Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 40
Bögglapóstur um ollt lond PÓSTUR OG SlMI MORGUNBLAÐIfí, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Visa-Island boðar hert- ar aðgerðir KAUPMENN, sem auglýsa að úttektartímabil greiðslukorta hefjist nokkrum dögum fyrr hjá þeim en reglur Visa-ísland kveða á um, mega búast við að fyrirtækið líti svo á að þeir hafi sagt upp greiðslukorta- samningum sínum. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa-ísland, segir að fyrirtækið sjái sig knúið til að beita þessum ráðum vegna síendurtekinna brota á regl- um um greiðslukortaviðskipti varð- andi upphaf nýrra úttektartímabila. _ „Kaupmenn, sem auglýsa opinber- ^lega að nýtt úttektartímabil hefjist í verslúnum þeirra fyrr en reglur kveða á um, mega eiga von á að við lítum svo á að þeir hafi sagt upp samstarfssamningi sínum við Visa-ísland og viðskiptum við þá verði hætt tafarlaust," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Olíufélagið hf.; Hagnaður í fyrra 207 milljónir HAGNAÐUR Olíufélagsins hf. nam á síðasta ári 207 milljónum króna að frádregnum sköttum. Aðalfundur félagsins verður haldinn nk. þriðjudag. Að sögn Vilhjálms Jónssonar, forstjóra félagsins, gekk rekstur ^a»»félagsins vel á síðasta ári og var afkoman mjög þokkaleg. Eigið fé Olíufélagsins og dótturfélaga þess nemur 3,4 milljörðum króna og er eigið fé nú 62% af heildarfjármagni félaganna. Markaðshlutdeild fé- lagsins í öllum olíuvörum er um Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stórbruni á Selfossi Selfossi BRAUÐGERÐ og kjötvinnsla Kaupfélags Árnesinga á Selfossi eyðiiögðust af völdum elds í gærmorgun. Sprenging varð í bakar- ofni í brauðgerðinni og varð hún alelda á skammri stundu. Starfs- fólki tókst að forða sér og slapp án meiðsla. Slökkvilið Selfoss kom á staðinn skömmu eftir að sprengingin varð kl. 06.50 en þá var mikill eldur í húsinu og gífurlegur hiti. Önnur sprenging varð síðan á meðan þrír slökkviliðsmenn voru inni í húsinu en þeir sluppu ómeiddir. Kjötvinnsla KA er í sama húsi og barst eldurinn eftir þaki hússins, sem féll niður að hluta yfir kjötvinnslunni. Rjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum en allt kom fyrir ekki þrátt fyrir að slökkvilið- inu bærist aðstoð frá Hveragerði. Sig.Jóns. Sjá nánar bls. 6 Aliugi innau EB á orku- samstarfí við Islendinga 43%. Að sögn Vilhjálms er afkoman á síðasta ári ein sú besta í sögu fé- lagsins. Þar hafi hjálpast að stöðug- leiki í efnahagslífí landsins, hjaðn- andi verðbólga og hóflegir vextir. Þá hefðu hlutabréf félagsins verið mjög eftirsótt á hlutabréfamarkaði og hefðu á árinu 1990 hækkað meira en hlutabréf í öðrum almenn- ingshlutafélögum.‘I ársbyrjun 1990 :var skráð söluverð bréfanna 3,18 en er nú 6,90. Þannig hafí þeir, sem lagt hafa tjármagn í hlutabréf í Olíufélaginu, hlotið óvenju góða ávöxtun á fé sínu að undanförnu, en hluthafar voru um sl. áramót 1.102 talsins. Sjá viðtal við Vilhjálm Jónsson á bls. 4C. AUKINN áhilgi virðist vera inn- an Evrópubandalagsins á sam- starfi við íslendinga í orkumál- um, m.a. um að fá raforku um sæstreng frá Islandi til Evrópu. Verið er að kanna hvort hægt, sé að fiármagna slíkt samstarf innan fjárlaga EB fyrir yfir- standandi ár. Þá er von á full- trúum franska fyrirtækisins ALCATEL hingað til lands til skrafs og ráðagerða í byrjun júní, en það fyrirtæki hefur lýst áhuga á að leggja rafstreng milli íslands og Skotlands. Samstarf þetta snýst annars vegar um mögulega sölu á raforku um sæstreng og hins vegar um að finna fyrirtæki innan EB sem hefðu áhuga á samvinnu við ís- lendinga um orkufrekan iðnað. Mál þetta fór af stað eftir viðræð- ur Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra og Martins Bangemanns úr framkvæmdastjórn EB á síðasta ári. í upphafi þótti framkvæmda- stjórninni verkefnið í heild of kostnaðarsamt en að sögn emb- ættismanns innan EB, breytti Persaflóastríðið reikningsdæmum um þessi efni. Nú hafí Bangemann lagt fyrir starfsmenn sína, að kanna leiðir til að fjármagna sam- starfið innan fjárlaga EB fyrir yfirstandandi ár, en árangur þeirr- ar könnunar er ekki kominn í ljós. Að sögn Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðu- neytinu hefur enn ekki fengist niðurstaða í málinu en því væri haldið gangandi með óformlegum viðræðum. Þá sagði hann það flækja málið að ágreiningur er um það innan Evrópubandalagsins hver eigi að fara með það. Þannig eru orkumál í verkahring annars en Bangemanns, sem fer með iðn- aðarmál í framkvæmdastjórninni. Mögulegur særafstrengur milli íslands og Evrópu hefur vakið áhuga framleiðenda . slíkra strengja. Franska fyrirtækið AL- CATEL, sem m.a. lagði rafstreng yfir Ermarsund, hefur sýnt áhuga á að semja um að leggja streng milli íslands og Skotlands. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkj- unar sagði að von væri á fulltrúum franska fyrirtækisins í júní til skrafs og ráðagerða um málið. Þjóðarþotan flytur hesta Flugfélagið Atlanta hf. flutti í gær 35 íslenska hesta til Krist- jansands í Noregi með Þjóðarþot- unni. Útflutningurinn er á vegum Sig- urðar Ragnarssonar. Þjóðarþotan er um þessar mundir leigð til frakt- flutninga í Evrópu. Gripinn eftir árás LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt mann, sem hafði slegið kunningjakonu sína til jarðar, gripið af henni veski og hlaupið á brott. Konan var flutt á slysadeild, en í gær var ekki hægt að fá upplýsingar um meiðsli hennar. Maður, sem var á ferð í bíl fylgdi árásarmanninum eftir og um Öldugötuna, sá hvar karl- hafði samband við lögreglu um maður sló konu, svo hún féll í bílasíma. Lögreglan handtók götuna. Að því búnu tók maður- manninn á Hávallagötu. Konan inn til fótanna og hafði með sér Var flutt á slysadeild. veski konunnar. Ökumaðurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.