Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ mutivamm 'bA&ÚrÍ- MAl-1991 - -..........................................................................................................................C l#.1 Norsk blöð í kreppu Alvarleg kreppa ríkir í noi-skri blaðaútgáfu. Ástæðurnar eru minnkandi auglýsingatekjur og minni lausasala. Nokkur blöð hafa orðið að segja upp starfsfólki og grípa til sparnaðar í rekstrinum. Þetta á ekki aðeins við um lítil blöð. Aftenposten, sem er útbreidd- asta morgunblað Noregs — þrátt fyrir nafnið — tilkynnti nýlega að 150 starfsmönnum blaðsins hefði verið sagt upp. Tíundi hver starfs- maður missti því atvinnuna. Blaðið verður minnkað og eftirvinna tak- mörkuð. „Efnahagsleg staða norsku blað- anna hefur aldrei verið eins slæm,“ sagði Odd Dissen, formaður lands- sambands norskra dagblaða, í sam- tali við Ritzau-fréttastofuna. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA Ingólfur Margeirsson og Árni Tryggvason ræða um viðreisn ævisög- unnar hjá þeiin fyrrnefnda. Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins: Skrifar ævisögu Arna Tryggvasonar INGÓLFUR Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins hefur nú fengið leyfi frá störfum sínum fram að næstu áramótum. Mun hann nota leyfið til að skrifa ævisöjgu Árna Tryggvasonar leikara og trillu- karls en það er Orn og Orlygur sem mun gefa bókina út. VALKOSTADEILD „í dag er sumardagurinn fyrsti eða fyrsti dagur sumars að ís- lensku tímatali.“ — Morgunblaðið • • Orlygur Hálfdánarson útgefandi hafði samband við Ingólf snemma á þessu ári og spurði hvort hann væri til í verkið. „Eg fékk strax áhuga á þessu enda þekki ég Árna aðeins persónuiega og svo má segja að hann hafi verið senuþjófur minnar kynslóðar," segir Ingólfur. „Árni Tryggvason var einn af mínum uppá- halds leikurujn í æsku og ég veit að hann er ljúfur og indæll persónuleiki því ég kynntist honum og Stínu konu hans er ég bjó á Dalvík árið 1986 . og heimsótti þau út í Hrísey." í máli Ingólfs kemur einnig fram að hann hafi verið farið að klæja í puttana eftir að komast úr blaða- mennskuharkinu og í textagerð á þessuní vettvangi en hann sendi síð- ast frá sér bók árið 1986. Það var bókin „Allt önnur Ella“, ævisaga Elínar Þórarinsdóttur. „Það má kannski orða þetta svo að hér sé um viðreisn ævisögunnar að ræða hjá mér og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ingólfur. Áætl- að er að bókin komi út fyrir næstu jóla. verður haldinn mánudaginn 13. maí nk. kl. 16. Fundurinn fer fram á skrifstofu félagsins á Funahöfða 19, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál, löglega framborin. Stjórn Ármannsfells hf. Ármannsfell hf. Endingargóbar og mebfærilegar Sorptunnur fyrir heimili og fyrirtæki. Þú getur valib úr ýmsum litum sem til dæmis aubveldar flokkun úrgangs. Viburkennd þýsk gæbavara. Atlas Borgartúni 24 s: 62 11 55 FARKORT EÐA EKKI FARKORT -það er engin spurning FARKORT er greiðslukort sem gefið er út í samvinnu Félags íslenskra ferðaskrifstofa og VISA ÍSLAND. FARKORT er alþjóðlegt VISA-greiðslukort, og því gjaldgengt á yfir 8 milljón verslunar- og þjónustustöðum um allan heim. FARKORTI fylgja sömu réttindi og almennu VISA-korti en ýmis fríðindi því til viðbótar. Fullkomnar ferða/slysa-, sjúkra- og farangurstryggingar og helmings afsláttur af forfallatryggingargjaldi. O Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum, veitingahúsum, hótelum og bílaleigum innanlands. O Afsláttur á skoðunarferðum erlendis. Sveigjanlegri greiðsluskilmálar hjá ferðaskrif stofum. Sérstakar „lukkuferðir", þar sem hand- höfum FARKORTS bjóðast 30 utanlandsferðir fyrir 30 krónur. Um þessar ferðir er dregið tvisvar á ári. 7 -10% afsláttur af tilteknum ferðum til helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara. Ódýrar öræfaferðir. C3 Þetta er því engin spuming! Upplýsingar veita feröaskrifstofur, bankar og sparisjóðir um land allt. FÁBKORÍT vkÁ 010 bbbH i w. _ ot, : VtSA greiðslukort með fríðindum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.