Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 25
C 25
Margrét, tengdamóðir mín, fædd-
ist í Vestmannaeyjum 1. nóv. 1911.
Móðir hennar var Jónína Jóhanns-
dóttir, einhleyp verkakona, ættuð úr
Landéyjum. Faðirinn var Gunnar
Marel Jónsson frá Gamla Hrauni á
Eyrarbakka, síðar skipasmiður og
kunnur borgari í Eyjum. Bæði voru
þau kjarnmiklir kvistir á margreynd-
um ættarmeiðum. Margréti kippti í
kyn til þeirra beggja um áræði og
dugnað og margt fleira.
I frumbernsku var Margrét tekin
í fóstur af barnlausum sæmdarhjón-
um, Kristínu Pálsdóttur og Nikulási
Illugasyni, sem bæði voru rangæsk
að uppruna. Á heimili þeirra f Sædal
í Vestmannaeyjum ólst hún upp og
naut hins besta atlætis. Leit hún á
þau sem föður og móður, þó að hlýtt
væri henni til sinna raunverulegu
foreldra. Milli hennar og hinna síðar-
nefndu lágu alltaf taugar ræktarsemi
og tryggðar á báða bóga. Sambönd
hennar við hálfsystkinin á báðar hlið-
ar voru mikil og góð.
Að lokinni skólagöngu í Eyjum
hleypti Margrét fljótt heimdragan-
um. Var hún a.m.k. tvö sumur
kaupakona uppi á meginlandinu í
Þykkvabænum og í Landeyjum. Átti
hún þaðan góðar og skemmtilegar
minningar sem henni var ljúft að
rifja upp. Síðar lá leið hennar til
Reykjavíkur. Þar var hún í vistum,
en eitthvað stundaði hún nám í kvöld-
skóla þegar færi gafst. í höfuðborg-
inni kynntist hún líka eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Guðjóni Sigurðssyni,
múrarameistara. Guðjón er fæddur
í Reykjavík en rangæskur í báðar
ættir. Áttu þau þannig rætur í sömu
mold. Þau gengu í hjónaband 1. nóv.
1934.
Ekki munu efnin hafa verið mikil
er þau settu saman bú, en fljótt
vænkuðust hagir þeirra, enda var
Guðjón vart einhamur um dugnað,
kapp og áræði. Bjuggu þau fyrst í
blokk við Barónsstíg, sem Guðjón
hafði sjálfur reist. Röskum áratug
síðar reisti Guðjón hús að Reykjahlíð
12 þar sem heimili þeirra hefur verið
alla tíð síðan.
Fjögur börn eignuðust þau, sem
öll eru á lífi en þau eru: Auður, kenn-
ari og húsfreyja á Seyðisfirði, Unn-
ur, ballettmeistari í Svíþjóð, Berg-
ljót, húsfreyja í Reykjavík, og Bragi,
múrarameistari á Egilsstöðum. Af-
komendurnir alls eru nú 22.
Heimili Margrétar og Guðjóns að
Reykjahlíð 12 var og er kapítuli út
af fyrir sig. Það er menningarlegt
og smekklegt enda þau hjónin bæði
bókhneigð og fróðleiksfús og unn-
endur margra ágætra lista. En þar
að auki var þetta eins og skáli, reist-
ur um þjóðbraut þvera. Gesrisnin var
einstök og um áratugi var heimilið
samkomustaður fjölmennra ætta
þeirra beggja, auk ótaldra vina úr
ýmsum áttum. Þessar samkomur
munu seint gleymast þeim sem þeirra
nutu. Þar þekktust allir og voru
samæfðir í samræðulist og gleðskap,
en glöðust allra voru þau sem veittu.
Stundum var stiginn dans, en þó
meira kveðið og sungið. Veggir, loft
og gólf titruðu af söngvum, sögum
og gamanmálum. Undirritaður á
margs að minnast frá slíkum stund-
um og tjáir þakklæti sitt með orðum
séra Hallgríms sáluga í Saurbæ:
Guði sé lof fyrir þennan fund,
og vel sé þeim sem veitti mér.
Hið fyrsta sinn er ég kom í
Reykjahlíð 12, var þar um fjöl-
Blömastofa
Friöfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík, Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einníg um helgar.
Skreytingar viðöll tilefni.
Gjafavörur.
MORGUNBLAÐIÐ MINNIINIGAR SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
skylduhátíð að ræða, enda heilög
jól. Mér gleymist ekki sú alúð sem
þar mætti mér, né heldur hið glaða
og fijálsmannlega hispursleysi sem
þar ríkti. Þetta tengdi mig heimilum
sterkum böndum, sem ekki hefur
tognað á síðan, þó að leiðir mínar
og elstu dótturinnar hafi víða legið.
Margrét var menningarkona.
Trygg var hún uppruna sínum,
unni Eyjunum, sinni bernsku-
paradís. I áratugi var hún meðlimur
kvenfélagsins Heimaeyjar í
Reykjavík og formaður þess um
skeið. Þjóðlegur fróðleikur var
henni uppspretta unaðar. Elsk var
hún að Ijóðlist og fögrum bók-
menntum. Á leiklist hafði hún ein-
stakan áhuga og þræddi flestallar
uppákomur af því tagi. Síðasta leik-
húsferð hennar var farin fyrir ör-
fáum mánuðum. Á efri árum fór
hún að læra bókband. Á því sviði
varð hún aldrei afkastamikil en því
meiri fagurkeri og handbragðið list-
rænt.
Hvergi kom þó lífskúnst hennar
betur fram en í ferðalögum sem
voru henni bæði lífsnautn og list.
Auk ferðalaga til Evrópu og sólar-
landa fór hún langar reisur til aust-
urs og vesturs, til Bandaríkjanna
og Kanada og til Ráðstjórnarríkj-
anna allt austur í Asíu, eða ég veit
ekki hvað. Kjarkur hennar og þrek
á ferðalögum voru einstök. Alls
staðar var Margrét Gunnarsdóttir
eins og heima hjá sér.
Ég gleymi ekki heimsókn hennar
til okkar hjónanna í Glenboro í
Manitoba á haustdögum 1964. Á
þeim árum var ekki heiglum hent
að ferðast þessa löngu leið. Þrisvar
þurfti hún að skipta um flugvél,
útfylla skýrslur og standa í þrefi
með sinn takmarkaða orðaforða hjá
tollskoðurum og innflytjendayfir-
völdum og togast á við ágenga og
óðamála burðarkarla. En til
Winnipeg komst hún samt á vilja-
styrknum þar sem hún heiisaði
mér, svefnlaus og örþreytt með orð-
unum: „Nú er ég fegin.“ Ég bauð
henni að hvíla sig áður en við legð-
um upp í tveggja tíma ökuferð til
Glenboro. En þegar hún komst að
því að dóttir hennar lægi á sæng
að öðru barni okkar hjónanna sagði
hún að bragði: „Auðvitað höldum
við strax af stað til Glenboro.“ Þar
náði hún svo að heilsa dóttur sinni
á fæðingarstofu sjúkrahússins
stuttu áður en lítil stúlka kom í
heiminn, og þremur vikum síðar
hélt hún þessari dótturdóttur sinni
undir skírn í Immanúel-kirkju í
Baldur.
Ég minnist ferðar sem við fórum,
Margrét og ég, til Brown-byggðar
í Manitoba, en þar messaði ég
stundum á þeim árum hjá prestlaus-
um söfnuði. Þarna vann hún strax
hugi og hjörtu alra með sinni ein-
stöku glaðværð og glæsilegri fram-
komu. Þarna var manneskja sem
naut þess að ferðast og kanna fram-
andi slóðir.
Minnisstæðust verður mér þó
Margrét fyrir samræður okkar og
frásagnir hennar af ýmsu tagi. Ég
þóttist kunna sæmilega íslensku,
enda Norðlendingur og þó sér í lagi
Þingeyingur. En við hið safaríka
Vestmannaeyjamál sem henni var
svo eiginlegt varð ég sem bergnum-
inn. Þar settist ég á skólabekk og
eru mér nú orðtök hennar mörg
tiltæk og töm í munni.
Margrét Gunnarsdóttir var urn
margt sérstæður persónuleiki eins
og hún átti kyn til. Ekki vorum við
alltaf sammála enda ólík að upp-
runa, mótun og hinum og þessum
lífsskilningi. Það breytti þó engu
um vináttuna. Fyrir það er ég þakk-
látur og blessa minningu minnar
ágætu tengdamóður.
Ég skrifa þessi orð á tanganum
á Seyðisfirði þar sem vötn streyma
og öldur gjálfra á þijár hliðar. Þar
er nú allt í ani og írafári meðal
fuglanna á Lóninu og Leirunni,
enda eggtíð í uppsiglingu og nóg
að gera. Vetur, sumar, vor og haust
fylgist ég með þessum fiðruðu vin-
um og nem af þeim sáluhjálplegan
fróðleik. Síðast þegar Margrét gisti
hjá okkur þar eystra varð henni
þessi heimur sem opinberun. Hún
lifði það einnig að kynnast aust-
firskum berjalautum, sem vænni
eru flestum öðrum á landi hér. Frá
þeim slóðum holta og stranda fylgja
henni kveðjur mínar og þökk.
Guðjóni, vini mínum og tengda-
föður, bið ég allrar blessunar. Við
munurn öll lifa og deyja í von og trú.
Kristján Róbertsson
Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HARTWIG TOFT
fyrrverandi kaupmaður,
Baldursgötu 39,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. maí kl.
10.30. Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beðnir um
að láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess.
Irmgard Toft, Leo Munro,
SigridToft Magnús Pálsson,
Margrét Toft, Björn Þór Ólafsson,
AnnaToft, Indriði Indriðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Strandaseli,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vilja mirinast henn-
ar, eru beðnir um að láta Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins
njóta þess.
Kristinn Jónsson,
Bragi Gunnarsson, Sveinn Þröstur Gunnarsson,
Hjörtur Þ. Gunnarsson, Kristján I. Gunnarsson,
Jóhann V. Gunnarsson, Svanhildur H. Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför bróður okkar og mágs,
ÞORSTEINS EINARSSONAR
bifvélavirkja,
Hamrahlíð 25.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 12A á Landspítalanum fyr-
ir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Einarsdóttir, Magnús Kristinsson,
Snorri Einarsson, Eina Laufey Guðjónsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÍSLI BJÖRNSSON
lögreglufulltrúi,
Framnesvegi 61,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 7. maí'kl. 15.00.
Elín Björg Magnúsdóttir,
Laufey Gisladóttir,
Björn Gislason, Vilborg Hannesdóttir,
Elín Björg Björnsdóttir, Hafdís Björg Kristjánsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall systur
okkar, mágkonu og frænku,
ÞÓRUNNAR STEFANÍU HANSDÓTTUR WÍUM,
frá Mjóafirði.
Systkini og fjölskyldur þeirra.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og stuðn-
ing við fráfall og útför elsku litla sonar okkar og bróður,
GUÐMUNDAR FRIÐRIKS,
sem lést af slysförum á Borgarspítalanum þann 23. apríl.
Þórkell Geir Högnason, Hafdís Halla Ásgeirsdóttir,
Margrét Bára Þórkelsdóttir.
t Þökkum innilega öllum þeim sem ■ heiðruðu minningu
ÁSMUNDAR J. ÁSMUNDSSONAR
og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hans.
Ragnhildur Ásmundsdóttir, Finnur P. Fróðason,
Sigrún Ásmundsdóttir, Guðbjartur Hannesson,
Helgi Ásmundsson, Ásmundur Páll Ásmundsson,
Magnús Þór Ásmundsson, Soffía G. Brandsdóttir.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur ómetan-
lega hlýjar kveðjur og samúð við fráfall og útför eiginmanns míns,
föður og sonar,
JÓNASAR BJÖRGVINS SIGURBERGSSONAR,
sem lést þann 16. apríl sl.
Auður Lóa Magnúsdóttir,
Svafa Mjöll Jónasdóttir,
Þóra Guðmundsdóttir.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför,
ÓLA MARKÚSAR ANDREASSONAR,
Bólstaðarhlfð 42,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11 E Landspítalan-
um.
Nína Sveinsdóttir,
Sigrún Óladóttir Savioiidi, Stelios Saviolidis,
Svanhvít Óladóttir, Kolbeinn Arngrimsson,
Bryndís Óladóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og stúðning við frá-
fall og útför elskulegs sonar okkar og
bróður,
HILMARS ÞÓRS HELGASONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Vilberg Sæmundsson, Hafdís Björg Hilmarsdóttir,
Hafþór Bjarni Helgason,
Hlynur Sæberg Helgason,
Heiðar Elís Helgason.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 —- sími 681960