Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 13

Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 13
andi greinar bæði fyrir Háskólann og almenning. En besta kjarabótin sem við höf- um fengið er þó leyfi frá kennslu sjöunda hvert misseri og styrkur til að stunda rannsóknir við erlenda háskóla. Það er kannski ekki alltaf launaumslagið sjálft sem gefur mest.“ — Er það rétt að heimspekideild hafi verið hornreka síðustu árin og verði það áfram úr því að rektor kemur nú úr raunvísindadeild? „Hlutverk rektors er að gæta ' jafnræðis milli deilda. Með því að nota ráðgjafa úr hverri deild á slíkt að vera hægt. Átökin eru oftast um það hvert nýjar stöðuheimildir eigi að fara og yfir hveija eigi að byggja. Rektor hefur haft þau völd að ákveða um nýtingu húsnæðis en deildir hafa ekki.bein yfirráð yfir kennslustofum heldur eru þær nýtt- ar hveiju sinni eftir því sem best þykir. Enn vantar kennslustofur og margir kennarar og sérfræðingar starfa í óviðunandi húsnæði eða verða jafnvel að vinna heima. Þá hefur aðbúnaður stúdenta orðið útundan. Hús fyrir félags- starfsemi hefur vantað og nemend- ur hafa hvergi haft samastað. Ég álít að Þjóðarbókhlaðan með 800 lessæti geti nýst stúdentum. Hug- myndin er sú að nemendur sem eru að hefja nám sitt fái samastað í bókhlöðunni því þeir þurfa ekki að vera nálægt kennara sínum meðan nám- þeirra er á byijunarstigi. Bókhlaðan er mikilvæg til að kynna hvað háskólinn er að gera hveiju sinni. Menn vilja vera áfram í tengslum við háskólann þegar námi er lokið og háskólinn verður að vera í tengslum við þjóðlífið. Síðastliðin sex ár hefur áhersla verið lögð á tengsl háskólans við atvinnulífið og er í því sambandi t.a.m. átt við að hér séu menn með þekkingu í líftækni og lífefnafræði sem hægt væri að tengja fram- leiðslu og atvinnuvegum. En er ekki tími til kominn að tengja Háskólann við þjóðlífið? Nú flæðir þekking yfir okkur erlendis frá og það er hlutverk háskólans að túlka hana og orða á íslensku." Þær raddii; hafa heyrst að Háskóli íslands sé lélegu’r miðað við háskóla erlendis, hveiju svarar ný- kjörinn rektor því? „Háskóli íslands er ekki lélegur, en hann er í hættu. Það er óhugs- andi að hann geti haldið sér við ef hann getur ekki dregið að sér nýtt fólk. Ungt fólk sem er erlendis í námi þyrfti að fá tækifæri til að koma hingað og kenna. Stöðug endumýjun þarf að vera á kennara- liði en ég óttast að launakjör séu ekki aðgengileg. Nú er að verða skortur á kennurum erlendis vegna fækkunar á árgöngum þar og allar spár benda til þess að menn reyni að „veiða ungviði“ frá öðrum. Sterku iðnríkin draga fólk til sín og þjóðræknin sem við höfum alltaf treyst á mun ekki duga okkur. Nemendur sem hafa farið héðan til framhaldsnáms erlendis hafa yfirleitt staðið sig vel. Hin hættan er sú að okkar mönn- um verði boðið betur launað starf í íslensku atvinnulífi. Við viljum kynna okkar menn úti í þjóðfélaginu og atvinnurekendum líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. I einu efni er Háskólinn þó léleg- ur. Það er í bókasafnsmálum. Nem- endur og kennarar hafa reynt að komast af án bókasafns og keypt sér sjálfir bækur. Við erum langt á eftir háskólum í öðrum löndum. Ef nemendur skrifa að utan þá er það helst að þeir segi frá bókasöfnun- um!“ — Á hvað munt þú helst leggja áherslu í starfi þínu? „Við getum sagt bókasafnsmál," segir Sveinbjörn að bragði og bætir svo við: „Á eftir launamálunum. Annað mál sem ég hefði áhuga á að koma í kring er náttúrusafn hér á Háskólalóðinni. Það var gömul kvöð á Háskólanum að byggja hús undir safnið sem hann losaði sig undan með kaupum á húsnæði við Hlemmtorg. Nú er verið að ræða samvinnu borgar, ríkis og Háskól- ,ífi(íl JÍfi'ÍA ,tf flUOACIUkíMUB CliaAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRII. 1991 ans um safn og hef ég von um að það megi verða. Þetta gæti verið hús fyrir sýningar og hvers kyns fræðslu um atvinnuvegi þjóðarinn- ar. Gestir erlendis frá væru til dæm- is leiddir í gegnum ákveðið þema þar sem líf og starf þjóðarinnar væri sýht. Þriðji langstærsti draumurinn er svo hugmynd Sigmundar rektors um háskólasjónvarp. Fólk úti á landi er oft afskipt. í stað þess að koma upp háskóla á hveiju nesi eins og menn segja að gerst hafi í Noregi, ættum við að byggja upp fjar- kennslu og „opinn háskóla". Sveinbjörn það vera sér mikið áhyggjuefni að Háskólinn geti ekki annað aðsókn nem enda. „Kennaraháskólinn, Samvinnuhá- skólinn og Tölvuháskóli Verslunar- háskólans beita allir fjöldatakmörk- unum og allt sem gengur af bankar hér uppá. Við höfum ekki undan að byggja og stjórnvöld skammta knappar fjárveitingar. Nemendur eru nú um 5.200 og verða líklega 8.000 um aldamót. Þá gætu um 70 til 80% nemenda sótt skóla til tví- tugs og þeir óska einnig framhalds- náms á háskólastigi. Það stóð til að fjölbrautaskólarnir beindu mönn- um inn á iðnnám og styttra starfs- nám, en það hefur ekki gerst nema í litlum mæli. Æskilegast væri að smærri háskólar væru með byijun- arnám og einnig að þeir kenndu á annan hátt en hér. Tölvuháskólinn er t.d. með styttra nám í tölvunar- fræðum, en hér er boðið upp á þriggja ára nám.“ Fjöldatakmörkunum er nú beitt í þremur fögum í Háskóla íslands, læknisfræði, tannlækningum og sjúkraþjálfun. í læknisfræði komast aðeins 36 áfram eftir fyrsta misseri og telúr Sveinbjörn það rökrétt, þótt deila megi um töluna, því ekki er hægt að bjóða sjúklingi upp á það að vera skoðaður af óteljandi kandidötum. Takmarkanir í tann- lækningar miðast við fjölda stóla sem til eru, en aðeins 8 komast inn á ári. „Atvinnuástand er eitthvað klénna en það var, því sennilega hugsar fólk orðið betur um tennur sínar,“ segir Sveinbjörn. „Það er auðvitað furðulegt að beita þurfi fjöldatakmörkunum í sjúkraþjálfun þegar sjúkraþjálfa vantar. En að- staðan til að þjálfa þá er ekki fyrir hendi. Sú hugmynd hefur verið nefnd að Háskólinn stofnaði eigin klinik þar sem nemendur gætu fengið aðstöðu." — Mikil ólga er meðal nemenda í lögfræðideild og þótt fjöldatak- mörkunum sé ekki beitt voru t.a.m. 86% nemenda felld sl. janúar? „Þetta er eitt af því sem ég þarf að kynna mér betur. Vita hvað þar er á seyði. Ef til vill er ástæða til að takmarka fjölda. Einnig er spurning um að gera námsefni al- mennara þannig að ef stúdent nær prófi en kemst ekki áfram, þá geti hann nýtt nám sitt á öðrum náms- brautum.“ I guðfræðideild voru nýstúdentar aðeins 25 og ég spyr Sveinbjörn hvort það borgi sig ekki að leggja deildina niður, þjóðin virðist hvort eð er ahyllast nýaldarkenningar og stjörnuspeki. Sveinbjörn segir það rétt vera að nemendur séu fáir, en að hann beri mikla virðingu fyrir guðfræði- deild og mönnum hennar. „Það er hægt að læra guðfræði til að skilja menn og menningu. Iilutverk prest- astéttarinnar er ekki aðeins að boða kristna trú, heldur líka sálusorgun. Messurnar sjálfar eru aðeins brot af starfi presta. Guðfræðideildin er mikilvæg deild. Það er líka hægt að tengja nám í guðfræðideild félagsfræði og uppeldisfræði til dæmis.“ — Ert þú kristinn, Sveinbjörn, eða kannski nýaldarsinni? „Ég er kristinn eins og flestir íslendingar, en ég er ekki kirjuræk- inn maður. Virðing mín fyrir krist- inni trú og siðfræði hennar fer vax- andi með aldrinum. Ég hélt að vísu eldheitar skammarræður um guð- fræði í gagnfræðaskóla, neita því ekki, en sennilega verður maður víðsýnni með aldrinum." Um hlutverk og valdsvið rektors er til langur pistill en hvernig fer rekor raun- verulega að því að koma málum skólans í gegn? „Með því að vera sífellt að hamra á hlutunum," segir Sveinbjörn og kímir. „Eiga frumkvæði og vera hvetjandi. Rektor hefur í raun lítil völd, en áhrif eins og t.d. Sigmund- ur hefur haft með drifkrafti sínum og ræðum, — sefn ekki hafa kannski alltaf fallið í góðan jarðveg hjá ráð- amönnum." — Verður þú á svipuðum nótum og forveri þinn hvað það snertir? „Það er hver með sinn stíl held ég. Það er mjög gott ef ræður rekt- ors vekja athygli. Menn verða að geta greint á milli persónulegra skoðana rektors og skoðana sér- fræðinga Háskólans, sem sjaldan er skoðun Háskólans því oftast er fleiri en ein skoðun á hveiju máli. Ég mun segja skoðun mína ef mér þykir ástæða til. Hún verður þá byggð á rökum faglegrar þekk- ingar. Það er viðurkennt erlendis að háskólar eigi að halda sjálfstæði sínu og til þess ætlast að stjórnvöld virði það sjálfstæði. Páll Skúlason heimspekingur hefur biýnt það fyr- ir okkur að þjálfa gagnrýna hugs- un.“ — Já, vel á minnst, hversu lengi eiga konur að sitja í heimspekitím- um og hlusta eingöngu á kenningar karlmanna um lífið og tilveruna? „Merkilegt hversu fáar konur eru heimspekingar." — Ég átti við kenningarnar. „Já ég hef bara ekki áttað mig á þessu, ég er svo vanur að starfa með konum. Þetta eru valkyijur hérna í stjórnunarstöðum. Ekki margir vinnustaðir sem hafa jafn- margar-konur í æðri stjórnsýslu, en þær eru því miður enn fáar meðal kennara.“ Sagan segir að Sveinbjörn hafi einhveiju sinni setið í þijá tíma eða lengur með dóttur vina sinna og útskýrt fyrir henni dæmi í stærð- fræði sem hún skildi ekki. Ekki var hætt fyrr en skilningur lá fyrir og mun stúlkan víst seint gleyma þolin- mæði mannsins. Ég spyr Sveinbjörn hvort hann sé þolinmóður að eðlis- fari eða hvort hann hafi tamið sér hana? „Kannski frekar að eðlisfari," segir hann á kafi inni í skáp þar sem hann er enn að leita að ein- hveijum plöggum um guðfræðina. „Maður reynir til þrautar að fara sáttaleiðina, en stundum verður að höggva á hnútinn og taka afstöðu. Það er erfiðast að taka ákvörðun þegar ekki er hægt að fá nauðsyn- legar upplýsingar. Þá verða menn stundum að beita eðlisávísun." — Hvers vegna varðstu eðlis- fræðingur? „Nei, náttúrufræðingur," segir hann snöggt. „Mig langaði að beita eðlisfræðilegri aðferð á náttúruna. Ef ég hefði haft Þórhall Vilmundar- son áfram í 6. bekk í menntaskólan- um, hefði ég farið í íslensk fræði. En ég fékk annan kennara í síðasta bekk og hann slökkti áhugann. Það voru annars góðir kennarar í MR og þar fékk ég metnað og áhuga á félagsstorfum. Ég held ég hafi mótast varanlega í MR. Þar kynntist ég tónlist, leik- list og gegnum námsefnið bók- menntum. Félagslífið er líka stór þáttur í uppeldi okkar. Já, það er margt sem ræðst af tilviljun í æsku. Ég held að hjá mér hafi árátta til stjórnunar alltaf verið til staðar." — Þú ert sem sagt stjórnsamur? „Nei kannski ekki stjórnsamur, en með hugmyndir um hvernig hafa má reglu á einu og öðru. Eg er ekki afskiptasamur held ég, en það geta aðrir dæmt um.“ asmngami&siöö ms * Heimdallur, félag ungra siálfstæöismanna i Beykiavík, defur opnaö kosningamiöstoö fólks i Reykjavík a6 pingh°"sstræti 1 Bankastrsetis). Skritstofan il 22’.00 daglega fram að kjör veittar upp'ýsingar fraru- ungs (á horni frá kl. 13:00 tii degi 20. apríl- Par eru um steínu Sjálfstæðisílokksins, kvæmd kosninganna og boöið upp á katfl og svaiadrykki. Simar skritstofunnar eru: 620195,620196 09 620197. Heimdallur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.