Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MÖRGtÍÍÍBÍiAÐIÐ> 'SUNNUD'ÁUUlU ŒMgféííT >Í8W- ERLENT INNLENT Flestir vilja Davíð sem næsta for- sætisráðherra MEIRIHLUTI kjósenda vill Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðis- flokksins, sem næsta forsætisráð- herra landsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís gerði og birtar voru í vikunni. 51,4% kjósenda sögðust vilja Davíð sem næsta formann en 41,2%" sögðust vilja Steingrím Hermansson, formann Framsókn- arflokksins, sem næsta forsætis- ráðherra. UMFN íslandsmeistarar Njarðvíkingar tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik karla í vikunni þegar þeir lögðu nágranna sína úr Keflavík af velli í fímmtu viðureign liðanna um þennan eftirsótta titil. María í St. Barbara Leikkonan María Ellingsen hefur fengið hlutverk i bandarísku sápuóperunni St. Barbara. Þættir þessir voru sýndir á Stöð 2 til skamms tíma og hefur verið ákveð- ið þar á bæ að reyna að fá þá til sýningar aftur. ERLENT Tvær millj- ónir hafa flúið írak Talið er allt að tvær milljónir manna hafi flúið undan hersveitum Saddams Husseins í Irak eftir að stjómarherinn íraski braut á bak aftur uppreisn Kúrda og shíta í norður- og suðurhluta landsins. Mestur er flóttamannastraumur- inn yfír til írans og segja starfs- menn erlendra hjálparstofnana að hundruð þúsunda manna bíði þess að komast yfír landamærin. Fullvíst er talið að þúsundir manna hafi látið lífíð á flóttanum sökum hungurs, kulda og vosbúðar og hjálparstarf hefur gengið treglega. Bandaríkjamenn bönnuðu allar hemaðaraðgerðir í Norður-Irak í vikunni en fréttir bárust af því að íraski stjórnarherinn hefði hundsað tilskipun þessa. Tillaga bresku ríkisstjómarinnar þess efnis að skilgreind verði sérstök griðasvæði Kúrdum til handa var rædd á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í vik- unni. Framkvæmdastjóri SÞ lýsti yfír því að slík svæði yrði aðeins unnt að marka með samþykki ír- askra stjómvalda. Vopnahlé gengið í gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti formlega yfír vopnahléi í Persaflóastyijöldinni á fimmtudag. Hafði þá borist staðfesting frá írökum þess efnis að þeir hefðu fallist á alla þá skilmála sem sett- ir höfðu verið en þeir kveða m.a. á um stríðsskaðabætur og uppræt- ingu vígtóla í vopnabúrum stjóm- arhersins. Bandaríkjamenn hófu að flytja liðsafla sinn frá Suður- írak og munu friðargæslusveitir SÞ halda uppi eftirliti á þessu svæði. Útvarpsráð greip inn í kosningasjónvarpið Útvarpsráð samþykkti sam- hljóða að banna fréttastofu sjón- varpsins að birta niðurstöður úr skoðanakönnun, sem Gallup hefur unnið fyrir RÚV, í kosningasjón- varpi frá einstökum kjördæmum. Niðurstöður könunarinnar hafa hins vegar verið birtar í fréttatím- um sjónvarpsins og verður svo áfram, en útvarpsráð lýsir allri ábyrgð á hendur Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. Sala á bjór minnkar Fyrstu þijá mánuði þessa árs hefur sala á bjór dregist saman en á sama tíma hefur sala á sterk- ari drykkjum aukist. Samdráttur var í heildarsölu ÁTVR á áfengi um 3,53% í lítrum talið en salan hefur hins vegar aukist um 0,42% í alkóhóllítrum talið. Sala á neftó- baki hefur aukist nokkuð en vindl- ingar og annað tóbak selst minna en áður. Einkaleyfi SÍF afnumið Sex áratuga einkaleyfí Sölu- samtaka íslenskra fiskframleið- enda á saltfísksölu til Ameríku- landa var afnumið í vikunni en SÍF mun áfram hafa einkaleyfi á út- flutningi til Evrópu. Útflytjendur sem hug hafa á að flytja saltfísk til Ameríkulanda verða að uppfylla ströng skilyrði til að fá leyfi til slíks. Hlutabréfín seldust vel Hlutabréf Dagsbrúnar í Eignar- haldsfélaginu Alþýðubankinn hf. seldust öll á mánudaginn á skömm- um tíma. Bréfin seldust á tæplega tvöföldu nafnverði. Nýr slökkviliðssljóri Hrólfur Jónsson, varaslökkvi- liðsstjóri í Reykjavík hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri höfuðborg- arinnar frá og með 1. desember. Rúnar Bjarnason lætur þá af störfum en hann verður sextugur í nóvember. Samkomulag um friðarráðstefnu Stjómvöld í Bandaríkjunum og ísrael hafa orðið sammála um að boða skuli til svæðis- bundinnar ráð- stefnu um frið í Mið-Austur- löndum. James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átti fundi með ísraelskum ráðamönnum í byijun vikunnar og kynnti tillög- umar. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu og Egyptalandi tóku undir hug- myndina en Sýrlendingar halda fast við þá kröfu að eftit verði-tíl alþjóðlegrar friðarráðstefnu á vett- vangi SÞ. Lýst yfir sjálfstæði Georgíu Þing Sovétlýð- veldisins Ge- orgiu sam- þykkti á þriðju- dag að endur- vekja sjálf- stæðisyfirlýs- ingu lands- manna frá 1918. Zviad Gamsakhurdia, forseti Georgíu, sagði hins vegar að sjálfstæðisyfír- lýsingin jafngilti ekki úrsögn úr sovéska ríkjasambandinu. Þjóðern- issinnar í Georgíu gengust fyrir verkföllum í vikunni og kröfðust þess að ráðamenn í Kreml hæfu við þá viðræður um umbætur á vettvangi efnahags- og stjómmála. Fyrr í vikunni höfðu stjómvöld fallist á viðræður við fulitrúa verk- fallsmanna í Hvíta-Rússlandi en krafa þeirra er m.a. sú að Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi Kommún- istaflokksins og forseti Sovétríkj- anna segi af sér. Gorbatsjov lagði hins vegar fram sérstaka neyðar- áætlun á þriðjudag til að afstýra efnahagslegu hruni og pólitískri upplausn í Sovétríkjunum. Ástralía: Kólesterólsnauð- ur ostur á markað Sydney. Reuter. ÁSTRALSKT fyrirtæki lýsti yfir í gær að því hefði tekist að fram- leiða ost með lágu kólesterólinni- haldi. Osturinn lítur út og smakk- ast eins og venjulegur ostur, en inniheldur 90% minni mettaða fitu. Vísindamenn sem starfa hjá mat- vælafyrirtækinu Poseidon Terama í Melbourne segjast hafa fundið aðferð til að fjarlægja úr ostinum megnið af mettuðu fitunni sem er einn helsti orsakavaldur hjartasjúkdóma. „Bragðið og aðrir eiginleikar osts- ins haldast, svo og næringargildið," segir Tim Horwood matvælatækni- fræðingur sem starfar hjá fyrirtæk- inu. „Aðeins mettaða fítan hverfur að mestu leyti.“ Nýja aðferðin hefur verið notuð við feta- og havarti-osta, en fleiri tegundir koma fljótlega á markaðinn. Fetaostur fyrirtækisins inniheldur 17 milligrömm af mettaðri fítu á hver 100 grömm, en venjulegur ástr- alskur fetaostur 75 milligrömm. Ha- varti-ostur fyrirtækisins inniheldur 17 milligrömm af mettaðri fítu á hver 100 grömm, en venjulegur ostur sömu tegundar 120 milligrömm á 100 grömm. Réglugerðir í Ástralíu koma í veg fyrir að fyrirtækið geti merkt þessa framleiðslu með orðinu „ostur“, þar sem hún inniheldur enga smjörfitu. Gorba æði í V Japan Japanskar stúdínur máta boli sem nú seljast eins og heitar lummur í Tókýó vegna sögu- legrar heimsóknar Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta til Japans. Heimsóknin hefst næstkomandi þriðjudag og stendur í fjóra daga. Þýskaland: Framtíðarhlutverk Sam- bandshersins í brennidepli Framtíð og hlutverk þýska Sam- bandshersins hefur iqjög verið til umræðu í Þýskalandi á und- anföraum vikum og mánuðum og í vikunni bárust fregnir af því að þýsk stjórnvöld hafi ákveðið að koma á fót í sumar fimmtán þúsund manna hrað- liðssveitum til að taka þátt í hugsanlegum heraaðaraðgerð- um á vegum Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) en einnig að- gerðum skipulögðum af Samein- uðu þjóðunum. Þetta eru vissu- lega mikil tíðindi því að þýskir hermenn hafa hingað til ekki tekið þátt í neinum aðgerðum utan ramma NATO. f 26. grein þýsku stjórnarskrárinnar er lagt bann við að þýski herinn taki þátt í „árásarstríði" og hefur þessi grein af mörgum verið túlkuð þannig að Þjóðverjum leyfist ekki þátttaka í hernaðar- aðgerðum utan varnarsvæðis NATO - ekki einu sinni þátttöku í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Kveikjan að umræðunni um framtíð Sambandshersins er þríþætt. í fýrsta lagi sameining Þýskalands og þar með innlimun fyrrum austur-þýska hersins NVA (Nationale Vojksarmee) í Sam- bandsherinn. í öðru lagi hinar gjörbreyttu aðstæður í Evrópu og upplausn Varsjárbandalagsins og í þriðja lagi Persaflóastríðið. Þó að Þjóðveijar hafí ekki tekið þátt í átökunum við Persaflóa með beinum hætti, heldur einung- is stutt banda- menn fjárhags- lega, varð stríðið líklega í engu öðru Evrópu- landi að jafn viðkvæmu pólitísku deilumáli. Hið nýsameinaða Þýskaland, sem helst hefði viljað fá ró og næði fyrst um sinn til að koma innanlandsmálunum í viðunandi horf, var allt í einu orðið að skot- spón helstu bandamanna sinna, sem vildu að fjölmennasti her Vestur-Evrópu tæki einhvern þátt í Persaflóadeilunni. Innan Þýska- lands óx líka þeim röddum ásmeg- in sem kröfðust þess að ríkið axl- aði ábyrgð á alþjóðavettvangi í samræmi við stærð sína og styrk. Dagblaðið Frankfurter AUge- meine líkti þannig í forystugrein Þýskalandi við „móðursjúka kell- ingu“ í samfélagi vestrænna lýð- ræðisríkja. Engir þýskir hermenn voru hins vegar sendir til Saudí-Arabíu heldur til Miðjarðarhafsins og norðurhluta Tyrklands. Jafnvel sú ákvörðun varð að deilumáli og drógu margir stjómmálamenn úr Kohl kanslari heilsar yfirmönn- um í Sambandshernum. röðum jafnaðarmanna og græn- ingja í efa að Þjóðveijar væru skuldbundnir til að veija Tyrki, í samræmi við stofnsáttmála NATO, réðust írakar þar inn. Þá neituðu fjölmargir hermenn Sambandshersins að fara til Tyrk- lands, þrátt fyrir að hverfandi líkur væru á að þeir myndu lenda í bardögum, og þeir sem þangað fóru voru gagnrýndir fyrir slæleg- an baráttuvilja. Sjónvarpsviðtölin við þýska hermeim í Tyrklandi og hermenn úr fjölþjóðahernum í Saudí-Arabíu voru eins og svart og hvítt. Annars vegar voru her- ménn sem kvörtuðu yfír því að fá ekki að beij- ast og hins vegar hermenn sem kvörtuðu yfir því að þeir fengu ekki að rölta um og kaupa gjafír handa konunum! Aðalritstjóra tyrkneska dagblaðs- ins Turkish Daily News fannst það „hlægilegt að svona lið eigi að veija okkur“. Að stórum hluta til má rekja þennan slælega baráttuvilja til hins pólitíska andrúmslofts í Þýskalandi. Fjölmiðlar og stjórn- málamenn á vinstri vængnum halda uppi óvæginni gagniýni á herinn og allt sem honum tengist. Fyrrum kanslaraefni jafnaðar- manna, Oskar Lafontaine, var til dæmis ekkert að skafa utan af skoðunum sínum meðan á Persa- flóadeilunni stóð. Ef menn væru þannig sinnaðir að þeir vildu veija „frelsið" ættu þeir bara að skrá sig í útlendingahersveitina. Framtíð Sambandshersins Sambandsherinn er minnkandi her. í hinum sameinaða her eru nú 597.000 menn. í viðræðum Þjóðvetja við Bandaríkin, Sov- étríkin, Frakkland og Bretland í tengslum við sameininguna var hins vegar ákveðið að verulega yrði dregið * úr hernaðarmætti Þjóðveija, aðallega að kröfu Sov- étmanna. Er stéfnt að því að Sam- bandsherinn telji 370.000 manns árið 1994. Þá verður dregið veru- lega úr brynvörðum sveitum þýska hersins og skriðdrekum t.d. fækkað úr 7133 í 2967 eða um 42%. En þó herinn minnki er einn- ig ætlunin að gera hann hreyfan- legri og er myndun hraðliðssveit- anna, sem áður var getið um, skref í þá átt. Spurningin um hvort Sam- bandsherinn hafí umboð til að taka þátt í öðrum aðgerðum en NATO-aðgerðum er hins vegar enn opin. Jafnaðarmenn sam- þykktu í síðasta mánuði að ein- ungis kæmi til greina að þýskir hermenn tækju þátt í friðargæslu- aðgerðum undir beinni stjóm Sameinuðu þjóðanna. Hefur Hans-Jochen Vogel, formaður flokksins, til að mynda hafnað því að Sambandsherinn taki þátt í samstarfi um vamarmál sem skipulagt yrði innan Vestur-Evr- ópusambandsins (WEU), vamar- bandalags níu Evrópuríkja. Á slíku hefur hins vegar Helm- ut Kohl, kanslari, áhuga sem og að þýskir hermenn geti tekið þátt í fjölþjóðaheijum á vegum Sam- einuðu þjóðanna á borð við þann sem frelsaði Kúveit. Hugsanlega myndi slíkt krefjast breytingar á stjómarskránni. Sagðist Sam- bandsstjórnin þannig ekki geta tekið þátt í aðgerðunum við Persa- flóa á grundvelli hennar. Þó að ekki séu rnenn á eitt sáttir um hvernig túlka eigi stjórnarskrána er þessi túlkun stjórnarinnar tal- inn hafa mikið fordæmisgildi. Til að gera breytingar á stjóm- arskránni þarf meirihluta 2/3 þingmanna sem setur stjómina í ákveðinn vanda. Þetta þýðir nefni- lega að breytingar geta/einungis náð eins langt - eða skammt - og stjómarandstaðan getur sætt sig við. Þó margir þingmenn jafnað- armanna séu á svipuðu róli og kanslarinn í varnarmálum er í hæsta máta ólíklegt að samkomu- lag geti náðst um stjómarskrárs- breytingu um annað en að Sam- bandsherinn fái að taka þátt í friðargæslusveitum SÞ. Þá hefur Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra og leiðtogi stjórnar- flokksins FDP, talað um að stjórn- arskrárbreyting ætti að leyfa að- gerðir „innan ramma Sameinuðu þjóðanna“. Þar með væri komið ótvírætt stjórnarskrárlegt bann við öðm, sem ekki er til staðar nú og því eiginlega betur heima setið en af stað farið fyrir Kohl. BAKSVIÐ ejtir Steingrím Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.