín af Bjarnatengdaföður mínum í gegnum árin sýndu mér hvað hann var góður og traustur félagi. Það var alltaf hressandi og skemmtilegt að vera í návist hans bæði í leik og starfi. Hann var mjög vel lesinn og um margt fróður og fylgdist grannt með því sem efst var á baugi hveiju sinni. Þegar ég og dóttir hans byijuðum búskap og byggðum okkar fyrsta hús hjálpaði hann okkur við múr- verkið og það gerði hann einnig við hin börnin sín sem í byggingum stóðu. Þegar við eignuðumst sumarhús í Öndverðarnesi hlóð hann fyrir okkur forláta útigrill sem oft hefur komið að góðum notum. Þarna í landi félaga sinna í Öndverðarnesi hefur hann því reist okkur lítið minnismerki um störf sín sem við yljum okkur við á fögrum sumar- kvöldum. Fyrir nokkrum árum byggðum við aftur I Hafnarfirði og var Bjarni þá oðinn heilsutæpur og treysti sér ekki til að hjálpa til við múrverkið en hann kom flesta daga til að líta eftir og var með útrétta hjálparhönd ef með þurfti. Síðustu tvö árin voru honum erf- ið vegna veikinda. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og trega, og í hjarta mínu geymi ég minninguna um allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman bæði við störf og leik. Guð blessi minningu hans. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson Elskulegur afi minn er dáinn. Hann sem var mér svo mikið. Milli okkar var alveg sérstakt samband. Okkar samverustundir voru stundir gleði og ánægju. Oft'réðu lífsins tilviljanir því að við vorum stödd samtímis á sama stað. Lífið gaf okkur því margar góðar stundir sem ylja í minningunni. Ein mín fyrsta minning um jól tengist honum. Þá var ég búsett norður í landi, hjá móður minni og hálfbróður. Þar bjuggum við hjá móðurforeldrum mínum, Hermanni Sveinssyni og Jónínu Jónsdóttur sem voru búsett á Miklahóli í Við- víkursveit. Líklega hef ég verið um fjögurra ára. Þá kom sá alstærsti jólaböggull sem ég hafði séð frá einhverri uppsprettu pakka sem hét „að sunnan". í þessum pakka reyndist vera svokölluð puntudúkka, sem var alveg dýrindis falleg. Síðar setti Bjarni afi sinn svip á jólin. Margan glaðninginn fékk ég frá honum, reyndar nutum við þess öll, epli og appelsínur, niðursuðu- vörur og fleira leyndist í pokunum frá honum. Þá var hugsunin að kaupa eitthvað sem kæmi sér vel fyrir einstæða móður með tvö börn. Og í minningunni fyllti þessi stóri maður upp í ganginn á Urðarhól, það sem var heimili mitt fyrir sunn- an. Og gjafmildin, glettnin og gleð- in, það var hann. Bjarni afi var föðurafi minn. Faðir minn Guðlaug- ur fluttist til Kanada árið 1968. Samband okkar pabba var slitrótt, en afi gerði allt sem hann gat til að bæta mér upp hvað pabbi var fjarlægur. Miili okkar pabba var kynslóðabil á stundum, en milli okkar afa örlaði aldrei á því. Hann hafði svo mikinn skilning og um- burðarlyndi sem menn honum óreyndari höfðu ekki til að bera. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Við vitum að lífið líður áfram, en við hveija bugðu hverfur einn úr hópnum. Stundum gerist þetta óvænt og undirbúningslaust. Pabbi dó þann 18. febrúar 1988 aðeins 47 ára gamall. Það varð afa mikið áfall. Það að missa son sinn í blóma lífsins er þungur harmur. Afi sem dáði börnin sín og vildi þeim allt hið besta. En lífið heldur áfram og aðeins fjórum mánuðum eftir lát pabba fæddist drengur sem var fyrsta langafabarnið hans afa. Og , það var annar Guðlaugur. Trúarvissa afa um líf að loknu þessu var honum styrkur á erfiðum stundum. Á síðustu árum lagðist sjúkleiki þungt á afa. Hann gerði sitt besta til að láta líta svo út að líðanin væri svo miklu betri en hún var. En nú er öllum þrautum lokið og afi hefur losnað frá þessu jarð- neska oki og er kominn á fund hins mikla meistara, þar sem sonur hans, systkini og foreldrar fagna honum. Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir Það var á sunnudegi að ég frétti að hann Bjarni væri dáinn. Eg ætl- aði varla að trúa mínum eigin eyr- um, að hann væri nú þegar farinn til hinnar hinstu hvíldar. Að ég sæi hann aldrei aftur og fengi aldrei aftur frá honum jólakort sem stæði á „Gleðileg jól, Hulda mín. Þinn gerviafi Bjarni." Og nú þegar ég fei' að hugsa man ég að hann náði aldrei að koma í heimsókn til okkar í nýja húsið í Hvassaleitinu, fékk bara ekki tækifærið. Ég man þegar hann kom í heimsókn til okkar í Grundargerðið með súran hval handa okkur, alltaf svo glaður á svip og kvartaði ekki yfir einu eða neinu. Svo eftir nokkra kaffibolla rölti hann upp á Grensásveg í heim- sókn til hennar ömmu og fékk þar meira kaffi. Þetta gerðist svo hratt að ég fékk ekki tækifæri til þess að kveðja hann með kössi. Þótt ég hafi ekki vitað mikið um hann, þá vissi ég þó að hann var vinur minn og ég myndi gera hvað sem er til að fá hann aftur. Því kveð ég hann með söknuði. Hulda Guðjónsdóttir Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Haukum Helsti hvatamaðurinn að stofnun Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði og einn af hinum ungu stofnendum, Bjarni Sveinsson múrarameistari er fallinn frá, að- eins fáum dögum áður en Haukafé- lagar minnast með veglegum hætti 60 ára afmælis félagsins þann 12. apríl nk. Þáttur Bjarna í stofnun og við- gangi Hauka á upphafsárum fé- lagsins var mikill, enda ekki að ástæðulausu að hann var jafnan kallaður „Bjarni formaður" í vina- og kunningjahópi. Hann var öllum stundum að stofna félög um hin ólíklegustu áhugaefni, en ekkert þessara félaga var þó langlífara og honum kærara en Knattspyrnufé- lagið Haukar. Bjarni vai' í forystu fyrir Haukum fyrstu starfsárin. Hann var afar virkur í félagsstarfi og ekki síður liðtækur keppnismaður langt fram eftir fimmta áratugnum. Handbolt- inn átti hug hans allan en þeir félag- arnir í Haukum voru fyrstir íþrótta- félaga hérlendis til að æfa hand- knattleik, en það var strax á öðru starfsári félagsins veturinn 1932. Bjarni dreif félaga sína áfram jafnt innan vallar sem utan og bar- áttan skilaði sannarlega árangri. Haukar voru eitt allra sterkasta handknattleiksfélag landsins á fímmta áratugnum og um vorið 1943 fagnaði Bjarni sínum stærsta sigri á íþróttavellinum, er Hauka- strákarnir urðu íslandsmeistarar í meistaraflokki karla í handknatt- leik. Það fór sannariega vel á því að frumkvöðlarnir sjálfir færðu fé- laginu fyrsta íslandsmeistaratitil- inn. Haukafélagar standa í mikilli þökk við Bjarna og veittu honum margvíslega viðurkenningu. Hann var gerður að heiðursfélaga Hauka á 45 ára afmæli félagsins vorið 1977. Það þurfti slíkan eldhuga sem Bjarni var, til að taka fyrstu skref- in í félagsstarfinu og gefast ekki upp þrátt fyrir allan mótvind. „Heil- ir til starfa Haukar," eru fleyg hvatningarorð Bjarna. Honum þótti vænt um félagið sitt og vildi fram- gang þess sem mestan. Með öflugu og þroskandi starfi höldum við best á lofti minningunni um Bjarna og hina frumheijana. Blessuð sé minning Bjarna Sveinssonar. Stmx aðlpknum irettum .D. O Strax að loknum fréttum í kvöld sýnir Sjónvarpið stutta kynningarmynd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið gera um helstu stefnumál sín, kosningarnar framundan og þá lífssýn frelsis og mannúðar sem sjálfstæðismenn eiga sameiginlega, hvar í stétt sem þeir starfa og hvar í byggð sem þeir búa. Stilltu á Stöð eitt kl. 20:35 í kvöld, fylgstu með málflutningi okkar og þú munt sjá hvers vegna straumurinn liggur til Sjálfstæðisflokksins. MANNUÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.