Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MEISIEMIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
JSVifíŒLÓftO/Er Kurosawa ekki
lengur kvikmyndahúsafcerf
Drauntanrmstamm
beint á myndbandið
MYNDLISTÆ'Wá er abkallandif
Stjómarstefna í myndlist
Það fór um nýliðnar kosningar eins og flestar kosningar á Islandi;
engin afgerandi úrslit fengust, og þær voru aðeins upphafið á þeim
spennukafla sem alltaf tekur við, þ.e. samsetningu stjórnar fyrir landið.
Því verki er að líkindum lokið þegar þessi pistill birtist, allir ráðherrar
komnir í sína stóla, stefnuskrá stjórnar hefur verið kynnt og allt klapp-
að og klárt. En þar sem löng reynsla er fyrir því að menningarmála-
kaflinn í slíkum plöggum er gjarna nokkuð rýr (ef nokkur), er upplagt
að hjálpa til og setja fram tillögur um hlut myndlistar á því stjórnartíma-
bili, sem nú fer í hönd. — Siðan er að sjá, hvort nýjum ráðamönnum
hugnast þessar hugmyndir nógu vel til að koma þeim í framkvæmd.
Myndböndin hafa mörgu breytt
í stórsókn sinni um hlutdeild
í æ rýmri frítíma nútímamannsins.
Gamlar hefðir og venjur kvik-
myndaiðnaðarins eru sífellt að týna
tölunni með mis-
jöfnum afleiðing-
um. Sú þróun er
tvímælalaust til
bóta að nú hefur
myndbandaút-
gáfan yfirtekið að
mestu leyti B-
myndaframleiðslu
Vesturlanda og
þaðan af slakari gæðaflokka. Enda
lítið pláss fyrir slíkt efni í hinni
bullandi samkeppni síbatnandi
kvikmynda samtímans. Það heyrir
því orðið blessunarlega til undan-
tekninga að láta sér leiðast yfír
kvikmyndaiðnaðarúrgangi á hvíta
tjaldinu."
Annar háttur er að ryðja sér rúms
hérlendis sem orkar meira tvímælis.
Hann er sá að t æ ríkari mæli eru
frumsýndar á myndbandi gæða-
myndir sem maður saknar að- fá
ekki að njóta á stóra tjaldinu.
Ástæðan sú að hér er um verk að
ræða sem hlotið hafa dræma aðsókn
erlendis.
Nærtækasta dæmið um þessa
þróun er Draumar, nýjasta mynd
eins höfuðsnillings kvikmyndanna,
Akira Kurosawa. Þá má nefna
Chorus of Disapproval, nýlega kvik-
myndagerð kunns leiksviðsverks;
Farewell to the King, forvitnileg
mynd eftir John Milius, listinn leng-
ist með degi hveijum.
Skiljanleg er sú afstaða kvik-
myndahúsaeigenda að beina mis-
lukkuðum myndum sem fyrirsjáan-
legt er að standi ekki nálægt því
undir leigu, textun og öðrum kostn-
aði, beint á myndbandið. Enda ekki
af miklu að missa. En stöldrum við
dæmið hans Kurosawa. Það eru
engin ný tíðindi að mynd eftir hann
kolfalli hvað kvikmyndaaðsókn
snertir, samt hafa flestar hans yngri
myndir verið frumsýndar hérlendis
í kvikmyndahúsi og það er svo sann-
arlega þróun afturábak að fá ekki
að njóta Drauma á stóra tjaldinu í
allri sinni heillandi litadýrð og
magnaða myndmáli. Og óskandi að
slík verði ekki örlög margra mynda
af þessari stærðargráðu og gæða-
flokki.
Hér segir kvikmyndaskáldið
snjalla frá átta draumsýnum úr
nútíð, fortíð og framtíð. Sögumað-
urinn er „ég“, sem í fyrstu tveim
köflunum er strákhnokki sem horf-
ir á heiminn stórum augum, í þeim
seinni er hann orðinn miðaldra
maður. í fyrsta þætti stenst hann
ekki freistinguna og stelst gegn
vilja móður sinnar útí skóg að sjá
brúðkaupsgöngu refanna, sem er
vissulega dulúðug upplifun! En
gjaldið er hátt því móðir hans tjáir
honum er hann snýr til baka að nú
verði hann að fá fyrirgefningu ref-
anna ef hann eigi lífi að halda —
og refirnir búa undir regnbogan-
um ...
Annar þáttur fjallar um eftirsjá
unga drengsins eftir ferskjutijáa-
lundinum fagra. En andar tijánna
túll^a um stund horfna reisn og
fegurð aldingarðsins, síðan hverfa
töfrarnir og drengurinn stendur
einn meðal tijástubbanna. Þessir
tveir fyrstu kaflar er litríkastir og
fegurstir, enda séðir með saklaus-
um barnsaugunum. Síðan tekur al-
varan við. Þriðji þátturinn íjallar
um menn á feigðarhjarni. „Ég“,
sem nú er tekinn að reskjast, fer
fyrir hópi fjallgöngumanna sem vill-
ast og hitta Snædrottninguna og
komast af. Stórhríðin í stúdíóinu
er með ólíkindum sannfærandi.
Allir kaflarnir eru dulrænir, fullir
táknrænna merkinga. Ekki síst sá
fjórði sem segir af hermanni sem
kemst einn af úr stríðinu en hittir
gömlu herdeildina sína afturgengna
í jarðgöngunum ... Sá fimmti er
ægifagur og gefur innsýn í landa-
mæralausa heimssýn listamanns-
ins. Þessi þáttur er af gjörólíkum
toga en hinir þar sem hér erum við
komin í félagsskap annars, ódauð-
legs snillings, málarans Vincents
Van Gogh (sem er, einsog kaupin
sanna, í einstöku uppáhaldi hjá Jap-
önum). Komið er að leiðarlokum
Van Goghs, við göngum í iandslagi
málverka hans — í orðsins fyllstu
merkingu — og endum á akrinum
í Suður-Frakklandi þar sem kráku-
gerið vokir yfir höfði málarans.
Engin annar en Martin Scorsese fer
með hlutverk Hollendingsins fræga,
Meistari Kurosawa við upptöku
nýjustu myndar sinnar — Draum-
ar
afleiðing gagnkvæmrar virðingar
listamannanna.
Að loknum þessum hrífandi kafla
fara draumsýnirnar að taka mót
martraðarinnar. í sjötta hlutanum
er sameiningartáknið og þjóðar-
stoltið Fuji baðað vítislogum kjarn-
orkuslyss í náinni framtíð. Eyjabú-
amir Japanir geta ekki flúið örlög
sín, skelfingin grípur um sig og
skrautlegir eiturmekkirnir ná að
lokum yfirtökum á tjaldinu.
Næst síðasti hlutinn er í beinu
framhaldi, hann gerist eftir kjarn-
orkustríð þegar strontium-90, plú-
toníum 239, cesium 137, öll þessi
vítamín mannlegra mistaka eru
búin að 'bækla menn, dýr og gróð-
ur. Stökkbreytingarnar hafa gert
fiskana loðna, fuglana eineygða,
hérana tvíhöfða. Og mannskepnuna
hyrnda.. .
I lokakaflanum eygjum við von
að nýju í fögru Þorpi vatnsmyllanna
þar sem íbúamir lifa á því sem
landið gefur og láta vísindi og tækni
lönd og leið. Yrkja akur sinn án
véla, hafa horfíð til lífshátta for-
feðranna og ná háum aldri í para-
dís á Jörðu, í stressleysi, án meng-
unar og nútímaþæginda, iðnaðar
og efnaúrgangs.
Það er vonandi að þessar línur
verði til þess að ekki fari framhjá
öllum útgáfa þessa kynngimagnaða
listaverks eins fremsta kvikmynda-
gerðarmanns sögunnar. — í aðra
röndina litríkt, unaðsfagurt blóm-
skrúð, óspillt af mannanna völdum,
lofsöngur til náttúrunnar og gömul
gildi í heiðri höfð. Hinsvegar dauða-
grátt einskismannsland, svívirt og
spillt af mistökum okkar. Og hvað
sem öðra líður þá gefur myndband-
ið okkur tækifæri til að dást að því
þó stóra tjaldið hefði verið betur
við hæfí.
Draumar — „Dreams“
★ ★ ★ 'h
Leikstjóri og handritshöfundur
Akira Kurosawa. Japönsk. Warn-
er Bros 1991. Steinar 1991. 115
mín. Öllum leyfð.
Hér á eftir verða aðeins settar
fram fáeinar tillögur að mynd-
listarstefnu næstu ára, ásamt skýr-
ingum á hvers vegna þessi atriði era
nefnd sérstaklega. Auðvelt er hægt
að bæta endalaust
við slíkan óskalista,
en slíkt þjónar litl-
um tilgangi — það
er betra að halda
sig við hið
framkvæmanlega.
„Frumvarp til laga
um Listaháskóla
íslands verði end-
urskoðað og lagt fyrir Alþingi til
samþykktar á fyrsta starfsári
stjórnarinnar; séð verði fyrir fjár-
magni á fjárlögum til að skólinn verði
fullbúinn í nýkeyptu húsnæði á
stjórnartímabilinu. Nemendaíjöldi
skólans miðist við starfsiými, rekstr-
arfé og aðstöðu.
Skýring: Þetta mál er þegar kom-
ið nokkuð á veg, og því ástæðulaust
að draga það — það fæst betri nýt-
ing fjármuna með því að klára það
sem fyrst. En jafnframt því sem
skólinn er gerður starfhæfur, þarf
að ganga þannig frá málum að hann
falli ekki í hina íslensku stofnana-
gryQu — að þenjast út og stækka
þar til upphaflegur tilgangur týnist
í ofvexti.
„Á stjómartímabilinu verði leitað
leiða til að tvöfalda sýningarrými
Listasafns Islands með því að kaupa
fasteignir í nágrenni safnsins og inn-
rétta til sýningarhalds og annarrar
liststarfsemi. Skýring: Húsnæði List-
asafns íslands er allt, allt of lítið.
Meginhlutverk safnsins að kynna og
varðveita myndlist íslendinga; í nú-
verandi húsnæði er aðeins hægt að
setja upp um 150-160 verk á sama
tíma. Það er engan veginn hægt að
gefa nokkra mynd af listasögu ís-
lands með svo fáum verkum (það
kæmust t.d. aðeins um 17-18 mynd-
ir frá hveijum áratug 20. aldarinnar
á veggina í einu). Listasafn Islands
hefur að geyma yfír 5.000 listaverk
— og „geyma er hér lykilorðið, því
miður. — Það er mjög aðkallandi
fyrir listfræðslu hér á landi að meira
af þessu safni komi fyrir augu lands-
manna, svo ekki sé minnst á hversu
nauðsynlegt það er að geta sýnt út-
lendingum á einum stað gott yfírlit
yfír myndlistarsögu landsins. Það er
hins vegar ekki hægt við
núverandi aðstæður.
„Ríkisstjórnin mun útvega hús-
næði til sýningarhalds í öllum kjör-
dæmum landsins. Listsýningar yrðu
alfarið í höndum listafólks. Skýring:
Þetta er nauðsynleg tilraun innan
ramma nýrrar byggðastefnu. Sýn-
ingarsalir fyrir myndlist eru nær
óþekkt fyrirbæri utan höfuðborgar-
svæðisins. Ef samfélagið (sem á hús
alls staðar, ekki satt) útvegaði eða
keypti heppilegt húsnæði fyrir sýn-
ingar, og léti listafólki og/eða áhuga-
fólki um listir (listvinafélögum) á
hveijum stað eftir að sjá um rekstur-
inn, væri þessi mismunun landshlu-
tanna úr sögunni. Það væri síðan
undir listáhuganum komið hvort slík-
ir sýningarstaðir myndu ná að þrífast
og verða jákvætt tillegg í menningar-
lífi þjóðarinnar.
„Ríkisstjómin mun framfylgja nýj-
um lögum um launakerfi listamanna,
og efla þá sjóði sem þar era tilgreind-
ir um sem svarar hækkun launa þing-
manna að raungildi á stjórnartíma-
bilinu. Skýring: Það er álit þeirra sem
til þekkja, að nýju lögin séu skref í
rétta átt, og þá á auðvitað að láta
reyna á þau. En þau eru aðeins byij-
un, sem þarf að fylgja eftir; því er
rétt að láta fjárframlög til þeirra
hækka a.m.k. í samræmi við
hækkanir á launum þingmanna
sjálfra.
„Ríkisstjórnin mun hvetja alla
stjórnarþingmenn til að sækja inn-
lenda listviðburði og verða virkir í
stuðningi við listirnar ekki síður en
aðra þætti íslensks menningarlífs.
Skýring: Því hefur oft verið haldið
fram að stjórnmálamenn lofí listina
aðeins á tyllidögum og í ræðum er-
lendis, en sinni henni lítt þess utan.
Til að breyta þeirri ímynd væri upp-
lagt fyrir þá að sækja myndlistarvið-
burði meira en nú er, og láta þannig
verkin tala; móralskur stuðningur er
einn mikilvægasti stuðningur sem
ráðamenn geta veitt listinni sem al-
mennir borgarar þessa lands.
Svo hafa lesendur fjögur ár, ef
að líkum lætur, til að fylgjast
með árangrinum.
eftir Sæbjörn
Valdimarsson
eftir Eirík
Þorlóksson
DJASSÆrfortíbarfíknin ceskunni fjötur um fótf
Wynton Marshalis
Á djassskífumarkaði Bandaríkjanna ríkja unglingarnir. Illjómplötu-
fyrirtækin keppast um að finna efnileg djassungmenni til að leika
inn á skífur. Plötukaupendur eru uiigir og þeir vilja kaupa jafnáldr-
ana. Hversu heppilegt þetta er fyrir djasslistina er annað mál. Að
sjálfsögðu hafa fæstir þessara unglinga burði til að leika þroskaða
djasstónlist þó tækni og kunnátta sé síst minni en hjá þeim eldri *
— unglingana vantar lífsreynsluna, en menn á fertugsaldri búa enn
yfir æskuneistanum og hafi þar að auki reynsluna til að vinna úr.
Tónleikahaldarinn og píanist-
inn George Wein kallar hina
þroskuðu kynslóð djassmanna
„týndu kynslóðina" og einn þeirra,
píanóleikarinn James Williams,
sem hér lék með
Art Blakey
1979, segir:
„Annaðhvort
verðurðu að vera
undir 22ja ára
aldri eða yfir 75
ára gamall til að
fá viðurkenn-
ingu fyrir Ijst
þína nú um
stundir.“
Þetta byijaði allt þegar George
Butler hjá Columbia fann jakka-
fataunglinginn Wynton Marshal-
is. „Mér fannst tími kominn til
að gera eitthvað fyrir djassinn og
ein leiðin til að höfða til unga
fólksins var að fínna unga hljóð-
færaleikara. Ég fór til New Orle-
ans og fann Wynton Marshalis."
Wynton Marshalis kom, sá og
sigraði og nú hefur hann meira
að segja skiýtt forsíðu Time eins
og Armstrong, Brabeck og Monk.
Á fyrstu skífum sínum var Wyn-
ton undir sterkum Miles Davis-
áhrifum. Vel að merkja áhrifum
frá þeim Miles sem blés fyrir raf-
rnagn. Þeir eru nú miklir haturs-
menn og kannski svíður Miles
Davis að strákurinn sé fyrir ofan
hann í Down Beat-kosningum.
Það er þó ekkert nýtt að ungir
vinsælir strákar séu þar efstir á
blaði: Armstrong, Ellington, Haw-
kins, Hodges og Charlie Parker
upplifðu það allir. Meistaramir
lifa að eilífu en halastjörnurnar
hrapa.
Undanfarin ár hefur Wynton
Marshalis leitað æ lengra aftur í
fortíðina. Á skífu hans J. Moods
mátti heyra Red Allen-áhrif og
Louis hefur sífellt leitað meira á
hug hans. Nýjasti diskur Wyntons
er tónlist hans úr kvikmyndinni
Tune in Tomorrow (CBS). Þar er
hann með næstum stórsveit og
svífur andi Duke Ellingtons yfír
vötnunum, enda er Wynton nú á
kafi í Ellington og New Orleans-
pælingum. Þar er Ellington-sveit-
in frá Cotton Club-dögunum sem
gefur tóninn og svo er dálítið dixí-
land á stundum. Wynton notar
urrandi demparablástur eins og
Bubber Miley og Cootie Williams
og gerir það býsna vel þó örlítill
skólasvipur sé á tónlistinni á
stundum. Af öðrum einleikurum
skal sér í lagi bent á klarinettu-
blásarana Alvin Batiste og Micha-
el White og er White með kreólísk-
Marshalis-liðið — klætt eins
og Ellington-sveitin í Cotton Club.
an tón. Öll er tónlistin eftir Wyn-
ton nema dægurlagið sígilda I
Can’t Get Started sem Shirley
Horn syngur. Hún vekur nú æ
meiri athygli, bæði sem píanisti
og söngvari, og er tími kominn
til eftir þrjátíu ára streð. Þessi
skífa finnst mér betur heppnuð
en síðasta nærri stórsveitarskífa
Wyntons: The Majesty of the Blu-
es (CBS), en hann hefur ekki
þann ferskleika sem einkennir
slíkar skífur er Jazzpair-sigurveg-
ararnir Muhal Richard Abhrams
og David Murrary hafa sent frá
sér á síðustu árum. Þó hefur ekk-
ert bandarískt hljómplötufyrir-
tæki séð sér leik á borði og gefíð
þá út. Það gerir Black Saint á
Italíu.
Píanisti Wynton Marshalis á
Tune in Tomorrow er Marcus
Roberts. Þeir félagar hafa brallað
margt saman og Wynton blés
m.a. á stórgóðri skífu Marcusar:
The Truth Is Spoken Here
(RCA/Novus). Þar leikur hann
verk eftir Jelly Roll Morton, Duke
Ellington og Thelonius Monk. Það
þarf kjark til að senda slíkt frá
sér og Marcus sleppur vel frá ein-
leiknum — en þessir kallar hljóð-
rituðu allir einir og margir djass-
meistarar hafa fengist við verk
þeirra og satt að segja hefur
Marcus fáu við að bæta enn sem
komið er. Hvað um það, túlkun
hans á Jungle Blues Jelly Rolls
var ljúf og bestur var hann í Jelly
og þegar hann skálmaði stórkalla-
lega í Misterioso Monks.
Hvíti Marcus heitir Ilarry
Connick jr. og auk þess að vera
þrælgóður píanisti.er hann þægi-
legur söngvari. Hann leitar til
áranna eftir stríð og semur ljúf
ástarljóð og ómþýð lög, svo spinn-
ur hann dálítið á píanóið eða fær
Branford Marshalis til að blása í
saxafón. We Are in Love (CBS)
nefnist söngskífa hans og er hin
þægilegasta í djasspaitýum með-
an drukkið er og snætt. Aftur á
móti er meira um að vera þegar
hann er með tríóinu sínu sönglaus.
eftii Vemharð
Linnet