Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
VERÐA TIL
eftir Súsönnu Svavarsdóttur
myndir Einar Falur Ingólfsson
Núna, í miðri ástríðukenndri
loforðasíbylju þingkosning-
anna, er eins og hvergi sé skjól
að finna. Orðahríðin dynur á
manni svo víða að það er eins
og hún leiki lausum hala í loft-
inu allt um kring — eins og á
okkur hafi skollið styijöld. Sér-
hver einstaklingur sem maður
hittir er bein útsending frá bar-
áttunni. Það þýðir ekkert að
bera hönd fyrir höfuð sér. í
henni er engin vörn og það
þýðir ekkert að öskra á móti:
„Já, en það hefst hér BARNA-
LISTAHÁTÍÐ þennan sama
dag.“
Svo fann ég skotvarnarby rgi —
í Listasafni Islands. Nánar til-
tekið í kjallaranum; annar
furðuheimur, fullur af átökum
milli góðs og ills, átökum milli
þess létta og fijálsa og þess
þunga og jarðbundna; hljóðlát-
um og kyrrum átökum þess
eina sem skiptir máli — barns-
sálarinnar.
Furðuveröld þessi er sýning á
verkum nemenda Bústaðaskóla
og ber hún heitið „Fiðrildi og
furðudýr". Á sýningunni eru
bæði myndir og skúlptúrar sem
nemendur hafa unnið á marg-
víslegan hátt, með dýr að fyrir-
mynd, bæði hvað varðar hug-
myndir og útfærslu. Megin-
áherslan var þó lögð á sjálf-
sprottna tjáningu nemenda og
samvinnu þeirra innbyrðis.
Bústaðaskóli er sérskóli
í Fræðsluumdæmi
Reykjavíkur. Skól-
ann sækja börn sem
af ýmsum ástæðum
hafa átt erfitt upp-
dráttar í heimaskóla.
Nemendur hafa
mjög mislanga viðdvöl í Bústaða-
skóla, allt frá hálfu skólaári, upp í
þijú ár.
í skólanum er lögð mikil áhersla
á skapandi starf. Með því að teikna,
mála, smíða og leika', fá nemendur
staðfestingu á eigin getu. Þeir finna
og sjá að þeir geta búið til hluti,
málað myndir, leikið ýmis hlutverk;
skapað og tjáð sig.
Veturinn 1988-1989 var unnið
með langtímaverkefni í Bústaða-
skóla. Hið ytra var verkefnið fólgið
í því að nemendur byggju til dýr
sem þeir hefðu sjálfír þróað. Hið
innra var markmiðið að nemendur
lærðu að vinna saman, taka tillit
hver til hugmynda annars, og að
þeir fengju þá tilfinningu að dýrið
væri sameiginleg afurð þeirra en
ekki séreign einhvers eins. Við vinn-
una var gengið út frá náttúrufræði
og landafræði. Nemendur kynntu
sér beinabyggingu spendýra, hvar
þau lifa og á hverju. Niðurstaðan
varð eigi að síður sú að til urðu
þijú dýr sem ekki eiga sér neina
eina fyrirmynd í náttúrunni. Dýrin
þrjú voru í vetrarlok afhent öðrum
stofnunum að gjöf. Tvö þeirra eru
á sýningunni; Húndýrið, sem er í
eigu sambýlis fjölfatlaðra við Holta-
veg — og Búlli, en hann er í eigu
Bústaðabókasafns.
í skólanum eru núna níu strák-
ar, hver öðrum skemmtilegri, með
■ Listamenn
í Bústaðaskól
heimsóttir
geislandi ímyndunarafl og ótrúlega
hæfileika til að tjá það í myndum
og ljóðum. Þeir sögðu mér að Búlli
hefði verið friðargjöf til Bústaða-
bókasafns, af því að ... og nú vildu
allir segja frá: „Það var nefnilega
svoleiðis að við höfðum alltaf verið
með svo mikil læti og vesen þarna
og þetta var orðið dálítið erfitt. Svo
fór okkur að þykja það leiðinlegt
og vildum friðmælast — og Búlli.
var svona friðargjöf.“ Þriðja dýrið
var í eigu dagheimilisins Víðivalla
í Hafnarfirði, en naut þar svo mik-
illa vinsælda að það heyrir nú sög-
unni til. En finnst þeim það ekki
leiðinlegt?
„Nei síður en svo, við viljum ekk-
ert endilega eiga dýrin,“ segir einn
og annar bætir við: „Við viljum al-
veg’gefa þau öll og myndirnar líka.
Það er allt í lagi.“
Það er ekki nískan á þeim bæ.
Og þeir flögi-a eins og fiðrildi í
kringum mig, á meðan ég tala við
þá, sýna mér gríðarlega miklar
myndir, sem segja sögur af stríði;
þar eru neðanjarðarbyrgi, skrið-
drekar, flugvélar, eldflaugar og það
er ljóst að hið illa og ógnvekjandi
er þeim hugleikið. Myndirnar bera
þess vott að þeir eru ekki hræddir,
en ljóst að þær eru leið strákanna
til að stjórna þessari eilífu styrjöld.
Og þeir sýna mér ljóðin sín, stoltir
— og hafa til þess fulla ástæðu:
FIÐRILDI
eru létt
með stóra vængi
og lítinn búk.
Þau geta verið I appelsínugulum litum
með svörtum doppum.
Þau geta líka verið með gula
vængi með svörtu í.
Og þau geta verið lítil og stór
og líka með hvíta vængi með röndum.
Og svo koma þau úr púpu.
Púpa er það sem fiðrildi er í áður en það
fær vængi.
Einar Bragi