Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 31
íö8i iAM .s aiU MO RGU NBEAÐIET Hm&LÍvlA^ UIÍ3Á itivíiji'MóM ■SUNNUDAGUR"57MAÍ T39T nl 0 € 31 Þorvaldur Steingrímsson er þekktastur fyrir fiðluleik sinn, en er engu að síður snjall á ýinis önnur hljóð- færi. Leikarahjónm Anna Borg og Poul Reumert í heimsókn á íslandi í maí 1951. Þótt Jan Mora- vek hafi verið fjölhæfur tón- listarmaður er ólíklegt að hann hafi náð hljóði úr heflinum sem hann sést hér leika á. Þessj skenimtilega mynd var tekin á revíunni „Bláa Stjarn- an“ laust eftir 1950. SÍMTALIÐ... ER VIÐ SKAPTA JÓNSSONHJÁ RAUÐA KROSSJ ÍSILANDS Hjálpum stríðshriáðum Rauði kross íslands. — Góðan dag, er Skapti Jóns- son við? Augnablik. — Skapti. — Sæll og blessaður. Þetta er Brynja Tomer á Mogganum. Já, blessuð Brynja. Hvað syng- ur í þér? — Allt þetta fína, en segðu mér, eruð þið ekki að skipuleggja eitthvert alþjóðlegt átak fyrir fólk í Afganistan? Jú, og raunar fyrir Kúrdana líka. Við höfum í allan vetur verið með átak í gangi sem heitir Sól úr soita og snýst fyrst og fremst um að fræða fólk um stríð og afleiðingar þess. Þessu átaki átti að ljúka á uppstigningardag með fjársöfnun fyrir gervilimaverk- stæði í Afganistan, en vegna þess hvernig mál hafa þróast eftir stríðið í írak var ákveðið að fresta söfnuninni í þijá daga og hafa hana um leið og sjónvarpsstöðvar um allan heim verða með útsend- ingu til hjálpar Kúrdum, sunnu- daginn 12. maí. Söfnunarfénu verður svo skipt til helminga milli Kúrda og Afgana, en í Afganistan rennur féð til upp- byggingar gervi- limaverkstæðis. — Flestir hafa heyrt um erfiðleika Kúrdanna, en er ástandið jafn slæmt í Afganistan? Augu heimsins beinast nú að flóttamanna- straumnum frá Ir- ak og auðvitað er það af hinu góða. í Afganistan hefur hins vegar geisað eitthvert grimmd- arlegasta stríð seinni ára í 13 ár og fólk er búið að gleyma því í bili. Þar eru jarð- sprengjur um landið þvert og endi- langt og 90% þeirra sem fyrir þeim verða eru óbreyttir borgarar > sem hafa aldrei borið vopn. Ég held að ástandið sé álíka slæmt á báðum stöðum og aðeins á mi- sjöfnum stigum. — Hvers vegna Afganistan? Eru ekki styijaldir út um allt? Jú, það eru styijaldir út um allt. Við völdum Afganistan vegna þess að þar er þörfin fyrir gervi- limaverkstæði mikil og meiri en víðast annars staðar. Rauði kross- inn rekur gervilimaverkstæði í flestum stríðshijáðum löndum og við vildum segja frá því í leiðinni. Fáir þekkja þessa hlið Rauða krossins og viíkviljum bæta úr því. — Hvernig ætlið þið að safna? . | Sjálfboðaliðar á okkar vegum munu ganga fyrir hvers manns dyr með kvittanabók og óska eft- ir frjálsum framlögum. Reyndar vantar okkur sjálfboðaliða og ef ég má vera svo frekur, langar mig að biðja þá sem treysta sér til, að hafa samband við Rauða- kross-deildir eða skrifstofu Rauða kross Islands. — Þessu er hér með komið á fram- færi. Nokkuð fleira? Já, hjálpum stríðshijáðum! Það er gaman að ganga í hús og biðja um stuðning við góð málefni. Ég hef reynt það sjálfur. — Jæja, þá held ég að ég kveðji þig bara að sinni. Hafðu það gott. Sömuleiðs. Bless. Skapti Jónsson Hljómsveitin Fræbblarnir árið 1982. Valgarður heldur á liinnum. ÞEIR sem fylgdust með kosningavöku Ríkissjónvarpssins sáu honum bregða fyrir við og við í beinu útsending- unni úr sjónvarpssal. Þar stjórnaði hann tölvukerfi því sem notað var til að reikna úr nýjustu tölum. Hann hef- ur áður verið í sviðsljósinu, að vísu fyrir allt aðra hluti. Hann heitir Valgarður Guðjónsson og á árunum 1978- 1983 var hann landsþekktur sem „Valli“ í Fræbbblunum. Fræbbblarnir voru ein fyrsta pönk-hljómsveit landsins á sinni tíð og í fararbroddi þeirrar tónlistarbylgju sem fylgdi í kjölfar þessarar hreyfingar hérlendis. En hvar ætli þessi pönkari ali nú manninn? Valgarður Guðjónsson í vinnunni í dag. HVAR ERU ÞAU NÚ? VALGARÐUR „VALLI“ GUÐJÓNSSON SÖNGVARI FRÆBBBLANNA: Keifis- fræðingur hjáVKS Valgarður starfar nú sem kerf- isfræðingur hjá Verk- og kerfisfræðistofunni hf. upp á Bíldshöfða en hann hefur starfað hjá þessu fyrirtæki síðan Fræbb- blarnir lögðu upp laupana í febrú- arl983. „Ég hef haft gaman af tölvum frá því ég var í mennta- skóla og var farinn að nema fræð- in í Háskólanum þegar mér bauðst þettastarf," segir Valgarður. „Og það fór svo að ég ílengdist hér.“ Á þeim árum sem liðin eru frá lokatónleikum Fræbbblanna 1983 hefur Valgarður verið viðloðandi tónlistina af og til. Til dæmis árið 1987 en þá var hann meðlimur í hljómsveitinni „Mamma var Rússi“ og gaf sú hljómsveit út plötuna „Draugar“. Hann segir að hann hafi ennþá gaman af tónlist Fræbbblanna og hlusti iðu- lega á gömlu plöturnar með þeim. Honum finnst textar þeirra jafn fyndnir nú og ho'ium fannst þeir vera hér á árum áður. Hljómsveitin Fræbbblarnir fór í fínustu taugar margra þegar hún var upp á sitt besta, fólks sem ekki fannst við hæfi að heyra öskrað af sviðinu laglínur á borð við: „Ég vil ríða þér í nótt...“ en Valgarður segir að þeir strák- arnir hafi haft það eitt að mark- miði að skemmta sjálfum sér. „Þetta var einfalt og skemmtilegt og kraftur í þessu hjá okkur. Og þess ber að geta að okkur þótti tónlistin áratuginn fram að þess- um tíma orðin verulega þung og leiðinleg, kominn tími til að hrista aðeins upp í þessu öllu,“ segir hann. Valgarður hefur aldrei getað slitið sig alveg frá tónlistinni og hann getur þess að hann sé nú í nýrri hljómsveit sem komi jafnvel fram í vor og geri kannski plötu í sumar en þessi sveit hefur ekki hlotið nafn ennþá. Tónlist er eitt af hans aðaláhugamálum en auk þess teflir hann og spilar lítilshátt- ar brids. Og fjölskyldan tekur sinn tíma því hann er giftur og á þrjá syni. „Það sem liggur helst fram- undan hjá mér að öðru leyti er að ég hygg á nám í haust. Það verður að vísu ekki í tölvufræðum heldur einhverju öðru en ég er ekki alveg búinn að gera upp hug minn í hverju,“ segir Valgarð- ur.„Og það er áhugi fyrir því að endurútgefa sum af verkum Fræbbblanna því okkur hefur virst í gegnum árin að alltaf sé til fólk sem vill kaupa plötur okk- ar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.