Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 24
24 'C ' 'MORGUNBIiAÐIÐ 1 MtlM NI l\IG AR ^MMidagur '5." MAl l'ð91 Margrét T. Gunn- arsdóttir - Minning Fædd 1. nóvember 1911 Dáin 28. apríl 1991 Perla hafsins — Guðs gjöf. Þetta eru þýðingar nafnanna hennar móður minnar. Perla var hún og verður í vitund okkar sem áfram höldum á lífsveginum. Vissulega var hún sjálf Guðs gjöf. Og vissulega var hafið bláa kringum Vestmannaeyjar stór hluti tilveru hennar. í sjónum lærðu ungmenni Eyjanna sund á sínum tíma. Þar var Magga í Sædal framarlega í flokki. Hún lét sig ekki muna um að stinga sér til sunds og synda svo langt frá landi að fólk greip andann á lofti. Ung og hraust gekk hún líka að vinnu í landi. Lífsbjörgin úr hafinu kallaði á krafta ungra og aldinna. Á stakkstæðinu varð örlítil uppreisn einn daginn. „Sömu laun fyrir sömu vinnu“ sögðu tvær galvaskar ungl- ingsstúlkur. Þær voru látnar bera fiskbörur á móti piltum og voru fylli- lega jafnokar þeirra. En þeim fannst réttlætið bregðast þegar að kaupinu kom. Er ekki að orðlengja það að verkstjórinn sá að sér og stúlkumar héldu sínum hlut. Þær koma í hugann ein af ann- arri frásagnimar hennar mömmu. Og ástin á Eyjunum og lífinu þar skín í gegn. En bernskan og æskan liðu. Ung kona fluttist til fastalands- ins. Þar hitti hún þann sem hún átti eftir að deila lífinu með, hann föður okkar. Við urðum fjögur systkinin. Á meðan pabbi hamaðist við að byggja upp borgina ásamt öðrum múrurum og iðnaðarmönnum af ýmsu tagi var mamma fastapunktur heimilisins. Margvísleg voru verkin sem hún og aðrar húsmæður þeirra tíma unnu fólki sínu. Og það var munaður okkar barnanna að hafa mömmu á „sínum stað“! Líf kviknar — líf deyr. Farsælli síarfsævi er lokið. Eftir sitja minningar um glaðar stundir, ilmandi beijamóa bernskunnar og fleira gott. Óvenju hress sál í þjáðum og hrörnandi líkama hefur kvatt um stund. „Hver hlutur hefur sinn tíma,“ segir Prédikarinn. Á þessum tíma- mótum þökkum við ástvinir hennar þá gjöf sem Drottinn gaf. Auður Hún tengdamóðir mín, Margrét Theodóra Gunnarsdóttir, er dáin. Það er ekki létt verk að minnast í knöpp- um texta konu, sem var jafn góðum og fjölbreytilegum gáfum gædd og tengdamóðir mín Margrét Gunnars- dóttir. Margrét var Vestmanneyingur, af sterkum stofnum fædd. Móðir henn- ar var Jónína Jóhannsdóttir og faðir hennar Gunnar Marel Jónsson skipa- smiður. Foreldrarnir áttust ekki og ólst Magga upp hjá fósturforeldrum, þeim Kristínu Pálsdóttur og Nikulási Illugasyni í Sædal. Fósturforeldrar Margrétar voru bæði látin þegar ég kynnist henni, en hún minntist þeirra oft með mik- illi ást og virðingu. I heimahúsum kynntist hún sögu landsins og bók- menntum þjóðarinnar, enda var Nik- ulás mikili bókamaður. Hann var einnig söngmaður góður og ég man að Margrét talaði oft um það hve hann hefði lesið vel og hann las oft fyrir hana, þarna liggja eflaust rætur þess ríka áhuga sem Margrét alla tíð hafði á bókmenntum og listum. „Grágæsamóðir! ljáðu mér vængi“, svo ég geti svifið suður yfir hðf. Þessar línur úr ljóði Huldu túlka vel ódulda þrá Margrétar til þess að hefja sig yfir hversdagsleikann, kynnast framandi þjóðum og menn- ingu. Síðar í ljóðinu segir: Enga vængi á ég til utan löngun mina utan þrá og æskulöngun mína. Margrét lifði alla tíð fijóu og far- sælu lífi og sjaldan heyrði ég hana fárast yfir nokkrum hlut eða öfunda nokkurn mann af hlutskipti sínu, en þó fór ekki framhjá okkur sem vel þekktum til, að henni fannst þrá æskunnar og löngun til mennta aldrei hafa verið fyllilega fullnægt. Árið 1934 verða tímamót í lífi Margrétar. Þann 1. nóvember það ár giftist hún ertirlifandi eiginmanni sínum Guðjóni Sigurðssyni múrara- meistara. Þau bjuggu sér heimili í fjölbýlishúsinu Barónsstíg 63 sem Guðjón hafði þá byggt. Árið 1937 eignast þau sitt fyrsta bam,-Auði, sem gift er Kristjáni Róbertssyni. Önnur börn þeirra eru Unnur ballett- meistari sem búsett er í Svíþjóð. Bergljót sem gift er Jóhannesi Eiríks- syni og Bragi múrarameistari sem búsettur er á Egilsstöðum. Árið 1947 reisir Guðjón fjölskyldunni framt- íðarheimili í Reykjahlíð 12 og þar hefur fjölskyldan búið fram á þennan dag. Eg kynntist Margréti Gunnars- dóttur fyrir 33 árum, strákpjakkur, kotbýlingur úr Þingholtunum, þegar dóttir Margrétar og Guðjóns leiddi mig inn í sín foreldrahús. Það var líkt og að fara milli tveggja heima. Þetta var rausnarheimili, húsbóndinn virtur múrarameistari og húsfreyjan Vestmanneyingur í húð og hár, sem bar með sér kraft og margbreytileik sjávarins og reisn bjargsins. Skaplyndi Margrétar minnti á haf- ið. Hún var stórlynd án þess að ganga á hlut nokkurs manns. En eins og skýjabakka ber yfir sæinn gat þykknað í henni en svo braust sólin fram. Allt var eins og áður. Margrét var ekki langrækin, heldur sagði hug sinn og allt andrúmsloft í kringum hana var hreint og tært. Þegar ég kynnist heimilinu í Reykjahlíð 12 árið 1959 eru börnin um það bil að yfirgefa hreiðrið. Heimilið var mannmargt, þar var einnig mjög gestkvæmt. Rausn hús- bóndans og glaðværð húsfreyju var viðbrugðið. Ennþá minnist kona mín æskuheimilis síns með söknuði. Ég minnist þess að þau hjónin tóku mér, væntanlegum tengdasyni, með nokkurri varúð í fyrstu. Með tíð og tíma held ég að með okkur Margréti hafi tekist góð vinátta enda mat ég hana umfram flesta aðra menn. Áhugamál okkar og viðhorf til skáld- skapar og bókmennta og lífsskoðanir almennt var nokkuð líkt. Ég held samt að ég hafi metið hana mest vegna þess andlega styrks sem frá henni streymdi og var mestur þegar á reyndi. Á þessum vegamótum, þegar leið- ir skilja, vakna margar minningar eins og leiftur. Margrét unni ferða- lögum innanlands og utan. í hugann koma samverustundir í London, París og austur í Garðaríki, stundir sem við minntumst oft með mikilli gleði. Flestar og ljúfastar minningar mínar t Eiginmaður minn, SIGURBJÖRN LEIFUR BJARNASON, Jöklaseli 13, lést af slysförum í Englandi aðfaranótt 2. maí. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna. Elínborg Sigurðardóttir. t Móðir mín og systir, INGUNN EINARSDÓTTIR, Lönguhlíð9, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. maí kl. 13.30. Árni Haukur Brynjúlfsson, Sigþrúður Thordersen. t Mágkona mín, GUÐBJÖRG GRÓA MAGNÚSDÓTTIR frá Fossi við Seyðisfjörð, áður til heimilis á Langholtsvegi 10, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 3. maí. Fyrir hönd aettingja, Katla Dagbjartsdóttir. t Föðursystir okkar, GÍSLÍNA SÆMUNDSDÓTTIR, Gunnarssundi 8, Hafnarfirði, sem lést 25. apríl sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 13.30. Steiney Ketilsdóttir, Kristinn Ketilsson, Vigdís Ketilsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANTON INGIBERGSSON járnsmiður, Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Þórunn Þorvarðardóttir, Unnar Jónsson, Auðbjörg Jónsdóttir, Kristín Jónsd. Schmidhauser, Ulrich Schmidhauser, Áslaug Jónsdóttir, Óskar Ingimarsson, Ómar Jónsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUSJÓNATANSSON vélvirki, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Hallveig Einarsdóttir, Einar Örn Lárusson, Lárus G. Lárusson, Sigríður Þ. Friðgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT THEODÓRA GUNNARSDÓTTIR, Reykjahlíð 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. maí kl. 1 5.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Guðjón Sigurðsson, Auður Guðjónsdóttir, Kristján Róbertsson, Unnur Guðjónsdóttir, Bergljót Guðjónsdóttir, Jóhannes Eiríksson, Bragi Guðjónsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓHANN M. KJARTANSSON verslunarmaður, Hólmgarði 15, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 13.30. Soffía Bjarnadóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Þórir Gunnarsson, Kjartan O. Jóhannsson, Björk Jónsdóttir, Jóhann E. Jóhannsson, Guja Dögg Hauksdóttir, Anna Sigr. Jóhannsdóttir og barnabörn. um Margréti eru þó tengdar heimili þeirra Guðjóns í Reykjahlíð 12. Fyrir börn þeirra Margrétar og Guðjóns, tengdabörn og barnabörn hefur eldhúsið í Reykjahlíð 12 nán- ast verið miðdepill tilverunnar. í þessu eldhúsi átti Magga sitt heilaga vé, sitt hom við austurgluggann. Margrét var þó sannarlega engin homkerling. Oft var það hér áður, að við sátum saman í eldhúsinu, einhverjir partar úr fjölskyldunni og fórum í spum- ingaleik, svona rétt eins og nú tíðkast á skjánum. Guðjón stóð við gamla góða ísskápinn og spurði, Margrét var dómari. Hér var ekki spurt um hversdagslega hluti. Viðfangsefnin vom skáldskapur í bundnu máli og lausu eða úr menningarsögu og nátt- úrufræðum. I Margréti ógu skylduræknin og tryggðin salt við frelsisþrána og lífsnautnina fijóu. Fjölskyldan tók auðvitað mestan partinn af tíma hennar, en veröldin takmarkaðist þó aldrei af veggjum hússins, heldur sinnti hún sínum mörgu áhugamál- um allt til hinstu stundar. Margrét hefur sýnt kirkju sinni, Fríkirkjunni í Reykjavík, mikla rækt. Á ámm áður var hún mjög virkur félagi í kvenfélaginu Heimaey og formaður þess lengi. Nú þegar kveðjustundin er komm- in er fjölskyldan hamii slegin en harmurinn er blandinn þakklæti fyrir það að þessi merka manneskja fékk haldið óskertum andlegum kröftum og fullri reisn allt til dauðans. Ég ætla að ljúka þessum fáu orð- um með því að vitna enn í orð Huldu: Lof mér við þitt létta fley lítið far að binda; brimhvít höf ég óttast ei eða stóra vir.da. Okkar bíður blómleg ey, bakvið sund og tinda, bak við sæ og silfurhvita tinda. Jóhannes Eiríksson Hún átti sinn sérstaka stól í eld- húsinu að Reykjahlíð 12. Þar settist enginn að jafnaði nema hún. Þar las hún blöðin og réð krossgáturnar sínar. Þaðan talaði hún gjarnan við gesti sína. Þetta var hennar drottn- ingai’sæti. Síðast þegar fundum okkar bar saman áttum við góðar stundir yfir kaffíbolla í eldhúsinu rúmgóða, þar sem allt var í sínum föstu skorðum. Þá var þrek hennar mjög farið að dvína en hress var hún enn í anda. Rifjaðar voru upp gamlar sögur frá Vestmannaeyjum og Suðurlandi og enn var eitthvað eftir af hinum gamla, hressilega hljómi í hlátrinum. En alvara lífsins gleymdist ekki held- ur. Dauðinn! Hvað um hann? — O, ekki held ég að sé ástæða til að kvíða honum. Þetta er nú einu sinni lögmál lífsins. Það var ekki æðra í þessari rödd þó að baki byggi sá grunnur að gests- ins dularfulla væri sennilega ekki langt að bíða. En hvað var að fást um það. Hún átti sína eilífðartrú, en var ákveðin í að lifa lífinu í þessum stundlega heimi eins lengi og kostur var. Þar læt ég nótt, sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (H.P.) Nú er stóllinn hennar auður. Hún sofnaði inn í hið nýfædda sumar. Kraftarnir voru þrotnir og þá var eins gott að kveðja. En eldhúsið f Reykjahlíð 12 er tómlegra en áður. BLOJVI SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.