Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1991
EFNI
Þíbilju boðið á leik-
listarhátíð í Tampere
LEIKHÓPNUM Þíbilju hefur verið boðið að taka þátt í árlegri leik-
listarhátíð í Tampere í Finnlandi 13.—18. ágúst í sumar. Hópurinn
mun setja á svið sýningu sem hefur hlotið nafnið „Dalur hinna
blindu“ og er byggð á smásögu eftir H.G. Wells. Sýningar á verk-
inu standa nú yfir í Lindarbæ.
„Verkið fjallar um fólk { af-
skekktum dal sem hefur fengið
sjúkdóm og orðið blint. Fólkið
gleymir því sem við vitum aðeins
í gegnum sjón og öðlast nýja heims-
mynd en er engu ap síður fullnægt
og hamingjusamt. í nútíðinni gerist
það svo að flugslys verður í ná-
grenninu og feðgar komast af.
Þeir vorkenna fólkinu og vilja
hjálpa því en verkið segir frá sam-
skiptum þeirra og blinda fólksins í
dalnum," sagði Þór Tulinius um
innihald verksins. Handritið samdi
hann eftir sögu H.G. Wells „Land
hinna blindu“ í samvinnu við leik-
hópinn. Honum til aðstoðar voru
Hilmar Öm Hilmarsson og Hafliði
Hallgrímsson.
í Þíbilju eru aðeins menntaðir
leikarar. Átta eru útskrifaðir frá
Leiklistarskóla íslands og tveir
hafa fengið menntun sína erlendis.
Þór sagði að í Finnlandsboðinu
fælist uppihald meðan á leiklistar-
hátíðinni stæði en enn ætti eftir
að fjármagna ferðir fram og til
baka. Ekki yrði farið nema til þess
fengjust styrkir.
• Leiklistarhátíðin í Tampere er
haldin árlega. í fyrra tóku leikhóp-
ar frá 15 löndum þátt í hátíðinn
auk 16 finnskra leikhópa. Þá vora
áhorfendur um 30.000.
Morgunblaðið/KGA
Lottóið flytur ínýtt húsnæði
Starfsmenn íslenskrar getspár, sem rekur Lottóið, hafa undanfarn-
ar vikur undirbúið flutning á tölvubúnaði fyrirtækisins í nýtt húsnæði
í Laugardalnum. Strax að loknum útdrætti í gærkveldi var hafist
handa við flutningana, en hér á landi era sex erlendir sérfræðingar
vegna þessa. Myndin var tekin í gærmorgun þegar verið var að
leggja síðustu hönd á tölvusalinn. Vegna flutninganna verður sölu-
kerfi Lottósins um allt land lokað á mánudag og þriðjudag en opnar
aftur á miðvikudagsmorgun.
Paul Drack aðalforstjóri Alumax:
Þarf að hraða viðræðum
eftir kosningar á Islandi
Telur að línur skýrist mjög á næstu tveimur mánuðum
PAUL Drack, aðalforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax, sem
ásamt hollenska fyrirtækinu Hoogovens og sænska fyrirtækinu
Granges myndar Atlantsál, telur að lítið muni þokast í samninga-
viðræðum Islands og Atlantsáls, fyrr en ný ríkissljóm hefur verið
mynduð hér á landi, að afloknum alþingiskosningunum eftir eina
viku. „Þá þarf líka að fara að hraða allri samningagerð og skrið-
ur að komast á hlutina, því okkur sem ykkur er nauðsyn á að fá
botn í það hvort ráðist verður í þessa framkvæmd, sem ég einlæg-
lega vona að verði,“ sagði Drack í samtali við Morgunblaðið í gær.
Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson
Valt á saltkistu
Toyota-jeppi valt í Hvalfirði á föstu-
dagsmorgun þegar ökumaðurinn
missti stjórn á bílnum í krapa í
vegkantinum. Bíllinn rann út af,
valt þegar hann lenti á saltkistu
við veginn og stöðvaðist á toppnum.
Ökumaðurinn slapp með minni hátt-
ar meiðsli, en bíllinn er mikið
skemmdur.
Vegna bilunar í prentvél er
ekki unnt að prenta Morgun-
blaðið í þeirri stærð, sem nauð-
synlegt væri. Það veldur
þrengslum í blaðinu og falla
því niður nokkrir fastaþættir,
s.s. útvarpsdagskrá sunnudags
og mánudags. Lesendur era
beðnir velvirðingar á þessu og
er þeim bent á Dagskrárblaðið,
sem út kom í fyrradag en þar
er m.a. dagskrá allra útvarps-
stöðva.
Oddeyrin EA:
Samherji hf
kaupir hlut
bæjarsjóðs
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef-
ur samþykkt að selja Samheija
hf. hlutabréf sín í Oddeyrinni
EA-210, en bærinn átti hlutabréf
í skipinu að upphæð 11 milljónir
að nafnverði. Bréfin voru seld
fyrir 18 milljónir króna.
Samheiji hefur séð um rekstur
skipsins frá upphafí. Oddeyrin er
eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu
og var smíðað í Slippstöðinni á Akur-
eyri árið 1986. Skipið er 274 lestir
að stærð og 39 metra Iangt.
Samheiji átti 40% í skipinu, Akur-
eyrarbær 40% og K. Jónsson 20%.
Samheiji hefur nú eignast skipið að
fullu, en fyrirtækið hefur einnig
keypt hlut K. Jónssonar.
Fram kom í mati Ráðgjafar Kaup-
þings hf. sem gert var fyrir atvinnu-
málanefnd að hæsta raunvirði hluta-
bréfa Akureyrarbæjar væri 20 millj-
ónir króna miðað við ákveðnar for-
sendur. Samheiji bauð 16 milljónir
króna fyrir hlutabréfm, en þau voru
seld fyrir 18 milljónir króna.
„Ég reikna með því að línur
muni skýrast mjög á næstu tveim-
ur mánuðum. Á þessu stigi er
ekkert hægt að segja um það
hvenær fyrirtækin geta lagt samn-
inga fyrir stjómir sínar, því áður
en það verður, verða ákveðin lykil-
ELDUR kom upp á Hótel Sögu
í fyrrinótt. Slökkviliðið fékk til-
kynningu um mikinn reyk í
stigagangi á 6. hæð hótelsins
að austanverðu og kom í ljós
að eldur logaði í dýnu, sem var
geymd í neyðarstigagangi. Hót-
elgestur hafði slökkt eldinn
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang.
Slökkviliðið fékk tilkynningu
frá Hótel Sögu klukkan 2.07. Þeg-
ar komið var á vettvang, á stiga-
gangi á 6. hæð, vora starfsmenn
hótelsins að vekja gesti í herbergj-
um þar á hæðinni, svo þeir gætu
yfirgefið herbergin til öryggis.
Innst á stigaganginum var einn
hótelgesta, Breti, að sprauta úr
vatnsslöngu yfir dýnu, sem stóð á
palli neyðarstigagangs. Eldurinn
var kulnaður þegar slökkviliðið
kom. Tveir reykkafarar fóra inn á
neyðarstigaganginn og ræstu út.
Þá var körfubíll notaður til að
koma vatnssugu að, til að ljúka
hreinsun. Einn hótelgesta var
fluttur á sjúkrahús, vegna gruns
um að hann hefði fengið snert af
reykeitrun.
Samkvæmt upplýsingum
slökkviliðsins fór boðkerfi Hótel
Sögu í gang klukkan 2.01, eða sex
mínútum áður en slökkviliðið var
látið vita. Þá höfðu norðurdyr hót-
elsins ekki verið opnaðar þegar
slökkviliðið koma á staðinn, en um
atriði að liggja ljós fyrir, svo sem
hver raunveralegur stofnkostnað-
ur nýs álvers verður. Auk þess
verður fjármögnun fyrirtækisins
að liggja fyrir, og þótt ég telji að
nú sé auðveldara að semja um fjár-
mögnun, eftir að stríðinu við
þær var fljótlegast að komast á
eldstaðinn. Loks fannst slökkvilið-
inu ámælisvert að dýnan skyldi
vera geymd við neyðarútgang, en
það hefði getað hindrað fólk í
undankomu, ef eldur hefði logað
í hótelinu sjálfu. Jónas Hvannberg,
hótelstjóri, sagði að ekki hefðu lið-
ið sex mínútur þar til slökkviliðinu
hefði verið gert viðvart, enda brýnt
Persaflóa er lokið, þá taka samn-
ingar við banka um fjármögnun
sinn tíma,“ sagði Drack.
Forstjóri Alumax sagði að full-
trúar Atlantsáls hefðu að undan-
fömu átt í viðræðum við banka
um fjármögnun nýs álvers á Keilis-
nesi, en þar væri einnig erfitt að
ganga frá nokkrum sköpuðum hlut
á þessu stigi, vegna þess að endan-
legar stærðir lægju' ekki fyrir,
hvað varðar stofnkostnaðinn. „Við
eram enn að leita leiða til þess
að lækka stofnkostnaðinn, sem
enn er samkvæmt áætlunum tals-
vert of hár,“ sagði Drack.
fyrir starfsfólki að gera það ávallt
tafarlaust. Þá hefðu umræddar
dyr verið opnaðar í sömu mund
og slökkviliðið kom að. Um dýnuna
væri það að segja, að hún hefði
ekki verið fyrir á neinn hátt og
því ekki lokað flóttaleið. Loks ósk-
aði Jónas eftir að koma á fram-
•færi þakklæti til slökkviliðsins,
sem hefði brugðist mjög skjótt við.
Mikill reykur þegar eldur
logaði í dýnu á Hótel Sögu
Morgunblaðið/Sverrir
Slökkviliðsmaður hugar að leifum dýnunnar, sem brann á Hótel
Sögu í fyrrinótt.
Heimamaður í Háskól
anum
►Rætt við Sveinbjöm Björnsson
nýkjörinn rektor Háskóla íslands.
/12
Þar sem fiðrildin og
furðudýrin verða til
►Listamenn í Bústaðaskóla heim-
sóttir/16
►
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-24
Fasteignaauglýsingar
► l-32 .
Síðasti Sjópósturinn
►Halldór Jónsson sjópóstur á
Bíldudal hefur siglt á trillu með
póst og vörur um Amarfjörð í 18
ár og er sá eini hér á landi, sem
þannig ferðast um með póst sinn.
/1-12,13
Soldáninn stendur
sterkari eftir
►Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða-
maður Morgunblaðsins, heldur
áfram för sinni um Miðausturlönd
og er nú stödd í Óman /2
Ég hef aldrei þurft að
gera upp með tapi
►Vilhjálmur Jónsson lætur bráð-
lega af forstjórastarfí Olíufélags-
ins hf., en þar hefur hann haldið
um stjómvölinn síðustu 32 árin. /4
Kúguð þjóð án ríkis
►Kúrdar hafa háð þrotlausa bar-
áttu fyrir sjálfstjóm um áratuga
skeið. Hún hafa mátt þola ofsókn-
ir af hálfu nágranna sinna og enn
eiga þeir undir högg að sækja. /6
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Dagbók 8 Mannlífsstr. 8c
Hugvekja 9 Fjölmiðlar 18c
Leiðari 20 Kvikmyndir 20c
Helgispjall 20 Myndasögur 22c
Reykjavíkurbréf 20 Minningar 24c
Brids 26
Stjömuspá 26
Skák 26
Fólk í fréttum 36 Velvakandi 26c
Karlar 36 Bíó/dans 28c
Útvarp/sjónvarp 39 Samsafnið 30c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4