Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
84. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGVR 14. APRÍL 1991
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Sverrir
SVIPPAÐÁ SEYÐISFIRÐI
Spenna eykst í búðum
kúrdískra flóttamanna
Bandarískar flutningaþyrlur sendar til hjálparstarfs í norðurhluta íraks
Nikósíu. Reuter.
SPENNA fer ört vaxandi milli tyrkneskra hermanna og kúrdískra flóttamanna með-
fram tyrknesku og írösku landamærunum. í gær var því haldið fram að tyrkneskir
hermenn hefðu skotið marga Kúrda til bana í kapphlaupi um matarpakka sem varp-
að hefur verið úr breskum, frönskum og bandarískum flugvélum yfir fióttamanna-
stöðvarnar. Þá sögðust íranir ekki lengur hafa neina stjórn á þeim mikla fjölda
Kúrda sem þangað hefði flúið og væri ekkert lát á straumnum en hátt í tvær milljón-
ir Kúrda hafa flúið undan hersveitum Saddams Husseins íraksforseta.
Hugmynda-
ríkir Japanir
Kenji Kawakami, ritstjóri japansks
póstverslunartímarits, fær yfir 50 til-
lögur frá lesendum í hverjum mánuði
um vörur sem því finnst að ætti að
framleiða. Sem dæmi um nokkrar
þeirra má nefna fatarekka sem festa
má á bak manns sem vill þurrka undir-
fötin sín um leið og hann fer út að
ganga eða hjóla; svissneskur her-
mannahnífur í yfirstærð með garð-
yrkjuáhöldum; nögl til að taka utan
af appelsínum sem bregða má á
þumalfingur; hálsbindi með vösum á
bakhliðinni fyrir krítarkort og sóla-
lausir spariskór fyrir þá sem vilja
halda kaupsýslumannslegu yfirbragði
og njóta um leið þeirra náttúrulegu
áhrifa sem því fylgja að ganga ber-
fættur í grasi. Ein af uppáhaldshug-
myndum Kawamakis er ljósmynda-
flass sem gengur fyrir sólarrafhlöð-
um! Hvað ætli myndi ná mestri mark-
aðsútbreiðslu?
Tyggjóflóð í
Frelsisstyttu
Tyggjóvarnarnefnd Bandaríkjanna
ætlar að koma Frelsisstyttunni í New
York til hjálpar. Ann Belkov, umsjón-
armaður Liberty-eyju og Ellis-eyju,
segir fólk henda svo miklu af tyggi-
gúmmíi í styttunni að hún sé að verða
einn „stór tyggjóklessa“. Héðan í frá
verða gestir varaðir við „ólöglegri
losun tyggigúmmís“ og settar verða
upp sérstakar ruslatunnur þar sem
þeir stíga á land á báðum eyjum. Þeir
sem verða staðnir að því að henda
tyggjói þar sem það er óleyfilegt
verða sektaðir um 250 Bandaríkjadali
eða um 15.000 ÍSK.
Heilar karla
rýrna hraðar
Samkvæmt nýrri rannsókn virðast
heilar karlmanna hrörna hraðar en
heilar kvenna. Ákveðnar heilafrumur,
sem fást við tal, röksemdafærslu og
hamingju, drepast fyrr hjá karlmönn-
um. „Þetta gæti bent til þess að líkurn-
ar til þess að verða geðstirður og við-
skotaillur með aldrinum séu meiri hjá
körlum en konum,“ sagði Ruben Gur,
við Háskólann í Pennsylvaníu, sem tók
þátt í gerð könnunarinnar.
Hermt er að a.m.k. 2.000 Kúrdar hafi
dáið við tyrknesku landamærin úr hungri
og vosbúð. Talið er að mun fleiri hafi dáið
í Iran. Fréttamenn höfðu eftir flóttamönnum
í gær að tyrkneskir hermenn misstu í aukn-
um mæli stjórn á sér er þeir reyndu að hemja
soltið fólkið sem barist hefur um matarbit-
ann. Þá hefðu þeir skotið fjölda Kúrda í
kapphlaupi um pakka sem fallið hafa utan
flóttamannabúðanna. Hermennirnir legðu
hald á pakka sem kæmu niður utan ákveð-
inna svæða og reyndu að selja flóttamönnun-
um.
Þá hefur kappið verið stundum það mikið
að flóttamenn hafa orðið undir matarbrett-
unum sem svifið hafa til jarðar í fallhlíf og
kramist til bana undir þeim. Þannig biðu sjö
flóttamenn bana í einum búðunum á föstu-
dag.
Flutningaþyrlur bandaríska heraflans í
Evrópu hafa verið sendar til Tyrkalands en
þaðan verða _þær sendar til hjálparstarfs í
norðurhluta Iraks og taka rúmlega 8.000
hermenn þátt í þessum aðgerðum. Bretar
gáfu til kynna í gær, að bandamenn myndu
beita hervaldi ef írösk stjórnvöld gerðu hið
minnsta til þess að hindra áform um hjálpar-
starf á slóðum Kúrda. írakar höfnuðu hug-
myndum Breta um sérstakt griðland fyrir
Kúrda í norðurhluta landsins en fulltrúar
ríkjanna fimm sem eiga fastafulltrúa í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu á rök-
stólum í fyrrakvöld og ræddu hugmyndina
um griðland. Embættismenn sögðust þó
tæpast eiga von á formlegri ákvörðun ráðs-
ins um það efni.
Fyrstu friðargæsluliðar SÞ, 30 að tölu,
komu til Kúveits í gærmorgun til þess að
skipuleggja gæslustarf_ á vopnahléslínunni
meðfram landamærum Iraks og Kúveits, en
alls verða 1.440 menn frá 34 ríkjum í gæslu-
sveitunum.
Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra Þýskalands, sagði í gær að Sameinuðu
þjóðunum bæri að efna til stríðsglæparéttar-
halda yfir Saddam Hussein íraksforseta á
borð við Núrnberg-réttarhöldin yfir foringj-
um þýskra nasista eftir seinna stríðið. Sömu
ástæður væru fyrir hendi nú og þá til réttar-
halds af þessu tagi.
HEMMMK
ÍH/ÍSKÓLÁHUM
/ 9 Sveinbjöm Bjömsson
'L ^ nýkjörinn háskólarektor
ÞAR SEM
„Fiðrildin &
furðudýrin“
16 VERÐA TIL