Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 2
fi n -2—e— ÍÖéj \AM :í1 HWÖÁÖtí^^íUð OiÖAiIimyOm)W 'HORGUNBEÆÐIÐ~SUNNDDXGUR tT.TSTAT 1991 Þangað fór ég daginn eftir og trúði ekki því sem ég sá. Þar sem allt er í auðn og rúst. Fáir halda þar til nema villtir grimmir hundar og stöku utangarðs- menn. Á daginn hafa líbanskir hermenn á hendi vörslu í „hjartanu", þeir banda mér frá, hér á ekki að taka myndir. Skipta sér svo ekki af því meir. Maður kemur og ýtir á undan sér litlum vagni á hjólum fullum af ný- bökuðum brauðum og er mér hulin ráðgáta hverjir ættu að verða til-að versla við hann. Mér er sagt að það geti verið varasamt að koma hér á kvöldin, einhveijir læðast hér um þetta sprungna hverfi, stundum heyrist skothríð; þó verður ekki betur séð en búið sé að skjóta allt sem skotið verður. Jack er tvítugur strákur sem ég tók tali skammt frá miðborginni. Hann man enga aðra Beirút en þessa sem er nú. Hann var fjögurra ára þegar ósköpin hófust og mamma hans hefur stundum sagt honum sögur frá því í gamla daga; þegar Beirút var hreinasta og tígulegasta, frjálslegasta og glaðasta borgin á þessu svæði. Og þó víðar væri leit- að. Hann hristir höfuðið. „Ég hef ekki ímyndunarafl til að ná því. Öll mín bernska fór í að hlusta á sprengjur falla allt í kringum okkur, skothríð og hugsanir um hvort við kæmumst að ná okkur í mat eða gætum komist í skólann." Hann man ekki lengur hvort hann var hræddur. Hann segir að þau hafi öll verið fyrir löngu hætt að hugsa um ótta. „Við lifðum venju- legu lífi, það varð venjulegt þegar fram í sótti, skilurðu. Maður pældi ekki í því. Þetta var orðið svo hvers- dagslegt. Að sjá hús springa og brenna. Fólk læðast um að leita að mat. Sprengingar og svo líkamsbút- ar sem þeyttust upp í loftið og við krakkarnir vorum látin hjálpa til við að raða saman svo rétt lík væri jarð- að. Þetta varð allt svo venjulegt. Það er fyrst núna að ég verð stundum hræddur. Þegar rignir eða kemur þrumuveður. Þegar ég hrekk upp á nóttunni og held að stríðið sé byijað aftur. Það er skrítið en samt er lífið óraunverulegra núna. Ég get ekki útskýrt það öðruvísi. Þér finnst ég náttúrlega vera heigull." Hann lauk samt menntaskólaprófi en hætti við að fara í háskóla í bili og vinnur og veltir fyrir sér hvort hann eigi framtíðina í Líbanon eða hvort hann eigi að flytja úr landi. Hann hefur andstyggð á því að þurfa að stoppa bílinn sinn á nokkurra tuga metra fresti ef hann fer um hverfi þar sem Sýrlendingar ráða. Á kvöldin verður hann og allir að kveikja ljós inni í bílnum þegar þeir nálgast varðstöðvar. Hann fer helst ekki á flugvöliinn, þar ráða Sýrlend- ingar lögum og lofum. Nú mega menn helst ekki tala um vestur- eða austurhluta. Síðan Sýrlendingar tóku við stjóm landsins í október sl. er allt farsælt og frið- samlegt á yfirborðinu, borgarhlut- amir hafa verið sameinaðir en samt skil ég ekki alls kostar hvemig lí- bönsku stjórnarhermennirnir og þeir sýrlensku skipta gæslunni með sér. Áður en ég hafði farið í gömlu gereyðilögðu miðborgina, fannst mér ég hafa séð skemmdir og hiyll- ing sem vakti heilabrot um hvemig fólk hefði lifað af þetta langa stríð þegar varla leið sá dagur að ekki berðust fylkingar, sprengjum varp- að, kveikt í húsum, leyniskyttur á ferli. En skemmdir í öðrum hverfum eru bara blávatn. Þar eru að sönnu hrunin hús og með þéttum skotgöt- um en svo standa næstu hús kannski heil og sæl við hliðina eins og ekk- ert hafi í raun og veru gerst. Frá sjónarhóli útlendings er eftir- litið á Beirút-flugvelli ekki meira en gengur og gerist í Miðausturlöndum, það er bara þessi eini hængur á og sumum þykir hann stór að það eru ekki Líbanir sem annast það eftirlit heldur hernámsliðið. í brottfarar- salnum á flugvellinum var druslulegt eins og víða annars staðar. Þar eru nokkrar verslanir sem bjóða upp á gott úrval sýrlenskra minjagripa og teppa, gullfallegra. Ég pantaði mér kaffi. „Bara kaffi,“ hvíslaði þjónn- Þær voru að opna grænmetismarkaðinn, iverslanir sem selia fræer vörumerki Þessir glaðbeittu líbönsku hermenn voru fjórir af mörgum líbönskum eða sýrlenskum sem eru á vakt Lítill strákur á gangi í A1 Hamra. Hverjum var hann að selja brauð? Þarna er ekki sála utan hermanna á daginn og villihunda á kvöldin. „Við lifðum venju- legu lífi, þetta var orðið hversdags- legt, hús sprungu og svo þeyttust líkamsbútar upp í loft. Við tíndum þá saman og röð- uðum saman svo Svo blasti allt í einu þinghúsið við innan um alla eyðilegginguna og varla að sjá á því svo mikið sem skotgat. út kæmi rétt lík.“ Þar virtist lífið ganga sinn gang — allir voru vei klæddir og sveifl uðu sér í sólskini. inn. „Vantar þig ekki eitthvað fleira, sígarettur, kveikjara, brauð eða kök- ur.“ Ég leit upp og hló hátt svo þjónninn hrökk í kút af undrun. Þarna var sem sé líbanskur þjónn í snjáðum jakka að leika Dustin Hoff- mann leika líbanskan þjón á Beirút- flugvelli. Loks gat ég hlegið eftir Beirútdaga. Ég afþakkaði kveikjara en endaði með því að þiggja smá- köku. Það er lítil lýsing á flugvellinum. 011 þjónusta alls staðar í landinu er í lágmarki. Póstþjónusta er varla nokkur, símalínur út úr landinu eru enn í ólagi, rafmagn er skammtað eftir borgarhlutum og margir betur staddir hafa brugðið á það ráð að koma sér upp eigin mótorum. Francois Habre ræðismaður ís- lendinga í Beirút reyndist mér mjög hjálpsamur. Hann og hans fallega frú buðu mér í mat á setri sínu skammt ofan við kristna hverfið. Habre-fjölskyldan rekur Almaza- bruggverksmiðjuna, þá stærstu í landinu. Hún hafði verið lögð í rúst og endurbyggingu hennar er nýlokið og framleiðsla hafin. Almaza brugg- ar Amstel-bjór en framleiðir einnig Almaza-bjór sem er ívið léttari og að sögn konsúlsins enn vinsælli meðan Líbana. Þau hjón áttu og sumarhús uppi í ijöllunum. Fóru þangað í mestu hitunum á sumrin. En þau hafa ekki komið þangað í óratíma. Sýrlendingar tóku húsið og hafa rænt og ruplað öllu sern í því var. Öllum sem ég átti tal við bar sam- an um að miðborgin yrði ekki endur- reist í bili. Hrunin, sprengd og brunnin hús eru svo ólýsanleg sjón að ég fylltist óraunveruleika að ganga þar um. Það var eins og að stíga inn í risastór leiktjöld að fimmt- án ára stríði án þess að skynja nema yfirborð. Ég kom við sum húsin og fannst þau hlytu að hrynja við minnstu snertingu. Þarna standa hol og brunnin fræg hótel, hriktandi beinagrindur viðskiptahalla og versl- ana, heimsfrægra veitingahúsa, bankar, stjórnarráðsbyggingar, kirkjur og moskur. Eina byggingin sem ég sá heillega í öllu þessu hverfi er þinghúsið. Hvort sem það er nú tilviljun eða yfirnáttúrleg forsjá. Beirút er ekki lengur skipt segja menn og brýr tengja borgarhlutana á ný sem ekki var farið á milli árum saman nema leggja líf í stóra hættu. Beirút var snyrtilegasta borg þessa heimshluta, nú hleðst rusl og drasl °g sorp upp innan um niðurmoluð hús, menn henda kæruleysislega frá sér rusli. „Þetta hefði verið óhugs- andi áður. Okkur var annt um borg- ina. Við lögðum metnað í að halda henni hreinni og snyrtilegri. En kannski kemur þetta ... kannski seinna.“ Það er varla hægt að tala margar setningar við neinn svo að þessi orð, kannski... kannski seinna ... komi ekki fljótlega upp. Kannski verður einhvern tíma eitthvað gott. Fólk komið yfir miðjarr aldur segir mér að það þoli ekki að fara í hverfið sem áður var miðborgin. „Við getum ekki horft á þetta, það setur að okk- ur slíkan hroll og skelfingu. Kannski höfum við farið einu sinni eftir að Sýrlendingar hernámu okkur. Það var sagt óhætt að fara ef maður hefði leyfi. En við förum ekki aftur. En kannski seinna, sjáðu til. Kannski lifum við að miðborgin verði byggð upp.“ Það þarf meira hugmyndaflug en mér er gefið til að skilja hvernig svo mætti verða á næstu áratugum. En Líbanir eru iðnir og verði þeim gefin von á ný, von um að búa frjálsir í sínu landi, er aldrei að vita. Kannski verður Beirút endurbyggð, hjartanu komið af stað. Ég kynntist ekki Beirút áður en hún var lögð í rúst. Ég hugsaði þegar ég gekk um að ég mætti þakka fyrir að geta ekki séð aðra sprungna borg sem ég þekkti og þótti vænt um. Það er gott að vera hlíft við að sjá Bagdad nú. En hvað sem því líður, eftir nokkra daga í Beirút, þessari borg fimmtán ára skelfingar, Beirút, þessari niðurnHdu og harmþrungnu borg sem er þó að byija að brosa aftur, fer ég að hugsa eins og þeir. Kannski . .. kannski seinna. Kannski verður friður á morgun, kannski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.